Morgunblaðið - 03.09.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1992
t r 15
Því dæmíst rétt vera
eftir Ólaf Björnsson
I Ur verinu í Morgunblaðinu 22.
júlí sl. birtist frétt um að ummæli,
sem ég viðhafði við fréttamann á
Stöð 2 fyrir rúmum 5 árum, hafi
verið dæmd dauð og ómerk og að
ég hafi verið dæmdur í 60. þús.
króna sekt fyrir þau í Bæjarþingi.
Þótt mér hafi gefist vel að áfrýja
slíkum dómum verður ekki af því
nú, enda tæpast hægt eins og kom-
ið er. Þann 9. júlí síðastliðinn hafði
ég fregnir af því að dómur þessi
hafi verið kveðinn upp þann 14.
apríl síðastliðinn, fyrr hafði ég
ekkert af honum frétt og hélt að
allir frestir í máli þessu væru löngu
liðnir. Svo reyndist ekki hafa ver-
ið, enda góður viðskiptavinur, sem
stefndi í málinu.
Umrædd ummæli viðhafði ég
við fréttamanninn, þegar hann bar
undir mig frétt Péturs Einarssonar
um að til stæði að brenna 20 þús.
pakka af skreið sem m/s Hvalvík
hafði flutt til Nígeríu fyrir Samlag
skreiðarframleiðanda, því búið
væri að dæma hana óhæfa til
neyslu. Þetta sagði ég að væri
náttúrlega lygi úr honum Svarta-
Pétri eins og annað, sem frá honum
kemur. Auk þessa hafði Pétur
dreift þeirri frétt að búið væri að
setja umboðsmann Samlagsins í
fangelsi ásamt margskonar rógi
og ósannindum um mig og Sam-
lagið.
Samkvæmt fréttinni segir: „í
forsendum dómsins segir að hin
umstefndu ummæli séu óviður-
kvæmileg og verði því dæmd dauð
og ómerk. Hinsvegar verði stefnda
ekki ákvörðuð refsing vegna
þeirra.
Það skil ég svo að ummælin
hafi ekki verið dæmd ósönn, enda
liggur fyrir að fyllri og betri skil
voru gerð fyrir öllum farangrinum,
sem fór með Hvalvíkinni en ann-
arri skreið, sem send var til Níger-
íu á þessum tíma. Umboðsmaður-
inn Mr. Joe Raad hefir aldrei í
Svo langt, sem heimild-
ir ná, hafa viðurnefni
tíðkast. Ekki veit ég
hvers son Egill rauði
var, heldur ekki Stjáni
blái og svo mætti lengi
telja, en vel má vera að
ekki sé við hæfi að nota
svona viðurnefni í fjöl-
miðlum nútímans og
menn eru mis viðkvæm-
ir fyrir slíku.
fangelsi komið en var hinsvegar
gerður að ræðismanni okkar í Ní-
geríu, fyrst og fremst fyrir frami-
stöðuna við að sjá um þennan
skreiðarfarm. Óhróður Péturs um
mig og Skreiðarsamlagið tel ég
meðmæli fremur en hitt. Hól frá
honum væri hið versta mál að
mínu mati.
I stuttu máli sýnist mér dómur-
inn ganga útá það að „óviður-
kvæmilegt" sé að nota sterk lýs-
ingarorð í sjónvarpi, þótt sönn séu
og klár íslenska, því það geti vald-
ið „álitshnekki og sársauka." Vel
má svo vera, þegar gott álit og
viðkvæm sál á í hlut, en tæpast í
þessu tilfelli finnst mér. Þegar ég
sagði að þetta væri lygi, eins og
annað sem frá Svarta-Pétri kæmi,
hafði ég fyrst og fremst í huga
fjölmiðlafréttir, sem frá honum
voru komnar í sambandi við skreið-
arfarminn sem fór með m/s Hval-
vík. Reyndar hafði ég heyrt margt
áður, sem benti til þess að hann
væri ekki óvanur að fara frjálslega
með sannleikann.
Ég fékk því ljósrit af Hæstarétt-
ardómi, dagsettum mánudaginn
24. mars 1986. (Árið áður en ég
viðhafði umrædd ummæli.) Nr.
101/1985. Ákæruvaldið gegn Pétri
Einarssyni. í ákæru kemur fram
Helgi Hálfdanarson
Islenzkukennsla
Nýlega gerði Ari Páll Kristins-
son málfræðingur ágæta grein
fyrir því í útvarpsþætti um dag-
legt mál, hvernig fornöfnin hvor,
hver og annar hegða sér að réttu
lagi í íslenzku máli. Jafnframt
varaði hann við rangri meðferð
þessara orða, sem allt of oft verð-
ur vart í fjölmiðlum. Ekki er það
í fyrsta sinn sem þetta málfarsatr-
iði ber á góma á opinberum vett-
vangi. Margoft hefur verið um það
fjallað bæði í útvarpi og blöðum
ár eftir ár.
En sama morgun, skömmu eft-
ir ábendingar Ara Páls, var kom-
izt svo að orði í Ríkisútvarpinu:
„Þeir tóku við af hverjum öðrum“
í stað þess að segja: „Þeir tóku
við hver af öðrum“ eða: „Hver tók
við af öðrum.“
Enginn ætti að þurfa að horfa
lengi á þessar setningar til þess
að sjá, að þær síðari eru rökrétt
og eðlilegt íslenzkt mál, en sú
fyrsta er ranghugsað rugl, sprott-
ið af misskilningi á enskri setning-
argerð. Þess skal getið, að sá sem
talaði var ekki starfsmaður út-
varpsins. En því miður má ófögn-
uður af þessu tagi heita daglegt
brauð í fjölmiðlum, og eru þá
ótaldar margvíslegar málvillur
sem þar eiga sér athvarf.
Nú hljóta menn að spyrja:
Hvernig stendur á þessum ósköp-
um? Er ekki hveijum íslendingi
kennd íslenzka í skólum dag eftir
dag og ár eftir ár? Víst er svo.
En eitthvað virðist vera bogið við
þá kennslu, og það meira en lítið.
Hver trúir því, að ekki sé hægt
að kenna hvaða íslendingi sem
er, að segja: Þeir litu hvor á ann-
an en ekki: Þeir litu á hvorn ann-
an, og sýna fram á að þar er hið
fyrra rökvíst mál og rétt? Hvernig
stendur á því, að betur gengur
að kenna ýmsar enskar málreglur
en íslenzkar, og það svo miklu
betur, að þeim er einnig beitt á
íslenzkt mál? Margoft hefur verið
bent á ýmislegt af því tagi. Hvern
þremilinn er verið að kenna, þeg-
ar slegið er slöku við meðferð al-
gengustu orða málsins?
í þessum efnum eiga íslenzku-
kennarar þá kröfu á hendur þeim
sem kenna erlend mál, að þeir
leggist á eitt með þeim og skýri
fyrir nemendum sínum þann gerð-
armun á íslenzkri tungu og er-
lendum málum, sem ruglar þá svo
í ríminu, að sjálft móðurmálið
hripar úr böndunum.
Það er alkunna, að íslenzk
kennarastétt hefur enn á að skipa
mörgu afbragðsfólki, sem gegnir
þessari meginskyldu í starfi sínu
með prýði. Hitt virðist þó aug-
ljóst, að víða sé móðurmáls-
kennslu ábótavant í meira lagi.
Þess vegna ber brýna nauðsyn
til, að gengið sé úr skugga um
það, hvert ástandið í þessum efn-
um er í raun og veru, svo að úr
megi bæta eftir þörfum svo sem
kostur er. Og það þolir enga bið.
Því skaí lagt til, að sem fyrst
fari fram á vegum menntamála-
ráðuneytis gagnger könnun, sem
leiði hið rétta í ljós eftir föngum,
og síðan verði gerðar þær ráðstaf-
anir sem við eiga.
Ólafur Björnsson
ijölbreytt „afrekaskrá", sem of
langt er að rekja.
Svo langt, sem heimildir ná,
hafa viðurnefni tíðkast. Ekki veit
ég hvers son Egill rauði var, held-
ur ekki Stjáni blái og svo mætti
lengi telja, en vel má vera að ekki
sé við hæfi að nota svona viður-
nefni í ijölmiðlum nútímans og
menn eru mis viðkvæmir fyrir
slíku.
Að lokum: Hafi ofannefnd um-
mæli mín orðið til þess að draga
úr „áliti“ því, sem Pétur kynni að
njóta, þá tel ég þessum 60 þúsund
krónum vel varið, nógu margir sitja
eftir með sárt ennið eftir viðskiptin
við hann og þau fyrirtæki, sem
hann hefir rekið.
fc Daily Light
fc
t
Nýtt frá Ivoco. Iveco Daity Ught.
5
5
Sjö rúmmetra bíll meö stórum hleösluhurdum.
Alvöru sendlbíll meö lokuöu vörurýml, dlselvél og
vökvastýrl. Byggöur á níösterka árind. þettaer
bílllnn sem vantað hefur á markaolnn. Bíll sem er
ódýr í rekstri meö mikið rými og viö getum meira
aö segja sett laufléttar vörulyftur á Iveco Dally
Ught. Ekkl spllllr veröiö.
1.330.000 - Án VSK
1ÍSTRAKTOB ” 1
Smiðsbúd2 Garðabœ
Sími 91 656580
Höfundur er fyrrverandi formað-
ur Samlags skreiðarframleið-
enda.
Sími 81 37 60 og 7 99 88 frá kl. 13-19
Kennsla hefst 7. sept. • Framhaldsflokkar - Byrjendaflokkar • Fyrir stráka og
stelpur frá 6 ára aldri • Kennarar í vetur: Karl Barbiee, Bára Magnúsdóttir,
Anna Norödahl, Irma Gunnarsdóttir, Ágústa Kolbeinsdóttir,
Margrét Arnþórsdóttir o.fl.
Skírteinaafhending: laugardaginn 5. september í Hraunbergi kl. 10-14 og
Suðurveri kl. 16-20. Mætiö meö stundaskrár.