Morgunblaðið - 03.09.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.09.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR ’ 3. SEPTEMBER 1992 Húsnæðismál á villigötum Sj álfseignar stefnan í hættu. — Stór hópur ungs fólks er utanveltu á íbúðamarkaðnum eftir Örn Kjærnested Undanfarin misseri hefur mikið misvægi skapast á íbúðamarkaðn- um sem leitt hefur til verulegs sam- dráttar og erfiðleika í byggingar- iðnaði. Frá árinu 1989 hafa íbúða- byggingar dregist saman um 17-20% og því er spáð að þær muni enn dragast saman um 10% á næsta ári. Gangi það eftir, stönd- um við frammi fyrir mesta sam- drætti í íbúðarbyggingum frá lokum seinni heimsstyijaldar. Þrátt fyrir mikinn samdrátt í íbúðabyggingum, hefur nýbygging- um stöðugt fjölgað í félagsíbúða- kerfinu á síðustu árum. Nú lætur það nærri að tæplega önnur hver íbúð sem byggð er hér á landi sé í því kerfí. Samdráttur í íbúðabygg- ingum á hinum almenna markaði er þeim mun meiri sem þessu nem- ur og með sama áframhaldi getum við átt von á því að þær leggist af hér á landi, rétt eins og gerst hefur hjá frændum okkar Dönum. Vera má að almenningur í landinu vilji eingöngu félagslegar íbúðir í fram- tíðinni, en sé það svo, er ágætt að fá það á hreint. Þá stefnu er reynd- ar verið að framkvæma á fullu, án þess að almenningi eða stjórnmála- mönnum sé það fyllilega ljóst. Eftirspurn og sala á nýjum íbúðum í fjölmiðlum hefur mikið verið fjallað um þann íjölda íbúða sem verktakar eiga óseldar á ýmsum byggingarstigum. Víst er að fjöldi þeirra er mikill og vissulega hefur gætt sölutregðu þegar á heildina er litið. Skiptar skoðanir eru um það hveijar séu meginástæður dræmrar sölu undanfarin 2-3 ár. Því hefur verið haldið fram, að framboð á nýjum íbúðum sé langt umfram eftirspurn og að bygging- arkostnaður sé of hár, a.m.k. miðað við verð á notuðum íbúðum. Þetta er e.t.v. rétt svo langt sem það nær, en þetta er þó aðeins hálfur sannleikurinn. Flestum byggingaraðilum ber saman um að eftirspurn sé fyrir hendi eftir nýjum íbúðum, einkum hjá yngra fólki sem er í sínum fyrstu íbúðarhugleiðingum. Áhugi þessa unga fólks og eftirvænting þegar það skoðar íbúðirnar er mikil. Því miður hafa væntingar þess oftar en ekki snúist upp í vonbrigði þeg- ar það hefur fengið í hendur greiðslumat sitt í húsbréfakerfínu sem heimilar því kaup á 3-4ja millj- óna króna íbúð þar em eigið fé þess er aðeins 1-1V milljón króna. Því miður eru litlar líkur á að fá þokkalega íbúð fyrir þetta verð og því virðast möguleikar ungs fólks til að eignast íbúð á almennum markaði harla litlir. Flestir bygg- ingaraðilar þekkja fjölmörg slíkra dæma og sjálfur hef ég horft, á mörg kauptilboð frá ungu fólki renna út í sandinn af þessum sök- um. Unga fólkið lendir milli kerfa Ég fullyrði að í þau 20 ár sem ég hef starfað á þessu sviði hafí sjaldan eða aldrei verið jafn erfítt fyrir ungt fólk að eignast íbúð og nú. En hvaða möguleika á þá þetta unga fólk? Ef það er svo „heppið“ að vera með lágar tekjur á það kost á því að sækja um íbúð í féiags- lega kerfínu. Að öðrum kosti virðist eini möguleikinn sá að leigja íbúð þar til spamaðar þess hefur aukist nægjanlega til að það fái lán í hús- bréfakerfinu sem dugar til íbúða- kaupa á almennum markaði. Sú bið reynist hins vegar mörgum löng og erfíð þar sem stór hluti af möguleg- um viðbótarspamaði fer til að standa undir húsaleigunni. Ekki er allt gull sem glóir Þrátt fyrir að lánskjör og þ.a.l. greiðslubyrði í félagslega íbúða- lánakerfinu sé langtum hagstæðari en í húsbréfakerfinu er full ástæða til að gera mönnum Ijósa grein fyr- ir mismuninum á þessum tveimur kerfum og hvaða áhrif hann getur haft á fjármál fólks og valkosti að nokkrum árum liðnum. Til að skýra þetta betur skulum við taka tvö dæmi. Jón og Páll em báðir 23 ára raf- virkjar og vinna á sama vinnustað. Páll hefur haft lítið eitt hærri tekj- ur en Jón síðustu þijú árin. Kona Páls hefur unnið úti síðustu þijú árin en ekki kona Jóns þar sem hún hefur verið í námi og í barneigna- fríi. Þeir sóttu báðir um greiðslu- mat í húsbréfakerfinu fyrir um tveimur ámm og féllu þá frá fyrir- huguðum kaupum eftir að hafa fengið mat þess efnis, að þeir mættu kaupa íbúð að verðmæti 3,8 milljónir króna. í framhaldi af því sóttu þeir báð- ir um félagslega íbúð. Páll og hans % Þróun eignarmyndunar \ félagslegri eignaríbúð og í húsbréfakerfinu íbúðarverð = 7,5 mkr. Tekjur hjóna 200 þkr/mán. kona fengu synjun þar sem tekjur þeirra reyndust fyrir ofan tekju- mörk. Jón og hans kona vom „heppnari" þar sem þau voru með lægri tekjur þijú árin þar á undan. Þau fengu úthlutað félagslega eign- aríbúð í fyrra. Verð íbúðarinnar var Vh milljónir króna (staðgreiðslu- verð) og greiddi Jón út 10% af verð- inu, þ.e. kr. 750.000 krónur en mismuninn, kr. 6.750.000 fékk hann lánaðan til 43ja ára með 1% vöxtum. Páll og kona hans voru líka hepp- in og hafa í eitt ár búið í lítilli kjall-i araíbúð án þess að þurfa að greiða húsaleigu þar sem íbúðin er í eigu foreldra Páls. Síðastliðið ár hafa þau notað hvert tækifæri sem hefur gefíst til að ná sér í aukapening. Páll fór aftur í greiðslumat í hús- bréfakerfínu fýrir mánuði og fékk tilkynningu þess efnis að hann mætti kaupa íbúð að verðmæti 8,3 m.kr. í síðustu viku keyptu þau síð- an sams konar íbúð og félagar þeirra gerðu í fyrra. Kaupverðið var 8,3 milljónir króna og greiða þau 3 milljónir út á árinu en 5.4 milljónir króna eru í húsbréfum. Miðað við afföll af húsbréfum í dag er stað- greiðsluverð íbúðarinnar um l'h milljón króna, þ.e. hið sama og dæmi Jóns hér að framan. Við skulum nú líta á framvindu mála hjá þessu unga fólki. Bæði hjónin eru með um 200.000 krónur í laun á mánuði. Greiðslubyrði Jóns er um 194 þ.kr. á ári en Páls um 422 þ.kr. Páll og kona hans fá greiddar vaxtabætur þannig að nettógreiðslubyrði þeirra er um 242 þ.kr. fyrsta árið en fer síðan hækk- andi. Jón og hans kona fá hins vegar engar vaxtabætur þar sem vaxta- kostnaður þeirra er það lítill. I upp- hafí eiga þau 10% í sinni íbúð, þ.e. 750 þ.kr. Síðan gerist það að eign- arhlutur þeirra minnkar eftir fyrsta árið í 8'/2% og eftir 6.árið er eignar- hlutur þeirra í íbúðinni um 9,6%. Þá gerist það, að vextir á láni þeirra hjóna hækka úr 1% í 4,9% þar eð tekjur þeirra eru yfir tekjumörkum í félagsíbúðakerfínu. Eftir þetta verður greiðslubyrði þeirra um 360 þ.kr. ár ári en á móti munu þau njóta vaxtabóta. Nettógreiðslubyrði á 7. árinu verður því um 205 þ.kr. en fer síðan hækkandi. Þau velta þessu lítið fyrir sér enda greiða þau ávallt nokkuð lægri upphæð en fé- lagar þeirra af húsbréfaláninu. En hér er ekki allt sem sýnist. Eftir 20 ár hafa þau hug á því að byggja sér raðhús ásamt félögum sínum. Þá kemur í Ijós að eign þeirra í íbúðinni að aðeins 4'h% eða um 340 þ.kr. þó að þau hafí greitt um 3,2 m.kr. í íbúðinni á núvirði í þessi 20 ár. Það hrekkur skamut þegar byggja á nýtt raðhús. Sarn- tals hafa þau greitt um 940 krónur fyrir hverjar 100 krónur sem þau eiga í íbúðinni að 20 árum liðnum! Hjá félögum þeirra horfír þetta öðruvísi við. Eign þeirra í íbúðinni er um 76% eftir 20. árið eða um 5.7 m.kr. en alls hafa þau greitt rúmar 6.7 m.kr. i íbúðinni á nú- virði. Þau hafa því greitt um 118 krónur fyrir hveijar 100 krónur sem þau eiga í íbúðinni eins og fram kemur í töflunni. Örn Kjærnested „Hér áður fyrr var það talinn einn af horn- steinum íslensks samfé- lags að sem flestir gætu eignast eigin íbúð. Til þess að það geti orðið á ný verðum við að að- stoða ungt fólk í upp- hafi þegar það gerir sín fyrstu íbúðakaup.“ unum í hveiju umdæmi, er talin þörf á 5-8.000 nýjum íbúðum til að mæta þessari eftirspurn! Ef umsóknir þessar eru skoðaðar nánar kemur í ljós að veruleg breyt- ing hefur átt sér stað í samsetningu þeirra á síðustu árum. Þannig hefur hlutfall ungs fólk, (fólks um tví- tugt, barnlaust eða með eitt barn) aukist verulega á sama tíma og hlutfall láglaunafjölskyldna (hjón á milli 30-40 ára með 2-5 börn) hefur dregist saman. Félagsíbúðakerfinu er fyrst og fremst ætlað að skapa félagslegt öryggi fyrir láglaunafólk sem hefur litla möguleika til eignar- myndunar. Það á ekki að nota til að leysa almennan húsnæðisvanda ungs fólks. Sú þróun sem á sér stað gengur þvert á þessa stefnu og verður öllum að tjóni þegar fram líða stundir. Verði ekkert gert til að mæta vandanum mun ástandið sem skap- ast hefur í byggingariðnaði enn versna þar sem fáir munu hafa efni á því að byggja eða kaupa íbúðir á almennum markaði i framtíðinni. Sparnaður þjóðarinnar mun minnka að sama skapi, fasteignaverð lækka og eignir íbúðaeigenda minnka. Þá mun kostnaður samfélagsins vegna gífurlegrar vaxtaniðurgreiðslu í fé- lagsíbúðakerfinu kalla á stórfelldar skattahækkanir í framtíðinni og þ.a.l. versnandi lífskjör. Er það þetta sem almenningur í landinu vill? Er það þetta sem unga fólkið er að sækjast eftir? Hvernig er hægt að leysa vandann? Til að leysa úr þessum vanda er nauðsynlegt að gera breytingar á húsbréfakerfinu sem miða að því að auðvelda fólki að eignast srna fyrstu íbúð. Verktakasamband ís- Ár Af- Vextir Vaxta- Ársgr. lán+útb. Heildareign Gr. pr. borgun bætur nettó á núvirði í íbúð 100 kr. eign kr. kr. kr. kr. kr.11 kr. 7, 1 kr. Félagsleg eingaribúð (dæmi Jóns): 1 0 67,500 0 67,500 814,000 637,500 8,5 128 7 61,000 299,000 155,000 205,000 1,741,000 669,000 8,9 260 20 114,000 246,000 102,000 258,000 3,186,000 4,5 937 Húsbréfakerfi (dæmi Páls); 1 98,000 324,000 180,000 242,000 3,272,000 2,197,000 29,3 149 7 140,000 283,000 139,000 284,000 4,506,000 2,925,000 39,0 154 20 298,000 125,000 0 423,000 6,760,000 5,720,000 76,3 118 1) Ávöxtunarkrafa í núvirðisreikningi er 6%. Þessi dæmi sýna svo ekki verður um villst, að félagsíbúðakerfið er ekki vænlegur kostur fyrir þorra ungs fólks sem hefur þokkalegar tekjur á starfsævinni og þá sem áhuga hafa að eignast íbúð á al- mennum markaði. Hæg eigna- myndun fyrstu áratugina í félags- íbúðakerfinu eða jafnvel mikil eign- arrýrnun eins og fram kemur í línu- ritinu, kemur sjálfsagt mörgum mjög á óvart. Afleiðing af núverandi stefnu í húnsæðismálum Sá gríðarlegi mismunur sem er á lánskjörum í húsbréfakerfínu og félagsíbúðakerfinu hefur leitt til þess að umsóknir hafa hrannast upp í félagsíbúðakerfinu. Á undanförn- um 3-4 árum hafa um og yfir 2.000 umsóknir borist árlega til húsnæðis- stofnunar ríkisins frá húsnæðis- nefnd sveitarfélaganna og öðrum aðilum er standa að byggingu fé- lagslegra íbúða um allt land. Sam- kvæmt áætlunum þessara aðila, sem byggðar eru á húsnæðiskönn- lands hefur lagt fram eftirfarandi tillögur um breytingar á húsnæðis- kerfinu sem ættu að tryggja að þetta markmið náist: 1) Lánshlutfall til þeirra sem eru að eignast sína fyrstu íbúð verði hækkað í 80% af kaupverði íbúðar. 2) Þeir sem eru að eignast sína fyrstu íbúð fái afföll af húsbréfum endurgreidd að fullu á fyrsta árinu, þ.e. samhliða útborgun vaxtabóta. Hér áður fyrr var það talinn einn af hornsteinum íslensks samfélags að sem flestir gætu eignast eigin íbúð. Til þess að það geti orðið á ný verðum við að aðstoða ungt fólk í upphafi þegar það gerir sín fyrstu íbúðakaup. Verði þessar breytingar gerðar á húsbréfakerfínu myndi þorri yngra fólks sem ætti 'h-l'h milljón króna eigið fé í upphafi, eiga þess kost að eignast íbúð á almennum markaði Höfundur er framkvæindastjóri Álftáróss hf. og formaður Verktakasambands íslands. Fjármagn til framtíðar hagstœð kjör, langur lánstími, sveigjanlegt lánshlutfall, margir gjaldmiðlar IÐNÞROUNARSJOÐUR Kalkofnsvegi 1 150Reykjavík sími: (91) 69 99 90 fax:62 99 92 IÐNÞROUNARSJOÐUR Kalkofnsvegi 1 150 Reykjavik sími: (91) 69 99 90 fax:62 99 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.