Morgunblaðið - 03.09.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.09.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1992 FANGELSISMAL - BYGGÐASTEFNA eftir Guðmund Gíslason Undanfarnar vikur hefur allsér- stæð blaðaskrif borið fyrir augu landsmanna. í þeim hafa í það minnsta tveir fulltrúar ágætra bæj- arfélaga á landsbyggðinni lýst áhuga sínum á fangelsismálum í kjölfar skýrslu nefndar er Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráðherra, skip- aði í júlí á sl. ári og skilaði áliti í mars á þessu ári. í skýrslunni var leitast við að gera úttekt á stöðu fangelsismála á íslandi í dag, leggja fram tillögur um brýnar úrbætur og marka stefnu til framtíðar. Er gott til þess að vita að fangelsisum- ræða reki menn fram á ritvöll fjöl- miðla. Undirritaður telur sig hins vegar knúinn til að gera nokkrar athugasemdir við málflutninginn hingað til. Ein meginniðurstaða fangelsis- málanefndar, sem birtist í um- ræddri skýrslu, var sú að æskilegt væri að nýtt fangelsi risi á höfuð- borgarsvæðinu, samfara um- fangsmiklum breytingum á rekstri annarra fangelsa. Undirrituðum hefur virst sem áhugi fyrrnefndra greinahöfunda beinist einkum að þessum hluta málsins, þ.e. hug- myndum að staðsetningu nýs fang- elsis. Hvor um sig vill reisa það í túninu heima, ef rétt er skilið. Und- irritaður átti sæti í fangelsismála- nefnd sem m.a. gerði að tillögu að nýtt fangelsi yrði reist. Þar sem nokkurs misskilnings virðist gæta í umræðu manna og skrifum að undanfömu um tiliögur nefndarinn- ar, tilgang þeirra og markmið, auk þess sem nefndarmenn hafa verið vændir um þekkingarskort á „möguleikum sem landsbyggðin hefur upp á að bjóða“, þykir rétt og skylt að leggja orð í belg í fjöl- miðli um þennan málaflokk. Nefndinni, sem skipuð var með bréfí, dags. 18. júlí 1991, var sett það verkefni að gera heildarúttekt á stöðu fangelsismála og leggja fram tillögur um stefnumörkun í þeim efnum. í nefndina vom skipað- ir aðilar sem allir starfa að fangels- ismálum, eða hafa þekkingu á því sviði. Þeir ásettu sér að skilgreina verkefnið þröngt, út frá faglegu sjónarmiði, gera á hlutlægan hátt grein fyrir stöðu mála í dag og setja fram tillögur til úrbóta, sem miðuðust við að hagur og fram- gangur starfseminnar yrði byggður á skynsamlegum grunni. Það skal tekið skýrt fram að starfssvið nefndarinnar var að skila hugmynd- um, ekki að taka ákvarðanir um einstaka þætti, s.s. staðarval, kostnað, starfsmannafjölda o.þ.h. Of langt mál yrði að skýra frá öllum rökum sem styðja niðurstöður nefndarinnar. í því efni verður að vísa til skýrslunnar sjálfrar. Niður- stöður byggjaast á því sem nefndar- menn töldu hagkvæmast, með tilliti til flestra þátta málsins, ekki ein- göngu fjárhagslegra, heldur og starfslegra, félagslegra, afbrota- fræðilegra og fangelsisfræðilegra þátta, svo eitthvað sé nefnt. í skýrslunni er reynt að fjalla um heildarmynd fangelsismála, ekki aðeins tillögur um fangelsisbygg- ingu eins og hugsanlega mætti skilja eftir lestur umræddra blaða- greina. _ Ein meginforsenda breytinga á fangelsismálum, sem lagt er til að framkvæmdar verði á næstu árum, er að fangarými verði aukið að magni og gæðum. Mælt er með að byggt verði nýtt fangelsi sem rúmi bæði afplánunarfanga, gæsluvarð- halds- og geymslufanga. Af hag- kvæmnisástæðum er sú tillaga sett fram að þetta fangelsi verði reist á höfuðborgarsvæðinu. Það er mis- skilningur, sem haldið hefur verið fram, að í því felist að sameina eigi öll fangelsi í eina stofnun á höfuð- borgarsvæðinu. Nefndin gerði það að tillögu sinni að fangelsum yrði fækkað úr sex, sem nú eru, í fjög- ur. Nýtt fangelsi ætti að leysa af hólmi tvö fangelsi í Reykjavík, Hegningarhúsið við Skólavörðustíg og gæðsluvarðhaldsfangelsið Síðu- múla 28, sem standast ekki kröfur samtímans. Fangelsisdeild lög- reglustöðvarinnar á Akureyri yrði lögð niður og fangelsisrými að Litla-Hrauni minnkað, samfara breytingum á starfsháttum þar, úr 52 rúmum í 28. Starfsemi yrði áfram með svipuðum hætti að Kvía- bryggju og í fangelsinu að Kópa- vogsbraut 17. Til að mæta þessum breytingum og áætlaðri þörf á aukningu fagnelsisrýmis á komandi árum, er gert ráð fyrir að reisa nýtt fangelsi er rúmi 65 afplánunar- fanga og 20 gæsluvarðhalds- og geymslufanga. Fangelsismálanefnd gaf sér þær forsendur, að vel athug- uðu máli, að til þess að unnt væri að leggja niður tvö fangelsi í Reykjavík og minnka fangarými á Litla-Hrauni um 24 pláss, þá ætti að reisa nýtt fanglesi á höfuðborg- arsvæðinu. Kostir eða gallar dreif- býlis og hvort landsbyggðin sé metin að verðleikum kom þessu smáli ekkert við. Það þarf ekki annað en að líta á örfáar staðreynd- ir til að sjá rökin sem að baki liggja: 1. í Reykjavík þarf fangelsisrými ARKITEKT RÁÐLEGGUR UM LITVAL í MÁLARANUM Valgeröur Matthíasdóttir arkitekt veitir viðskiptavinum Málarans ókeypis ráðgjöf um litaval í málningu og viðarvörn fimmtudag og föstudag klukkan 13-18 og laugardag klukkan 10-13. Verið velkomin í Málarann og joiggiö ókeypis ráðgjöf Valgerðar. ÍÉL fyrir afplánunar- og gæsluvarð- haldsfanga. Bæði Hegningarhúsið og Síðumúlafangelsið eru óhæf sem fangelsi. Tillaga nefndarinnar um að samnýta fangelsisbyggingu und- ir deildarskipta afplánun og sér- stakt gæsluvarðhaídsrými felur í sér augljósa hagræðingu, t.d. hvað varðar stofnkostnað, rekstrarkostn- að, starfsmannahald og vaktaskipu- lag. Þá er gæsluvarðhaldsfangelsi starfrækt í nánum tengslum við rannsóknarlögreglu, fíkniefnalög- reglu og lögreglustjóraembættið, sem aðsetur hafa á höfuðborgar- svæðinu. 2. Talið er að 85-90% afplánunar- og gæsluvarðhaldsfanga, sem vist- aðir eru í fangelsum í dag, komi frá þéttbýlasta svæði landsins, þ.e. Reykjavík og suðvesturhorninu. Mannfjöldaspár og rannsóknir sér- fræðinga virðast benda til þess að það hlutfall geti jafnvel aukist á næstu áratugum. 3. Hinn gífurlegi kostnaður, fyrir utan hvers kyns óhagræði og bein vandamál sem af því hlytust, ef flytja ætti stóran hluta dómþola, búsetta á suðvesturhorni landsins, 500 km út á land til fangelsisafplán- unar, er, að mati þeirra sem til þekkja, óyfirstíganlegur. 4. Þegar rætt er um að vista afplán- unarfanga fjarri heimahögum gleymist oft að þeir eiga umgengn- isrétt við fjölskyldur sínar, sambýl- isfólk, lögfræðinga, rannsóknarað- ila, dómara, sérfræðinga stofnana o.fl. Þessi lögbundni réttur verður ekki eðlilega tryggður nema afplán- un refsingar fari fram innan ákveð- inna fjarlægðarmarka. Nánar verð- ur vikið að þessu síðar. Fangelsi í samfélagi nútímans grundvallast á öðrum viðhorfum en voru við lýði áður fyrr, þegar ein- staklingsréttur fanga var minna metinn og fangelsisvist markaðist fyrst og fremst af innilokun, ein- angrun og afskiptaleysi. Þá þótti jafnvel kostur að fangelsi stæðu Guðmundur Gíslason „Afplánunarfangelsi af þeirri stærð sem fang- elsismálanefnd. leggur til að byggt verði, er gjörsamlega óhugsandi í hundruð kílómetra fjarlægð frá höfuð- borgarsvæðinu.“ afskekkt og mannaferðir þangað væru hverfandi. Fangelsi áttu að vera drungaleg og ógnvekjandi. A síðari tímum hefur í þessum mála- flokki eins og öðrum að ýmsu leyti orðið áherslubreyting. Einangrun, afmörkun og refsigleði hafa vikið fyrir áherslu á einstaklingsþarfír og réttindi, að fangar njóti lögbund- inna réttinda eins og aðrir menn og þeim verði að sinna þrátt fyrir innilokunina. Þótt það sé óumdeil- anlegt að hlutverk fangelsis sé að refsa og halda einstaklingum ófijálsum, brjóti þeir gegn lögum og reglum samfélagsins, þá vilja þeir sem starfa að fangelsismálum hafa að leiðarljósi, eins og kostur er, að refsitíminn, þ.e. sá tími sem dómur kveður á um að fangi skuli dvelja í fangelsi, megi nýtast á sem bestan hátt. Refsingu afbrota- mannsins 'á að framfylgja með þeim hætti, að sem minnstar líkur séu á að einstaklingurinn skaðist umfram það sem sjálf frelsissviptingin felur í sér, að fangi bíði ekki varanlegt tjón á sál eða líkama meðan á vist- un stendur, heldur eigi von um að koma út í samfélagið á ný sáttari við sjálfan sig og umhverfið. Þá er komið að kjarna málsins. Hann er ekki hvort einhver aðhyll- ist miðstýringu, atvinnuuppbygg- ingu dreifbýlis, byggðasjónarmið eða annað. Að starfa heilshugar að endurskipulagningu fangelsismála þýðir að taka verður sérstakt tillit til fanga og aðstandenda þeirra. Það má ekki gleymast að þeir hafa þarfir, langanir og vonir eins og hver annar. Föngum er tryggður réttur samkvæmt lögum sem ekki má bijóta. Þeim eru tryggð mann- réttindi í samræmi við þá stöðu sem lög og reglur um fangelsi og fanga- vist segja til um. Án þess að fjalla ítarlega um einstök atriði þessarar staðarvals- togstreitu, sem kom upp á yfirborð- ið vegna væntanlegrar fangelsis- byggingar og hefur, því miður, tek- ið á sig mynd óskhyggju eða um- íjöllunar um vænlega aukabúgrein fremur en markvissa fangelsispóli- tík, verður ekki hjá því komist að skoða nánar umgengnisréttinn, sem getið er í lið 4 hér að framan. í fangelsisfræðum er til hugtak sem á skandinavísku nefnist „nær- hedsprincip" og kalla mætti „ná- lægðarþátt“ á tilbúinni íslensku. Átt er við það, að ef unnt er, skal leitast við að fangar afpláni dóma sína nærri heimahögum, svo þeir slitni ekki meira en orðið er úr tengslum við íjölskyldu, ættingja og sambýlisfólk, sem óskar eftir að heimsækja þá í fangelsi. Stærstur hluti fanga þarfnast umhyggju og aðstoðar aðstandenda og vina. Það er veigamikill þáttur í hvers konar meðferð og jákvæðri uppbyggingu frelsissviptra að viðhalda þessum tengslum eins og kostur er. I 8. gr. laga um fangelsi og fangavist nr. 48/1988 segir m.a. að við ákvörðun um vistun fanga skuli tillit tekið til aldurs, kynferð- is, búsetu og brotaferils. í 17. gr. sömu laga segir, að fangi hafí rétt til að þiggja heimsóknir af nánustu vandamönnum sínum á tilteknum viðtalstímum og að forstöðumaður geti leyft frekari heimsóknir. í reglugerð um bréfaskipti, sím- töl og heimsóknir til afplánunar- fanga nr. 119/1990 stendur í 13. gr. að fangi hafi rétt til að fá heim- sókn eigi sjaldnar en vikulega og Málarinn Grensásvegi 11 Sími 81 35 00 Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída Hundadagaþankar Fæstir Ameríkanar veita hunda- dögunum mikla athygli. Þeim er kannski vorkunn, því þeir eiga engan Jörund hundadagakóng eins og við. Hérna í Flórída eru þessir dagar oft heitasti tími sumarsins og margir flýja norður á bóginn. Það eru síð- ustu forvöð fyrir bamafólk að taka sér sumarfrí, því verkamannahelgin, sem er fyrsta helgin í september, er á næsta leiti, en skólarnir byija þá strax á eftir. Þið hafíð ef til vill hoggið eftir því, að ég tala um verka- mannahelgina. Hér í auðvaldsland- inu er aðaifríhelgi síðsumars tileink- uð verkamönnum og vinnu (labor Week-end). Þið í verkalýðsparadís- inni helgið verslunarmönnum og pröngurum ykkar aðal sumarhelgi. Ólíkt höfðumst við að! Það virðist allt í biðstöðu á þess- um dögum hundsins. Allir virðast vera að bíða eftir því, að verka- mannahelgin líði hjá og skólarnir hefjist. Þá kemst aftur líf í fjár- mála- og efnahagsstarfsemina. Sumarfríin gleymast og sólbrúnkan dofnar, nema auðvitað hjá þeim réttlátu, sem sólin skín stöðugt á, eins og hér í Flórída! Sumarið hefir verið svalt og rigningasamt í norð- austur- og miðvesturríkjunum, og minnast fjölmiðlar lítið á gróður- húsaáhrifin um þessar mundir. Fjöldi af norðanmönnum hefír heyrt um okkar heita sumar, og hafa margir drifíð sig hingað með kell- ingar og krakka. Hér eru þau öll velkomin, sérstaklega ef þau fara á vertshús og panta sér fiskrétt. Þegar talað er um fisk og veit- ingahús, langar mig að segja ykk- ur, að við skruppum til Maríós, vin- ar okkar, í LaMar veitingahúsinu niðri í Kúbveijahverfinu í Miami. Staðurinn hans er á Calle Ocho, en þið eldkláru Mallorcafarar sjáið auðvitað strax, að Kæje Otsjó þýðir einfaldlega áttunda stræti á spænsku. Við þessa frægu götu, sem kölluð er þetta einnig á ensku, er urmull kúbverskra veitingahúsa, verslana og minjagripabúða. Hér reka hinir sívinnandi flóttamenn frá eyjunni gróðursælu hér rétt fyrir sunnan fjöldann allan af blómlegum litlum fyrirtækjum. Maríó rekur veitingahús og fisk- búð og selur hann einrng fisk til veitingahúsa. Hann eldaði fyrir okkur rauðan snapperfisk upp á kúbverska vísu. Fiskurinn var glóð- arsteiktur og í dýfunni mátti finna ýmislegt annað fiskmeti, svo sem rækjur, Flórídahumar, kræklinga frá Nýja Sjálandi, smokkfisk frá Formósu og sæsnigla frá Hondúr- as. Við fórum með sýni af íslenskum búrfíski, sem við Iétum Maríó glóð- arsteikja. Bragðaðist sá fískur mjög vel eins og við var að búast, en tegundin er orðin nokkuð vel þekkt hér, flutt inn frá Nýja Sjálandi og Ástralíu. Með kræsingunum borð- uðum við kúbversk hrísgijón og steikta mjölbanana (plantains). Einn félaga okkar er ekki fískæta og fékk hann að borða sinn uppá- halds kúbverska mat: Djúpsteiktar sneiðar af grísaheila. Við skoluðum krásunum niður með Brilliante hvít- víni frá Spáni. Þessi víntegund er mjög vinsæl hjá Kúbumönnum í Miami. í gamla daga þótti þetta heldur lélegt hvítvín á Fróni. Mönn- um fannst það yfirleitt of sætt, en þeir þvældu því samt í sig, því það var nokkuð ódýrt. Eins og margir karlmenn af róm- önsku bergi, dáir Maríó karl- mennskuna og vill því vera síung- ur. Kvenréttindakonur myndu eflaust flokka hann sem karlrembu. Hann var nýgiftur fjórðu konunni, >kornungri stúlku frá Costa Rica, og búinn að eignast með henni pínu- lítið barn. í tilefni þess að hafa yngt svona vel upp hjá sér, var hann búinn að lita á sér hárið kol- svart, kominn í magabelti og í skó með þykkum sólum á dálitlum hæl- um til þess að sýnast hærri í loft- inu. Maríó er 52 ára og á hann tvo fullorðna syni, sinn hvorn með konu númer eitt og þijú, Yngri sonurinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.