Morgunblaðið - 03.09.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.09.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1992 Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Islenskar sjávarafurðir Birgðir nú 5-10% meiri en á síðasta ári BIRGÐIR hjá stærstu sölusamtökum fiskvinnslunnar, Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna og Islenskum sjávarafurðum, eru nú 5-10% meiri en þær voru á sama tíma í fyrra. Birgðir eru mismunandi eftiu tegund- um, minnstar í þorski og karfa en mestar í ufsa þar sem þær eru um helmingi meiri en þær voru á sama tíma í fyrra. Friðrik Pálsson, for- stjóri SH, segir að sumarið sé lélegasti sölutíminn en nú sé það að baki og engin ástæða til að óttast birgðasöfnun. Benedikt Sveinsson, fram- minni en þær voru á sama tíma í kvæmdastjóri íslenskra sjávaraf- urða, segir að birgðastaðan hjá þeim í bolfiskafurðum sé nokkuð mismun- andi eftir tegundum en á heildina litið séu birgðir nú um 10% meiri en þær voru í lok júlí í fyrra er þær voru tiltölulega eðlilegar. Birgðir af þorski eru heldur minni en í fyrra og af ýsu heldur meiri. Hins vegar eru birgðir af ufsa helmingi meiri nú en í fyrra og birgðir af karfa helmingi minni. „Erlendis er staðan þannig að við eigum engar birgðir í Evrópu og fremur litlar birgðir í Bandaríkjun- um,“ segir Benedikt. „Birgðir í Bandaríkjunum nú eru um helmingi fyrra. Markaðurinn hefur verið í lægð og þá hafa menn tilhneigingu til að halda að sér höndunum í söl- unni og við metum ástandið þannig að markaðurinn verði áfram þungur í nánustu framtíð." í máli Benedikts kemur fram að þótt reiknað sé með að markaðurinn verði áfram þungur sé gert ráð fyrir að markaður fyrir þorskafurðir verði sterkur í vetur. „Staðan á markaðin- um fyrir Norður-Atlantshafsþorsk virðist ætla að verða sú að minnk- andi framboð frá íslandi og Kanada jafnast út með auknu framboði úr Barentshafi þannig að markaðurinn ætti að verða þokkalegur í vetur,“ segir Benedikt. Friðrik Pálsson, forstjóri SH, segir að almennt séð séu birgðir þeirra eðlilegar nú en þær voru í ágústlok um 5% meiri en á sama tíma í fyrra. Svipað og hjá íslenskum sjávarafurð- um eru birgðir af ufsa mestar eða helmingi meiri en á sama tíma í fyrra. Birgir af þorski og karfa eru minni nú en á sama tíma í fyrra en birgðir af grálúðu talsvert meiri. „ Grálúðuna er vertíðarfiskur og þær birgðir sem við sitjum með nú voru seldar eftir vertíðina í vor. Hins vegar voru þær seldar þannig að afskipun á þeim náði fram á haustið nú til að valda ekki verðfalli á mark- aðinum," segir Friðrik Pálsson. „í þeirri stöðu sem fiskvinnslan er nú er að vísu erfítt að húsin þurfa að taka á sig geymslu- og vaxtakostnað vegna grálúðunnar en við mátum stöðuna þannig að verðfall hefði komið verr út.“ VEÐUR / DAG kl. 12.00 Heimild: Veðurstofa íslands (Byggt á veðurspá ki. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR I DAG, 3. SEPTEMBER: YFIRLIT: Yfir Grænlandi er 1.025 mb hæð en nærri kyrrstæð 995 mb lægð austur við Noreg. Yfir Skotlandi er 996 mb lægð sem hreyfist norðaustur. SPÁ: Norðaustangola eða kaldi, skýjað um norðanvert landið og dálítil súld við norðausturströndina. Víöast léttskýjað um sunnanvert landið. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Hæg breytileg átt, skýjað með köflum og sum- staöar smá skúrir, en bjart á milli, fremur kalt og hætt víð næturfrosti í innsveitum. HORFUR Á LAUGARDAG: Hæg austan- og norðaustanátt og fremur kalt. Dálítil súld við norður og austurströndina, en þurrt og víða léttskýj- að suðvestan- og vestanlands og hætt við næturfrosti í innsveitum. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. ▼ Heiðskírt / / / / / / / / Rigning Léttskýjað * / * * / / * / Slydda Hálfskýjað * * * * * * * * Snjókoma Skýjað Alskýjað V V V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjóður er 2 vindstig 10° Hitastig v Súld = Þoka aig.. FÆRÐA VEGUM: (ki. 17.30 ígær) Allir helstu vegir landsins eru nú greiðfærir, en búast má við hálku á hæstu vegum á Norður- og Norðausturlandi í nótt. Ekki eru glöggar upplýsingar af hálendisvegum, en þó er vitaö að ófært er um Sprengi- sand og víðar á miðhálendinu. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti ísíma 91 -631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tima hiti veður Akureyri 5 súld- Reykjavík 8 skýjað Björgvin 13 skúr Helsinki 14 alskýjað Kaupmannahöfn 16 skýjað Narssarssuaq S heiðskírt Nuuk 16 snjóél Ósló 18 léttskýjað Stokkhólmur 17 léttskýjað Þórshöfn 10 skúr Algarve 26 heiðskírt Amsterdam 14 súld Barcelona 24 heiðskfrt Berlín 16 skýjað Chicago 19 alskýjaö Feneyjar 23 heiðskírt Frankfurt 18 skýjað Glasgow 11 rigning Hamborg 16 skýjað London 18 skýjað Los Angeles 19 skýjað Lúxemborg 15 skúr Madríd 24 heiöskirt Malaga 26 léttskýjað Mallorca 25 skýjað Montreal 24 léttskýjað NewYork 17 léttskýjað Orlando vantar Parfs 16 rigning Madelra 24 skýjað Róm 27 heiðskírt Vín 20 léttskýjað Washington 21 mistur Winnipeg 15 skúr Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson Sigltá blómahafinu BRÆÐURNIR Jón Einar og Birgir Þór voru í Akureyjum í Helgafells- sveit á Breiðafirði í sumar og hér hafa þeir fundið „bát“ til að sigla á í blómahafinu í eyjunum. Breyting á tekjuöfl- uninni óskynsamleg - segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson for- maður Sambands íslenskra sveitarfélaga FORMAÐUR Sambands íslenskra sveitarfélaga segir tillögur starfs- hóps sem fjallaði um breyta tekjuöflum sveitarfélaga við niðurfeilingu aðstöðugjalds og landsútsvars óskynsamlegar. Félagsmálaráðherra skipaði starfshópinn í vor og skilaði hópur- inn tillögum í ágúst. Lagt var til að í stað aðstöðugjalds hækki útsvar um 1% í hveiju sveitarfélagi óháð stærð og tekjuþörf en tekjuskattur ríkisins lækki um sama hlutfall. Jafnframt hækki tryggingagjald á öll laun um 1,1% í hvetju sveitarfé- lagi. Þá greiði ríkissjóður beint framlag til Jöfnunarsjóðs sveitarfé- laga í stað landsútsvars. Til að mæta tekjutapi ríkissjóðs við aukna hlutdeild sveitarfélaga i staðgreiðslu skatta, dg vegna ríkis- framlags í Jöfnunarsjóð, leggur starfshópurinn til að tryggingagjald á öll laun verði hækkað um 2,1%. Telur hópurinn að tekjur ríkis og sveitarfélaga verði mjög áþekkar fyrir og eftir þessar breytingar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveitar- félaga, sagði við Morgunblaðið að sér fyndist þessar tiílögur ekki skynsamlegar. í fyrsta lagi þýddu þær að verulega yrði dregið úr sjálf- stæði tekjustofna sveitarfélaga en aðstöðugjaldið væri einn mikilvæg- asti tekjustofn þeirra. í öðru lagi væri gert ráð fyrir hækkun trygg- ingagjalds um alls 3,2% sem myndi auka verulega skattbyrði útgerðar og fiskvinnslu en að sama skapi létta byrðina á þjónustu-, verslun- ar- og veitingastarfsemi. „Slík ráð- stöfun getur varla talist skynsam- leg miðað við ríkjandi aðstæður í þjóðfélaginu," sagði Vilhjálmur. í skýrslu starfshópsins segir að hækkun tryggingagjaldsins virðist íþyngjandi fyrir fiskveiðar en sé lít- il breyting fyrir fiskiðnaðinn. Stjórnvöld verði að taka tillit til þessarar auknu skattbyrðar í vænt- anlegum ráðstöfunum. Hins vegar ætti hagræði verslunar og veitinga- starfsemi strax að skila sér í lægra vöruverði til neytenda. Vilhjálmur sagði einnig að tillög- ur starfshópsins hefðu mismunandi áhrif á tekjur sveitarfélaganna og leiddu aðallega til þess að tekjur flyttust frá Reykjavík til nágranna- sveitarfélaganna á höfuðborgar- svæðinu. Loks væri gert ráð fyrir að fella niður landsútsvar, sem hef- ur gengið til Jöfnunarsjóðs sveitar- félaga, og í staðinn komi inn viðbót- argreiðsla úr ríkissjóði. „Og það er mjög slæm reynsla af beinum fjár- framlögum úr ríkissjóði í Jöfnunar- sjóð,“ sagði Vilhjálmur. Þegar Vilhjálmur var spurður með hvaða hætti hann teldi best að leysa aðstöðugjaldið af hólmi, svaraði hann að aðeins væru liðin tvö ár síðan lögum um tekjustofna sveitarfélaga hefði síðast verið breytt og þar væri gert ráð fyrir þremur megintekjustofnum sveitar- félaga; útsvari, fasteignagjöldum og aðstöðugjaldi. „Sveitarstjórnarmenn leggja mikla áherslu á að ekki sé verið að að blanda saman tekjustofnun ríkis og sveitarfélaga. Það liggja ekki fyrir neinar tillögur um það frá Sambandi íslenskra sveitarfé- laga hvað gæti komið gæti í stað aðstöðugjaldsins. Mörgum árum var varið í að fjalla um tekjustofna sveitarfélaga og gengið frá því með fullu samkomulagi við ríkisvaldið fyrir tveimur árum. Mér fínnst því óráðlegt að sífellt sé verið að krukka í þessa tekjustofna,“ sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Vestmannaeyjafeijan Heijólfur Krafa um ítarlega úttekt á skipinu ÁRNI Johnsen, einn þingmanna Suðurlands, hefur óskað eftir því við Halldór Blöndal samgönguráðherra að gerð verði ítarleg úttekt á sjóhæfni og möguleikum hins nýja Ilerjólfs til að þjóna því hlut- verki sem skipinu er ætlað. Þórhallur Jósepsson deildarstjóri í sam- gönguráðuneytinu segir að þeir séu nú með þessa ósk til athugunar. í bréfi sem Árni Johnsen sendi metra langt skip sem stjórn Heij- samgönguráðherra segir m.a. að reynslan af skipinu samkvæmt fréttum og ummæli skipstjóra valdi áhyggjum. Síðan segir: „Þá er eðli- legt í slíkri úttekt að gera grein fyrir því hvenær, hvemig og af hvaða ástæðum var tekin ákvörðun um að víkja frá útboði sem búið var að framkvæma varðandi 79 ólfs hafði undirbúið og ákveðið en ný málsetning ráðherra virðist mið- ast við smíðamöguleika íslenskrar skipasmíðastöðvar.“ Árni segir ennfremur að æskilegt sé að úttektin verði gerð í samvinnu við stjórn Heijólfs, hönnuðum, tankprófunaraðilum, smiðum skips- ins og stjórnendum þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.