Morgunblaðið - 03.09.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.09.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1992 myndum og allt sem hún gerði var unnið af smekkvísi og alúð, hún kastaði ekki höndunum til þeirra verka sem hún tók að sér. Mér eru minnisstæðar árshátíðirnar sem hún hafði yfirumsjón með og tókust með ágætum. Nemendur hennar báru mikla virðingu fyrir henni og það var auðfundið að hún náði vel til þeirra. Hún var ávallt tilbúin að prófa nýja hluti og þau tvö ár sem við unnum saman voru dýrmæt og gleymast aldrei. Helga Alice var ekki fyrir að trana sér fram en fljótlega fann ég út að henni var margt til lista lagt fyrir utan kennsluna. Hún var með sitt eigið fyrirtæki þar sem hún kenndi dans og leikfimi. Jafn- framt því söng hún í hljómsveit og var með útvarpsþátt. Þegar hún var spurð hvar hún fyndi eiginlega tíma til að gera þetta allt og vera svona hress og kát hló hún bara og yppti öxlum. Helga Alice var hrókur alls fagnaðar á mannamót- um og ekki þurfti hún að neyta áfengis til að skemmta sér, hún var bindindismaður á áfengi og tóbak. Hraustari manneskju var varla hægt að hugsa sér bæði andlega og líkamlega. Þegar svona ung kona, í blóma lífsins, fellur frá spyr maður „hvers vegna?“ Stundum er erfítt að skilja lífið og hvaða lögmáli það lýtur. Ég votta Hadda og Katrínu Mist mína dýpstu samúð og bið Guð að hug- hreysta þau á þessari erfíðu stundu. Sigríður Heiða Bragadóttir. Hún Helga Alice okkar er dáin. Ég leyfi mér að segja „okkar“, því slík eining myndaðist meðal þess fólks sem stundað hefur réttinda- nám grunnskólakennara sl. fjögur ár, að það var sem ein stór fjöl- skylda. Nú er strax komið skarð í þessa fjölskyldu þar sem einn hinna yngstu er horfínn sjónum okkar. Því leitar hugurinn norður um heiðar þessa dagana. Ég veitti Alice fljótlega sérstaka athygli, annað var reyndar ekki hægt því hún var bæði glæsileg og hafði einstaklega fágaða framkomu. Þó var hún hæglát og lét lítið yfir sér en við nánari kynni kom í ljós hennar innri auður og ljúf- mennska. Henni var margt til lista lagt og var ákveðin í að ná sínu marki. Ég er viss um að við mun- um hana alltaf glaða, rólega en örugga þegar hún stjórnaði dag- skrá á fyrsta „bekkjarkvöldinu“ okkar. Annar sumarið í náminu okkar bættust tveir nýir skólafé- lagar í hópinn. Það var litla dóttir- in, Katrín Mist, og ungur herra- maður vestan af Mýrum. Þau voru okkur öllum til mikillar gleði þar sem þau sátu oft kennslustundir með hinum, vær og góð í stólunum sínum. Katrín Mist var fyrsta barn Alice og manns hennar og allt virt- ist leika í lyndi. Svo kom fréttin eins og þruma úr heiðskíru lofti, illvígur sjúkdóm- ur hafði heltekið þessa hamingju- sömu, ungu móður. Spurningar sem engin svör fást við flykktust fram. Hvers vegna þessi góða, fallega kona í blóma lífsins? Hún sem lifði eins heilbrigðu lífi og manni virðist unnt með líkams- rækt og reglusömu líferni. — Hversu stutt erum við ekki komin að leita svara við staðreyndum eins og þessum þrátt fyrir miklar framfarir á sviði læknavísinda? Við kveðjum Alice með hjartans þökk fyrir þá daga sem við fengum að eiga með henni í KHÍ. Innilegar samúðarkveðjur til þín Haraldur og litlu skólasysturinnar okkar. Við höfum fylgst með sam- eiginlegri baráttu ykkar úr fjarska, hversu dugleg þið hafíð verið og hvernig þú lagðir allt í t Hjartkær sonur okkar, bróðir og mágur, EINAR BERGUR ÁRMANNSSON, Fannborg 7, Kópavogi, lést af slysförum sunnudaginn 30. ágúst. Margrét Einarsdóttir, Ármann Jónsson, bræður og mágkonur. Lokað í dag frá kl. 13.00 vegna jarðarfarar ÁGÚSTAR SÆMUNDSSONAR. Stensill hf., Suðurlandsbraut 4a. Lokað Lokað vegna útfarar KJARTANS GUÐMUNDS- SONAR stórkaupmanns, frá kl. 12.00 á hádegi 4. september. Verslunin Hamborg, Laugavegi 22 og Hafnarstræti 1. sölurnar til að létta henni lífíð til hinstu stundar. Ég trúi að Guð launi þér og gefi þér styrk. Unnur Breiðfjörð, skólafélagi úr hópi réttindanáms við KHÍ. Það eru til mörg þúsund fjöll á íslandi og sum þeirra eru svo há svo há að vonin er alltaf að stíga. Það eru til mörg þúsund vötn á íslandi og sum þeirra eru svo djúp svo djúp að vonin er alltaf að hníga. (Jóh. úr Kötlum: Landslag) Engu er líkara en váleg tíðindi eigi greiðari leið til okkar en margt það sem okkur kæmi betur að fregna. Á milli vonar og ótta fylgd- umst við úr fjarlægð með erfíðri og langvinnri baráttu Helgu Alice við skæðan sjúkdóm þar sem hún virtist framan af ætla að hafa betur og „vonin var alltaf að stíga“. En slíkt er ranglæti heims- ins að Helga Alice, sem í augum okkar var ímynd heilbrigðis og hreysti, skyldi falla frá af völdum þess háttar sjúkdóms, sem enn er læknavísindunum ofviða. í þeim glaðværa 40 manna hópi er útskrifaðist úr aðfaranámi Kennaraháskóla íslands vorið góða 1976 var Helga Alice enginn eftirbátur annarra. Hún var jafn glaðlynd og aðrir og jafnan var stutt í brosið en samt var hún nokkuð dul, sagði lítt af sjálfri 35 sér. Hún var iðin, reglusöm og viljasterk með afbrigðum og áhugi hennar og hæfíleikar á sviði íþrótta fór ekki fram hjá neinum en fáum árum eftir að hún lauk stúdentsprófí settist hún að í heimabæ sínum Akureyri, og vann þar merkilegt brautryðjendastarf á sviði nútíma heilsuræktar þar sem bömin voru- ekki síst höfð í fyrirrúmi. Nú, þegar leiðir skilja alltof fljótt minnumst við Helgu Alice með þakklæti fyrir margt. Eftirlif- andi eiginmanni hennar, ungri dóttur og öðrum aðstandendum sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Skólasystkini. □ Skólatöskur □ Skjalatöskur □ Leikskólatöskur □ Ftennaveski □ Skrifundirlegg □ Stílabœkur □ Reikningsbœkur □ Glósubœkur □ Hringbœkur □ Laus blöö □ Fönablöö □ Skýrslublokkir □ Millimetrablokkir □ Vélritunarpappír □ Skrifblokkir □ Minnisblokkir □ Klemmuspjöld □ Plastmöppur □ Plastumslög -□ Blekpennar □ Kúlupennar □ Kúlutússpennar □ Filttússpennar □ Glœrupennar □ Áherslupennar □ Reglustikur □ Horn □ Skœri □ Bókaplast □ Trélitir □ Tússlitir □ Vatnslitir □ Vaxlitir □ Blýantar □ Teikniblýantar □ Fallblýantar □ Yddarar □ Strokleöur Nýtt Lib re s s e inv isible jpryÚmiM Libresse invisible er aðeins 4 mm. þykkt. Nýja Libresse bindið er helmingi þynnra en venjuleg dcxnubindi en alveg jafn ömggt. Það er fest með tveimur litlum vængjum, (límflipum), þunnt, ömggt og þægilegt. Ysta lag bindisins, sem er úr nýju efni (Dry sensation), er alltaf þurrt viðkomu, 100% óbleikt. Þú hreinlega tekur ekki eftir nýja Libresse invisible dömubindinu. Libresse alveg náttúrulegt. Kaupsel hf. Sími: 27770 - 27740

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.