Morgunblaðið - 03.09.1992, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1992
Morgunblaðið/Knstinn
Hér má sjá mexíkóska tónlistarfólkið ásamt forsprökkum félagsins. Frá vinstri: Miquel Pena gítar-
leikari, Nina Mares lagasmiður, Victor Ruiz Pacos bassaleikari, Örn Óskarsson og Þorgeir Ólafsson.
Íslenskt-mexíkóskt félag stofnað
Fyrstu styrkir veitt-
ir úr Minningarsjóði
Karls J. Sighvatssonar
FYRSTU styrkir úr Minningarsjóði Karls J. Sighvatssonar voru af-
hentir mánudaginn 31. ágúst sl. á Hótel Holti. Alls voru afhentir
þrír styrkir, styrkur vegna orgelkaupa í Reykholti, styrkur vegna
framhaldsnáms í hljómborðsleik 1992 og styrkur vegna framhalds-
náms í orgelleik 1993.
Fyrsti námsstyrkurinn sem veitt-
ur var úr sjóðnum var afhentur
Jóhanni Yngvarssyni frá Akureyri,
en hann stundar nám í alhliða
hljómborðsleik í Berkley tónlistar-
skólanum í Boston. Styrkþegi vegna
framhaldsnáms í orgelleik 1993
féll Erni Falkner í skaut. Hann
hyggur á framhaldsnám í Róm á
næsta ári en hann er nú starfandi
við þær sóknir sem Karl sálugi þjón-
aði.
Stjórn Minningarsjóðsins skipa
þau Haukur Guðlaugsson sem er
formaður, Sigurður Rúnar Jónsson,
Ellen Kristjánsdóttir og Sigrún
Karlsdóttir.
Frá afhendingu styrkjanna f.v. Haukur Guðlaugsson formaður Minn-
ingarsjóðs Karls J. Sighvatssonar, Jóhann Yngvarsson styrkþegi,
Örn Falkner styrkþegi og Bjarni Guðráðsson sem mætti fyrir hönd
Reykholts.
Norræna húsið
Síðasta sýningarhelgi
ájapönskiun leinnimuin
SÝNINGU á hefðbundinni jap-
anskri leirkeragerð, sem staðið
hefur yfir í sýningarsölum Nor-
ræna hússins frá 22. ágúst, lýkur
sunnudaginn 6. september.
í fréttatilkynningu frá Norræna
WILIíST)
GÆÐA
VERKFÆRI
Globusa
-heimur gæba!
LÁGMÚLA 5 - RtYKJAVÍK - SÍMI 91 - 681555
húsinu segir að sýningin hafí hlotið
mikla athygli og góða aðsókn.
Nú um helgina er síðasta tækifær-
ið til að skoða þessa sýningu og
kynnast því hvernig Japanir styðja
við gamlar hefðir á sjónrænum vett-„
vangi.
Sýningin verður opin kl. 14-19 og
er aðgangur ókeypis.
í anddyri Norræna hússins er sýn-
ing á grafíkmyndum eftir norska
Iistamanninn Ludvig Eikaas. Mynd-
efnið er Henrik Ibsen og persónur
hans. Ludvig Eikaas gerði þessar
myndir að beiðnir Den norske Bok-
klubben og prýða þær heildarútgáfu
á verkum Henriks Ibsens, sem kom
út í fyrra hjá bókaklúbbnum í tilefni
af 30 ára starfsemi hans. Sýningin
er opin daglega kl. 9-19, nema
sunnudaga kl. 12-19.
Viljum auka tengsl land-
anna á öllum sviðum
- segir Þorgeir Ólafsson
ÍSLENSKT-MEXÍKÓSKT félag, sem mun hafa það markmip að
efla tengsl milli landanna tveggja, verður stofnað í dag í Arsal
Hótels Sögu. Þar verða á sama stað tónleikar mexíkóska lagasmiðs-
ins og söngkonunnar Ninu Mares en hún kemur sérstaklega hingað
af þessu tilefni ásamt tveimur löndum sínum, vel þekktum hljóðfæra-
Ieikurum. Hún hefur ennfremur samið sérstakan óð tileinkaðan
íslandi sem nefnist einfaldlega „Islandia".
Skemmtilegur félagsskapur
„Þetta félag er nú stofnað eftir
nokkurn undirbúning og við teljum
að margir eigi eftir að gerast fé-
lagsmenn óháð því hvort þeir hinir
sömu hafi nokkru sinni komið til
landsins,_“ segja Þorgeir Ólafsson
og Örn Óskarsson sem hafa ásamt
þriðja manni haft veg og vanda að
undirbúningnum. Þeir félagar
segja stofnunina koma í rökréttu
framhaldi af þeirri sókn sem Mex-
íkó og mexíkósk menning er í. Sem
dæmi um þessa grósku má nefna
að nýlega hafa mexíkósk yfirvöld
gert víðtæka menningarsáttmála
við fjölmargar Evrópuþjóðir.
Félagið mun þó sinna mjög mik-
ilvægu hlutverki og hafa þeir Þor-
geir og Örn hugsað sér að félagið
virki sem tengiliður og veiti aðstoð
jafnt ferðamönnum sem listamönn-
um. Ennfremur mun félagið taka
að sér framkvæmd sýninga, kynn-
inga eða annarra viðburða, sem
mexíkóskir aðilar vilja standa fyrir
hér á landi. Á sama hátt getur
félagið veitt aðstoð við uppsetningu
íslenskra sýninga í Mexíkó.
Stofnfundurinn á fimmtudag
verður öllum opinn að sögn Arnar
og Þorgeirs. „Við erum sannfærðir
um að þetta verði skemmtilegur
félagsskapur," sagði Örn í samtali
við Morgunblaðið og bætti því við
að þeir myndu alls ekki taka sig
allt of alvarlega.
Samdi óð tileinkaðan íslandi
Hingað til lands er sérstaklega
komin þekkt söngkona og laga-
smiður, Nina Mares, og mun hún
halda þtjá tónleika hér á landi.
Með henni eru tveir ágætir hljóð-
færaleikarar, gítarleikarinn Miquel
Pena og bassaleikarinn Victor Ruiz
Pacos. Tónlist hennar er að eigin
sögn í senn þjóðleg og rómantísk
en hún tekur sérstaklega fram að
bak við texta sína megi skynja von
fyrir mannkynið.
f fyrstu segist Nina hafa aðlagað
þá iðju sína að semja lög heimilis-
störfum. Það var ekki fyrr en eftir
hvatningu vina og vandamanna að
hún gerði tónsmíðar að aðalstarfi
sínu fyrir um fimm árum. Fljótlega
eftir það var gefin út plata með
lögum hennar og síðan hefur
stjarna hennar risið. í ár hlaut hún
þann heiður að lag hennar „Amer-
ica Morena“ verður opinbert fram-
lag Mexíkó til heimssýningarinnar
í Sevilla. Það verður frumflutt á
þjóðhátíðardegi Mexíkó 16. sept-
ember næstkomandi.
Þó svo Nina sé að heimsækja
ísland í fyrsta skipti hefur hún
þegar samið lag sérstaklega til-
einkað íslandi. „Það kom þannig
til að eftir að ég hafði lánað Þor-
geiri vini mínum kassettu með tón-
list minni þá spilaði hann hana á
vinnustað sínum. Þar komu fjöl-
margir til hans og spurðust fyrir
tónlistina, hvaðan hún kæmi og
eftir hvern hún væri. Þegar ég sá
þennan áhuga íslendinga þá ákvað
ég að semja lag, sem ég hef nefnt
„Islandia“, og er tileinkað landi og
þjóð,“ sagði Nina.
Samkoma til minmngar um Signrð
Greipsson og Sigrúnu Bjarnadóttur
SAMVERUSTUND verður í
Haukadal og á Hótel Geysi laug-
ardaginn 5. september í minningu
þeirra Haukadalshjóna, Sigurðar
Greipssonar og Sigrúnar Bjarna-
dóttur, en Sigurður hefði orðið
95 ára gamall 22. ágúst sl.
Samkoman, sem gamlir nemendur
Sigurðar standa fyrir, hefst við
RENOLD
minnisvarða Sigurðar inni í Gamla-
Haukadal kl. 14.00. Þar verður af-
hjúpuð ný minningartafla á minnis-
varðanum sem nemendur íþrótta-
skólans í Haukadal og aðrir vinir
og velunnarar Sigurðar hafa látið
gera. Einnig verða kynntar lagfær-
ingar þær sem gerðar hafa verið á
umhverfi varðans í samvinnu við
Skógrækt ríkisins. Kynnir verður
Hafsteinn Þorvaldsson.
KEÐJUR, TANNHJOL OG ASTENGI
HÖGG- OG TITRINCSPÚÐAR
Drifbúnaður hvers konar og
rafmótorar eru sérgrein okkar.
Allt evrópsk gæðavara. Veitum
tæknilega ráðgjöf við val á
drifbúnaði.
Það borgar sig að
nota það besta.
Þekking Reynsla Þjónusta
(FALKINN
Eftir athöfnina bjóða húsráðendur
á Hótel Geysi, þau Már Sigurðsson
og Sigríður Vilhjálmsdóttir, til kaffi-
veitinga á hótelinu. Veislustjóri verð-
ur Stefán Jasonarson. Minningar-
ræðu um skólastjórahjónin í
Haukadal flytur Þorsteinn Einars-
son, fyrrverandi iþróttafulltrúi ríkis-
ins. I hótelinu verður einnig afhjúpuð
táknræn mynd sem minnir á og
greinir frá því að þar hafi verið starf-
ræktur íþróttaskóli um áratuga
skeið.
Undirbúningsnefndin sem í eiga
sæti Hafsteinn Þorvaldsson á Sel-
fossi, Stefán Jasonarson í Vorsabæ
og Þorsteinn Einarsson íþróttafull-
trúi, hvetur fyrrverandi nemendur
fþróttaskólans í Haukadal og vini
og velunnara þeirra Haukadalshjóna
að koma til þessa fagnaðar og heiðra
með því minningu þeirra og merkt
starf.
SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 814670