Morgunblaðið - 27.08.1992, Side 22

Morgunblaðið - 27.08.1992, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1992* MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1992 23 fNffltrgt Útgefandi Árvakur h.f., Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Hættuteikn í ríkis- reikningi 1990 Nýlega var kunngjörð skýrsla yfírskoðunarmanna ríkis- reiknings og Ríkisendurskoðun- ar um ríkisreikning ársins 1990. Þar kemur m.a. fram, að útgöld A-hluta ríkissjóðs umfram tekj- ur þetta fjárlagaár voru 11.287 milljónir króna. í skýrslu Ríkis- endurskoðunar segir m.a.: „Vakin skal sérstök athygli á neikvæðri peningalegri stöðu A-hluta ríkissjóðs og þróun hennar frá árinu 1987. Frá árinu 1987 til ársins 1990 hefur pen- ingaleg staða ríkissjóðs versnað um rúma 50,2 milljarða króna. Skuldir umfram kröfur og eign- ir námu 13,0 milljörðum króna í ársbyrjun 1987 en 63,2 millj- örðum króna í árslok 1990. Sé miðað við verðlag í árslok 1990 hefur peningaleg staða A-hluta ríkissjóðs versnað um 38,5 millj- arða króna. Auk þess hvfla á ríkissjóði lífeyrisskuldbindingar sem ekki eru taldar með á þessu tímabili en þær námu 50,1 millj- arði króna í árslok 1990. Af versnandi peningalegri stöðu A-hluta ríkissjóðs má rekja 30,6 milljarða króna til hallareksturs ríkissjóðs. Gjaldfærsla vegna líf- eyrisskuldbindinga ríkissjóðs á árunum 1989 og 1990 er þar ekki meðtalin." Hallarekstur og versnandi skuldastaða ríkissjóðs á þessum árum, 1987—1990, segir m.a. til sín í vaxandi fjármagnskostn- aði. Lætur nærri, að vaxtagjöld ríkissjóðs svari til 90% af öllum tekjuskatti einstaklinga á árinu 1990. „Yfirskoðunarmenn vilja vara við vaxandi skuldsetningu A-hluta ríkissjóðs, með tilheyr- andi aukningu í fjármagns- kostnaði sem stefnir í vítahring og hlýtur að leiða til þess að draga verði saman útgjöld til annarra málaflokka eða auka tekjur ríkisins," segir í skýrslu yfírskoðunarmanna ríkisreikn- ings. í skýrslu Ríkisendurskoð- unar segir um sama efni: „Fjármagnskostnaður A- hluta ríkissjóðs nam 11,3 millj- örðum króna á árinu 1990 að meðtöldum áföllnum, ógjald- föllnum vöxtum á skuldum ríkis- sjóðs. Fjármagnskostnaður nam þannig 11,9% af heildartekjum ríkissjóðs á árinu 1990.“ Halla- rekstur ríkissjóðs og tilheyrandi ásókn á takmarkaðan innlendan lánsfjármarkað er af ýmsum talin meginskýring á háu vaxta- stigi í landinu síðastliðin ár, sem m.a. hefur bitnað illa á atvinnu- lífínu. Bæði Ríkisendurskoðun og yfirskoðunarmenn hafa og áhyggjur af lífeyrisskuldbind- ingum ríkissjóðs sem námu rúm- um 50 milljörðum króna í árslok 1990. „Yfírskoðunarmenn vilja vekja sérstaka athygli á miklum skuldbindingum ríkissjóðs vegna lífeyrisréttinda starfs- manna ríkisins og annarra. Yfír- skoðunarmönnum virðist, sem að óbreyttum lögum og samn- ingum muni þessar skuldbind- ingar sífellt aukast og að æ stærri hluta af tekjum ríkissjóðs verði í framtíðinni ráðstafað til greiðslu þessara skuldbindinga sem leiða muni til þess að minna verði til ráðstöfunar til annarra útgjalda og framkvæmda," segir þar. . Yfírskoðunarmenn telja og brýnt „að komið verði á fastari og betur samræmdri skipan á rekstur og nýtingu fasteigna í eigu ríkisins þannig að eðlilegur arður fáist af þessum eignum. Jafnframt verði ævinlega reynt að tryggja, að í eigu ríkisins séu ekki aðrar eignir en þær sem þörf er fyrir í þágu ríkisstofnana eða ríkisfyrirtækja á hveijum tíma en öðrum eignum jafnóðum komið í verð og fjárbinding þannig lágmörkuð.“ Þeir telja og brýnt að setja með formleg- um hætti „samræmdar almenn- ar reglur um það hvemig standa skuli að sölu á eignum ríkisins með sama hætti og settar hafa verið reglur um hvernig standa skuli að opinberum innkaupum, sbr. lög nr. 52/1987.“ Ríkisendurskoðun og yfir- skoðunarmenn hafa og þráfald- lega ítrekað tilmæli um að verð á vörum Áfengis- og tóbaks- verzlunar ríkisins til ríkisstofn- ana og ríkisfyrirtækja sé hið sama og á almennum markaði, „enda muni slíkt auka kostnað- arvitund þeirra er standa að kaupum á þessum vamingi". Útgjöld vegna risnu hjá A-hluta ríkissjóðs námu 144,6 m.kr. árið 1990. Þar af 122 m.kr. eða 84% vegna þess sem bókfært er sem „annar risnukostnaður“ en „meginhluti annars risnukostn- aður er vegna reikninga frá veit- ingahúsum og ÁTVR oft í tengslum við opinberar heim- sóknir eða viðskiptaheimsókn- ir“, segir í skýrslunni. Ábendingar Ríkisendurskoð- unar og yfírskoðunarmanna eru hvergi nærri tæmandi raktar hér að framan. Þær fela á hinn bóg- inn í sér að enn má betur gera í aðhaldi og hagræðingu í ríkis- búskapnum. Skýrsla þessara aðila um ríkisreiknjng ársins 1990 sýnir ýmis hættuteikn, sem skylt er að taka tillit til, til þess að ná markmiðum núver- andi ríkisstjómar um jöfnuð í ríkisbúskapnum á líðandi kjör- tímabili. Slysavarnadeildin Ingólfur fær staðsetningartæki í tilefni af 50 ára afmæli Tekur við boðum frá gervihnetti Fyrirtækið Friðrik A. Jónsson hf. færði í gær Slysavarnadeildinni Ingólfi í Reykja- vík að gjöf gervihnattastaðsetningartæki sem sett hefur verið upp í sérútbúinni leit- ar- og björgunarbifreið sveitarinnar. Bæði Friðrik A. Jónsson hf. og Ingólfur urðu 50 ára á þessu ári og var gjöfin gefin í tilefni af því. í frétt frá Slysavarnadeildinni Ingólfi kemur fram að staðsetningartækið nemur staðsetn- ingu sína með móttöku sendinga frá gervi- hnöttum og á skjá tækisins sést á augnabliki staðsetning í lengdar- og breiddargráðu svo og hæð yfir sjávarmál. Hægt er að setja 100 ákvörðunarstaði inn í minni tækisins og kalla hvern og einn þeirra fram á skjá sem sýnir fjarlægð og stefnu á þann stað. Allur ferill farartækisins kemur fram á skjánum. Tækið er af gerðinni Tokimec Gr. 1.000. Samdráttur hjá Eimskipi og slök afkoma fyrstu sex mánuði ársins Hagnaður um 18 milljónir og tekjur drógust saman um 13% að raungildi UM ÁTJÁN milljóna króna hagnaður varð hjá Eimskipi og dótturfélög- um þess fyrstu sex mánuði ársins samanborið við 265 miHjónir á sama tíma í fyrra. Hagnaðurinn er um 0,5% af rekstrartekjum félagsins en þær námu 3.735 milljónum á tímabilinu. Lækkuðu tekjurnar um 13% að raungildi frá sama tíma árið á undan. Þessi slaka afkoma er rakin til 4% minni flutninga en á sama tíma í fyrra og áframhaldandi lækkun- ar flutningsgjalda. Flest er talið benda til þess að rekstur Eimskips verði þungur á síðari hluta ársins þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir til að lækka kostnað. Morgunblaðið/Ámi Sæberg. Ögmundur Friðriksson fulltrúi Friðriks A. Jónssonar hf. afhendir fulltrúum Ingólfs, þeim Böðv- ari Páli Ásgeirssyni, Engelhart Björnssyni og Haraldi G. Samúelssyni, staðsetningartækið. Rekstrargjöld námu 3.649 milljón- um, sem er 6,5% lækkun að raungildi frá sama tíma í fyrra. Fjármagns- gjöld umfram fjármagnstekjur voru 68 milljónir. Félagið varð fyrir nokkru gengistapi á fyrri hluta ársins vegna gengisbreytinga á tímabilinu en veru- legur hluti af skuldum þess er í Evr- ópumyntum. Eimskip flutti um 537 þúsund tonn fyrstu sex mánuði ársins 1992. Sam- dráttur í flutningum stafar svo til einvörðungu af minni innflutningi, en hann var 10% minni en á sama tíma í fyrra. Útflutningur og strandflutn- ingur er svipaður en 11% aukning hefur orðið í flutningi miili erlendra hafna. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, segir að markaðshlutdeild félagsins í áætlanasiglingum hafi ver- ið svipuð undanfarin ár. „Sá sam- dráttur sem orðið hefur í flutningum Eimskips á þessu ári endurspeglar almennan samdrátt í innflutningi og hefur ekki breytt neinu um markaðs- hlutdeild félagsins. Við samanburð á tölum Hagstofu íslands og flutninga- tölum Eimskips er markaðshlutdeild félagsins í innflutningi nákvæmlega sú sama á fyrstu fimm mánuðum ársins og hún var síðustu tvö árin. í útflutningi hefur markaðshlutdeildin aukist um eitt prósentustig." Félagið var með þrjú skip í strand- flutningum í nokkurn tíma á fyrri hluta ársins í kjölfar þess að Skipaút- gerð ríkisins hætti rekstri. Nú er fé- lagið með tvö skip í strandflutningum og hefur siglingaáætlun skipanna verið breytt nokkuð og landflutningar auknir til að tryggja áframhaldandi þjónustu. Á fyrri hluta ársins voru flutningar fyrir varnarliðið boðnir út og var lægsta tilboði tekið en það var lægra en tilboð Eimskips. Ekki er gert ráð fyrir að breyting þessi hafi umtalsverð áhrif á afkomu félagsins, þar sem dregið verður úr tilkostnaði við Ameríkusiglingarnar vegna minnkandr flutninga. Hörður sagði aðgerðir félagsins til að lækka kostnað vera almenns eðlis. „Þær felast í því að breyta flutninga- frámboðinu t.d. á Bandaríkjaleiðinni í samræmi við breytta stöðu. Við getum ekki breytt framboðinu í Evr- ópusiglingunum en höfum hins vegar fækkað um eitt skip í strandsigling- unum.“ Hann sagði að gert væri ráð fyrir að starfsmönnum fækkaði um 5% á þessu ári, eða um 35-40 manns. Fækkun yrði af sjálfu sér bæði á aðalskrifstofum og í vöruflutningam- iðstöð jafnframt því sem félagið hefði fækkað um eitt skip á árinu. „Þar fyrir utan munum við skoða þetta gaumgæfilega en höfum ekki tekið endanlegar ákvarðanir,“ sagði Hörð- ur. „Við teljum að í flutningalegu til- liti verði árið 1993 áframhaldandi þungt og gæti orðið þyngra en árið 1992. Hins vegar er ástæða til að búast við því að samdrátturinn verði hlutfallslega minni árið 1993. í frum- drögum að flutningaáætlun fyrir árið 1993 gerum við ráð fyrir því að flutn- ingarnir muni að einhveiju marki halda áfram að minnka.“ Um rekstur félagsins erlendis sagði Hörður að árangur hefði náðst í Ný- fundnalandi og Færeyjum og haldið yrði áfram að feta þá slóð. Ennfrem- ur ætti félagið flutningafyrirtækið MGH í Bretlandi þar sem 60 manns starfa. Aðeins helmingur af starfsem- inni tengdist íslandi. í vaxandi mæli önnuðust skrifstofur þess erlendis þjónustu fyrir aðra aðila en íslend- inga. Eigið fé Eimskips nam um 4.294 milljónum í lok júní og var eiginfjár- hlutfall 44%. Neikvæð umræða dregur úr grænmet- isneyslu BIRGIR Rafn Jónsson, formaður Félags stórkaupmanna, vísar á bug gagnrýni á innflutning á kjöttómötura á stærð við venju- lega matartómata og leggur áherslu á að umræða af þessu tagi sé til einskis annars en að skapa neikvæða ímynd grænmet- is og hamla aukinni neyslu. Hann bendir í þessu sambandi á áð hver íslendingur neyti 20 kg á grænmeti á ári en til samanburð- ar neyti íbúar Efnahagsbanda- lagsríkjanna 117 kg af grænmeti á ári. Birgir sagði að kjöttómatar væru allt annars eðlis en matartómatar þó tómatarnir væru af sömu stærð. Annað kjöt væri í kjöttómötunum og þeir væru vatnsminni, og þar af leiðandi betri t.d. á grillið, en venjulegir matartómatar sem bann- að er að flytja inn. Þannig sagði Birgir að innflutningur á kjöttómöt- um, af öllum stærðum, myndi ekki skemma fyrir matartómötum heldur verða viðbótarneysla með tímanum. „Innflutningur kjöttómata myndi líka fara með hagsmunum landbún- aðarins því þeir eru notaðir við glóð- asteikingar þar sem kindakjöt er fyrst og fremst notað. Þannig gætu tómatamir ýtt undir kindakjöts- neyslu,“ sagði Birgir. Hann sagði að umræða af því tagi, sem skapast hefði vegna inn- flutnings á minni kjöttómötum, og væri til einskis annars en að skapa neikvæða ímynd grænmetis og hamla aukinni neyslu þess. íslend- ingar neyttu minnst allra Evr- ópubúa af grænmeti og mögulegt ætti að vera að fimmfalda neyslu. Ennfremur sagði Birgir að landbún- aðarráðuneytið ætti að gæta þess að vemda ekki einungis hagsmuni garðyrkjubænda heldur einnig neyt- enda sem ættu rétt á góðu græn- metisúrvali. DIGRANESKIRKJA eftir Sigurbjörn Einarsson Þann rúma áratug, sem ég hef átt heima í Digranessókn í Kópa- vogi, hefur mikið verið byggt hér í bæ, heil hverfí glæsilegra einbýlis- húsa hafa risið og mörg stórhýsi. Vöxtur bæjarins og blómlegt at- hafnalíf gleður hvem, sem nýtur þess að eiga hér heima og bænum ann. En aldrei fyrr á ævi minni hef ég svo lengi átt heima í kirkjusókn, sem enga átti kirkju. Það er þó lífs- skilyrði hverjum söfnuði að eiga sína kirkju. Guði helgað hús er orkustöð, þar opnar bænin, íhugun- in, tilbeiðslan fyrir aðstreymi heil- agra áhrifa frá heimi ljóssins, ríki Krists. Og áhrifin berast út í mann- lífið, langt út fyrir raðir þeirra, sem þar eru saman komnir hveiju sinni. I annan stað er hið vígða hús vitnis- burður, boðun, sýnileg skilaboð frá góðum Guði: Hér er ég, barnið mitt, ég er í nánd þinni og vil leiðbeina þér og hjálpa og blessa þig í lífí og dauða. Enginn staður, ekkert hús getur gegnt brýnna og göfugra hlutverki. En sá söfnuður, sem kenndur er „Ég óska Kópavogi þeirrar sæmdar og gæfu, að eindrægni og virkur samhugur skap- ist um fagra kirkju á fögrum stað handa Digranessöfnuði.“ við gamla Digranes í Kópavogi og fæddist fyrir rúmlega 20 árum, hefur sem sagt ekki enn eignast kirkju. Þó hefur hann frá upphafi verið einn fjölmennasti söfnuður landsins, hann hefur m.ö.o. haft bolmagn á borð við hvem annan. Er þetta eðlilegt? Á þetta svo að verða til frambúðar? Öllum má vera kunnugt, hveiju. forusta safnaðar- ins svarar þessum spurningum. Og ætla má að þorri fólksins í sókninni taki undir þau svör, að öllum, sem er ekki sama um stöðu og framtíð kristninnar í þessum bæ og landi, þyki augljóst og sjálfsagt, hvemig þessu skal svara. En það er jafn- kunnugt, að áform um kirkju handa þessum söfnuði hafa fengið þrálát andviðri og verða á þessum misser- um fyrir mótblæstri, sem mun vera dæmalaus. Hér var fyrir skemmstu gengið í hvert hús og fólk beðið að skrifa undir mótmæli gegn vænt- anlegri kirkju. Húsvitjanir ákafra trúboða eru misjafnlega þokkaðar. Hér var viðmótið hið ljúfasta og ber að þakka það. En stæði ekki góðu fólki nær að veija áhuga sín- um og erfiði til uppbyggilegri hluta og heilnæmari fyrir bæjarfélag sitt en hér var um að ræða? Ekki gat ég fundið nokkurt hald í þeim málflutningi, sem fylgdi þessu undirskriftaskjali, og ég er ráðalaus með að skýra þær tilfinn- ingar, sem hér eru að baki. Ég hef ekki önnur kynni af kirkjum en að þar sé uppspretta friðar og fegurð- ar og þar sé mannleg sál lengst frá því að spilla friði og fegurð. Fyrir nokkru var kynnt skipulag þeirrar byggðar, sem er í vændum sunnan Kópavogslækjar. Þar var með sérstakri ánægju bent á, að musteri handa Baha-Úllah myndi setja mestan svip á þennan hluta Kópavogsbæjar, það á að gnæfa yfír og blasa við augum allra, sem fara um tvær fjölfömustu brautir þessa lands. Ekki stóð á því, að þessi glæsilega lóð fengist undir þetta hús. Og nýlega var kynnt hugmynd um listaverk hér í grennd, Sigurbjörn Einarsson sem á að minna á Búdda. Ég hef orðið mótmæla var gegn hvorugu þessu. Og ég er ekki að óska eftir þeim, mig langar ekki í neinn styr eða storma vegna hugmynda eða framkvæmda af þessu tagi. Ég vil aðeins strika undir spurningu mína: Má ekki kristinn söfnuður fá grið og frið til þess að koma sér upp kirkju? Má ekki unna Digranessöfn- uði þeirra réttinda eftir öll þessi ár? Ég veit ekki betur en að þessi söfnuður njóti og hafí frá upphafi notið þjónustu prests, sem er meðal merkustu manna sinnar stéttar. Ég veit heldur ekki betur en að safnað- arstjórnin sé skipuð sérstöku úrvals- fólki. Eru aðrir líklegir til að sjá betur og ráða hollari ráðum í vanda- máli? Flest má gera að álitum. Skiptar skoðanir eru eðlilegar og sjálfsagt að takast á um þær, meðan mál eru á umræðustigi. En jafnan verður að komast að niðurstöðu í hveiju mikilvægu máli, ef það á ekki að stranda eða gufa upp. Og þegar niðurstaða er fengin með eðlilegum og lögmæltum hætti eru aðrar skoð- anir úr leik. Því verða allir að sæta. Og drengskaparfólk, sem verður undir, bætir sér upp ósigurinn með því að rétta sáttarhönd og bjóða lið- veislu sína til styrktar þeim mál- stað, sem ber yfir tímabundin ágreiningsefni og álitamál. Eins og málum er komið getur það ekki gert annað en illt eitt að æsa til andstöðu við kirkjubyggingu á þeim stað, sem einn er í boði af hálfu bæjarins. Ég óska Kópavogi þeirrar sæmd- ar og gæfu, að eindrægni og virkur samhugur skapist um fagra kirkju á fögrum stað handa Digranessöfn- uði. Höfundur cr biskup. Grein hans birtist upphaflega í Safnaðarbréfi Digranessóknar. V estmannaeyj ar AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Sægreifar sundrast Magnús Kristinsson, aðstoðarfor stg óri ísfélags V estmannaeyj a hf., hverfur frá fyrirtækinu SAMSTARFI þeirra Sigurðar Einarssonar, forstjóra ísfélags gamla ísfélaginu, verða áfram Vestmannaeyja hf., og Magnúsar Kristinssonar, aðstoðarfor- hluthafar. Því telja ráðamenn stjóra ísfélagsins, lauk í gær með þeim hætti að Magnús og fjöl- fyrirtækisins, svo og viðskipta- skylda hans, sem eiga Tungu hf., kaupa af fyrirtækinu frystitog- banki ísfélagsins, Islandsbanki arann Vestmannaey VE, sem hefur um 1.600 tonna kvóta og hf., að ávinningnum af samein- bátinn Smáey VE, sem hefur 1.200 tonna kvóta. Samkvæmt ingu fyrirtækjanna tveggja frá mínum upplýsingum hefur þessi skipting verið í undirbúningi því um síðustu áramót sé ekki um allnokkra hríð, þar sem Sigurður og Magnús hafa báðir stofnað í hættu með þeim samn- komist að þeirri niðurstöðu að þeirra samstarf gangi ekki sem ingi sem undirritaður var í gær. skyldi. Magnús mun hyggja á að hefja Svo er að sjá sem fyrirsögn sem sæi jafnframt um rekstur sjálfstæða útgerð með Vest- fréttaskýringar hér á sama vett- útgerðarþáttar fyrirtækisins. mannaeyna og Smáeyna. Hann vangi, frá því 24. júlí í fyrra, sé Reyndin hefur orðið sú að fyrir- mun hafa haft hug á að fá fleiri orðin að áhrínisorðum, en hún var svohljóðandi: „Sægreifar Eyja eru sundurleitur hópur“. í undirfyrirsögn sagði jafnframt: „Ytri aðstæður kunna þó að beija þá til samstarfs og jafnvel sam- einingar í náinni framtíð“. í des- ember í fyrra náðu Magnús og Sigurður samkomulagi um sam- starf og sameiningu, en nú er sem sagt komið á daginn að þótt sam- eining fyrirtækjanna haldi sem slík geta þessir sægreifar ekki starfað saman, og annar þeirra, sá sem minni eign á í ísfélaginu, hverfur frá fyrirtækinu, til þess að starfa einn og sjálfstætt að útgerð. Eins og kunnugt er hófst sam- starf Sigurðar og Magnúsar laust fyrir síðustu áramót, þegar þeir náðu samkomulagi um að sam- eina Hraðfrystistöð Vestmanna- eyja, þar sem Sigurður var for- stjóri, og ísfélag Vestmannaeyja, þar sem Magnús var forstjóri. Við sameininguna lagði Hrað- frystistöðin fram frystihús sitt og sjö skip. Tvö þeirra hafa verið seld frá því sameiningin átti sér stað. ísfélagið lagði fram frysti- hús sitt og sex skip. Eitt þeirra hefur verið selt frá sameiningu. Við það að Magnús kaupir nú tvö . fískiskip og um þriðjung þess botnfiskkvóta sem Isfélagið hefur yfír að ráða, verðaþví átta skip eftir í rekstri hjá Ishúsfélaginu og um 5.200 þorskígildistonn. Raunar höfðu ýmsir fullyrt, áður en af sameiningu fyrirtækj- anna varð, að samstarf Sigurðar og Magnúsar gæti orðið harla erfítt, jafnvel ómögulegt. Það var hald manna að smákóngasjón- armið hvors um sig myndu tor- velda mjög samstarf. Raunin hef- ur orðið sú, samkvæmt mínum upplýsingum, að samstarf Sig- urðar, sem varð forstjóri við sam- einingu, og Magnúsar, sem varð aðstoðarforstjóri, hefur gengið brösulega, að ekki sé meira sagt, og í sameiningu munu þeir félag- ar hafa komist að þeirri niður- stöðu fyrir nokkrum vikum að ekki væri von til þess að sam- starf þeirra færi batnandi, og því væri ekki um annað að ræða en slíta því. Það sem mun hafa gengið hvað treglegast í samstarfí Sigurðar og Magnúsar var verkaskipting- in. Við sameiningu um áramótin ákváðu þeir félagar að Sigurður yrði forstjóri hins sameinaða fyr- irtækis en Magnús aðstoðarfor- stjóri, eða staðgengill forstjóra, Morgunblaðið/Agnes Bragadóttir Magnús Kristinsson, aðstoðar- forstjóri ísfélags Vestmanna- eyja hf. þar til í gær, hefur nú sjálfstæða útgerð á Vestmanna- eynni og Smáeynni. tækið hefur, samkvæmt mínum upplýsingum, háft tvo forstjóra, og oft á tíðum ekki allt of sam- stiga. Viðmælendur mínir eru sammála um að báðir aðilar hafí gert sér grein fyrir því um nokk- urt skeið að slíkt gengi ekki og því yrði annar að víkja. Munu Sigurður og Magnús hafa unnið að því undanfamar vikur að leita leiða sem báðir gætu sætt sig við, en sköðuðu fyrirtækið sem minnst. Þeirra niðurstaða varð sú að Magnús fær í sinn hlut frystitogarann Vestmannaey, sem hefur nálægt 1.600 tonna kvóta, og Smáeyna, sem hefur 1.200 tonna þorsk- kvóta. Raunar má segja að Magn- ús kaupi þessi skip og selji ísfé- laginu sín hlutabréf í fyrirtækinu. Enn hefur ekki verið gengið frá því á hvaða verði Magnús kaupir skipln, eða á hvaða verði ísfélag- ið kaupir hlutabréf Mágnúsar. Verið er að meta þessar eignir. Þegar það mat liggur fyrir mun Magnús yfirtaka þær skuldir sem eru mismunur á verði skipanna og hlutabréfanna. Hlutur Magnúsar í Isfélagi Vestmannaeyja hf. er í kringum 28%. í sjálfu sér er ekki verið að skipta upp fyrirtækinu, þar sem aðrir hluthafar, sem áttu í Sigurður Einarsson, forsljóri ísfélags Vestmannaeyja hf., mun nú stýra fyrirtækinu einn síns liðs, án aðstoðarforstjórans. fískiskip út úr fyrirtækinu, en Sigurður mun ekki hafa ljáð máls á slíku. Raunar mun það hafa verið Sigurði mjög á móti skapi að eftirláta Magnúsi Smá- eyna, þar sem fiskur þess skips hentar mjög vel frystihúsi ísfé- lagsins. Magnús var hins vegar staðráðinn í því að hann gæti ekki með nokkru móti horfíð frá ísfélaginu, fengi hann ekki að kaupa fleiri skip en Vestmanna- eyna. Því má segja að þeir hafí mæst á miðri leið er þeir náðu samkomulagi um þessi tvö skip. Vestmannaeyin er frystitogari, sem hefur verið rekin sem aðskil- in eining. Afli hennar hefur að sjálfsögðu verið unninn um borð, en ekki lagður upp í frystihúsum félagsins og þannig ekki komið inn í hagræðingardæmið af sam- einingu fyrirtækjanna. Þótt kvóti þess skips sé meiri en Smáeyjar- innar kemur það ekki á sama hátt við rekstur ísfélagsins að það skip hverfí frá fyrirtækinu, eins og Smáeyin, því hún hefur lagt upp afla sinn hjá frystihúsi fyrirtækisins í Eyjum. Ekki hefur verið fundin nein lausn á því með hvaða hætti það skarð verður fyllt, sem myndast við að Smáey- in hættir að leggja upp afla sinn hjá ísfélaginu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.