Morgunblaðið - 03.09.1992, Blaðsíða 48
MORGUNBLADID, ADALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVÍK
SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691161, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85
FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1992
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
Fjölmarg'ir
við hrein-
dýraveiðar
Hreindýraveiðar hafa gengið
vel að undanförnu, þrátt fyrir
óhagstætt veðurfar og krapahríð
á fjölium eystra. Fjölmargir hópar
veiðimanna voru að veiðum í gær
en veiðitímabilinu lýkur 15. sept-
ember næstkomandi, að sögn Að-
alsteins Aðalsteinssonar, starfs-
manns Hreindýraráðs.
Töluverð ásókn hefur verið í veiði-
leyfi, að sögn Aðalsteins, en 45 þús-
und krónur kostar að fella fullorðinn
tarf, 25 þúsund krónur kú og 10
þúsund krónur kálf. í hveijum hópi
er einn eftirlitsmaður frá Hreindýrar-
áði auk þriggja veiðimanna. Menn
hafa keypt allt upp í fjögur dýr.
Heildarkvótinn á þessu veiðitímabili
er 799 fullorðin dýr.
----» ♦ ♦--
Tvísýnt um
hvítkáls-
uppskeru
TVÍSÝNT þykir með uppskeru
hvítkáls vegna kulda sem verið
hafa upp á síðkastið, en undir
eðlilegum kringumstæðum ætti
hvitkái að koma á markaðinn um
þetta leyti.
Að sögn Kolbeins Ágústssonar hjá
Sölufélagi garðyrkjumanna er jafn-
framt útlit fyrir að rófuuppskeran
verði miklu minni en í meðalári.
Hann sagði að almennt væri upp-
skera útiræktaðs grænmetis langt á
eftir því sem væri í meðalári, og
þannig væru gulrætur 4-6 vikum á
eftir.
Lögreglan með átak í hraðamælingum við skóla
Þúsundir
skólabama
á leið út í
umferðina
LÖGREGLAN í Reykjavík
stendur nú fyrir sérstöku
átaki í hraðamælingum í
grennd við alla skóla borgar-
innar og helstu gönguleiðir
skólabarna. Að sögn Ómars
Smára Ármannssonar aðstoð-
aryfirlögregluþjóns verður
lögð sérstök áhersla á þetta á
næstu vikum, enda skólastarf
að hefjast og þúsundir barna
að bætast í hóp gangandi veg-
farenda.
Ómar Smári sagði að ekki
væri einungis hugað að hrað-
akstri af þessu tilefni, heldur
væru lögreglumönnum einnig
uppálagt að fylgjast með gang-
andi vegfarendum og benda þeim
á að sýna aðgát.
Ómar Smári sagði að lögregl-
an vildi hvetja jafnt ökumenn og
gangandi vegfarendur, böm og
fullorðna, til að sýna varúð nú
þegar skólar eru að hefjast og
dagurinn að styttast. Hann vakti
athygli á að það væri ekki ein-
ungis í nágrenni skóla sem öku-
menn ættu eftir að verða varir
við barnafjöldann, heldur á öllum
stöðum þar sem væru gönguleið-
ir skólabarna.
Morgunblaðið/Kristinn
Hraðamælingar
í gær voru lögreglumenn við hraðamælingar og umferðareftirlit við
Langholtsskóla en næstu vikurnar verður haldið uppi miklum hraða-
mælingum í grennd við skóla borgarinnar, að sögn lögreglu.
Tæp 6 kg
af hassi
fundust í
Norrænu
TOLLGÆSLUMENN með leitar-
hund tollgæslunnar fundu 5,9 kíló
af hassi og 200 grömm af amfeta-
míni falin í bíl sem kom með Nor-
rænu til Seyðisfjarðar á þriðju-
dag. Þetta er ein stærsta hass-
sending sem lagt hefur verið hald
á hér á landi. Okumaður bílsins,
íslendingur um tvítugt, hefur ver-
ið úrskurðaður í gæsluvarðhald í
hálfan mánuð og rannsókn máls-
ins falin fíkniefnadeild lögregi-
unnar í Reykjavík.
Efnið var falið milli laga í gólfi
bifreiðarinnar undir framsætum. Þar
hafði efnið verið pressað ofan í þykka
koppafeiti og einangrun, plast og
teppi lögð yfir.
Bjöm Halldórsson lögreglufulltrúi
í fíkniefnadeild lögreglunnar vildi
ekki tjá sig um mál þetta. Hann
kvaðst telja að fréttatilkynning sem
Tollgæslan sendi frá sér um málið
gæti skaðað rannsókn þess þar sem
enn ætti eftir að handtaka menn sem
grunaðir er um aðild að málinu.
Kristinn Ólafsson tollgæslustjóri
sagði að fréttatilkynningin hefði ver-
ið send út í samráði við sýslumann-
inn á Seyðisfírði, og það hefði verið
gert af þeirri ástæðu að fjölmiðill
hefði haft upplýsingar um málið.
„Maður vildi tryggja að það yrðu
ekki spjöll af því að frétt kæmi sem
kannski stæðist ekki sannleikann og
taldi það betur þjóna hagsmunum
rannsóknarinnar að koma með stutt-
ar en réttar upplýsingar í stað þess
að láta hitt ganga fyrir sig,“ sagði
hann.
------» -♦—♦-----
Utreikningar Þjóðhagsstofnunar á hagkvæmni í vinnslu fyrir Aflamiðlun
Sjófrysting er hagkvæm-
asti fiskvmnslukosturmn
í ÚTREIKNINGUM sem Þjóðhagsstofnun gerði fyrir Afiamiðlun
fyrr í ár kemur fram að sjófrystingin er hagkvæmasti fiskvinnslu-
kosturinn hér á landi. Ekki munar þó miklu á vinnsluvirði sjófrysting-
ar og landfrystingar, eða að jafnaði 10-15% í þorski og ufsa en
aðeins 1-2% í ýsu. Aflamiðlun fór fram á að fundið væri út vinnslu-
virði, þ.e. framleiðsluvirði að frádregnum aðföngum, á þorski, ýsu,
ufsa og karfa. Miðað væri við að þessum tegundum væri ráðstafað
ísuðum í gáma, ísuðum í fiskiskipum, landfrystum, sjófrystum eða
í söltun. Sjófrysting kemur alstaðar betur út en landfrysting ef karfi
er undanskilinn og sú tegund er einnig sú eina sem hagkvæmara er
að flytja út ferska og heiia en vinna hérlendis hvort sem er i landi
eða á sjó.
í útreikningum sínum lagði Þjóð-
hagsstofnun til grundvallar meðal-
verð afurðanna fyrstu níu mánuði
sl. árs. Miðað var m.a. við áætlun
Þjóðhagsstofnunar um afkomu
botnfiskveiða og -vinnslu í septem-
ber sl. en samkvæmt henni var
notkun annarra aðfanga en hráefn-
is, launa, fjármagns og hagnaðar
um 16% af tekjum í frystingu og
söltun en 31% af tekjum í sjófryst-
ingu.
Að gefnum þessum forsendum
og öðrum, kemur í ljós að vinnslu-
virði í veiðum og vinnslu á hvert
kg af slægðum fiski er 87,21 kr. í
landfrystingu á þorski en 101,46
kr. í sjófrystingu. Samsvarandi töl-
ur fyrir ýsu eru 104,17 kr. í land-
frystingu en 107,43 kr. í sjófryst-
ingu. Vinnsluvirði ufsa í landfryst-
ingu er 59,91 kr. á kg en 66,29 kr.
í sjófrystingu. Hvað karfan varðar
er landfrystingin hins vegar hag-
kvæmari með 46,91 kr. á kg á
móti 44,20 kr. í sjófrystingu.
Ásgeir Daníelsson, hagfræðingur
hjá Þjóðhagsstofnun, sem vann
þessa úttekt, bendir á að setja verði
ýmsa fyrirvara á úttektina. Út frá
hreinu hagfræðisjónarmiði virðist
sjófrystingin hagkvæmasti kostur-
inn fyrir þjóðarhag þar sem hún
skilar mestum hagnaði. En land-
frystingin aftur á móti skapar fleiri
atvinnutækifæri og við það ástand
sem nú varir, þ.e. vaxandi atvinnu-
leysi, verði að taka tillit til þess
hvort það vinnuafl sem vinni við
landfrystingu hafí að einhverri ann-
ari vinnu að hverfa. Sé staðan sú
að þetta fólk hafi ekki um aðra
vinnu að ræða og að vinnsluhúsin
geti ekki nýst fyrir aðra starfsemi
verði að taka tillit til þess við mat
á hagkvæmni.
Tekinn á 150
kflómetra hraða
SAMKVÆMT upplýsingum lög-
reglunnar á Akureyri var öku-
maður fólksbifreiðar stöðvaður,
þar sem hann ók á 150 kílómetra
hraða, rétt um 10 kílómetrum
fyrir utan bæinn.
Lögreglan á Akureyri hafði áður
fengið vitneskju um glæfraakstur
ökumanns bifhjóls en keyrði af til-
viljun fram á fólksbílinn rétt við
býlið Spónsgerði, sem staðsett er
við Ólafsfjarðarveg. Ökumaður bif-
reiðarinnar var sviptur ökuréttind-
um á staðnum.
Stórauknar lánveitingar Iðnlánasjóðs miðað við sama tíma í fyrra
Fyrirtækjum og sveitarfélög-
um í auknum mæli boðið lánsfé
IÐNLÁNASJÓÐUR afgreiddi lán að fjárhæð 1.233 milljónir frá ára-
mótum til loka júlímánaðar samanborið við 835 milljónir á þessum
tíma í fyrra. Þessi aukning nýrra útlána milli ára skýrist að verulegu
leyti af hertri markaðssókn sjóðsins og nýjum áherslum en hann hef-
ur ekki einvörðungu beðið eftir lánsumsóknum heldur leitað til fyrir-
tækja og sveitarfélaga og boðið þeim fyrirgreiðslu. Alls bárust láns-
beiðnir til sjóðsins frá upphafi ársins til júlíloka að fjárhæð 2,5 miHj-
arðar samanborið við 2,2 milljarða á sama tíma í fyrra. Samkvæmt
áætlunum er gert ráð fyrir að afgreiða lán að fjárhæð 2 milljarðar
króna á þessu ári samanborið við 1,8 miHjarða í fyrra.
Á sama tíma og Iðnlánasjóði hef-
ur tekist að auka verulega sín útlán
á þessu ári hafa útlán banka og
sparisjóða til iðnaðar nánast staðið
í stað. Þar hefur farið saman minni
eftirspurn eftir útlánum af hálfu
fyrirtækja en einnig hafa bankar
beitt auknu aðhaldi við ákvarðanir
um útlán. Raunar drógust útlán
banka og sparisjóða til iðnaðar sam-
an um 76 milljónir í júlímánuði, skv.
yfirliti Seðlabankans um peninga-
mál.
Þórleifur Jónsson, stjómarmaður
í Iðnlánasjóði, segir að sjóðurinn
hafi að undanfömu sótt inn á mark-
aðinn í meira mæli og boðið fram
sína þjónustu. „Starfsmenn sjóðsins
hafa í auknum mæli heimsótt aðila
sem eru ekki beinlínis í viðskiptum
við sjóðinn til að kanna hvort þeir
séu í fjárfestingarhugleiðingum sem
gætu snert verksvið sjóðsins. Þá
hefur það jafnframt færst I vöxt að
stærri aðilar eins og fyrirtæki og
sveitarfélög sem em að leita eftir
umtalsverðu lánsfé óski eftir tilboð-
um frá sjóðnum. Sjóðurinn hefur
fært sig meira inn á þessi óhefð-
bundnu svið og þá fyrst og fremst
sem snúa að umhverfísmálum,“
sagði Þórleifur.
Sjá ennfremur Torgið í við-
skiptablaði bls. B8.