Morgunblaðið - 03.09.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.09.1992, Blaðsíða 34
rMQRCUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEFTEMBER 1992 34 Kveðjuorð Helga A. Jóhanns Hún Alice dó áður en mér gafst tækifæri til að segja við hana nokkur orð sem höfðu um skeið legið mér á hjarta. Ég reyndi að vitja hennar á sjúkrabeð tveimur vikum fyrir andlátið, en þá var hún svo máttfarin að hún gat ekki tekið á móti mér. Því finn ég sterka þörf til að setja hér nokkrar línur á blað og vona að einhveijir aðrir hafi í tíma tjáð og þakkað Alice sjálfri fyrir það Grettistak sem hún lyfti okkur Akureyringum í hag. Svo oft gerum við okkur ekki grein fyrir hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ég kynntist Alice fyrst fyrir átta árum þegar ég flutti aftur heim til Akureyrar eftir nám í Reykjavík og erlendis. Þar hafði ég byrjað að stunda líkamsrækt og kveið því að flytja aftur heim í „fámennið“ þar sem ekkert af þessum toga byðist. En viti menn! Þama var þá þessi unga stelpa sem ég kannaðist aðeins við í sjón sem hafði komið sér upp frum- stæðri en fyllilega boðlegri að- stöðu til jassleikfimikennslu. Ég skráði mig strax og það kom þægi- lega á óvart að tímarnir hennar Alicar stóðu þeim reykvísku og útlendu ekkert á sporði. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar í öllu tilliti. Fyrir um sjö árum síðan festu Alice og Haddi kaup á stóm húsnæði sem þau innréttuðu glæsilega og hófu margþætta starfsemi undir merki Alicar: Dansstudio Alice. Til þess þurfti bæði kjark og þor, og það höfðu þau ómælt. Starfsemin óx og dafnaði, sífellt fleiri kennarar og gestakennarar voru ráðnir til starfa. Vörumerki starfseminnar var að bjóða ávallt upp á það nýj- asta á þroskaferli þessarar ungu fræðigreinar — líkamsræktarinn- ar. Ég fullyrði að þjónustan hjá Alice var fyllilega samkeppnisfær við það besta hérlendis. Alice og ég urðum nánast á sama tíma þeirrar gæfu aðnjót- andi að verða barnshafandi í fyrsta sinn. Samferða bárum við saman bækur á meðgöngunni og börnin okkar, Katrín Mist hennar Alicar og Guðmundur Egill minn, fædd- ust með tveggja mánaða millibili. Nokkru síðar lágu leiðir þeirra saman hjá Vigdísi dagmömmu. Katrín varð fyrsti vinur sonar míns. Oft fylgdist ég í laumi með Katrínu litlu að leik. Alice skilur mikið eftir af sjálfri sér í henni. Hún tyllir sér á tær, tiplar og dansar alveg eins og mamma. Alice var afar myndarleg kona. Hún hafði tamið sér mikla reisn og bar sig ákaflega fallega um; gekk hnarreist og var glæsileg á velli með sitt dökka litarhaft og kollinn drengjaklipptan. Slíkir hæfileikar hjálpuðu henni að sjálf- sögðu í starfi sínu sem dans- og leikfimikennari. Alice valdi líka greinilega fatnað sinn af alúð. Hún var ávallt óaðfinnanleg og smekk- leg til fara, eins eftir að veikindin höfðu gert hana grannholda og stæltá vöðvana rýra. Alice var mjög „músíkölsk" og hafði fallega söngrödd, háa og tæra. Þetta tónlistarnæmi gerði það að verkum að gaman var að dansa og hoppa með Alice. Henni fataðist nánast aldrei taktvísin. Það er kaldhæðnislegt að ein- mitt í þann mund sem Alice og Haddi voru að leggja síðustu hönd á ákaflega snoturt og hlýlegt ein- býlishús sitt fór krabbameinið að herja á Alice af fullkomnu vægðar- leysi. Þrautagangan var löng, sennilega mun lengri en aðstæður bentu til, vegna þess hve sterk Alice var að líkamsburðum. Alice mætti manninum með ljá- inn langt fyrir aldur fram, en hún upplifði og áorkaði því sem marg- ur myndi ekki framkvæma á mörgum mannsöldrum. Við Akur- eyringar nutum ríkulega góðs af og stöndum í þakkarskuld við Alice fyrir það brautryðjendastarf sem hún vann hér í bænum. Hópurinn sem búinn er að vera í leikfimi hjá Alice árum saman heldur að sjálfsögðu áfram að hreyfa sig, en með hveiju spori, hverri maga- æfingu, hverri teygju höldum við uppi merki Alicar og byggjum við þann grunn sem hún lagði. Kæri Haddi, Katrín litla og aðr- ir aðstandendur. Þó leið ykkar liggi sem stendur um táradal stytt- ir upp um síðir. Greinileg sam- heldnin í fjölskyldu ykkar flytur fjöll. Guð gefí Alice og ykkur frið og sálarró. Erna Gunnarsdóttir. Margar góðar minningar skjóta upp kollinum þegar Alice vinkona okkar er farin. Vinskapur okkar hófst þegar við byijuðum að stunda dans und- ir hennar Jeiðsögn á unglingsaldri. Dansstúdíó hennar varð fljótt okk- ar annað heimili og þ.a.l. átti Alice stóran þátt í uppeldi okkar á þess- um árum. Hún hafði ekki áhrif á okkur með siðaprédikunum heldur einungis með því að vera hún sjálf. Hún var okkur fyrirmynd. Hjörtu okkar fyllast af þakklæti í hennar garð fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur og var okkur. Við munum sakna Alice sárt, en minning henn- ar mun verða ljós í lífi okkar. Elsku Haddi, Katrín Mist og aðrir ástvinir, megi Guð styrkja ykkur á þessum erfíðu tímum. Því að hvað er að deyja annað en að standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sín- um og ófjötraður leitað á fund guðs síns? (Úr Spámanninum.) Kata, Kittý og Agústa. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Þegar við lítum til baka er svo ótrúlega stutt síðan við lékum okkur saman í sveitinni og hjá ömmu og afa í Stórholtinu. Helga Alice ólst upp hjá þeim frá fjög- urra ára aldri, en þar vorum við tíðir gestir. Við undum okkur við leiki, inni með dúkkur og barbí, og útii í parís, snú snú og boltaleikj- um. Ófáar voru ferðir Helgu með ömmu og afa í sveitina og var þá jafnan gist eina nótt því ferðir voru ekki eins tíðar og nú er. Gjarnan gisti Helga fleiri nætur því lífíð og störfín í sveitinni voru henni hugleikin, hvort sem var í fjósi, fjárhúsi eða við önnur verk- efni sem við krakkarnir höfðum. Um fermingu áttum við með henni tvö heil sumur í sveitinni við_ leiki og störf. íþróttir og tónlist voru hennar helstu áhugamál á þessum árum og voru gítarinn og íþróttataskan fastir ferðafélagar. Helga hafði góða söngrödd og söng um tíma með danshljómsveitum hér í bæ Minning * Agúst Sæmundsson Fæddur 30. ágúst 1908 Dáinn 26. ágúst 1992 26. ágúst sl. lést í Landakotsspít- ala Ágúst Sæmundsson eftir stutta legu næstum 84 ára að aldri. Ágúst var' fæddur á Akranesi, sonur hjónanna Sæmundar Guð- mundssonar ljósmyndara og kennara frá Akranesi og Matthildar Helga- dóttur frá Flateyri við Önundarfjörð. Ágúst var elstur 5 systkina, sem öll komust til fullorðinsára, nema systir sem dó í æsku. 5 ára gamall flytur Ágúst til Hafnarfjarðar og er þar til 10 ára aldurs. Foreldrar Ágústar slitu samvistir og flytur Ágúst þá í sveit til Jósefs Bjömssonar að Svarfhóli í Stafholtst- ungum og er þar til 18 ára aldurs. Móðir Ágústar gekk síðar að eiga Eystein Jakobsson frá Hraunholti v/Hafnarfjörð og með honum átti hún 3 böm, 2 systur, sem báðar búa í Bandaríkjunum, og Helga Eysteins- son, sem lengi var framkvæmda- stjóri verslunarinnar Geysis við Aðal- stræti. Ágúst naut vel veru sinnar í Borg- arfirðinum og bar mjög hlýjan hug til fólksins á Svarfhóli. ‘féCÓtít, Opidalladagafrákl.9-22. Ágúst gekk í Hvítárvallaskóla árið 1923 og lauk þaðan námi árið 1925. Þá fór hann til Noregs til framhalds- náms og stundaði nám við Lýðhá- skólann í Voss og síðar við Skiens- fjordens Mek. Fagskole og lýkur þaðan námi árið 1931. Til íslands kemur hann árið 1931 og hóf þá störf hjá Landsíma íslands og vann þar óslitið til ársins 1946 og síðustu árin sem verkstjóri. Þegar Ágúst hætti störfum hjá Landsíma Islands má segja að hann brjóti blað í lífssögu sinni, því þá hóf hann sjálf- stæðan atvinnurekstur, sem hann stundaði af miklum krafti allt til dauðadags. Hann stofnaði nokkur innflutn- ingsfyrirtæki og rak þau með miklum dugnaði og myndarskap og þar bryddaði hann upp á ýmsum nýjung- um í vöruframboði, og margar voru þær vörutegundir sem hann fyrstur kynnti hér á íslandi. Hann stofnaði efnalaug, Nýju efnalaugina, og rak hana í mörg ár. Þrátt fyrir alla þessa athafnasemi var það ekki nóg fyrir Ágúst. Með honum blundaði alltaf vinnsla fiskrétta, þó sérstaklega vinnsla rétta úr síld. Til þess stofn- aði hann fyrirtækið Síldarrétti sem var til húsa við Súðarvog í Reykja- vík. Það fyrirtæki byggði hann mjög vel upp að húsakosti og vélum og hóf framleiðslu á ýmsum niðurlögð- um réttum úr síld. Fyrirtæki þetta rak hann í mörg ár, með sama mynd- arskap og annað sem hann tók sér fyrir hendur. Þar bryddaði hann upp á ýmsum nýjungum í framleiðslu rétta úr íslenskri síld og þótti fram- leiðsla hans mjög góð og seldist um ERFIDRYKKJUR Perlan á Öskjuhlíð p e r l a J sími 620200 allt land í langan tíma. Eftirlifandi konu sinni, Rögnu Jónsdóttur, kvæntist Ágúst 2. maí 1936. Ragna var dóttir Jóns Áma- sonar skipstjóra frá Móum á Kjalar- nesi og konu hans, Ragnhildar Jóns- dóttur frá Breiðholti í Reykjavík. Ágúst og Ragna áttu ávallt heima í Reykjavík. Fyrsta hjúskaparárið þjuggu þau á Seljavegi 17, síðar á Asvallagötu 33 í 15 ár. Þau byggðu sér hús með Jóhanni Friðrikssyni á Laugarásvegi 13 og bjuggu þar í mörg ár. Flytja síðan í Sólheima 23 og að lokum í þjónustuíbúð í Bólstað- arhlíð 41, þar sem þau bjuggu er Ágúst lést. Ragna og Ágúst eignuðust 5 börn. Þau eru: Hildur, gift Skarphéðni Valdimarssyni; Sæmundur, kvæntur Helgu Óskarsdóttur; Jón, kvæntur Dagnýju Lárusdóttur; Áslaug, gift Inga J. Valgar,ðssyni; og Sigrún, gift Jóni Hjörleifssyni. Bamabömin urðu 18 og barnabamabörnin 9. Fjársjóð- ur sá sem Ágúst og Ragna eignuð- ust í góðum börnum og afkomendum þeirra fannst Ágúst sinn mesti og farsælasti fjársjóður sem hann eign- aðist á lífsleið sinni. Ágúst var heilsuhraustur alla ævi, þar til á síðasta ári að veikindi þau sem að lokum yfirbuguðu hann gerðu fyrst vart við sig. Ágúst var mikið hraustmenni á sínum bestu árum og stundaði mikla útivem. Hann stundaði sund í mörg ár og mætti á hveijum degi í sund- laugar. Hann átti um tíma marga og góða hesta. Naut þeirra vel og hirti sjálfur af mikilli kostgæfni. Gönguferðir stundaði hann einnig mikið á sínum góðu árum. Ágúst gerist liðsmaður félagsins Akóges í Reykjavík árið 1952 og starfaði þar allt til dauðadags. Hann var góður félagsmaður og stundaði félagið vel þegar tími hans leyfði. Hann var gerður að heiðursfélaga árið 1982 og þá sæmdur gullmerki félagsins. Þennan heiður fékk hann vegna góðs og heilladijúgs starfs fyrir félagið og tel ég að hann hafi notið þess, að verða þessa heiðurs aðnjótandi. í Akóges kynnist hann náttúrlega mörgum mætum félögum, og ekki síst hafði hann mikinn áhuga á öllu starfí félagsins sem lítur að listum. Þar voru samtíða honum m.a. Jón Ólafsson mikill unnandi listar, látinn árið 1962, Jón B. Jónasson listmál- ari og myndhöggvari, látinn árið 1972, og síðast en ekki síst Ragnar Kjartansson myndhöggvari, látinn árið 1988. Ég veit ekki hvort áhrif frá þessum mönnum og félaginu í heild hafí verið þess valdandi að Ágúst hóf að leita sér tilsagnar í list- málun og hóf að mála myndir, aðal- lega með vatnslitum, þegar hann var orðinn áttræður. Ég tel þó að áhug- inn hafi komið frá félögunum í Akóg- es að minnsta kosti að hluta en lista- mannsblóð hefur streymt í ætt hans, m.a. var Sæmundur faðir hans list- unnandi mikill og málaði töluvert myndir og einnig Karl bróðir hans. Eins og áður sagði leitaði Ágúst sér fræðslu í myndlist með ýmsu móti. Hann gerði sér ferð til Búlgar- íu árið 1990, þá áttatíu og tveggja ára, og nam þar myndlist í tæpa þijá mánuði. í þeirri ferð taldi hann sig háfa fengið mikla reynslu. Er félagið Akóges varð 50 ára á sl. ári, var Ágústi boðið að halda málverkasýningu í húsakynnum fé- lagsins í Sigtúni 3. Þar sýndi hann og víðar. Seinna átti kennsla hug hennar allan. Það undirstrikar árangur hennar í öllu sem hún tók sér fyrir hendur hversu áræðin, samviskusöm og dugleg hún var. Lét sér í léttu rúmi liggja álit annarra, fór sínar eigin leiðir, skipulagði hlutina vel og þoldi illa hálfkák. Helga var vinur vina sinna, en lét álit sitt í ljós ef henni mislíkaði eitthvað. Samhliða kenn- aranámi í kennaraskólanum sótti hún tíma í Jassdansskóla Báru og flutti einnig með sér þá þekkingu hingað til Akureyrar, og má þar með segja að hún hafí markað spor frumkvöðuls. Með kennslu í Glerárskóla hélt Helga námskeið í jassdansi, þangað til að hún hætti kennslunni og gaf sig alla í dansinn og byggði upp sitt eigið fyrirtæki með dyggri aðstoð manns síns. Síðustu misserin lagði hún stund á réttindanám við Kenn- araháskólann. Um leið og við þökkum Helgu Alice fyrir árin, sem urðu alltof fá, viljum við votta Hadda, manni jjennar, og Katrínu Mist litlu dóttur þeirra dýpstu samúð og biðjum góðan guð að geyma þau um ókomin ár. Hjörtur, Hildur, Hannes, Krist- ín, Laufey, Sólveig og Snjólaug. Helga Alice fyrrum samstarfs- maður minn kvaddi þennan heim 12. ágúst síðástliðinn eftir erfiða sjúkdómslegu. Þegar ég hóf kennslu við Glerárskóla haustið 1982, nýútskrifuð og algjörlega ómótuð, átti ég því láni að fagna að fyrsti samstarfsmaður minn var Helga Alice. Kennaraliðið við Gler- árskóla var frekar ungt og vinnu- andinn léttur og skemmtilegur. Á kennarastofunni var rabbað um heima og geima, og menn voru ekki að taka hver annan alltof hátíðlega. Helga Alice, ásamt öðr- um, átti sinn þátt í að skapa þenn- an góða vinnuanda sem er dýr- mætur á hveijum vinnustað. Helga Alice var hafsjór af hug- 70 málverk, aðallega vatnslitamyndir og vakti þessi sýning mikla athygli. Sýning þessi veitti Ágústi mikla ánægju. Eftir þessa sýningu hafði Ágúst mikinn áhuga á að sýna víðar og rétt fyrir andlát sitt var ákveðið að hann myndi sýna myndir sínar í Eden í Hveragerði. Hann mun ekki sjálfur njóta þeirrar sýningar, en eig- inkona hans og börn munu halda nafni hans á lofti og sjá um þessa sýningu, sem verður opnuð um miðj- an september. Ágúst var ekki af baki dottinn, þrátt fyrir háan aldur. Nú í júlímán- uði keypti hann sér nýtt húsnæði við Engjateig, og þar ætlaði hann að koma sér upp vinnustofu og sýning- arsal. Það þarf mikið áræði og kjark til að hefja listmálun áttatíu ára, og að byija að mála með vatnslitum, sem er eitt erfiðasta listform sem fínnst. Þennan kjark hafði Ágúst alveg fram í andlátið. Ágúst hafði alla ævi mikinn áhuga á ferðalögum, bæði til' að fræðast og til skemmtunar. Nú síðast hafði hann ákveðið að fara til Noregs með konu sinni og rifja þar upp gamlar minningar. Þannig var Ágúst. í viðkynningu var Ágúst ákaflega skemmtilegur, hnyttinn í tilsvörum og glaðlyndur. Hann hafði mikinn áhuga á skáldskáp, þótti vænt um Ijóð og átti mjög létt með að kasta fram vísu. Vísur og Ijóð hans urðu oftast til á svipstundu, þannig að undrun sætti. Að leiðarlokum vil ég fyrir mína hönd og Akógesa þakka honum allar okkar góðu samverustundir og bið honum blessunar á nýjum vegum. Enn heyri ég hlátur þinn, heilladrengur, og ljóð þín einkennileg þó þú yrkir ekki lengur. (Helgi Sæmundsson.) Við Akógesar sendum Rögnu, börnum þeirra og ástvinum öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur og óskum þeim farsældar á framtíð- arvegum. Megi. íslensk fold vel geyma Ágúst Sæmundsson. Friðrik Jörgensen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.