Morgunblaðið - 03.09.1992, Síða 21

Morgunblaðið - 03.09.1992, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1992 21 Málræktarsjóður 500 þús. kr. framlag frá sparísjóðum Málræktarsjóði hefur borist 500 þúsund króna framlag frá Sambandi íslenskra sparisjóða. Hér er um að ræða stærsta fram- lag til sjóðsins frá stofnun hans, 7. mars 1991. Stofnendum Málræktarsjóðs fjölgar stöðugt. Auk framlags sparisjóðanna bárust í ágúst fram- lög frá Grindavíkurbæ (10.000 kr.), Ólafsfjarðarbæ (10.000 kr.), Morg- unblaðinu (100.000 kr.), Auglýs- ingastofunni Hvíta húsinu hf. (20.000 kr.), Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar (100.000 kr.), Húsavíkurkaupstað (50.000 kr.) og Seltjarnarnesi (50.000 kr.). Ennfremur hafa sjóðnum borist fjölmargar minningargjafir og framlög frá einstaklingum. Stofn- endur Málræktarsjóðsins eru orðnir 119 auk íslenskrar málnefndar. í sjóðnum eru um þessar mundir rúmlega 8,5 milljónir króna. -----»■ ♦.♦-- Forsætisráðuneytið Hreinn hættir HREINN Loftsson aðstoðarmað- ur forsætisráðherra hefur látið af því starfi en hann hefur gegnt starfinu frá 1. júní 1991. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um eftirmann hans. Hreinn Loftsson var í ársleyfi frá lögfræðiskrifstofu sinni og mun nú snúa sér aftur að lögmannsstörfum. Hreinn mun áfram sinna sérstökum verkefnum á vegum ráðuneytisins og gegna formennsku í fram- kvæmdanefnd um einkavæðingu. -----♦ ♦ ♦--- Rukkunar- heftí tapaðist Rukkunarhefti tapaðist hjá blað- bera Mogunblaðsins við Ármúla eða Síðumúla. Þeir sem kynnu að geta gefið upplýsingar um heftið vinsam- legast hafíð samband við afgreiðsl- una í síma 691140. Morgunblaðið/Júlíus „Loksins er ég komin heim,“ sagði Hallbjörg Bjarnadóttir söng- kona. Eg hef alla tíð haft mjög mikla heimþrá - segir Hallbjörg Bjarnadóttir EFLAUST kannast margir við nafn Hallbjargar Bjarnadóttur og tengja það jafnframt við sönglistina, sem hún er hvað þekktust fyrir. Margt hefur á daga hennar drifið og hún hefur langtímum dvalið í fjarlægum löndum. Hin síðustu ár hefur hún aftur á móti tileinkað líf sitt myndlistinni en sjálf segir hún að alla tíð haft löngun til að teikna og mála blundað með henni. En Hall- björg er aftur á móti komin heim og að hennar sögn er hún komin til að vera. „Ég hef hreinlega liðið af heim- þrá,“ segir Hallbjörg og segir það eina helstu ástæðuna fyrir komu sinni heim til íslands. „Eg er mjög ánægð að vera nú loksins komin aftur því hér á ég mínar rætur.“ Hallbjörg hefur síðustu þijú ár dvalið í Danmörku þar sem hún hefur ásamt manni sínum starfað að sameiginlegu áhugamáli þeirra, myndlistinni. Síðast var Hallbjörg á íslandi fyrir um þremur árum en þá var gefin út bók um líf hennar sem nefnd var Hallbjörg - eftir sínu hjartans lagi. Það er henni enn ferskt í minni þegar hún söng fyrst en þá var hún aðeins fimm ára gömul. Hún var heldur ekki mjög gömul þegar hún í fyrsta skipti kvaddi heimaland sitt. Hún var þá aðeins 16 ára en áður en langt um leið var hún farin að syngja undir leiðsögn góðra kenn- ara í Kaupmannahöfn. Hún helg- aði sig klassískri tónlist til að byija með en heillaðist fljótt að þeirri tegund tónlistar sem tröll- reið heiminum á fjórða áratugin- um, nefnilega jazzinum. Fyrr en varði var hún orðin mjög eftirsótt söngkoná. Hún ferðaðist víða um Evrópu og dvaldi lengi í Banda- ríkjunum en þar gerðist það eftir langan feril að hún missti rödd- ina. Hún var þó hvergi nærri af baki dottin og vakti upp af dvala hæfileika sinn að mála. „Eitt er það þó, sem ég sakna mikið og það er að hafa aldrei komið til Italíu. Það var og er minn draum- ur að stíga á svið Scala-óperunnar í Mílanó." En hvað hyggst listakonan Hallbjörg gera nú þegar hún er alkomin heim? „Ég verð að láta tímann skera úr um það. í raun veit enginn upp á hveiju ég gæti tekið en satt að segja er það ein- faldlega fullnægjandi í bili að vera komin heim,“ sagði hin lífsglaða Hallbjörg Bjarnadóttir að lokum. Þ.J. Fyrstu réttir um næstu helgi FYRSTU fjárréttir haustsins verða næstkomandi sunnudag. Þá verður réttað á tveimur stöðum í Suður-Þingeyjarsýslu, Hlíðarrétt í Mývatnssveit og Hraunsrétt í Aðaldal. Á meðfylgjandi lista sem Ólafur Dýrmundsson ráðunautur hefur tek- ið saman yfir helstu fjárréttir í haust sést að réttir eru flestar á hefðbundnum tíma. Þó hefur þremur réttum á Suðurlandi verið flýtt um viku, það er Hrunaréttum, Skaftholtsréttum og Skeiðaréttum. Fyrstu stóðréttirnar verða 13. september, þegar réttað verður í Silfrastaðarétt í Skagafirði. sunnud. 13. sept. sunnud. 20. sept. sunnud. 13. sept. sunnud. 13. sept. Auðkúlurétt í Svínavatnshr., A-Hún. laugard. 12. sept. ÁfangagilsréttíLandm.afr., Rang. fimmtud. 24. sept. Baldursheimsrétt, í Mývatnss. S.-Þing. sunnud. 13. sept. Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr. Dalsrétt í Mosfellsdal, Kjós Fellsendarétt í Miðdölum, Dal. Fljótstungurétt í Hvítársíðu, Mýr. Fossvallaréttv/Lækjarb., (Rvík/Kóp.)sunnud. 20. sept. GrímsstaðaréttíÁIftaneshr., Mýr. þriðjud. 15. sept. Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, Árn.laugard. 19. sept. HítardalsréttíHraunhr., Mýr. mánud. 14. sept. HlíðarréttíBólstaðarhl.hr., A-Hún. sunnud. 13. sept. Hlíðarrétt í Mývatnssveit, S-Þing. sunnud. 6. sept. Hraunsrétt í Áðaldal, S-Þing. sunnud. 6. sept. HrunaréttiríHrunamannahr.,Árn. fimmtud. 10. sept. Hrútatungurétt í Hrútafirði, V-Hún. sunnud. 13. sept. Húsmúlarétt v/Kolviðarhól, Árn. laugard. 19. sept. Kaldárrétt v/Hafnarflörð laugard. 19. sept. KjósarréttíKjósarhr., Kjósarsýslu mánud. 21. sept. Kollaijarðarrétt, Kjalameshr., Kjós. mánud. 21. sept. Langholtsrétt í Miklah.hr., Snæf. miðvikud. Laufskálarétt í Hjaltadal, Skagafirði laugard. Miðfjarðarrétt í Miðfírði, V-Hún. sunnud. Nesjavallarétt í Grafningi, Árn. laugard. Oddsstaðarétt í Lundarr.dal, Borg. miðvikud. Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg. föstud. Reykjaréttir á Skeiðum, Árn. föstud. Reynistaðarrétt í Staðarhr., Skag. sunnud. Selflatarétt í Grafningi, Árn. mánud. Selvogsrétt í Selvogi, Ám. mánud. Silfrastaðarétt í Akrahr., Skag. mánud. Skaftholtsréttir í Gnúpv.hreppi, Árn.fimmtud. Skaftárrétt í Skaftárhr., V-Skaft. laugard. Skaftártungurétt í Skaftárt., V-Skaft.laugard. Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. laugard. Skarðsrétt í Borgarhr., Mýr. mánud. Skrapatungurétt í Vindh.hr., A-Hún. sunnud. Stafnsrétt í Svartárdal, A-Hún. laugard. Tungnaréttir í Biskupstungum, Árn.miðvikud. Undirfellsrétt í Vatnsdal, Á-Hún. laugard. Valdarásrétt í Víðidal, V-Hún. föstud. Víðidalstungurétt í Víðidal, V-Hún. laugard. Þórkötlustaðarétt í Grindavík sunnud. Þverárrétt í Þverárhlíð, Mýr. mánud. Ölfusréttir í Ölfusi, Árn. þriðjud. Helstu stóðréttir 16. sept. 12. sept. 13. sept. 19. sept. 16. sept. 18. sept. 11. sept. 13. sept. 21. sept. 21. sept. 14. sept. 10. sept. 12. sept. 12. sept. 12. sept. 14. sept. 13. sept. 12. sept. 16. sept. 12. sept. 11. sept. 12. sept. 20. sept. 14. sept. 22. sept. Skarðarétt í Göngusk., Skag. laugard. 19. sept. hádegi ReynistaðarréttíStaðarhr.,Skag. laug. 19. sept. síðd. Silfrastaðarétt í Akrahr., Skag.sunnud. 13. sept. hádegi Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag.laugard. 3. okt. hádegi Hlíðarrétt í Bólst.hl.hr., Á-Hún. laug. 19. sept. hádegi SkrapatunguréttíVindh.hr., A-Hún. sunn. 20. sept. hád. Víðidalstungurétt í Víðid., V-Hún. laug. 3. okt. hádegi ÁJpLSTýJóT frukost í^TTLDA COOKINTHEBA gatewat J ffó + HÁKNÆBlNG 200 ml HAGKAUP - allt í einni ferd TILBOÐ VIKUNNAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.