Morgunblaðið - 03.09.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.09.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNH.IAÐIÐ FlMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1992 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Vinnan flytzt úr landi Utgerðarfélag Akureyringa hefur ákveðið að efna til umfangsmikilla breytinga og endurbóta á einum af togur- um fyrirtækisins. Heildar- kostnaður við þetta verk nem- ur nokkuð á annað hundrað milljóna króna. Allt bendir til að verkið verði unnið í pólskri skipasmíðastöð, sem býður nær 30 milljónum króna lægra verð í breytingarnar en Slipp- stöðin á Akureyri. í Morgunblaðinu í gær var skýrt frá heimsókn forráða- manns belgískrar prentsmiðju til íslands en fyrirtæki hans sá um prentun á dansk-ís- lenzkri orðabók. Hann gaf þær skýringar á lægra fram- leiðsluverði bókarinnar í Belg- íu að prentsmiðja hans fengi pappír á lægra verði en ís- lenzkar prentsmiðjur vegna mikilla pappírskaupa og ná- lægðar við framleiðendur. Ennfremur hefði fyrirtækið fengið hagstætt verð á öðrum vörum sem notaðar eru við framleiðsluna og einnig væru laun prentara í Belgíu lægri en hér enda væri mikið at- vinnuleysi í stéttinni þar. Hann taldi að í framtíðinni mundu íslenzkar prentsmiðjur vinna smærri verk en stærri verk yrðu unnin erlendis. í báðum tilvikum er um það að ræða, að vinna flytzt úr landi vegna þess, að íslenzk fyrirtæki geta ekki boðið sam- bærileg kjör og hin erlendu. Nú er að vísu ólíku saman að jafna. Skipasmíðaiðnaður hef- ur alltaf átt erfitt uppdráttar hér en það var eitt helzta hugsjónamál Jóhanns Haf- stein, iðnaðarráðherra Sjálf- stæðisflokks á hinum fyrri viðreisnarárum, að koma hér á fót skipasmíðaiðnaði og vann hann ötullega að því. Skipasmíðaiðnaður í öðrum löndum hefur lengi verið rek- inn með margvíslegum opin- berum styrkjum. Prentverk hefur hins vegar náð sér vel á strik hér á Islandi. Við eig- um mjög fullkomnar prent- smiðjur sem að öllum tækja- búnaði standa jafnfætis prent- smiðjum í öðrum löndum og hið sama má segja um gæði framleiðslu þeirra. Hins vegar má vera, að þær standi höllum fæti, þegar um er að ræða að ná hagstæðustu tilboðum í hráefni á borð við pappír vegna þess að innkaup eru ekki gerð í jafn stórum stíl og erlendis. Auðvitað vilja neytendur hér fá hagstæðasta verð. Auð- vitað vill Útgerðarfélag Akur- eyringa fá sem hagstæðast. tilboð í breytingar á fyrr- nefndu skipi. Auðvitað vilja bókaútgefendur á íslandi fá bækur prentaðar og bundnar inn eins ódýrt og hægt er. En hvar stöðvast þessi þróun? Skipaviðgerðir fara úr landi. Meiri háttar prentverk kann að vera á leið úr landi. Ef hugmyndir okkar eru þær að við hljótum að lifa á fiskveið- um og fiskvinnslu tekur ekki betra við, ef fiskverkun er að færast út á sjó og landverka- fólkið missir vinnuna. Þessi þróun er meira en íhugunarverð. Hún er að verða alvarlegt vandamál. Þetta er að gerast á sama tíma og» atvinnuleysi eykst og við stefnum að aðild að evrópska efnahagssvæðinu, sem mun auka mjög viðskiptaflæði milli landa. Það er grundvallarskil- yrði að íslenzk fyrirtæki búi við sömu rekstraraðstæður og fyrirtæki sem þau eiga í sam- keppni við. Þetta á við um skattamál. Þetta á við um aðgang að fjárfestingarlánum og rekstrarlánum. Þetta á við um vaxtastig. Þetta á við um Iaunakostnað. Þetta á við um afskriftareglur og margt fleira. Það er engin von til þess að við stöndumst sam- keppnina, ef þessi rekstrar- skilyrði eru ekki hin sömu og hjá nálægum þjóðum. Okkar styrkleiki er vel menntað og upplýst fólk og fyrirtæki, sem hafa fylgzt vel með tímanum í tæknivæðingu og annarri uppbyggingu. Stjórnunar'þekking hefur auk- izt mjög í íslenzkum fyrirtækj- um og íslenzkir stjórnendur hafa aflað sér jafn góðrar menntunar margir hveijir og erlendir stjórnendur. Við höf- um margt með okkur í þess- ari baráttu en það dugar ekki að fljóta sofandi að feigðar- ósi. Vinnan er að flytjast úr landi og eftir situr atvinnu- laust fólk. Þá þróun verður að stöðva og henni verður að snúa við. Fischer er snúinn aftur Sveti Stefan. Frá Margeiri Péturssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Fischerásamt 19 ára gamalli unnustu sinni, ungversku skákkonunni Zitu, en hún er sögð eiga mikinn þátt i endur- komu hans að keppnisborðinu. Reuter Fischer leikur fyrsta leiknum. HEILSTEYPT og sannfærandi, eru réttu lýsingarorðin um tafl- mennsku Bobbys Fischers í fyrstu skákinni í endurkomu-einvígi ald- arinnar í Sveti Stefan í Svart- fjallalandi. Fischer sýndi ótrúlega góð tilþrif af manni sem ekki hefur teflt við stórmeistara í 20 ár. Hver styrkleiki hans er nú verður ekki fyllilega metið af þessari fyrstu skák, því Spasskí fann ekki viðunandi svar við nýst- árlegri meðhöndlun Fischers á hinu margþvælda Breyer-afbrigði spánska leiksins. Spasskí lenti í þröngri stöðu og varð að grípa til þess að fórna manni fyrir tvö peð. Við það varð staðan nokkuð flókin og mögulegt að Fisc- her léti villa sér sýn, eftir svo langa fjarveru frá taflmennsku. Raunin varð þó önnur, sú ákvörðun hans að gefa manninn til baka reyndist fyllilega rétt og Spasskí mátti gef- ast upp. Hinir fjölmörgu aðdáendur Bob- bys Fischers hljóta að vera himinlif- andi, en það verður að segjast að við meira viðnámi hafi mátt búast af Spasskí. Samt má draga þá álykt- un af þessari skák að Fischer sé alveg örugglega í hópi 2.600 stiga stórmeistara, en næstu skákir leiða væntanlega í ljós hvort styrkleiki hans sé sambærilegur við þá Ka- sparov, Karpov, Timman, Short og ívantsjúk. Hvítt: Bobby Fischer Svart: Boris Spasski Spánski leikurinn 1. e4 - e5, 2. Rf3 - Rc6, 3. Bb5 - a6, 4. Ba4 - Rf6, 5. 0-0 - Be7, 6. Hel - b5, 7. Bb3 - d6, 8. c3 - 0-0, 9. h3 - Rb8, Hið trausta Breyer-afbrigði. Uppáhaldsvopn Spasskís með svörtu, en gefur til kynna að hann vilji fara að öllu með gát í þessari furstu skák. 10. d4 - Rbd7, 11. Rbd2 - B67, 12. Bc2 - He8, 13. Rfl í 10. einvígisskákinni 1972 lék Fischer hér 13. b4 og vann í 56 leikj- um. Hann hafði gefið sér góðan tíma á byijunina, en nú var komið að Spasskí að hugsa. 13. - Bf8, 14. Rg3 - g6, 15. Bg5 Oft lokar hvítur stöðunni strax með 15. a4 — c5, 16. d5 — c4 og hefur mikill fjöldi skáka teflst þann- ig. Fischer beitir hins vegar óvenju- legri leikjaröð og tekst að rugla Spasskí í ríminu. 15. - h6, 16. Bd2 - Bg7, 17. a4 - c5, 18. d5 - c4, 19. b4!? Þetta er hin raunverulega nýjung Fischers. Hann gefur kost á opnun stöðunnar með 19. — cxb3 í framhjá- hlaupi og Spasskí hefði átt að grípa tækifærið. Eftir að hann lætur það hjá líða lendir hann í þröngu tafli, kemur t.d. ekki riddara til c5, sem skiptir miklu máli. 19. - Rh7?, 20. Be3 - h5, 21. Dd2 - Hf8, 22. Ha3 - Rdf6, 23. Heal - Dd7, 24. HÍa2 - Hfc8, 25. Dcl - Bf8, Ég var ekki eini stórmeistarinn hér í Sveti Stefan sem var gáttaður á óvirkri taflmennsku Spasskís. Aætlun Fischers er rökrétt og ein- föld, en það er einmitt aðalsmerki hans. Hann ætlar að hlaða á drottn- ingarvænginn og eitthvað hlýtur undan að láta. 25. Dal - De8, 27. Rfl - Be7, 28. Rld2 - Kg7, 29. Rbl Nú hótar Fischer einfaldlega að leika 30. axb5 — axb5, 31. Hxa8 — Hxa8, 32. Hxa8 — Dxa8, 33. Dxa8 — Bxa8, 34. Ra3 og vinna peð. Spasskí grípur til örvæntingarfullra aðgerða gegn þessu: 29. - Rxe4, 30. Bxe4 - f5, 31. Bc2 — Bxd5, 32. axb5 — axb5, 33. Ha7! - Kf6!? Spasskí vonast til að ná uppskipt- um á öllum þungu mönnunum og jafnteflismöguleikum í endatafli. Þá stæði kóngurinn vel úti á miðju borð- inu. 34. Rbd2 - Hxa7, 35. Hxa7 - Ha8, 36. g4! Fischer vill ekki bíða eftir því að Spasskí skipti upp í endatafl, en vill bijóta upp stöðuna til að komast í návígi við svarta kónginn. 36. — hxg4, 27. hxg4 — Hxa7, 38. Dxa7 — f4 39. Bxf4! Hér er leikið af dirfsku og krafti. Það var í sjálfu sér ekkert rangt við 39. Bb6 og vinningsmöguleikar hvíts eru mjög góðir. 39. - exf4, 40. Rh5! - Bf7, Lakara var 40. — Rf8, 41. Rxg6! — Rxg6, 42. Dd4+ og Bd5 fellur. 41. Dd4+ - Ke6, 42. Rf5! - Bf8, 43. Dxf4 Lothar Schmidt, skákstjóri, skaut því að mér að 43. Rxc4 væri sterk- ara, en það virðist tæplega rétt. 43. - Kd7, 44. Rd4 - Del, 45. Kg2 — Bd5+, 46. Be4 — Bxe4+, 47. Rxe4 - Be7, 48. Rxb5 - Rf8, 49. Rbxd6 — Re6, 50. De5 og Spasskí gafst upp. Nýjung Fischers skoðuð í þaula MARGIRskákunnendurlögðuleið sína í húsakynni Skáksambands íslands í Faxafeni í gær, þar sem ýmsir valinkunnir skákmeistarar skýrðu fyrstu einvígisskák Bobby Fischers og Borís Spasskís í Sveti Stefan í Júgóslavíu. Menn voru á einu máli umað Fischer, sem stýrði hvítu mönnunum, hefði enn á ný komið á óvart. Upp kom spænskur leikur og Fischer lék nýjum leik í fimmtánda leik. Sumir töldu að mikil ígrundun lægi að baki þess- um leik en aðrir voru á því að Fischer vildi breyta út af í þess- ari stöðu, sem einnig kom upp í tíundu einvígisskák þeirra í Reykjavíkl972. Þegar blaðamaður kom í Faxafen var Guðmundur G. Þórarinsson, forseti Skáksambands íslands, að skýra skákina, ásamt Hannesi Hlíf- ari Stefánssyni og Þresti Þórhalls- syni. Fjölmargir skákunnendur höfðu sitt til málanna að leggja og fjörlegar umræður sköpuðust um þennan einstæða skákviðburð. Guðmundur sagði að sér skildist að byijunin hefði verið hefðbundin. „Þessi leikur, biskup d2, hefur ekki sést áður, en það er spurning hvort það er nýjung eða ónákvæmni. Það er athyglisvert að byijunin er sú sama og í tíundu einvígisskákinni hér á Islandi, en þá skák vann Fjöldi skákunnenda fylgdist með skýringu á skák Fischers og Spasskis í húsakynnum Skáksambands íslands. Fischer í 56 leikjum. Nú breytir hann út af. Er hann með eitthvað uppi í erminni? Sú spurning sem brennur á vörum allra er hvort Fischer sé ennþá vel að sér í fræð- unum,“ sagði Guðmundur. Þröstur Þórhallsson lýsti yfir ánægju sinni með að Fischer skyldi halda tryggð við kóngspeðin. „Ann- ars er lítið hægt að segja um þetta enn sem komið er, annað en að Fischer virðist hafa leikið nýjum leik í fimmtánda leik. Það er spum- ing hvort hann sé að reyna að kalla fram einhveija veikingu í kóngs- stöðu Spasskís. Þetta gæti verið djúp hugsun hjá honum. Það fer sögum af því að Fischer hafi teflt leynileg hraðskákeinvígi við hina og þessa kalla sem hafa verið fengnir til Bandaríkjanna. Tölurnar sem maður heyrir eru kannski 12*/2—*/2 Fischer í vil, en allar eru sögurnar óstaðfestar,“ sagði Þröst- ur. Hannes Hlífar minntist einnig á nýjungina sem Fischer bauð upp á í fimmtánda leik. Hann sagði greini- legt að ákveðin hugmynd lægi að baki þessum leik, en of snemmt væri að segja hver hún væri. „Það er mjög gaman að Fischer er farinn að tefla aftur og ef hann vinnur Spasskí verður allt vitlaust í skák- heiminum. Ég fæddist þegar fjórða skák þeirra stóð yfir í Laugardals- höllinni, svo ég fylgdist eðlilega ekki mjög grannt með einvíginu þá,“ sagði Hannés Hlífar. r MÖRGÚNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SÉPÍÉMBER 1992 n 25 Fyrir framan fyrrum heimili Jóns Leifs í Rehbriicke, f.v. núver- andi íbúar hússins, Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra, Ling, bæjarstjóri í Rehbriicke, og Hjálmar W. Hannesson sendiherra. Ölafur G. Einarsson gefur torginu nafn. Reuter Menntamálaráðherra gaf í gær torgi í Rehbriicke nafn Jóns Leifs Hlúð verði að menningarlegum tengslum Islands og Þýskalands Berlín. Frá Sigþóri Einarssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. ÓLAFUR G. Éinarsson menntamálaráðherra gaf í gær torgi í bænum Rehbriicke við Potsdam í útjaðri Berlín nafn Jóns Leifs tónskálds en skáldið bjó þar í 18 ár, frá l926-1944. Athöfnin fór fram að viðstödd- um nokkrum hópi fólks. Ólafur sagði við athöfnina að mikill áhugi hefði nú kviknað á því í Þýskalandi að tónlist Jóns verði kynnt þar, og þar með verði hlúð að þeim menningarlegu tengslum landanna sem tónskáldið og verk hans hafa skapað. „Áhugi á verkum Jóns Leifs hefur einnig aukist mjög á íslandi," sagði ráðherra ennfremur í ávarpi sínu. „í því sambandi má minna á að fyrir- hugaðar eru útgáfur á verkum hans og ennfremur er unnið að undirbún- ingi kvikmyndar um ævi tónskálds- ins, en hluti hennar verður tekinn upp í Rehbrúcke." Athöfnin í gærmorgun hófst í skrifstofu bæjarstjóra í Rehbrúcke, þar sem ráðherra var afhent eintak af samþykkt bæjarstjórnarinnar um nafngiftina. Liselotte-Herrmann- Strasse, gatan sem Jón bjó í í Reh- brúcke ásamt fjölskyldu sinni, er þar skammt frá og liggur að torgi Jóns Leifs. Torgið er hringlaga grasflöt í rólegu íbúðarhverfi og er hægt að aka umhverfis það. Nafnskilti hefur verið komið fyrir á því miðju með upplýsingum um tónskáldið. íbúar nágrennisins fjölmenntu er torginu var gefið nafn og kór ungra barna söng ráðherranum og öðrum gestum til heiðurs. Einnig fylgdust nokkrir íslendingar sem búsettir eru í Berlín með athöfninni. Að því loknu buðu íbúar hússins í Liselotte-Herrmann- Strasse 9 viðstöddum að skoða hús- ið en íslensk stjórnvöld hafa leitað eftir að það verði varðveitt í minn- ingu Jóns Leifs, jafnvel með það að markmiði að kom upp aðsetri fyrir íslensk og þýsk tónskáld. Engin nið- urstaða hefur enn fengist í málið enn sem komið er, en í ræðu Hjálm- ars W. Hannessonar kom fram að stjórnvöld í Rehbrúcke og Branden- burg hefðu tekið vel í málaleitan sendiráðsins og Andreas Howaldts, ræðismanns íslands í Berlín, en hann hefur unnið ötullega að framgangi málsins. í þeim viðræðum kom upp sú hugmynd að nefna torgið eftir tónskáldinu. í húsinu er enn að finna hluta af húsgögnum Jóns og konu hans sem var gyðingur en það var ástæðan fyrir því að þau hröktust frá Þýskalandi 1944. Mismunandi framsetning Ríkisendurskoðunar á halla ríkissjóðs Hallinn 12,1 milljarður miðað við sömu forsendur og í fyrra Ríkisendurskoðun taldi ekki nýjar fjárskuldbindingar ríkisins á þessu ári með, þegar hún áætl- aði að halli á rekstri ríkissjóðs yrði 9-9,5 miHjarðar. Þessar skuldbindingar nema rúmum 2,6 milljörðum króna. Á síðasta ári reiknaði stofnunin fjárskuldbind- ingar með þegar hún áætlaði halla ríkissjóðs og ef miðað er við sömu forsendur og á síðasta ári spáir Ríkisendurskoðun allt að 12,1 milljarðs ríkissjóðshalla á þessu ári. Ríkisendurskoðun birti skýrslu um framkvæmd fjárlaga fyrstu sex mán- uði þessa árs á mánudag og kom þar fram að stofnunin teldi að rekstr- arhalli ríkisins stefndi að öllu óbreyttu í 9-9,5 milljarða króna. Á fundi með fréttamönnum í gær benti Ólafur Ragnar Grímsson alþingis- maður á að þessi niðurstaða væri fengin með því að beita annarri reikningsaðferð en Ríkisendurskoð- un hefði gert fyrir ári þegar hún lagði mat á afkomuhorfur ríkissjóðs, fyrst í aprílmánuði og síðan í nóv- embermánuði á síðasta ári. I báðum skýrslum Ríkisendur- skoðunar um afkomuhorfur ríkis- sjóðs í fyrra er talið að rekstrarhall- inn verði 12,2 milljarðar króna og jafnframt var tekið fram að inni í þeirri tölu væru taldar með fjárskuld- bindingar vegna búvörusamnings að fjárhæð 2 milljarðar króna. Fjár- málaráðuneytið gagnrýndi þessa reikningsaðferð á þeim forsendum að þótt stofnað væri til þessara skuldbindinga á árinu kæmu útgjöld- in ekki fram fyrr en síðar, en Ríkis- endurskoðun stóð við útreikninga sína. í skýrslu Ríkisendurskoðunar, sem birt var á mánudag, kemur fram að ríkissjóður hafi á þessu ári yfirtekið lán hjá Framkvæmdasjóði íslands að fjárhæð 1,7 milljarður króna og lántaka vegna uppkaupa á fullvirðis- rétti í sauðfjárrækt nemi 942 milljón- um. Samtals eru þetta 2,64 milljarð- ar. Bent er á að hvorki hafi verið gerð grein fyrir þessu í fjáraukalög- um fyrir árið 1992 eða fjárlögum 1992. Þessi tala var hins vegar ekki tekin með þegar Ríkisendurskoðun mat afkomu ríkissjóðs á þessu ári. Sigurður Þórðarson ríkisendur- skoðandi sagði við Morgunblaðið, að „Ég skil ekki hvers vegna menn telji sér það til tekna að þeir hendi öllum prentplötum. Hérna nýtum við prentplötur til endurprentunar. Hann segist nota 30 þúsund plötur á ári. Við notum svipað magn. Við erum með lítil upplög og skiptum oft um plötur og erum fyrir bragðið með hlutfallslega fleiri plötur í notkun en ýmsir aðrir erlendis. Hann gefur það til kynna að við eigum eftir að gangá í gegnum endurskipulagningu og getum þess vegna ekki boðið upp á sambærileg kjör og þetta fyrirtæki. Þessi maður veit ekkert um okkar starfsemi, hann hefur aldrei komið hingað inn og hefur ekki hugmynd ástæða þessa væri að mikill ágrein- ingur hefði verið um framsetningu Ríkisendurskoðunar á síðasta ári og því hefði verið ákveðið að bera nú saman sömu tölur og fjármálaráðu- neytið notaði. „Hins vegar gerum við fullkomlega grein fyrir þessum skuldbindingum í skýrslunni og að þær séu ekki taldar með í endan- legri hallatölu. Ég viðurkenni þó að við hefðum ef til vill átt að geta um hvert ástandið er. Við erum með stöðugan verðsamanburð og e'rum að því alla daga að gera tilboð og berum okkur saman við erlend fyrir- tæki, bæði vestanhafs og í Evrópu. Við þekkjum því stöðuna vel í Evr- ópu. Að sjálfsögðu fer hluti af prent- vinnunni fram í Evrópu, það er að- eins gangur og eðli samkeppninnar. Það er hins vegar ekki hægt að al- hæfa að stór verkefni fari utan og þau minni verði hér eftir. Þetta fer eftir eðli verkefnanna. Við erum t.d. að prenta samnorrænt verkefni í 20 þúsund eintökum og fjórum litum. Leitað var tilboða á öllum Norður- löndum áður en gengið var til samn- þess sérstaklega í skýrslunni," sagði Sigurður. „Kjarni málsins er að menn hafi sömu tölur fengnar með sama hætti ár eftir ár. Og samkvæmt því verður Davíð Oddsson forsætisráðherra að hafa kjark til að horfast í augu við að halli á ríkissjóði stefnir í 12,1 milljarða á þessu fyrsta heila fjár- lagaári ríkisstjórnar hans,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson. inga við okkar. Þessi áróður er skelfi- legur að sitja undir og ekki hægt að láta honum ósvarað,“ sagði Þor- geir. Hann sagði að það væri rangt að prentun bókarinnar hefði kostað 350—400 kr. eintakið. „Ég bið Leó Löve að leggja fram innflutnings- pappíra en ekki tilbúna reikninga frá markaðsstjóranum. Ég fullyrði full- um fetum að við erum með samskon- ar eða hagstæðara tilboð ef miðað er við sömu stærð af bók. Ég vil benda á að við stöndum í stórfelldum útflutningi á prentverki á sama tíma og aðrir prentsmiðjurek- endur telja sér hag af því að flytja vinnu úr landi. Er það ekki líka umhugsunarefni fyrir almenning í landinu hvert útsöluverð bókarinnar er, þar sem vitað er að ekki færri en sex erlendir sjóðir styrktu útgáf- una og íslenska ríkið rausnarlega að auki. Mér finnst það ekki koma fram í útsöluverði bókarinnar, sem er 9.980 kr.“ Deilur prentsmiðjunnar Odda og ísafoldar Oddi vill sjá innflutnings- pappíra vegna bókarinnar „ÉG ER aldeilis forviða á þessu nýjasta upphlaupi í málinu þegar dreginn er til landsins markaðsstjóri belgísku prentsmiðjunnar. Ég fullyrði að við erum með hagstæðara tilboð. Þetta er tilbúin tala sem menn geta ekki slengt svona fram án þess að sýna innflutningspapp- íra,“ sagði Þorgeir Baldursson, forstjóri prentsmiðjunnar Odda hf., vegna ummæla George Drapier, markaðsstjóra prentsmiðjunnar OPDA, sem prentaði dönsk-íslensku orðabókina fyrir ísafold hf. í Morgunblaðinu í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.