Morgunblaðið - 03.09.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.09.1992, Blaðsíða 5
5 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1992 Morgunblaðið/Björn Blöndal Gamla frystihúsið í Sandgerði þar sem rannsóknarstöðin verður. Botndýr á íslandsmiðum Flokkunarstöð komið í gagnið um mánaðamót Botndýrarannsóknir á íslands- miðum ganga í megin dráttum samkvæmt áætlun að sögn Jóns Gunnars Ottóssonar formanns verkefnistjórnar. Annar söfnun- arleiðangurinn stendur yfir og gert er ráð fyrir að farið verði að vinna við grófflokkun í flokk- unarstöð við höfnina í Sandgerði um næstu mánaðmót. Jón Gunnar sagði að farið hefði verið í fyrsta söfnunarleiðangurinn norður fyrir land í sumar. Rannsókn- arskipið Bjarni Sæmundsson hefði síðan lagt í annan leiðangurinn suð- vestur af landinu í gærmorgun. Leið- angrarnir eru um 10 daga langir og fékkst 1 tonn af sýnum úr þeim fyrri. Áætlað er að svipað magn fáist úr seinni ferðinni. Sýnin verða grófflokkuð í flokk- unarstöð í Sandgerði. Jón Gunnar sagðist búast við að hún yrði komin í gagnið um næstu mánaðmót. Hann segir að fljótlega verði farið að aug- lýsa eftir fólki í grófflokkun en um er að ræða 4 stöður. Auk þess munu innlendir og erlendir sérfræðingar vinna að rannsóknunum. I því sam- bandi má geta þess að í umhverfis- ráðuneytinu er unnið að upplýs- ingabæklingi um rannsóknirnar til kynningar á erlendri grund. Jón Gunnar sagði að rannsóknirn- ar gengju í megin dráttum sam- kvæmt áætlun en minntist þó á að einhver tæki hefðu eyðilagst í fyrri leiðangrinum fyrir norðan enda væri víða erfitt um vik þar sem sjáv- arbotninn væri mishæðóttur. Hann sagði að í leiðangrinum hefði komið á óvart að talsverður munur væri á botndýralífinu austan og vestan Kolbeinseyjar. Fríverslunarsamning’- ur við Tyrkland í gildi Fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkjanna og Tyrklands, svo og tvíhliða samningur á milli Is- lands og Tyrklands um afnám tolla á ýmsum landbúnaðarvörum gekk í gildi 1. september. Helstu breytingar eru þær að iðn- aðarvörur, fiskur, sjávarafurðir, ýmsar landbúnaðarvörur og vörur úr landbúnaðarhráefnum frá Tyrk- landi njóta framvegis tollfrelsis við innflutning til íslands, þó að áfram munu verða lögð á þessar vörur vörugjöld svo og fjáröflunartollar og verðjöfnunargjöld að því marki sem slíkir tollar eru einnig lagðir á vörur frá EFTA-ríkjunum. Tollar á vörum frá Tyrklandi verða framvegis að mestu leyti þeir sömu og á framleiðsluvörum frá EFTA. Þess má geta að heildarverð- mæti innfíutnings frá Tyrklandi var á árinu 1991 um 120 milljónir króna og var stærsti hluti þess innflutnings fatnaður. Hingað til hefur sá fatnað- ur borið 15% toll en er nú felldur alveg niður. Nokkrar tegundir græn- metis sem nú bera 30% toll verða einnig gjaldfijálsar að því tilskildu að um sé að ræða tyrkneska fram- leiðsluvöru. Þessar tegundir eru m.a. ferskt grænmeti, laukur, hvítlaukur og fleira. í fréttatilkynningu frá fjármála- ráðuneytinu segir ennfremur að ís- lenskar framleiðsluvörur muni njóta tollfrelsis við innflutning til Tyrk- lands, en þó verði þær tollalækkanir í nokkrum áföngum. ------»■ ♦ ■«---- Húsavík Atvinnulausir fengn vinnu Húsavík. HÚSAVÍKURBÆR og Atvinnu- leysistryggingasjóður gerðu með sér samning í sumar um að sjóður- inn veitti bænum styrk til að halda uppi vinnu fyrir þá sem annars yrðu skráðir atvinnulausir. Þetta er nýbreytni sem þótti takast vel. Alls unnu við þetta 17 manns. Verkefnin sem unnið var að voru aðallega landgræðsla og hreinsun og fegrun hafnarsvæðisins, verkefni sem þurfti að vinna, en hefðu annars beðið vegna fjárskorts. „Með þessu samkomulagi vannst það að svo til enginn Húsvíkingur var á atvinnuleysisskrá á meðan þessi verk voru unnin og ég tel að þessi tilhögun hafi tekist vel og reyn- ist báðum aðilum til góðs,“ sagði Einar Njálsson bæjarstjóri. - Fréttaritari Gráffæs fiölgar í ísafiarðardiúpi Bíldudal. ^ V O JT SKOTVEIÐIMENN byijuðu að veiða gæsir um leið og veiðitíma- bilið hófst, 20. ágúst en ekki fer þó miklum sögum af veiði það sem af er. Gæsin er ýmist á tún- unum eða i beijunum þessa dag- ana. Þó nokkuð hefur sést af ófleygum ungum á vappi en flest- ir eru orðnir fleygir. Að sögn bænda í Isafjarðardjúpi er grágæs að fjölga rnikið þar, en á sunnanverðum Vestfjörðum er svip- að af gæs og verið hefur undanfar- in ár. Menn fengu frá fjórum upp í 20 gæsir yfir daginn í byijun tíma- bils en á Ströndum veiddu sumir vel, eða 40 gæsir á tveimur dögum. Bændur eru í óðaönn að slá túnin fyrir haustið og fá á meðan frið fyrir gæsinni. R. Schmidt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.