Morgunblaðið - 03.09.1992, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 03.09.1992, Qupperneq 28
Morgunblaðið/Hólmfríður Það var rólegt yfir höfninni í Gímsey á mánudag, siðasta dag liðins fiskveiðiárs. Bræla var á miðunum og flestir bátar bundnir við bryggju. Grímsey Sjómenn ekki tilbúnir að mæta skerðingu á kvóta Grímsey. AFLABROGÐ hafa verið ótrúlega léleg að undanförnu, veðurfarið hefur ekki verið hagstætt, bræla og lítið hægt að róa á stundum. Nýliðið kvótaár hefur hér einkennst af leiðindatið og afburðalélegum aflabrögðum. Þorlákur Sigurðsson, oddviti í Grímsey, sagði að niðurskurður á kvóta á nýbyijuðu fiskveiðiári væri mikill, en hann þýddi um 28% skerð- ingu á kvóta. Hann sagði að Gríms- eyingar hefðu ekki hugsað sér að sækja um úthlutun úr Hagræðing- arsjóði, þar sem menn treystu á að yfirlýsingar stjórnvalda um að ekk- ert byggðarlag í landinu fengi meira en 5% skerðingu á aflaheimildum stæðust. „Við mótmælum auðvitað öllum þessum krókaleiðum í kringum Hagræðingarsjóð því okkur þykir eðlilegt að úthlutað verði úr sjóðn- um án endurgjalds," sagði Þorlákur og bætti við að sem stæði gætu menn ekki annað en bölvað kvóta- skerðingunni. Vissulega væri vont ef ástand þorskstofnsins væri eins slæmt og fiskifræðingar teldu. Oft hefði áður komið slæm ár, en birt hefði upp á milli. Langvarandi léleg þorskveiðiár hefðu í för með sér að sjómenn í eynni væru alls ekki í stakk búnir til að mæta þeirri skerð- ingu sem við þeim blasti nú á ný- byijuðu fiskveiðiári. Að undanförnu hefur bræla verið á miðunum og því ekki hægt að róa nema dag og dag. Aflabrögð hafa verið léleg síðustu vikur, sérstak- lega hefur þorskveiði verið dræm. -HSH Sameining Slippstöðvarinnar og Vélsmiðjunnar Odda Rætt um að höfnin kaupi húseignirnar af Odda VERIÐ er að skoða möguleika á því að Akureyrarhöfn kaupi hús- eignir Vélsmiðjunnar Odda við Strandgötu í tengslum við endur- reisn fjárhags Slippstöðvarinnar. Stefnt er að 100 milljóna króna hlutafjáraukningu í Slippstöð- inni og hefur þegar verið ákveð- ið að Kaupfélag Eyfirðinga leggi vélsmiðjuna til í formi hlutafjár, en strandað hefur á sölu hús- eigna Odda. Halldór Jónsson bæjarstjóri greindi frá stöðu mála í endurskipu- lagningu fjárhags Slippstöðvarinn- ar á fundi bæjarstjórnar á þriðju- dag. Hann sagði að viðræður síð- ustu daga hefðu snúist um hvernig koma mætti húseignum Odda í pen- inga, en fram til þessa hefði strand- að á þessu atriði. Hugmyndir hefðu kviknað um hvort hagkvæmt væri að Akur- eyrarhöfn nýtti sér hluta húseign- anna, en um væri að ræða tvö verk- smiðjuhús, gamla Gránuhúsið auk eignarlóðar. Þessi mál yrðu könnuð til hlítar á næstu dögum, en eflaust yrði Slippstöðin við sameiningu fyr- irtækisins og Vélsmiðjunnar Odda að eiga um sinn hluta af húseignun- um. „Ég vænti þess að ekki líði lang- ur tími þar til eignaraðilar fínna einhvern flöt á þessu máli og það þýðir ekki að örvænta þó eignirnar seljist ekki í fyrsta áfanga. Það hefur ótvírætt hagkvæmt gildi að þessi tvö fyrirtæki, Slippstöðin og Oddi, sameinast," sagði Halldór Jónsson. Ákveðið var á aðalfundi Slipp- stöðvarinnar í sumar að auka hluta- fé um 100 milljónir króna og hafa stærstu hluthafarnir, ríki og bær, lýst yfir vilja til að leggja fram tæki. Þorsteinn Hjaltason bústjóri þrotabúsins hefur hafnað veðkröfu bæjarins og þar með hafa forsendur breyst. Þorsteinn sagði að bærinn hefði gengið í ábyrgð fyrir Strikið og ætti tryggingabréf sem staðfesti það, bréfinu hefði hins vegar aldrei verið þinglýst og tilgreiningarreglu hefði ekki verið gætt. Þannig væri ekki tilgreint um hvaða vélar væri að ræða sem veðsettar voru og í kaupsamningi væri slíku heldur ekki til að dreifa. Ásgeir Magnússon framkvæmda- stjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar aukið hlutafé. Gert er ráð fyrir að ríkið leggi fram á bilinu 30 til 35 milljónir króna og Akureyrarbær og heimaaðilar það sem á vantar. sagði að þetta þýddi að bústjóri yrði í fyrsta lagi að leita eftir sölu á vélunum, þá þyrftu menn að kaupa þær í stað þess að bærinn hafði lýst yfir vilja sínum á að leggja þær fram sem hlutafé í nýtt fyrirtæki. Mögu- leikar Iðnþróunarfélagsins á að - kaupa vélar þrotabúsins væru litlir og í raun hefði félagið ekki lengur umboð til að vinna að málinu eftir að ljóst væri að veðkröfu bæjarins myndi verða hafnað. Frestur til að lýsa kröfum í búið er til 1. október og fyrsti skiptafund- ur verður haldinn 14. október. Þrotabú Striksins Yeðkröfu frá Akur- eyrarbæ var hafnað ENGIN formleg tilboð hafa borist í þrotabú skóverksmiðjunnar Striks- ins á Akureyri, en að sögn bústjórans, Þorsteins Hjaltasonar, hafa nokkrir aðilar sýnt áhuga á kaupum og eru að skoða hug sinn. Bú- sljóri hefur hafnað veðkröfu frá Akureyrarbæ, þar sem trygginga- bréf vegna bæjarábyrgðar er ófullnægjandi. Bærinn taldi sig hafa veð í vélum og tækjum Striksins og í Ijósi þess var Iðnþróunarfélagi Eyja- fjarðar falið að kanna möguleika á að koma verksmiðjunni í gang að nýju eftir gjaldþrot fyrr í sumar. Félagið lagði til að bærinn leysti til sín vélarnar og legði þær hugsanlega fram sem hlutafé í nýtt fyrir- Sumartónleikalok, síldin og fleira Björn Steinar Sólbergsson og Margrét Bóasdóttir eiga öðrum fremur heiðurinn af framkvæmd sumartónleikanna á Norðurlandi. Fimmta starfsári sumartónleik- anna á Norðurlandi lauk með tón- leikaröð í Dalvíkurkirkju 30. júlí, Reykjahlíðarkirkju 31. júlí, Dóm- kirkjunni á Hólum 1. ágúst og í Akureyrarkirkju 2. ágúst. Væntanlega hefðu fáir trúað því, að unnt yrði að halda úti tón- leikahaldi af þessu tagi í þetta lang- an tíma. Reyndin hefur orðið sú, að þeim, sem framar öðrum eiga heiðurinn af þessari starfsemi, Birni Steinari Sólbergssyni, organ- ista við Akureyrarkirkju, og Mar- gréti Bóasdóttur, söngkonu á Gren- jaðarstað, hefur tekist að afla stuðnings við tónleikana ár frá ári og nú eru þeir orðnir fastir í sessi og ómissandi í menningarlífi Norð- lendingafjórðungs. Það, sem gerir þetta starf enn eftirtektarverðara og í raun sér- stætt á íslandi, er það, að tónleik- arnir hafa verið fluttir á milli kirkna til þess að færa þá nær áheyrendum á hveijum stað. Þetta ekki hvað síst hefur mælst vel fyr- ir og er mjög til eftirbreytni. Á síðustu sumartónleikunum léku Egbert Lewark, trompet- og flygelhomleikari og Wolfgang Portugall, orgelleikari. Á efnisskrá voru verk tónskálda frá því á 17. öld fram til okkar daga. Flutrtingur var á flestan veg hinn glæsileg- asti. Tónn Egberts Lewarks á trompetinn var sérlega fallegur og tær og naut sín fagurlega til dæm- is í Rondeau úr svítu fyrir trompet og orgel eftir J. Clarke og sálmfor- leik J.S. Bachs við sálminn Allein Gott in der Hoh sei Ehr. Flygel- horntónn Egberts Lewarks var hins vegar nokkur harður en þó öruggur og þéttur. Organistinn, Wolfgang Portugall, gerði ekki síður vel. Leikur hans í Hommage á Dietrich Buxtehude eftir Petr Eben var til dæmis að taka á margan veg stór- kostlegur. Síldin er komin Um verslunarmannahelgina efndu Siglfirðingar til upprifjunar síldaráranna. Margt var til hátíða- brigða en hápunktur var söltun á plani, sem komið hafði verið upp í miðjum bænum. í tengslum við síldarminninguna voru tvær listsýningar. I sal ráð- húss Siglfirðinga sýndi Halla Har- aldsdóttir sextíu og sex málverk og glerverk. Sýningin var fjöl- breytt. Að hluta til tengdist hún síldinni, en mest var um að ræða verk af ýmsum toga og flest óhlut- læg og nánast hugleiðingar lista- mannsins. Litadýrð var mikil í málverkum Höllu og formið fijálslega með- höndlað. Nokkuð rómantískur andi ríkti í ýmsum verkanna, svo sem tveim verkum, sem bæði báru heit- in Kona og verki, sem listamaður- inn nefnir Þrá. Af glerlistaverkun- um bar af verk, sem nefnist Regn. Þar er byggingin ákveðin og form- in hugstæð. Einnig er verk, sem ber heitið Fuglar vel útfært og ákveðið í uppbyggingu. Hin sýningin á síldarminningar- hátíð Siglfirðinga var sýning teikn- inga Ómars Guðmundssonar. Teikningar Ómars eru unnar í svörtu á hvítan flöt. Þær eru sér- kennilegar að yfirbragði. Einkenni þeirra er ekki síst nákvæmni, ör- ugg línumeðferð og í ýmsum þeirra mikil samfella línunnar. Myndgerð Ómars er gjaman st'liseruð og táknræn, en það gefur verkum hans aukið vægi og löðun. Grafík og skúlptúr 15. ágúst opnaði Þorgerður Sig- urðardóttir sýningu í Safnahúsinu á Húsavík og stóð hún til 25. ág- úst. Á sýningunni eru fjörutíu graf- ík- og akrylverk unnin með ýmiss konar tækni. Yfir verkum Þorgerðar er þekki- legur blær. Þau eru sannarlega, eins og hún lætur getið í sýningar- skrá, „eins konar óður til sköpun- arverksins". Yfir mörgum er allt að því ójarðneskur blær, svo sem í myndunum Kvöldskin og Áning- arstaður, þar sem listamaðurinn beitir gullnum litbrigðum á áhrif- amikinn hátt. Efnistök í verkunum á sýningu Þorgerðar er stíliseraður natúral- ismi, sem henni tekst vel að beisla til túlkunar þeirra mótíva, sem hún tekur fyrir. Línur hennar eru gjarn- an fíngerðar en þó ákveðnar og að jafnaði virðist engu ofaukið, heldur tjáningin heildstæð og öguð. Sama dag, 15. ágúst, opnaði Stefán Jónsson sýningu á nokkrum skúlptúrverkum í Grófargili á Ak- ureyri og lauk henni 23. ágúst. í verkum þeim, sem Stefán sýn- ir, vinnur hann á skemmtilegan og glaðlegan hátt úr hugmyndum og verkum annarra listamanna, en myndir af frumverkunum lætur hann í hendur sýningargesta, svo að þeir megi átta sig á gerðum hans. Efnið í verkum Stefáns er af ýmsum toga, en það sem tengir þau saman og gefur sýningu hans heildarsvip er legó-fólk, sem lista- maðurinn nýtir á hugvitsaman og kíminn hátt. Hér er á ferðinni skemmtileg hugferð, sem gaman verður að fylgjast með hvert leiðir. Hólahátíð Hin árlega Hólahátíð var haldin 16. ágúst. Hátíðarsamkoma var í Dómkirkjunni, þar sem Rögnvaldur Valbergsson, organisti á Sauð- árkróki lék nokkur verk á orgel kirkjunnar og einnig með sögn Sig- fríðar Jónatansdóttur og Jóhanns Más Jóhannssonar. Flutningur tón- listarinnar fórst listamönnunum að flestu prýðisvel úr hendi. Þá las Haukur Þorsteinsson frá Sauðárkróki nokkur vers úr Sólar- ljóðum en Rögnvaldur Valbergsson lék undir af fingrum fram á orgel- ið. Þessi flutningsmáti var skemmtilegur og fór vel. Hann skapaði góðan aðdraganda fróð- legs og vandaðs erindis Njarðar P. Njarðvíks um mystík Sólarljóða. í tengslum við Hólahátíð var sýning sjö málverka eftir Gísla Sig- urðsson við efni nokkurra erinda úr Sólarljóðum. Verk Gísla eru sterk og ákveðin jafnt í mynd- rænni tjáningu sem byggingu og litaferð. Sú heild, sem skapaðist á milli lesins efnis, tóna, erindis og mynda var á margan veg hrífandi og áhrifamikil og vel við hæfí á Hól- um, því fornhelga trúar- og menntasetri, sem státar af glæsi- legum þáttum í sögu þjóðarinnar. Hluta þeirra var minnst enn frekar með vandaðri sýningu bóka úr Hólaprenti hinu forna og víðar að, sem komið var fyrir í kór Dómkirkj- unnar. Haukur Ágústsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.