Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1992 Ný sjávarútvegs- stefna - Líf eða dauði? eftir Einar Svansson Um hvað snýst fískveiðistjómun? Umræðan hefur hingað til snúist um kvótakerfið sem hefur verið harðlega en oft ranglega gagnrýnt. Til að átta sig á stöðunni verður að /ara aðeins aftur í tímann. Á áttunda áratugnum lauk út- færslu landhelginnar og við fengum þá umráðarétt yfír auðlind sem em fískimiðin í kringum landið. Á þeim tíma sem í hönd fór var mikið fjár- fest bæði til sjós og lands. Sú bjart- sýni reyndist fullmikil þegar á reyndi. Fyrir áratug var fyrst nauðsyn á að takmarka veiðar á bolfíski og þörfín fyrir heilsteypt kerfí hefur ekki minnkað síðan. Fýrst var reynt skrapdagakerfí sem fólst í að leyfð var takmörkuð sókn í þorskinn en þann tíma sem ekki mátti veiða þorsk urðu menn að veiða aðrar tegundir, svokallað skrap. Árið 1984 tók fyrsta útgáfa núverandi kerfís við og hefur breyst mikið síðan. Aðalbreytingin felst í afnámi sókn- armarks. í dag er kvótakerfíð afla- markskerfí þar sem úthlutun veiði- heimiida er bundin við fískiskip. Það liggur í augum uppi að slík höft sem kvótakerfíð bindur frelsi manna hljóta að valda deilum og ágreiningi. Hins vegar er kvótakerf- inu ranglega kennt um það sem miður fer í sjávarútvegi og mörg atriði ranglega talin sýna galla þessa kerfís. Eg ætla að fjalla um nokkur þessara atriða hér á eftir. Skerðing á athafnafrelsi Því er haldið fram að kvótinn skerði athafnafrelsi fiskimanna og aflaklæmar fái ekki að njóta sín og einnig að erfítt sé fyrir nýja aðila að heQa rekstur. Það er nokkuð til í þessu en vandséð er hvernig hægt er að takmarka aðgang að auðlind- inni án þess að slíkt gerist á ein- hvem hátt. Hjá sjávarútvegsfyrir- tækjum sem eiga rúmar veiðiheim- ildir hefur þróast samkeppni á milli skipa þar sem ekki hefur verið vitað fyrirfram hvað aflamagnið yrði á hvert einstakt skip. Sú gagnrýni að kerfíð leiði til einhverrar ailsherjar meðalmennsku er því hæpin. Mótvægi gegn þessu er sú stað- reynd að magn skiptir í dag minna máli en áður fyrr. Gæði og verð- mæti em að taka við sem æðstu gildi í greininni í stað aflamagns áður. Helsta breytingin er í hnot- skum sú að fyrr á öldinni fór heild- arafli landsmanna mikið eftir dugn- aði og hörku þeirra sem sjóinn sóttu og veðurfar og __ tækniframfarir skiptu miklu máli. í byijun árs er í dag nokkurnveginn vitað hver heild- araflinn verður í lok ársins en enn er óráðið hveijir veiða fískinn og hveijir vinna hann og með hvaða árangri. Áður fyrr var hvert tonn sem veiddist viðbót við heildarafl- ann. Minnkandi landvinnsla Verkefni fyrir frystihúsin hafa minnkað síðasta áratuginn og sum sjávarpláss hafa lent í vemlegum erfíðleikum. Kvótakerfínu er kennt um þetta sem er ekki réttmætt. Meginástæður þessa er aukinn út- flutningur ísfísks og sjófrysting. Árið 1982 var þetta tvennt saman- lagt um 1% af botnfískaflanum en árið 1990 er þetta hlutfall komið upp í 30%. Þróun þessi hófst skömmu áður en kvótakerfið tók gildi og er ekki afleiðing af því. Aukin vinnsla á sjó byggist m.a. á tækniframfömm og meiri arðsemi vegna betri nýtingar fjárfestinga. Ný skip era einnig orðin það dýr að hefðbundnar ísfiskveiðar standa ekki undir smíðaverði. Aukinn ísfí- skútflutningur grundvallast á gámavæðingu og breyttum mark- aðsaðstæðum í Evrópu vegna sam- dráttar í fískveiðum. Að sjáifsögðu er þetta einföld lýsing en mestu skiptir að gera sér grein fyrir því að kvótakerfíð veldur ekki minnk- andi verkefnum frystihúsanna. Landvinnslan verður að auka nýt- ingu framleiðslutækjanna á næstu ámm ef hún á að verða sam- keppnisfær við sjófrystingu og fisk- markaði heima og erlendis. Hér er um líf og dauða að tefla. Nýjasti áhrifavaldurinn í þessari þróun eru innlendir fiskmarkaðir. Þeir hafa vaxið og munu þróast óháð því hvaða fiskveiðistjórnun verður í gildi. Stækkun fiskveiðiflotans Fiskiskipaflotinn var orðinn of stór þegar kvótakerfíð komst á en hélt áfram að stækka. Kvótakerfið var í byijun bæði sóknar- og afla- markskerfí. í sóknarmarkskerfinu fólst hvati til stækkunar flotans því hægt var að vinna sér inn afiarétt með því að veiða meira en næsta skip og á kostnað heildarinnar. I öðru lagi voru bátar undir 10 tonnum undanþegnir kerfinu og í dag eru bátar undir 6 tonnum í banndagakerfinu. Gat þetta leiddi til mikillar fjölgunar smábáta sem aftur leiddi til þess að hlutur þeirra í þorskafla jókst úr 18 í 45 þúsund tonn á 6 áram. Á síðasta ári minnk- aði flotinn örlítið og mun halda áfram að dragast saman á næstu ámm ef kerfíð verður svipað því sem nú er í gildi. Sagt er að kvótakerfið sé orsökin fyrir vandræðum smá- báta. Vandinn stafar af fjölgun þeirra vegna undanþága í kvóta- kerfínu. Það er áuðvelt að vera vitur eftirá en augljóst er að ef aflamark á allan flotann hefði gilt frá upp- hafi hefðu þessi vandræði ekki kom- ið til. Lagfæringar á þessum undan- þágum hafa í sumum tilvikum leitt til óréttlætis og haft slæmar afleið- ingar. Menn verða að greina á milli þess hvað er afleiðing af slæmu kerfí eða því sem orsakast af erfíð- leikum við að innleiða kerfi sem er skásti kostur af mörgum. Það hefur einnig verið gagnrýnt að útgerðarmenn sem hætta og selja sinn kvóta verði forrikir af því. Það verður meira ábérandi þegar ein- staklingur á í hlut en ef flotinn á að minnka verður skipum af öllum gerðum að fækka. Það er sparnaður fyrir þjóðiha ef útgerðarmaður trillu eða togara hættir og skipið er úrelt. Verndun fiskistofna Því hefur verið haldið fram að kvótakerfið hafi leitt af sér minni Einar Svansson fískistofna. Þetta er röng fullyrðing. Við höfum veitt meira á síðustu áram en fískifræðingar töldu ráð- legt. Það er pólitísk ákvörðun sem varðar á engan hátt kvótakerfíð. Einnig hafa aðstæður í hafinu og minni nýliðun valdið því að þorskár- gangar eru lélegir síðustu ár. Þar er um duttlunga náttúrunnar að ræða og engar staðreyndir byggðar á gögnum vísindamanna sýna að kvótakerfíð valdi hér einhveiju. Einnig hefur því verið haldið fram að smáfískadráp sé tilkomið vegna kvótakerfisins. Ekkert fískveiði- stjórnunarkerfi kemur í veg fyrir slíkt. Lög og reglur geta hér litlu breytt heldur viðhorf þeirra sem ganga um þessa auðlind. Áróður skiptir mestu og það er af hinu góða að farið er að ræða hreinskiln- islega um þessa hluti. Það þarf einn- ig að áuka fræðslu fyrir starfsfólk til sjós og lands um meðferð aflans og umgengni við auðlindina. Smáfiski hefur alltaf verið hent fyrir borð í gegnum tíðina en í mism- iklum mæli. Það skiptir hins vegar miklu meira máli í dag hvernig við göngum um okkar auðlind, fiskimið- in, þegar takmarka þarf sóknina og ungviðið þarf meiri vernd. Byggðaröskun Kvótakerfíð = byggðaröskun. Að tengja þetta saman á þennan hátt er út í hött. Byggðaþróun er afleið- ing þjóðfélagsbreytinga og á sér stað á öllum tímum hvort sem við búum við kvóta eða ekki. Afli og skip hafa flust á milli staða frá því fískveiðar hófúst hér við land. í dag er takmarkað með forkaupsrétti heimamanna hvort skip era seld á milli byggðarlaga. Fyrir daga kvót- ans var sú sala fijáls. Ef skoðað er grannt sést að ekki vora minni sveiflur í tilflutningi á milli byggða hér áður fyrr þegar veiði var ótak- mörkuð. Ég man ekki betur en að Norðlendingar hefðu þá þurft að ; sækja vinnu suður á land. Breyting- arnar á byggð sem tengjast sjávar- útvegi geta hins vegar vel verið | afleiðing aflasamdráttar og annarr- ar ráðstöfunar aflans en fyrr. Einn- ig geta veiðiheimildir færst á milli ) staða vegna þess að fyrirtæki ná ekki endum saman. Það sama gerð- ist hér áður ef menn réðu ekki við að reka skipin sem keypt voru. Ég get ekki samþykkt það að veiðiheimildir fylgi byggðarlögum til að lækna þennan vanda. í fyrsta iagi hafa fyrirtækin alltaf þurft að bera ábyrgð á sínum rekstri. Stund- um hefur ríkisvaldið hjálpað til ef illa hefur farið en menn hafa samt ekki á neinum tímum verið tryggðir í bak og fyrir burt séð frá hvernig reksturinn væri. Ég held að byggð- akvótinn myndi gera það að verkum að ábyrgðartilfinning stjómenda minnkaði. Þó fyrirtæki yrðu gjald- þrota myndi kvótinn ekki tapast. ^ Slíkt kerfi myndi mismuna fólki og fyrirtækjum. Kerfisbreytingar eru ekki lausn á vanda byggðarlaga sem * komist hafa í þrot heldur byggð- stefna sem væri byggð á eðlilegum hagnaði í sjávarútvegi. Hvaða kerfi er skynsamlegast? Ég hef hér á undan rakið helstu atriðin sem gagnrýnd hafa verið í núverandi kvótakerfí. Ekkert kerfí er án galla. Reynslan sýnir að best er að hafa engar undanþágur og fella allar veiðar undir eitt heil- steypt kerfí. Margt af þeirri gagn- rýni sem kvótakerfíð hefur mátt þola er byggt á misskilningi og því að menn hafa ekki gert sér grein fyrir orsök og afleiðingu í flóknu þjóðfélagi sem er sífelldum breyt- ingum háð. Það er brýnt að hafa skýra stefnu í sjávarútvegi sem skapar mest af , tekjum okkar. Öll óvissa leiðir til sóunar. Ég tel það mikilvægast að eftir endurskoðun taki gildi kerfí , sem vari í langan tíma, helst áratug eða meira. Ég held að þetta atriði sé mikilvægara en menn gera sér almennt grein fyrir. Aðalmarkmiðið með stjórnun fiskveiða er að hámarka arðsemi þeirrar auðlindar sem við lifum á. ÞJÓÐMÁL STEFÁN FRIÐBJARNARSON Hundrað ungmenní fallin - fimm hundruð í hættu Gluggað í fíkniefnaumræðu á Alþingi ÞAU ERU mörg og mikilvæg málin sem bíða Alþingis i haust og vetun Evrópumái, efnahags- vandi (atvinnuvega og ríkis- sjóðs), atvinnuleysi og sam- dráttur í sjávarútvegi og þjóð- arbúskap. En það eru fleiri mál brýn en þau sem hér voru nefnd. Eitt af þeim stærstu er vaxandi fíkniefnaneyzia í land- inu: „Eitt hundrað ungmenni hvíla nú á kistubotni, hafa fail- ið fyrir þessum voða.“ Þessi orð voru töluð úr ræðustól Alþingis rétt fyrir þinglausnir síðastliðið vor. Er fíkniefnaveltan hálfur milljarður á ári? „Eitt hundrað ungmenni hvíla nú á kistubotni, hafa fallið fyrir þessum voða,“ sagði Guðni Ag- ústsson (F-Sl) í þingræðu í maí- mánuði síðastliðnum. „Talið er að allt að 500 ungmenni á aldrinum 13-19 ára séu djúpt sokkin í fíkni- efnaneyzlu,“ hélt þingmaðurinn áfram. „Fullyrt er að fiármagnið sem á ári hveiju er varið til fíkni- efnaviðskipta skipti hundruðum milljóna." Þingmaðurinn segir síðar í ræðu sinni að fíkniefnaveltan kunni að nema hálfum milljarði króna á ári hveiju. „Eiturlyfjasal- an er því orðin „bisness". Sölu- menn svo og neytendur verða ill- skeyttari með ári hveiju. Hér duga því engin vettlingatök". Annar þingmaður, Gunnlaugur Stefánsson (A-Al), sagði í sömu umræðu: „Það eru sannarlega al- varlegar upplýsingar, sem okkur eru kunnar, að aðeins 5-10% af þeim efnum sem berast til Iands- ins fínnist við tollleit. Afgangur- inn, 90-95%, er í umferð hér... Þetta segir okkur að stórefla verð- ur allar varnir gegn innflutningi og þar held ég að notkun hunds sé lykilatriði." Það er ekki hægt annað en að taka alvarlega • upplýsingar sem bornar eru fram á sjálfri löggjaf- arsamkundunni um stærð vand- ans: 500 ungmenni á aldrinum 13-19 ára djúpt sokkin í fíkni- efnaneyzlu. Hvernig er að vörnum staðið? Þorsteinn Pálsson dómsmála- ráðherra rakti í umræðunni það sem gert hefur verið af hálfu ráðuneyta til að spoma gegn vandanum. Skipuð var sérstok framkvæmdanefnd (1986) í fíkni- efnavörnum, en hún er skipuð fulltrúum þeirra ráðuneyta sem koma að þessum málum. Félags- málaráðuneytuð hefur unnið að því að tryggja rekstur á neyðarat- hvarfí fyrir ungmenni í Rauða- kross-húsinu í Reykjavík, en hluti þeirra barna og ungmenna, sem þangað leita, á í vímuefnavanda. Fjármálaráðuneytið hefur sér- þjálfað tollgæzlumenn til eftirlits og leitar að fíkniefnum. Tollgæzlumenn nota sérþjálfaðan hund við eftirlitsstörfin. Dóms- mála- og menntamálaráðuneytin styrktu könnun Rannsóknastofn- unar í uppeldis- og menntamálum á fíkniefnaneyzlu unglinga. At- hugunin fór fram í marzmánuði sl. og tók til 1.200 unglinga. Nið- urstöður liggja fyrir á þessu hausti. Könnunin nær til helztu áhættuþátta í sambandi við fíkni- ALÞINGISTÍÐINDI UMRÆÐUR 25. hefti 1991-92 ISSN 1017-365X F(kniefnaneysla í landinu, ein umr. Fsp. GÁ, 487. mál. — Þskj. 751. Fyrírspyrjandi (GuOni Ágústsson): Hæstv. forseti. Ég spyr hæstv. dómsmrh. um stcfnu- mótun gagnvart því aö uppræta fíkniefnaneyslu í land- inu. Eitt hundraö ungmenni hvfla nú á kistubotni, hafa falliö fyrir þessum voða. Talið cr aö allt aö 500 ung- iingar á aldrinum 13-19 ára séu djúpt sokknir í fflcni- cfnaneyslu. Fullyrt er aö fjármagniö sem á ári hveru er varið til ffknicfnaviöskipta skipti hundruöum milljóna. Ég sá í einhverju blaði rætt um aö þaö mundi vcröa efnaneyzlu unglinga og verður góð undirstaða varðandi skilvirk- ari viðbrögð og fyrirbyggjandi aðgerðir. Heilbrigðisráðuneytið hefur síðan mótað meðferðarþátt- inn á Tindum, en þar var fyrir rúmu ári tekin í notkun sérstök stofnun fyrir unga ávana- og fíkniefnaneytendur. Ráðherrann sagði nauðsynlegt „að fela einu ráðuneyti höfuð- ábyrgð í þessu efni [en þessi mál heyra nú undir nokkur ráðuneyti] þannig að forusta fyrir samstarfs- nefnd ráðuneytanna hvíli á einu ráðuneyti, til að tryggja markviss- ari framkvæmd og ákveðnari að- gerðir“. Ráðherra taldi það meg- inatriði að efla forvarnir, m.a. fræðslu í skólum og fjölmiðlum. Hann sagði að skipulag löggæzl- unnar í landinu þyrfti að vera í stöðugri athugun þannig að hún yrði sem markvissust. Og loks _að það héfði seinkað fullgildingu Is- lendinga á samningi Sameinuðu þjóðanna um fíkniefni og skyn- villuefni frá 1988 að ólokið er lagasetningu „um svokallaðan peningaþvott“. Fræðsla, hjálparstarf, hert eftiriit, hert löggjöf Þingmenn, sem þátt tóku í umræðunni, lögðu flestir áherzlu á fjögur meginatriði í vörnum samfélagsins gegn þeirri þjóðfé- lagsvá, sem fíkniefnavandinn stefnir í: 1) stóraukin fræðsla eft- ir öllum tiltækum leiðum fjölmiðla og skólakerfis, 2) hjálparstarf við þá sem ánetjast hafa fíkniefnum, 3) aukið og skilvirkara eftirlit lög- og tollgæzlu og 4) herta löggjöf. „Ég tel að Alþingi eigi að marka stefnu," sagði Guðni Ág- ústsson, „þar sem t.d. verði ráð- gert að uppræta alla fíkniefna- neyslu á næstu 4-5 árum, að ís- land yrði án eiturlyfja 1995.“ Öll framangreind atriði kosta peninga. Spurningin er einfald- lega hvort fjárveitingavaldið tryggir aukið fjármagn „til þess- arar varnarbaráttu, sem er bar- átta upp á líf og dauða fjölda ungmenna", eins og málshefjandi, Guðni Ágústsson, komst að orði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.