Morgunblaðið - 03.09.1992, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1992
★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★
16 500
FTRST VAR ÞAÐ TORTIMANDINN, NU ER ÞAÐ
OFURSVEITIN
JIAN-CIAUDE VAN DAMME DOLPH UINDGREN
Almost human.
coROlNG
SPtaR
AL RE
\m
ui
DOLBY STEhEO
í A og B sal
-K
BORNNAHURUNNARi
m
Sýnd kl. 5 í B-sal.
ENGLISH SUBTITLE.
Miðaverð kr. 500.
OÐURTILHAFSINS
*
*
*
Sýnd kl. 7.
Bönnuð i. 14ára.
NATTFARAR
SPENNA HRAÐI HROLLUR SPENNA HRAÐI HROLLUR
JEAN-CLAIJDK VAN DAMME DOLPH LUNDGREN
ÞEIR VORU NÆSTUM ÞVÍ MANNLEGIR, NÆSTUM ÞVÍ
FIILLKOMNIR, NÆSTUM ÞVÍ VIÐRÁÐANLEGLR
STÓRKOSTLEG SPENNUMYND, ÓTRÚLEGAR BRELLUR
FRÁBÆR ÁHÆTTUATRIDI.
Leikstjóri: Roland Emmerich. Framleiðandi: Mario Kassar
(Rambo, Total Recall, Terminator 2, Basic Instinct).
Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 9.15 og 11.
Bönnuði. 16ára.
★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★
Morðsaga
Kvikmyndir
Amaldur Indriðason
Varnarlaus („Defence-
Iess“). Sýnd í Regnbog-
anum. Leikstjóri: Martin
Campbell. Handrit: Ja-
mes Hicks. Aðalhlut-
verk: Barbara Hershey,
Sam Shepard, J.T.
Walsh, Mary Beth Hurt.
•Nú, þegar Ógnareðli
hefur lokið göngu sinni í
aðalsal Regnbogans, tekur
við annar spennutryllir
sem reyndar hefur ekki
neinar stjörnur að ráði og
heldur ekki kynlífssenur
og ekki eins mikið ofbeldi
eða kjafthátt en er byggð-
ur á handriti sem mun
meira vit er í. Varnarlaus
eða „Defenceless" í leik-
stjóm Martin Campbell er
hin ágætasta afþreying,
spennandi mynd um morð
sem flækir þig í getgátur
fram á síðustu stundu og
passar að hafa nógu
marga grunaða og halda
að þér nógu mörgum grun-
samlegum hliðarsögum til
að verða aldrei fyrirsegjan-
leg.
Handritið er flókið í
kynningum sínum á per-
sónum og leikendum í byrj-
un, sumstaðar rekur mann
í vörðumar, en það er ekki
til að hafa áhyggjur af, því
allir endar eru snöfur-
mannlega hnýttir undir
lokin og úrlausnin er mjög
ásættanleg og vitræn til
tilbreytingar. Hið flókna
púsluspil gerir það að verk-
um að það tekur talsverðan
tíma að láta myndina rúlla,
margir fletir era á sam-
bandi persónanna og fátt
er eins og það sýnist í byij-
un. Varnarlaus er ekkert
stórvirki í gerð spennu-
mynda en hún er einkar
fagmannlega af hendi
leyst, heldur sannarlega
athyglinni og dregur þig
jafnvel fram á sætisbrún-
ina nokkrum sinnum.
Hún er í raun um Qöl-
skylduharmleik og ljótu
leyndarmálin sem gerast
inni á heimilunum en við
sögu koma framleiðendur
klámmynda, klámmynda-
leikari, hefnigj.arn faðir
ungrar stúlku sem véluð
hefur verið í klámmyndir,
saksóknari í kosningahita,
lögga í leit að sannleikan-
um, forstjóri byggingafyr-
irtækis, dóttir hans og
eiginkona og gömul vin-
kona konunnar, lögfræð-
ingur leikinn af Barbara
Hershey, sem verður fyrir
talsverðu sjokki þegar hún
kemst að því að nýi og
indæli kærastinn hennar,
forstjórinn, er giftur vin-
konu hennar. Forstjórinn
er líka skjólstæðingur
Hershey, sakaður um að
eiga þátt í klámmynda-
gerðinni og þegar hún fer
að hitta hann eitt kvöldið
á skrifstofu hans til að slíta
sambandinu endanlega
takast þau á svo blóð flýt-
ur um allt, hún hleypur út
í bílinn sinn en snýr við
aftur og þegar hún kemur
til baka hefur maðurinn
verið myrtur.
Hver er morðinginn?
Heldur ósennileg tilviljun
verður reyndar til að
hrinda atburðarásinni af
stað en handritið passar
að vera alltaf einu skrefí
á undan okkur þegar það
opinberar siðlaust líferni
hins myrta og áhrifín sem
hann hefur haft á fólkið í
kringum sig því hér er það
hinn myrti sem er hinn
raunverulegi sökudólgur.
Enn flækjast málin þegar
lögreglan stingur eigin-
konunni í steininn og Hers-
hey verður veijandi henn-
ar. Leikstjóranum Camp-
bell ferst ágætlega að
vinna úr flókinni atburða-
rásinni og byggja upp sál-
fræðilega spennú bæði í
sambandi vinkvennanna
og í kringum rannsókn
Hershey á málinu. Hann
heldur uppi góðum hraða
í frásögninni og áhorfand-
anum við efnið eftir því
sem nýir fletir opnast í
málinu og myndin heldur
sig frá klisjunum m.a. með
því einu að hafa kvenmann
í aðalhlutverkinu.
Hershey fer ágætlega
með hlutverkið og lýsir vel
hvaða áhrif bæði svik kæ-
rastans, morðið og rann-
sóknin, sem hún er ómeð-
vitað flækt í, hefur á per-
sónu hennar. Sam Shepard
leikur lögguna sem aðstoð-
ar eða grunar Hershey
sjálfa um verknaðinn eftir
því hvernig sagan þróast
og er góður á sínum fuil-
komlega rólegu nótum;
maður hefur á tilfinning-
unni að hann mundi ekki
nenna í bílaeltingaleik þótt
honum byðist það. Hann
er yfír það hafínn. Myndin
líka. Hennar leikur er að
fínna morðingjann.
STÆRSTA BIOIÐ ÞAR SEM
ALLIR SALIR ERU
FYRSTA FLOKKS
HASKOLABIO SÍMI22140
YEAR
Hún sá dauðann
nálgast...
Alvöru stórmynd um
ofsa í tilfinningum
og náttúruöflum.
SPENNANDI
SAGA
Leikarar: PIERRE
VANECK, ÁLFRÚN H.
ÖRNÓLFSDÓTTIR, TINNA
GUNNLAUGSDÓTTIR,
VALDIMAR ÖRN FLYG-
ENRING, SIGRÍÐUR
HAGALÍN, HELGI SKÚLA-
SON, CHRISTOPHE PIN-
ON, CHRISTIAN CHAR-
METANT.
leikstjóri: KRISTÍN
JÓHANNESDÓTTIR.
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Verð kr. 700. Lægra
verð fyrir börn innan
12áraogellilífeyris-
þega.
Frumsýnir spennumynd JOHN FRANKENHEIMERS
ÁRBYSSUNNAR
Hann skrifar skáldsögu sem var einum of nálægt sannleikanum
og hann blandast í banvænan, pólitískan leik þar sem einskis er
svifist og hver svíkur annan.
SHARON STONE HIN MAGNADA ÞOKKAGYÐJA ÚR MYNDINNI „ÓGNAREÐLI" FER
MED EITT AÐALHLUTVERKIÐ ÁSAMT ANDREW McCARTY (CLASS) OG VALERIA GO-
LIND(RAINMAN).
TILÞRIFAMIKIL ÁTÖK UPP Á LÍF OG DAUÐA UMDEILD
The Sunday Express. The Daily Star. Empire Magasin.
Sýnd kl. 5.05, 7.05, 9.05 og 11.05. Bönnuð innan 16 ára.
■ HLJÓMSVEITIN Sálin
hans Jóns míns leikur á
Norðurlandi um helgina,
nánar tiltekið í Sjallanum,
Akureyri á föstudagskvöld
og í Ýdölum, Aðaldal á laug-
ardagskvöld. í fréttatilkynn-
ingu segir: „Það er ef til vill
ekki í frásögur færandi að
Sálarmenn tylli tám þar
nyrðra, því það hafa þeir
gert nokkrum sinnum í sum-
ar. Það sem þó er merkilegt
við för þeirra að þessu sinni
er sú staðreynd að þetta
verða fyrstu tónleikarnir sem
sveitin heldur í Sjallanum í
rúm tvö ár.“
V^terkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!