Morgunblaðið - 15.08.1992, Side 23

Morgunblaðið - 15.08.1992, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1992 23 ! Karpov ekki af baki dottinn Skák Margeir Pétursson EFTIR mótlæti síðustu missera virðist Anatólí Karpov, fyrrum heimsmeistara, nú hlaupið kapp í kinn. Honum hefur gengið fremur illa á mótum, féll út úr áskorendakeppninni með tapi fyrir Nigel Short og gat síðan ekki hugsað sér að tefla í Ólymp- íuliði Rússlands, sem stjórnað var af Garríj Kasparov, heims- meistara. En snemma sumars sigraði Karpov með yfirburðum á móti í Madríd og um mánaða- mótin lék hann sama leikinn á árlegu stórmóti í Biel í Sviss. Yfirburðir Karpovs voru miklir þrátt fyrir að andstæðingamir hafi ekki verið af lakara taginu. Tefld var tvöföld og umferð og Karpov sigraði t.d. Alexei Shirov, fjórða stigahæsta skákmann heims, í báð- um viðureignum þeirra. ÍT Anatólí Karpov, Rússl. IOV2 v. af 14 mögulegum 2. Kíríll Georgíev, Búlgaríu 9 v. 3. Tony Miles, Englandi 7 v. 4. -5. Alexander Beljavskí, Úkra- ínu. 4.-5. Joel Lautier, Frakklandi 6V2 v. 6. Viktor Kortsnoj, Sviss 5*/2 v. 7. Aleksei Shirov, Lettlandi 5'A v. 8. Curt Hansen, Danmörku 4‘/2 v. Eftir að Karpov náði ekki að finna veikan blett á Sikileyjarvöm Kasparovs í einvígjum þeirra lagði hann kóngspeðsbyrjun á hilluna, en í Biel greip hann til kóngspeðs- ins að nýju og virðist litlu hafa gleymt. Hvítt: Anatólí Karpov. Svart: Alexander Beljavskí Spánski leikurinn 1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5 - a6 4. Ba4 - Rf6 5. 0-0 - Be7 6. Hel - b5 7. Bb3 - d6 8. c3 - 0-0 9. h3 - Rb8 Hið trausta Breyer-afbrigði, uppáhaldsvopn Beljavskís, og Karpov hefur sjálfur beitt því mik- ið. Spasskí notaði það einnig gegn Fischer í Reykjavík 1972. 10. d4 - Rbd7 11. Rbd2 - Bb7 12. Bc2 - He8 13. a4 - Bf8 14. Bd3 - c6 15. b3 g6 16. Dc2 ívantsjúk lék 16. Ba3 gegn Beljavskí í Linares 1990. 16. - Bg7 17. Bb2 - Rh5 18. Bfl - Db6 Það er vafamál hvort svarta drottningin eigi eitthvert erindi út á drottningarvænginn. Hér hefur áður verið leikið 18. — Rf4 í stöð- unni. 19. b4 — Rf4 20. dxe5 — Rxe5 21. Rxe5 — dxe5 22. c4! Mikil- vægur áfangi í stöðubaráttunni, sem byggir á því að eftir 22. — bxc4? 23. Rxc4 - Dxb4?? 24. Ba3 er svarta drottningin lokuð inni. 22. - Had8 23. axb5 - axb5 24. Ha5 - Bf8 25. Bc3 - Re6 26. Rf3 - Rd4 27. Bxd4 - exd4 28. c5 - Dc7 29. Ha7 - Db8 30. Da2 Það er hrein unun að sjá hvem- ig Karpov hefur tekist að gera bisk- upapar svarts áhrifalaust. Nú lætur Beljavskí d-peð sitt af hendi til að reyna að ná mótspili, en þá nær Karpov sóknarfærum á miðborði og kóngsvæng. 30. - d3?! 31. Ha3 - d2 32. Rxd2 - Hd4 33. e5! - Hxb4 34. e6 — fxe6 35. Hxe6 — Kh8 36. Hae3 - Hxe6 37. Dxe6 - Hf4 38. Re4 - Dd8? Ljótur afleikur í erfíðri stöðu. 39. De5+ og svartur gafst upp. Sigurför til Gausdal Fjórtán íslenskir skákmenn tóku þátt í .opnu alþjóðlegu skákmóti í Gausdal í Noregi sem lauk fyrir skömmu. Þeir voru flestir að spreyta sig í fyrsta sinn á erlendum vettvangi en máttu þó afar vel við árangurinn una. Fimm keppendur hlutu verðlaun í sínum flokkum. Hópurinn samanstóð af nemendum í Skákskóla íslands og skákmönn- um af landsbyggðinni. Þetta er annað árið í röð sem nemendur skólans tefla á sumarmóti í Gaus- dal. Kristján Guðmundsson, skóla- stjóri Skákskólans, sagðist sjá mik- inn árangur af starfi síðasta vetr- ar, en unglingarnir sem fóru til Gausdal höfðu flestir Þröst Þór- hallsson, alþjóðameistara, sem leið- beinanda. Þá sagði Kristján að unglingarnir hefðu tekið keppnina afar alvarlega. Þátttakendur á mótinu voru 90 talsins, þarf af 10 stórmeistarar og 12 alþjóðlegir meistarar. Að ná meira en 50% vinningshlutfalli í slíku móti verður að teljast mjög góður árangur hjá titillausum skák- mönnum. Sigurvegari á mótinu varð ungi rússneski stórmeistarinn Tivjakov sem hlaut Vh v. af 9 mögulegum. Matthías Kjeld hlaut tvenn verð- laun, fyrir bestan árangur kepp- enda 17 ára og yngri og fyrir best- an árangur skákmanna með 1.800- 2.000 stig. Ólafur B. Þórsson deildi stigaverðlaunum með Matthíasi. Kristján Eðvarðsson hlaut verðlaun fyrir bestan árangur skákmanna með 2.000-2.200 stig og Bolvíking- urinn Guðmundur Daðason náði bestum árangri þeirra sem höfðu minna en 1.800 stig. Teflir Fischer aftur? Morgunblaðið hefur fylgst náið með framvindu mála í Svartfjalla- landi þar sem þess er vænst að sjálfur Bobby Fischer setjist að tafli gegnt Boris Spasskí í byijun næsta mánaðar. Þegar þær fréttir sem borist hafa eru metnar er ljóst að Fischer hefur aldrei verið eins nálægt því og núna að hefja aftur taflmennsku. Svo virðist sem tíminn hafi að vissu leyti staðið í stað hjá þessum mikla snillingi skáklistarinnar. Hann lítur á sig sem heimsmeist- ara, enda var titilinn aldrei unninn af honum. FIDE lýsti Karpov heimsmeistara árið 1975 þegar sýnt þótti að Fischer myndi ekki verja titilinn á þeim forsendum sem sambandið ákvað. En nú eru bæði Bobby Fischer og Boris Spasskí mættir til Sveti Stefan í Svartfjallalandi og þykir mörgum sem Fischer sé nú orðinn sjálfum sér líkur. Hann hefur t.d. þegar hafnað þeim skákstað^ sem upphaflega var ákveðið að tefla á og gert kröfur um breytingu á ljósabúnaði á þeim nýja. Einnig mega áhorfendur ekki koma nær keppendum en 15 metra. Verðlaunin eru þau hæstu sem um getur í skáksögunni, eða sam- tals 5 milljónir Bandaríkjadala, eða jafnvirði 270 milljóna ísl. króna. Þetta eru svipuð verðlaun og ráð- gert er að verði í heimsmeistaraein- víginu í Los Angeles á næsta ári. Spasskí hefur þegar ráðið sér að- stoðarmenn og eru þeir ekki af lakari endanum, heldur sovéski stórmeistarinn Júrí Balashov, að- stoðarmaður Karpovs til margra ára, Nikitin, yfírþjálfari Kasparovs til margra ára, og júgóslavneski stórmeistarinn Borislav Ivkov, liðs- stjóri júgóslavneska Ólympíuliðsins á meðan það var og hét. Fischer hefur aldrei lagt mikið upp úr aðstoðarmönnum, en hefur samt ráðið stórmeistarann Eugenio Torre frá Filippseyjum til að hjálpa sér við undirbúning. Af öllu þessu má ráða að Ioksins sé alvara á ferð- um. Svartfjallaland er líka ákjósan- legur keppnisstaður í augum Fisch- ers, því að landið er ásamt Serbíu í algeru samskiptabanni hjá Sam- einuðu þjóðunum og skemmst er að minnast er Júgóslövum var meinuð þátttaka á Ólympíuskák- mótinu. Signrður Halldórsson og Daníel Þorsteinsson. Halda tónleika í Siguijónssafni SIGURÐUR Halldórsson sellóleikari og Daníel Þorsteinsson píanó- leikari koma fram á þriðjudagst Ólafssonar þann 18. ágúst nk. kl. ir Dmitríj Sjostakóvítsj, Claude Bohuslav Martinu. Sigurður Halldórsson lauk burt- fararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1985, þar sem kennari hans var Gunnar Kvaran. Framhaldsnám stundaði Sigurður í London. Hann lauk prófí frá ein- leikaradeild Guildhall School of Music and Drama og „Perform- ance and Communication Skills“ frá sama skóla. Hann var í ein- katímum hjá Raphael Sommer og lærði jafnframt söng hjá Arthur Reckless og Angus Davidson. Sig- urður hefur meðal annars starfað með Sinfóníuhljómsveit íslands, Caput hópnum, Hljómeyki og haldið tónleika hérlendis og víða erlendis. Hann stjórnar kór Fjöl- brautaskólans í Garðabæ. ónleikum í Listasafni Sigurjóns 20.30. Á efnisskrá eru verk eft- Debussy, Alfred Schnittke og Daníel Þorsteinsson lauk burtf- arar- og kennaraprófi frá Tón- skóla Sigursveins D. Kristinssonar vorið 1986 þar sem aðalkennari hans var Sveinbjörg Vilhjálms- dóttir. Einnig nam hann píanóleik hjá Halldóri Haraldssyni. Frá hausti 1988 hefur Daníel verið við nám í Sweelinck tónlistarháskó- lanum í Amsterdam undir hand- leiðslu Willems Brons. Hann hefur og starfað við dagskrárgerð hjá Ríkisútvarpinu undanfarin ár. Daníel hefur komið fram á tónleik- um hérlendis og víða erlendis og hefur haldið fjölda tónleika með Sigurði Halldórssyni. (Fréttatilkynning) EFTA-löndin eru að setja á stofn EFTIRLITSSTOFNUN EFTA vegna samningsins um hið EVRÓPSKA EFNAHAGSSVÆÐI Samkvæmt samningnum um Evr- ópska efnahagssvæðið er vald og starfssvið Eftirlitsstofnunar EFTA, að því er varðar EFTA-ríkin, svipað/sam- bærilegt og vald og starfssvið fram- kvæmdastjórnar EB að því er varðar beitingu EES-reglna. Eftirlitsstofnun EFTA mun, meðal annars, rannsaka hugsanleg brot EFTA-ríkja á reglum Evrópska efna- hagssvæðisins og vísa málum til úr- skurðar EFTA-dómstólsins ef nauðsyn krefur. Fyrstu lotu ráðninga til Eftirlits- stofnunar EFTA er lokið. Vegna áfram- haldandi uppbyggingar stofnunarinnar er nú auglýst eftir reyndum starfs- mönnum til eftirlitsstarfa á eftirtöldum sviðum: • Samkeppni (hringamyndun/ríkis- styrkir). • Frjálsir vöruflutningar (tæknilegar hindranir í viðskiptum, tollar og gjöld sem hafa samsvarandi áhrif, heilbrigði dýra og plantna, opinber innkaup). • Frjáls þjónustustarfsemi og frjálsir fjármagnsflutningar (flutningaþjón- usta, fjármagnshreyfingar, fjár- málaþjónusta, fjarskiptaþjónusta). • Búsetu og atvinnuréttindi (gagn- kvæm viðurkenning á starfsmennt- un og hæfi, almannatryggingar). • Samvinna utan marka fjórþætta frelsisins (t.d. umhverfismál). • Lagadeild ESE. Almenn skilyrði fyrir ráðningu eru: • Háskólapróf í lögum, viðskipta- fræði eða hagfræði eða öðrum greinum eftir því sem nánar er kveðið á um í starfslýsingum. • Starfsreynsla í opinberri þjónustu eða á almennum vinnumarkaði (helst á viðkomandi sviði). • Þekking á þeirri EB-löggjöf er að starfinu lýtur. • Mjög góð enskukunnátta. • Ríkisborgararéttur í EFTA-ríki. Ráðningarsamningur er til tveggja ára, endurnýjanlegur. Höfuðstöðvar Eftirlitsstofnunar EFTA verða í Genf, en þau störf er varða eftirlit með sam- keppni og heilbrigði dýra og plantna verða í Brussel. Upplýsingar um þau störf sem í boði eru (starfslýsingar) og umsóknar- eyðublöð fást hjá Kristni F. Árnasyni, Viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneyt- isins, Hverfisgötu 115, 150 Reykjavík, sími 609930. Umsóknarfrestur er til 15. september 1992. UtCa*afta»» y/Miklotorg, simar 15014 og 17171. Tilboð - Uppboó - Niðurboó SELJENDUR! Komió meó sölubílinnn á stærsta sölusvæði borgarinnar. KAUPENDUR ! Komið með létta lund, eitthvað af peningum og gerið tilboð. Allir bílar eiga aó seljast fföstudag og laugardag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.