Morgunblaðið - 03.09.1992, Síða 37

Morgunblaðið - 03.09.1992, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1992 37 Minning Hersveinn Þorsteins- son skósmíðameistari Fæddur 5. september 1902 Dáinn 27. ágúst 1992 í dag er til moldar borinn tengda- faðir minn Hersveinn Þorsteinsson sem síðustu árin dvaldi á Dvalar- heimili aldraðra að Dalbraut 27, Reykjavík. Hersveinn fæddist að Hvassafelli í Norðurárdalshreppi hinn 5. september 1902. Hann hefði því orðið 90 ára 5. september nk. Kynni okkar og samferð er orðin löng eða sem nær yfir 40 ára tíma- bil. Ég kynntist Hersveini og tengda- móður minni, Margréti Helgadóttur, laust eftir 1950. Hersveinn og Mar- grét bjuggu þá að Hömrum við Suð- urlandsbraut. Þó langt sé nú um lið- ið frá okkar fyrstu kynnum, er mér í minni hvað þau hjón tóku mér vel, og hve skemmtilegt fyrsta kvöld- verðarboðið að Hömrum var, þar sem húsbóndinn Hersveinn lék á als oddi með glaðværð og gamansemi sinni. Margrét var fædd þann 13. október 1906 í Reykjavík. Hún átti heima þar alla sína tíð. Margréti og Hersveini varð fjögurra barna auðið, þau eru, Helgi fæddur 18. júlí 1927, Sigursteinn fæddur 13. desember 1929, Þórir eiginmaður minn fæddur 2. apríl 1931, og Hanna fædd 26. ágúst 1933. Hersveinn og Margrét bjuggu síðast að Alfheimum 19 og fóru þau þaðan á Dalbrautina. A Dvalarheimili aldraðra við Dalbraut leið þeim vel, og unnu þau þar mik- ið við handavinnu. Hún að hannyrð- um, en hann að útskurði í tré, og gerð leirmuna. Handavinna þeirra hjóna prýðir nú heimili barna og barnabarna þeirra. Margrét lést hinn 2. apríl 1988. Því fólki fer nú ört fækkandi sem fætt er um síðustu aldamót og upp- lifðu aðbúnað og búskaparhætti þess tíma. Tíma þegar húsakostur var torfbær, og búskaparhættir eins og þeir höfðu áður verið um aldir. Her- sveinn náði að lifa mikið breytingar- tímabil í þjóðlífi okkar og hafði því frá mörgu að segja, og var oft unun að hlusta á hann segja frá gömlum og löngu liðnum tíma. Hersveinn fluttist til Reykjavíkur árið 1920, og hóf hann fljótlega eftir það nám í skósmíði sem hann starfaði við allt til vordaga 1953 að hann réð sig til starfa hjá Reykjavíkurborg við akstur vörubifreiðar, sem hann starfaði við um árabil. Eftir að Her- sveinn hætti akstri annaðist hann afgreiðslu á eldsneyti á vélar og tæki Reykjavíkurborgar. Nú þegar tengdafaðir minn er farinn á brott er mér efst í huga þakklæti til hans fyrir alla hlýju og umhyggju sem hann sýndi mér og mínu fólki alla tíð. Ég veit að elsku- legur tengdafaðir minn gengur nú frjáls og ófjötraður til fundar við guð sinn. Eftir er minning um Her- svein, góðan og virðulegan mann. Hafi hann þökk fyrir allt og allt. Guðbjörg Armannsdóttir. Nú legg ég augun aftur, ó Guð þinn náðarkraftur mér veri vörn í nótt. Nú hefur afi minn, Hersveinn Erficlrykkjur Glæsileg kaffi- hiaðbon) falleuir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 2 23 22 0 FLUGUEIDIR IÓTEL L6FTLEIBIK Þorsteinsson, lagt aftur sín augu. Hann er lagður til hinstu hvílu í dag, fimmtudag. Hann lést aðeins nokkrum dögum fyrir níræðisafmæli sitt. Þó að það hafi verið komið kvöld í lífi afa og dauðinn óumflýjanlegur er maður samt aldrei viðbúinn hon- um. Afi fæddist að Hvassafelli í Borg- arfirði í byijun þessarar aldar, 5. september 1902. Móðir hans var Hannesína Regína Hannesdóttir en faðir Þorsteinn Benediktsson, sjó- maður, frá Lykkju á Akranesi. Bernsku sína átti hann í Borgarfirð- inum og þótti honum alltaf mjög vænt um það hérað. Hann var með móður sinni, sem var vinnukona á ýmsum bæjum þar, og var lífið þeim ekki alltaf auðvelt. Móðir hans var honum alltaf einstaklega kær. Þau fluttu síðan á Akranes, en þar átti hann föður sinn og hálf- systkini, þar til hann fór til Reykja- víkur að læra skósmíðar hjá Oddi Bjarnasyni á-Vesturgötu 2. Það var e.t.v. ekki úr mörgu að velja að læra fyrir ungan piit á þessum árum og ekki síst fyrir pilt, sem hafði veikst af meinsemd í mjöðm 16 ára gam- all og gekk við staf upp frá því. Hann opnaði fyrst skósmíðaverk- stæði á Laugaveginum um 1925, en stuttu seinna á Vitastíg þar sem hann rak skósmíðaverkstæði í 25 ár. Eftir að afi hætti með skósmíða- verkstæðið varð hann starfsmaður hjá Reykjavíkurborg allt þangað tii hann var um áttrætt. Hann kvæntist 15. maí 1926 Margréti Árnýju Helgadóttur. Þau bjuggu fyrstu árin á Njálsgötu 10, og þar eignuðust þau þijá syni en fluttu síðar að Hömrum við Suður- landsbraut þar sem dóttir þeirra fæddist og börnin þeirra áttu sín bernsku- og unglingsár. Börn þeirra eru: Heigi, bygginga- eftirlitsmaður hjá Reykjavíkurborg, kvæntur Hrafnhildi Kristjánsdóttur og eiga þau tvö börn, Margréti Heru og Kristján og tvö barnabörn; Sigur- steinn kennari við Iðnskólann í Reykjavík, kvæntur Ingibjörgu Kol- beinsdóttur og eiga þau þijú börn, Margréti, Þóri og Gunnar Hersvein og sjö barnabörn; Þórir, sem allan sinn starfsaldur hefur verið í lögregl- unni í Reykjavík, kvæntur Guð- björgu Ármannsdóttur og Hanna búsett í Ytri-Njarðvík, sem var gift Þorsteini Eiríkssyni sem nú er lát- inn. Hanna á þijár dætur Þóru Guð- mundsdóttur og Árnýju og Margréti Þorsteinsdætur og tvö bamabörn. Amma lést í apríl 19§8 og var söknuður afa ákaflega mikill og sár er hann missti hana, því þau voru mjög samrýnd. Þau bjuggu í mörg ár að Dalbraut 27, heimili fyrir aldr- aða. Þar leið þeim mjög vel og þar hélt afí áfram að búa eftir að amma lést. Afi hafði mikið yndi af laxveiðum, fór á hvetju ári í veiði í Elliðaárnar og aðrar laxveiðiár út um land. Hann hafði líka mjög gaman af spila- mennsku og átti marga góða félaga þar. Eftir að hann hætti að vinna var hann samt aldrei iðjulaus, því hann tók þátt í tómstundastarfi á Dal- brautinni og bjó til ýmsa muni, sem hann gaf oft fjölskyldu og vinum. Hann var mjög félagslyndur maður og var duglegur að taka þátf í ferð- um með eldri borgurum og heimilis- fólkinu á Dalbrautinni. Hann varð sérstaklega glaður er hann fór fyrir nokkrum vikum, fyrr í sumar, í heim- sókn á dvalarheimilið Höfða á Akra- nesi. Þar hitti hann marga gamla vini og kunningja frá þeim árum er hann átti heima á Akranesi. Ég á margar góðar minningar um afa, sem ég geymi með mér og gleymi aldrei, allt frá því ég var pínu- lítil og bjó í sama húsi og afi og amma að Hömrum við Suðurlands- braut og þar til ég fór til hans á sjúkrahúsið áður en hann lést. Mér verður alltaf minnisstætt, hvað hann átti alla tíð einstaklega létt 'og gott skap. Hann var alltaf svo léttur og kátur og glaðsinna og vildi hafa aðra í kringum sig eins. Það er gott að eiga góðar minn- ingar og minningin um yndislegan föður, tengdaföður, afa og langafa lifir í hjörtum okkar allra. Guð blessi minningu hans. Margrét Sigursteinsdóttir. í dag verður elsku afi minn lagð- ur til hinstu hvílu á milli þeirra tveggja kvenna sem honum reyndust bestar í þessu lífi, mömmu sinnar og Margrétar konu sinnar. Hann afi minn á að baki langa og góða ævi, fæddur rétt eftir alda- mót og var veröldin þá önnur en nú. Hann var sonur einstæðrar móður sem var vinnukona í sveit, lengst af í Norðurárdal í Borgarfirði. Hún átti ekki sjö dagana sæla, þrælaði frá morgni til kvölds og taldist vart matvinningur. Um tíma var afa kom- ið í fóstur til vandalausra því hús- bændum móður hans þótti drengn- um ofaukið, það var erfiður tími fyrir þau bæði. Hugur hans stóð til búskapar en vegna fötlunar hans og þó aðallega vegna fátæktar gat það ekki orðið. Hefði hann eflaust orðið góður bóndi. Það var dæmigert fyrir afa að þrátt fyrir erfiða æsku og brostnar vonir var hann aldrei bitur út í liðna tíð heldur var hann þakk- látur fyrir það góða, fallega sveit ,og ástríka móður og rödd hans varð angurvær og bros hans blítt er'hann minntist hennar sem honum þótti svo undur vænt um. Rétt tæplega tvítugur hélt hann til Reykjavíkur, þangg/i sem ekki þurfti annað en að ýta á hnapp á veggnum til að fá ljós. Þar lærði hann skósmíðar og kynntist henni ömmu minni sálugu. Eftir tveggja ára trúlofunarstand giftu þau sig og hófu að lifa saman í blíðu og stríðu þar til dauðinn aðskildi þau sextíu og tveimur árum síðar. Þau voru alla tíð mjög samrýnd og hafði vinkona mín eitt sinn á orði er hún sá þau saman, þá komin vel yfir sjö- tugt, að aldrei hefði hún fyrr séð jafn ástfangin gömul hjón og þau. Ég átti því mikla láni að fagna að vera alin upp afa afa mínum og ömmu fyrstu níu árin og mun ég alltaf búa að þeirri miklu ástúð og hlýju sem þau veittu mér svo ríku- lega. Mínar fyrstu minningar eru um það er ég um miðja nótt vakn- aði upp af vondum draumi og var tekin uppí þeirra hlýja rúm þar sem ég sofnaði svo vært. Á þessum árum var fráfall þeirra það sem ég óttað- ist mest af öllu sérstaklega þar sem ég vissi að amma væri slæm fyrir hjarta. Hjarta mitt tók því alltaf kipp ef hún kom ekki fljótt til dyra þegar ég hringdi bjöllunni. Ég bað líka guð á kvöldin að taka mig með þegar þau dæju. Svo liðu árin og óttinn dofnaði smátt og smátt en í staðinn kom sú tilfinning að þau yrðu alltaf til, svona rétt eins og Esjan. Afi minn var bjartsýnismaður án þess að hann væri nokkurn tíma kærulaus heldur var hann samvisku- samur svo af bar. Þrátt fyrir fötlun sína sem ágerðist með árunum, lét hann aldrei bilbug á sér finna heldur naut hann lífsins af heilum hug, heilsaði glaður nýjum degi og tók þátt í hvers kyns félags- og tóm- stundastarfi sem honum stóð til boða. Þegar ég lít til afa míns og skoða líf hans, finnst mér að svona ætti maður að vera. Hann afi var alveg einstaklega fallegur maður með bjartan svip og glettin augu hans hafði líka allt fram á síðasta dag lifandi áhuga á öllu umhverfi sínu. Þótt hann hafi verið orðinn gam- all maður er söknuðurinn sár og missirinn mikill og það er eins og að með honum fari líka restin af ömmu því við afi töluðum svo oft um hana og liðna daga sem við þijú áttum saman. Bið ég Guð að blessa þau bæði. Þóra Guðmundsdóttir. í dag er til moldar borinn afi minn Hersveinn Þorsteinsson skó- smíðameistari. Hann var rétt tæp- lega níræður þegar kallið kom. Hafði hann verið nokkuð góður til heil- sunnar fram á síðustu daga. Minn- ingin um hann er aðeins af hinu besta. Það sama vildi ég segja um Margréti ömmu sem lést fyrir rúm- um fjórum árum. Mér fannst þau dálítið ólík en þau áttu sérstaklega vel saman. Hún var skörp kona sem fylgdist vel með því sem var að ger- ast. Hann var ávallt ljúfur og léttur í lund. Meðan börn þeirra voru enn ung eignuðust þau nýlegt, fallegt stein- hús, Hamra við Suðurlandsbraut. Það hefur nú verið brotið niður vegna nýs borgarskipulags. I þessu húsi fæddist sá sem þetta skrifar. Fjölskylda mín bjó á -efri hæðinni fyrstu 5 æviár mín en amma og afl á neðri hæðinni. Þau eru því nátengd fyrstu bernskuminningum mínum. Eftir að afí var hættur skósmíð- inni fór hann að vinna hjá borginni við akstur Scania-vörubíls. Ég man það svo vel að hann leyfði mér oft að sitja í hjá sér. Þá var alltaf glatt á hjalla. Hann sagði frá mörgu, fór með vísur og söng við raust. Þegar ég var hjá ömmu kenndi hún mér ýmsa skemmtilega spilakapla. Borgin keypti Hamra því skipu- lagið þrengdi svo að húsinu. Amma og afí fluttu í aðra íbúð og afi stund- aði vinnu sína alveg fram undir átt- rætt. Þau áttu heima síðustu árin á Dalbraut 25 og undu þar mjög vel sínum hag. Þau voru bæði félagslynd og spiluðu oft brids, bæði í keppni og í heimahúsum. Ég kynntist sum- um af spilafélögum þeirra, sem oft voru hjón á svipuðum aldri og þau. Þegar nöfn ömmu og afa bárust í tal glaðnaði alltaf yfir fólkinu. Amma var sérlega iðin við handa- vinnu. Hún fékkst við útsaum og við það að gera gólfábreiður. Margir eiga nú eftir hana ýmsa kostagripi. Afi var heldur aldrei iðjulaus. Hann gerði marga rennda gripi úr tré og ýmsa hluti úr öðrum efnum. Það varð mikið áfall fyrir afa þegar amma dó en þegar frá leið vildi hann ekki einangra sig og tók þátt í félagslífi eldri borgara, sér- staklega hafði hann yndi af því að spila brids. Sunnudagsmorgun þann síðasta á Dalbrautinni áður en hann var flutt- ur á Borgarspítalann kom ég með dætur mínar í heimsókn til langafa. Þá sáum við árangur af nýrri tóm- stundaiðju hans. Hann hafði þá ný- lega gert fjölmarga gripi úr brennd- um leir. Þarna voru á hillum hjá honum líkön af kirkjum, húsum, fuglum og jafnvel af velþekktu skáldi. Þetta var einkennandi fyrir afa. Hann vildi prófa eitthvað nýtt að fást við þótt hann væri á nítug- asta aldursári. Það leyndi sér ekki þegar komið var á Dalbrautina að jafnt starfsfólk sem íbúar mátu hann mikils. Að lokum vil ég og fjölskylda mín þakka ömmu og afa samveruna. Þau eru nú handan móðunnar miklu í umsjá Guðs. I Drottins nafni eg duga vil og Drottins ætíð vona til; hans miskunn stöðug stendur. Hvað gapar mér ef Guð er fjær? Hvað grandar mér ef hann er nær? Eg fel mig hans i hendur. (Biynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi.) Þórir Sigursteinsson. t Útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og lang- afa, KJARTANS GUÐMUNDSSONAR, stórkaupmanns, Boðahlein 6, Garðabæ, áður Ásvallagötu 44, Reykjavik, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 4. september kl. 13.30. Blóm eru afþökkuð en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Orgelsjóð Hallgrímskirkju eða líknarfélög. Dagbjört Sigurðardóttir, Birgir Kjartansson, Hermann Kjartansson, Jóna Kjartansdóttir, Auður J. Kjartansdóttir, Guðmundur Kjartansson, Bryndís K. Vane, Kristján Kjartansson, Valgerður Eiriksson, Sigurður Sigurðsson, Gunnar Kr. Finnbogason, Peter Vane, Vernharður Eiriksson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON, sem lést 30. ágúst sl. verður jarðsunginn laugardaginn 5. septem- ber kl. 14.00 frá Stokkseyrarkirkju. Kristín Jósteinsdóttir, Ingibjörg Björgvinsdóttir, Hörður Ingi Jóhannsson, Guðmundur Björgvinsson, Brynja Björgvinsdóttir, Vilbergur Magni Óskarsson, Svandís Björg Björgvinsdóttir og barnabörn. t Ástkær systir okkar, BERGFRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR, Oddeyrargötu 14, Akureyri, sem lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 27. ágúst verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 4. sept- ember kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hennar, láti Styrktarfélag vangefinna njóta þess. Herdís Jóhannsdóttir og systkini hinnar látnu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.