Morgunblaðið - 03.09.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.09.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEFTEMBER 1992 SIEMENS Þvottavéiar Þurrkarar Uppþvottavélar Nóatúni 4 - Sími 28300 Eldavélar Örbylgjuofnar Gœðatœki fyrir þig og þína! SMITH& NORLAND Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! ' fclk f fréttum KVIKMYNDIR Harrison Ford nýi James Bond? Nú eru að hefjast námskeið þar sem foreldrum gefst kostur á að kynnast og tileinka sér ákveðnar ICOSPER COSPER NORÐUR-KOREA Leikarinn Harrison Ford, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Indiana Jones, fornleifa- fræðingurinn ævintýragjarni, hefur gert samning við kvikmyndaver í Hollywood um að leika njósnarann Jack Ryan í fimm kvikmyndum byggðum á skáldsögum Toms Clancy. Ford hreppir að minnsta kosti 50 milljónir dollara fyrir snún- inginn og kunnugir telja að mynda- röðin gæti orðið arftaki James Bond myndanna sem gengu áratugum saman við ótrúlegar vinsældir. Allt púður er nú úr James Bond eftir að Timothy Dalton þótti klúðra persónunni. Pat McQueeny, umboðsmaður Harrisons Ford hefur látið eftir sér hafa að Ford sé þeirrar skoðunar að tími sé kominn fyrir arftaka Bond að stíga fram á sjónarsviðið og að honum lítist vel á að kljást við verkefnið. í fyrstu var fast sótt að Alec Baldwin að taka að sér hlutverk Ryans, en hann kaus held- ur að leika á sviði í New York á móti Jessicu Lange í hinu klassíska verki „A Streetcar Named Desire." Var þá farið á fjörurnar við Ford og hann greip gæsina. Harrison Ford. Kim Il-sung á 5 ára dóttur með þrítugri hjákonu sinni ástkonu Kims að koma í fylgd líf- varðar út úr stórverslun í Stokk- hólmi. Hafi hún dvalist í sænsku höfuðborginni ásamt móður sinni og dóttur frá 20. júlí til 7. ágúst og búið á glæsihóteli. Að verslunar- og hvíldarvistinni lokinni hefðu mæðgurnar haldið til Pyongyang með viðkomu í Peking. Sankei Shimbun segir að mál þetta eigi að líkindum eftir að koma sér illa fyrir yfirvöid í Norður- Kóreu. Leiðtogar landsins hefðu farið með það eins og mannsmorð, slík hefði leyndin átt að vera. Kim Il-sung á tvo syni með sitt- hvorri eiginkonunni, Kim Jong-il með fýrstu konu sinni Kim Jong- suk, og Kim Song-ae með núver- andi konu sinni Kim Song-ae en hún hefur einnig alið manni sínum dóttur, Kyong-hui. í lok greinar sinnar spyr Sankei Shimbun hvernig Kim Il-sung hefði 75 ára gamall getað barnað hjákonu sína. Svarar blaðið spurningunni jafnframt og segir það ekki þurfa að hljóma einkennilega að svo aldr- aður Norður-Kóreumaður afreki slíkt þegar haft sé í huga hversu mikla áherslu yfírvöld í Pyongyang leggi á að halda leiðtogum sínum við góða heilsu og hvers mikið lagt sé í rannsóknir þar í landi á því hvernig auka megi lífslíkur manna. Kim Baek-yon, fimm ára dótt- ir Kim Il-sungs og ástkonu hans. Japanska blaðið Sankei Shimbun hefur flett ofan af Kim U-sung, áttræðum leiðtoga Norður-Kóreu, og birtir myndir af þrítugri hjákonu hans og fímm ára dóttur þeirra. Japanska blaðið segir ástkonu Kims heita Kim Song-juk og dóttir þeirra Kim Baek-yon. Dóttirin er sögð mun líkari syni leiðtogans ást- sæla, Kim Jong-il, en honum sjálf- um og veltir vöngum yfir því hvort Kim Song-juk ástkona Kim II- sungs kemur út úr verslun í Stokkhólmi í fylgd lífvarðar. hann sé ef til vill faðirinn. Hefur blaðið eftir embættismönnum í Suð- ur-Kóreu að Kim eldri sé bamsfað- irinn, um það sé engum blöðum að fletta, yfírvöld í Seoul hafí lengi vitað allt um ástarlíf hans. I frétt Sankei Shimbun segir að danskonan fyrrverandi hafí alið Kim Il-sung dótturina á sjúkrahúsi í Vínarborg í maí 1987. Með frá- sögn sinni birtir blaðið mynd af hugmyndir og aðferðir í samskiptum foreldra og bama. Þar verður m.a. fjallað um hvað foreldrar geta gert til að: • Aðstoða börn sín við þeirra vandamál. • Leysa úr ágreiningi án þess að beita valdi. • Byggja upp jákvæð samskipti innan fjölskyldunnar. Upplýsingar og skráning í síma 621132 og 626632 Hugo Þórisson Wilhelm Norðfjörð sálfrœðingur sálfrœðingur saMskipti FRÆÐSLA OG RÁÐGJÖF SF. RÝMIN G ARSALA Alltfyrir ungabarnið Rýmum fyrir nýjum vörum 50-80% afsláttur bJTXfA r ÍISIA Leífsgötu 32, sínti 12136. r 0pið kl n_18 alla Versliö þar sem úrvaliö er mesl virka daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.