Morgunblaðið - 03.09.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.09.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1992 sérkenni þeirra mun betur til skila. Vettvangurinn er listhúsið Ný- höfn, en þar sýnir Hafsteinn um þessar mundir tólf olíumálverk, tvö akrýlmálverk og tólf vatnslita- myndir sem hann hefur gert á und- anförnum árum. I vatnslitamyndun- um þræðir listamaðurinn hinn gullna meðalveg um stærðir mynda, en hvað málverkin snertir virðist hann dálítið smitaður af kröfu gær- dagsins um miklar stærðir og ábúð- armikil form. Ég segi gærdagsins vegna þess, að nokkuð er um liðið síðan yfirstærðirnar urðu ráðandi á sýningum jafnvel þótt öllum megi vera það ljóst að stærðir mynda gera þær að vísu magnþrungnar og fyrirferðarmiklar, en eru ekki neinn mælikvarði á gæði. Gefa þó drjúgan möguleika á hvers konar brambolti með myndflötinn og óvæntar uppákomur. Hafsteinn velur þó frekar hóf- sama leið og er yfirmáta trúr form- og litasýn sinni þó hann brjóti form- in upp á ýmsa vegu. Burðargrind formanna er jafnan dökk og ósjaldan alveg svört og eins og myndar glugga þar sem sér í birtu og yl. Og þegar hann teflir svörtu og hvítu pólunum saman á magnþrunginn hátt eins og í mál- verkinu „Staka“ (3) finnst mér hann á heimavelli. Hér er öll vinnslan í hæsta máta karlmannleg og pensil- förin markviss og sannfærandi. Vatnslitamyndum sínum hefur Hafsteinn valið samheitið „Þríleik- ir“, en þó eru form þeirra mun fjöl- breyttari málverkunum og hér nær hann á áhrifaríkan hátt að magna upp litaglóð með brögðum listar. Vil ég nefna myndir eins og nr. 18 og 19 svo og 23 og 24 sem dæmi um tærar og safaríkar vatnslita- myndir og í þeim koma fram ýmsir sértækustu eiginleikar listamanns- ins Hafsteins Austmanns að mínu mati. mannsins af Ibsen auk sjálfsmynd- ar. Frímerkið hefur yfir sér mikinn þokka og er mjög vel útfært. Þann- ig á þetta einmitt að vera, að jafn- ræði sé með skáldi og þeim er myndlýsir bækur hans; sem er dálít- ið sem við hér uppi á Islandi höfum ekki með öllu viðurkennt ennþá. Listamenn og bókagerðarmenn ættu að fjölmenna í Norræna húsið til að kynna sér þetta ágæta fram- tak frænda vorra, því að svo lengi lærir sem lifir. Náttúruverndarfélag Suðvesturlands Myndun og dreifing fræja og aldina EYÞÓR Einarsson grasafræðing- ur fjallar um dreifingu fræja og aldina á rabbfundi Náttúruvernd- arfélags Suðvesturlands í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21. Fundurinn verður í Hafnarhúsinu, 1. hæð, gengið inn að vestanverðu. Eyþór mun taka þátt í umræðum á eftir um fundarefnið. (Fréttatilkynning) HINN EINISANNI markaður Með lágu verði, miklu vöruúrvali og þátttöku fjölda fyrirtækja hefur stór-útsölumarkaðurinn svo sannarlega slegiðígegnogstendurundirnafni. m. Fjöldi fyrirtækja - gífurlegt vöruúrval /Fatnaður fyrir skólafólkið á öllum aldri /1Skór á alla fjölskylduna /Tískufatnaður í gífurlegu úrvali /Hljómplötur, diskar og kassettur /Allskonar gjafavörur /Gluggatjöld og allskonar fataefni /Sængur, koddar og rúmfatnaður /Blóm KAFFl /Barnafatnaður o.m.fl. mYNDBANDA- HORN FYRW BORN Opnunartími: Föstudaga kl. 13-19. Laugardaga kl. 10-16 Aðra daga kl. 13-18 ótrúlegt VERÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.