Morgunblaðið - 03.09.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.09.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1992 33 NEYTENDAMAL A Iblöndunarefni í mat — ný viðhorf Áhyggjur væru minni ef gætt væri hófs við matarborðið. Á SÍÐUSTU árum hefur mikill áróður verið rekinn fyrir neyslu á fitulitlum og sykur- snauðum mat til verndar starf- semi hjartans, betri heilsu og góðu útliti. Fólki er því meira umhugað um heilsu sína og næringarástand en áður var. I kjölfarið hafa komið fram auknar kröfur um aukið fram- boð á fitulitlum og kaloríu- snauðum mat. Fremur en að breyta matarvenjum sínum, þannig að fæðan innihaldi minna af náttúrulegum sykri eða fitu, hafa neytendum gert kröfur um aukið framboð af kaloríusnauðum mat en með sams konar bragði og maturinn sem það er vant að borða. En svo framleiðendur geti upp- fyllt kröfur neytenda um kaloríu- snauðan mat og viðhaldið um leið því æskilega bragði og eiginleik- um sem fita og sýkur gefur matn- um, verður að gera heilmiklar breytingar á samsetningu og framleiðslu matvælanna. Og til þess að það sé hægt verður að umbreyta fæðunni og nota íblönd- unarefni. Það hefur verið gert og er unnið að því að breyta og bæta mörg þessara íblöndunarefna. Neytendur virðast gleypa allar nýjungar á sviði nýrra aukefna gagnrýnislaust. En nú í ágúst lýstu samtök bandarískra mat- reiðslumeistara opinberlega yfir áhyggjum sínum vegna aukinnar notkunar gerviefna í matvæli. Þeir segjast í raun ekki hafa hug- mynd um hverju þeir séu að mat- reiða úr, hvers konar mat þeir séu að gefa fólki eða hvaða áhrif hann komi til með að hafa á neytend- ur. í kjölfarið vöktu bandarísku læknasamtökin athygli fólks á því, að með því að sniðganga alla fitu í mat geti komið fram aðrir sjúkdómar eins og heilablóðfall og jafnvel hjartasjúkdómar. Eðlilegt magn fitu er líkaman- um nauðsynlegt til vaxtar og við- halds frumna. Raunar veit enginn hver áhrif þessa næringarsnauða fæðis hefur á neytendur þegar til lengri tíma er litið. Neyslan á þessum íblöndunarefnum er geysilega mikil og fer vaxandi. Af þessum efnum eru gervisætu- efni stærsti flokkurinn, sala á þeim nemur tæpum 2.000 millj- örðum króna á ári og jókst um 88 milljarða króna 1991. Einnig er talið að mikil aukning verði á næstu árum á framleiðslu efna sem koma í stað náttúrlegrar fitu. Hin nýju efni eru unnin úr prótín- um eða gerviefnum í gervifítu sem er neytandanum lítt meltanteg. í ÞÚSUNDIR ára hafa konur þjáðst af ógleði á fyrstu þrem mánuðum meðgöngutímans. Læknar og vísindamenn hafa talið að ógleðin stafaði af horm- ónabreytingum vegna þungun- arinnar. Nú hefur ný skýring litið dagsins ljós, sett fram af Margie Profet líffræðingi og prófessor við Kaliforníuhá- skóla. Profit segir að ógleði hjá konum á fyrstu þrem mánuðum meðgöngu sé eðlileg viðbrögð líkamans til að Þessi gervifíta er þegar komin inn í fjölmargar matvælategundir vestan hafs, eins og frosna ábæt- isrétti, salatsósur, majonessósur og mjúka osta. Gervifítan reynist misjafnlega. í nokkrum tilfellum er þeirri spurningu enn ósvarað hvort hún sé neytendum skaðlaus. Þá er sérstaklega átt við þá gervi- fítu sem nota á til steikingar, þar sem um getur verið að ræða neyslu einstaklingsins á umtals- verðu magni. Sumar þessar gervi- fítutegundir hafa enn ekki fengið opinbert samþykki til víðtækrar vernda fóstrið gegn náttúrulegu eitri úr plöntum og bakteríum í fæðunni. Hún segir að fæðuteg- undir sem valdi vanfærum konum ógleði eða óbeit, eins og kaffi, te, krydd, beiskt eða sterk lyktandi grænmeti og kjöt sem ekki er leng- ur ferskt, sé hlaðið efnasambönd- um sem hafí hverfandi lítil áhrif á fullorðna en geti valdið fóstursk- aða eða jafnvel fósturláti. Helstu eitranir verða vegna beisks bragðs og sterkrar lyktar. Hún segir enn- fremur, að fímm mismunandi notkunar, og ekki hafa allir réttir úr gervifitu náð hylli almennings. Neytendum nægir ekki að fæð- an sé fitusnauð hún þarf einnig að bragðast vel og helst að vera ekki síðri að gæðum en venjulegur matur. Bragðefnaiðnaðurinn hef- ur því orðið að þróa nýja tækni til að útbúa ný bragðefni. Þessi nýju bragðefni er nú þegar að fínna í mjólkurvörum, kjötvörum, sjávarréttum, bökunarvörum og fjölmörgum öðrum nýjum vöru- tegundum sem ekki hafa þurft bragðefni áður. Bragðefni eru rannsóknir hafí leitt í ljós að konur sem þjást af uppköstum eða ógleði á fyrstu mánuðum meðgöngu, hafí sjaldnar fósturlát en þær konur sem fínna lítið fyrir ógleði á með- göngutímanum. Professor Profet rekur þessa þróun í kafla í nýrri bók um aðlög- un heilastarfsemi sem grundvöll mannlegrar hegðunar. Hún telur að þróunina megi rekja 1,5 milljón- ir ára aftur í tímann þegar for- mæður urðu að leggja sér til munns nánast hvað sem var. Þær nauðsynleg í þessi matvælin vegna þess að minni fita, sykur og salt dregur úr bragði matarins og það verður ekki bætt með þeim efnum sem koma eiga í stað hinna náttúrulegu efna. í matvælum sem eru fítusnauð þarf ekki að- eins að koma í veg fyrir tap á því bragði sem fylgir fítunni í matn- um heldur missa þau einnig ákveðna eðliseiginleika. Fitan flytur fituuppleysanleg bragðefni og vítamín og vegna þess að fitan skilur eftir bragð í munni og hef- ur þar viðloðun, hefur hún áhrif á hvernig við skynjum bragðið. Þessum áhrifum hefur hinn nýi fituiðnaður reynt að ná, en ekki tekist ennþá. Bragðskyn líkamans verður ekki auðveldlega blekkt. Nú er bragðefnaiðnaðurinn í hröðustum vexti aukaefna fyrir matvælaiðn- aðinn. Mönnum hefur jafnvel tek- ist að finna upp bragðefni í fítu- snauða hamborgara sem gefur þeim náttúrulegt fítubragð! Ef til vil væri öll þessi fyrirhöfn og mikli kostnaður óþarfur ef þeir sem vilja hafa línur og heilsu í lagi gættu hófs við matarborðið og létu sér nægja að borða hollt og í hófí. M. Þorv. hafí á fyrstu mánuðum meðgöngu lært að þróa næmni fyrir bragði og lykt og á þann hátt lært að þekkja og hafna þeirri fæðu sem innihélt eitur sem gat orðið fóstri þeirra hættulegt. í grein í tímaritinu Science nú í ágúst segir að þessi tilgáta um morgunógleði sé vanfærum konum mun geðfeldari en sú skýring sem sett var fram af sálkönnuðum í upphafi þessarar aldar, en þeir héldu því fram að morgunógleði vanfærra kvenna stafaði af hug- sýki, þær væru með því að lýsa óbeit sinni á eiginmanninum eða reyna að framkalla fósturlát - í gegn um munninn! M. Þorv. Morgunógleði góð fyrir barnið Greiðsluáskorun Gjaldheimta Suðurnesja skorar hér með á gjaldendur, sem ekki hafa staðið skil á opin- berum gjöldum, sem álögð voru 1990, 1991 og 1992 og féllu í gjalddaga fyrir 15. ágúst 1992 og eru til innheimtu hjá Gjaldheimtu Suðurnesja að greiða þau nú þegar og eigi , síðar en innan 15 daga frá birtingu greiðslu- áskorunar þessarar. Gjöldin eru nánar tiltekið þessi: Tekjuskatt- I ur, útsvar, eignarskattur, sérstakur eignar- skattur, útflutningsráðsgjald, slysatrygginga- gjald atvinnurekenda samkvæmt 36. gr. laga, nr. 67/1971, atvinnuleysistryggingagjald, kirkjugarðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, sérstakur skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði, iðnlánasjóðs- og iðnaðar- málagjald, aðstöðugjald, verðbætur á ógreiddan tekjuskatt og verðbætur á ógreitt útsvar. Jafnframt er skorað á gjaldendur að gera skil á vangreiddri staðgreiðslu opinberra gjalda fyrir tímabilið janúar til og með júlí 1992 (tb. 01-07 1992) sem fallin er í ein- daga fýrir 18. ágúst 1992. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna 1 ásamt dráttarvöxtum, álagi og kostnaði að liðnum 15 dögum frá birtingu greiðsluáskor- , unar þessarar. Njarðvík, 3. september 1992, Gjaldheimta Suðurnesja. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Orð lífsins, Grensásvegi 8 Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir! SÍtmhjólp I kvöld kl. 20.30 er almenn samkoma í Þríbúðum. Samhjálparvinir gefa vitnis- burði mánaðarins. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Samhjálp. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 682533 Helgarferðir Ferðafélagsins: 4. -6. sept. kl. 20 - Laka- gígar - Blágil Gist í svefnpokaplássi. Ekið inn á Lakagígasvæöið og farnar gönguferðir. Heillandi óbyggða- landslag - spennandi ferð. 5. -6. sept. kl. 8 - Þórsmörk Gist i Skagfjörðsskála/Langadal. Gönguferðir um Mörkina eru hvíld í amstri hversdagsins. Kynnið ykkur verð óg tilhögun. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu Fí, Mörkinni 6. Ferðafélag íslands. Bætum við byrjendanámskeiði 14 sept. vegna mikillar eftir- spurnar. Kenndar verðar teigjur. öndun, slökun og hugleiðsla. Jógastöðin Heimsljós, Skeifunni 19, 2 hæð. sími 679181 (kl. 17 - 19). Hjálpræðis- fg|P|herinn Kírkjustræti 2 í kvöld kl. 20.30: Almenn sam- koma. Kapteinarnir Elbjörg og Thor stjórna og tala. Flóamarkaðsbúðin er opin í Garðastræti 2 í dag kl. 13-18. UTIVIST Hallveigarstíg 1 • simi 614330 Helgarferðir 4.-6. sept. Básar á Goðalandi, njótið síð- ustu daga sumarsins í fögru umhverfi. Skipulagðar göngu- ferðir með fararstjóra. Gist í skála. I' Borgarfjörð, m.a. gengið á Baulu. Myndakvöld sem skv. ferðaáætl- un 1992 átti að vera í kvöld 3. sept. fellur niöur. Næsta mynda- kvöld verður 1. okt. Ath. frá og með 1. september verður skrifstofan opin frá ki. 12.00-17.00. Útivist. Góður bræðingnr frá Gömmunum ________Jass__________ Guðjón Guðmundsson Gammarnir birtust fyrst á sjónarsviðinu upp úr 1980 og hafa þeir starfað síðan með hléum. Strax í upphafí var ljóst að þeir ætluðu að marka sér nokkra sérstöðu meðal íslenskra hljómsveita með flutningi bræðingstón- listar, og þeirri köllun hafa þeir verið trúir. Þriðja plata Gammanna, Af Niðafjöllum, er ákaflega áheyrileg plata og sú besta sem þeir hafa sent frá sér. Af Niðafjöllum hefst á samnefndu lagi Stefáns, sérkennilegu lagi með þungri rokkundiröldu. Lagið er í raun hálfgerður stíl- bijótur innan um þessar ljúfu fönkmelódíur, sem Gömmunum er svo lagið að semja. Má þar nefna Rökk- urtal og hið bráðskemmti- lega í góðu lagi. Annars eru á plötunni tíu lög sem samin eru af Stefáni S. Stefáns- syni og Birni Thoroddsen. Tónlistin er léttur og gríp- andi bræðingur með miklum djassáhrifum, enda hljóm- sveitin skipuð nokkrum af færustu djasstónlistar- mönnum landsins. Þó má greina að tónlist Gammanna hefur breyst töluvert frá fyrri plötum, C3AIS^I VIAFÍ x ’ - / -j' c i. c y n t r h * m o u ti A P niÞAF^Cll u hún er djassaðri en áður og býður upp á meira svigrúm til einleikskafla. Á Af Niða- fjöllum er líka að finna blúsa, eins og t.a.m. og Grátt oní svart. Bassus sopranus er afar snoturt lag þar sem Bjarni Sveiríbjörns- son leikur laglínuna á raf- bassa og Þórir Baldursson styður við hana af smekk- vísi á rafpíanó. Stefán og Bjarni skiptast á sólóköfl- um, og sópransaxafónleikur Stefáns, sem víðar má heyra á plötunni, er af betri gerð- inni. Lagið deyr út og manni fínnst það alltof stutt. Svona er öll platan, samleikurinn pottþéttur og sólókaflarnir mjög góðir. Þótt áhrifa gæti víða, t.a.m. frá Steps Ahead, er óhætt að fullyrða að Gammarnir hafa með Af Niðafjöllum endanlega stað- fest sinn stíl eða röddu, og bara vonandi að framhald verði á slíkum sendingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.