Morgunblaðið - 10.09.1992, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1992
> *
Tillaga Utflutningsráðs Islands
Sameinuðu þjóðunum
boðið að flytja upp-
lýsingadeild til Islands
ÞORGEIR Pálsson, markaðsathugunarstjóri Útflutningsráðs ís-
lands, telur að áhrif íslendinga innan Matvæla- og landbúnaðar-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) hafi farið þverrandi undan-
farin ár og vill því að reynt verið að koma íslendingi í áhrifastöðu
í sjávarútvegsdeild FAO á ný. Þetta kemur fram í skýrslu sem
Þorgeir hefur samið fyrir Útflutningsráð um ísland og FAO, eftir
þriggja mánaða dvöl í höfuðstöðvum stofnunarinnar í Róm.
Auk þess leggur Þorgeir til að
í kjölfar aukinna fjárframlaga til
FAO verði Sameinuðu þjóðunum
boðið að staðsetja markaðsathug-
ana- og upplýsingadeild sjávarút-
vegsdeildar FAO, Globefish, á ís-
landi. „Þannig verði tekið fyrsta
skrefið í þá átt að gera ísland að
alþjóðlegri upplýsingamiðstöð fyrir
sjávarútveg í heiminum," segir í
skýrslu Þorgeirs.
Skýnngar Þorgeirs á því að
áhrif íslendinga innan þessarar
stofnunar Sameinuðu þjóðanna
hafa farið þverrandi eru þær að
ísland hafí ekki greitt það hlutfall
þjóðartekna til þróunaraðstoðar,
sem það hafi þó skuldbundið sig
til að greiða. „Heildarframlag okk-
ar til þróunaraðstoðar átti sam-
kvæmt loforði stjómvalda að vera
0,7% til 1% af þjóðartekjum, eða
um tveir milljarðar á ári. Við þessi
framlög hefur því miður ekki verið
staðið og er hlutfall framlags okk-
Afkoma 13 rækju-
vinnslustöðva
Heildartap
167 millj. kr.
í NÝRRI afkomuathugun á 13
rækjuvinnslustöðvum árið 1991
sem Rannsóknarstofnun Háskól-
ans á Akureyri hefur gert kemur
m.a. í (jós að heildartap þeirra á
síðasta ári nam 167 milljónum
króna eða tæplega 8% af veltu.
Mikill munur er á þeim stöðvum
sem sýna besta afkomu og verstu
afkomuna. Þannig var tap þeirra
fimm bestu aðeins 7% af heild-
inni en þeirra fímm verstu var
61% af heildinni.
Samkvæmt athuguninni liggur
munurinn á þessari afkomu einkum
í mismunandi verði á hráefni og
launakostnaði. Munur á hlutfalli
hráefniskostnaðar af framleiðslu-
verðmæti liggur á bilinu 59,6% upp
í 73,1% og hlutfall launakostnaðar
af framleiðsluverðmæti liggur á bil-
inu 11,7% upp í 26,5%. I athugun-
inni segir: „Þannig er bilið milli
mesta og minnsta launakostnaðar
14,8% sem verður að teljast mjög
mikið þegar meðal launahlutfall er
15,6%.“
Sjá einnig frétt á miðopnu.
ar til þróunarmála aðeins 0,07%
af þjóðartekjum," segir í skýrstu
Þorgeirs. Hann segir jafnframt að
menn í áhrifa- og stjómunarstöð-
um innan FAO séu ráðnir í ákveðnu
hlutfalli við fjárframlög landa
þeirra til þróunaraðstoðar og það
segji _sig sjálft að þær upphæðir
sem ísland láti af hendi rakna til
FAO, um 6 til 6,9 milljónir króna
á ári, séu ekki líklegar til að leiða
til aukinna áhrifa og valda.
Sjá Af innlendum vettvangi á
miðopnu.
Hákarl með súkkulaðihúð
Morgunblaðið/Kristinn
Busavígslur fara þessa dagana fram í framhaldsskól-
um landsins. Þessar móttökuathafnir nýnema eru
með ýmsu móti. í Kvennaskólanum í Reykjavík er
busunum gefinn hákarl sem lítur út eins og konfekt
vegna þess að hákarlinn hefur verið húðaður með
súkkulaði.
Tillögur stjórnar Verktakasambands íslands
Framkvæmdir aukist um átta
milljarða króna á árinu 1993
Stórt mál sem þarf að ræða, segir borgarstjóri
í TILLÖGUM stjórnar Verktakasambands íslands sem kynntar
hafa verið ríkisstjórninni og forsvarsmönnum borgar og sveitarfé-
laga, er gert ráð fyrir að verklegar framkvæmdir á vegum hins
opinbera aukist um fimm milljarða á árinu 1993 og heildaraukning
verði 8 milljarðar kr. í tillögunum er gert ráð fyrir að flýtt verði
fjárfestingum í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er
lagt til að gerðar verði breytingar á húsbréfakerfinu. I spá hag-
deildar Félags íslenskra iðnrekenda fyrir VÍ kemur fram að lands-
framleiðsla ykist um 2,5% á næsta ári yrði tillögunum hrundið í
framkvæmd. .
í tillögunum er gert ráð fyrir
að ríki og sveitarfélög taki fjóra
milljarða kr. að láni erlendis til að
íjármagna framkvæmdir og einn
milljarður verði fenginn með því
að fresta fyrirhuguðum fjárfest-
ingum ríkisins í tækjum og búnaði.
Lagt er til að ríkið vetji tveimur
milljörðum kr. til að flýta nýfram-
kvæmdum í vegagerð, þar af ein-
um milljarði kr. til hringvegarins
og sömu fjárhæð til framkvæmda
á höfuðborgarsvæðinu. Þá er lagt
til að ríkið verji einum milljarði kr.
í byggingu ríkisfangelsis og til að
ljúka framkvæmdum í SS-húsinu.
Lagt er til að Reykjavíkurborg
taki um 1,5 milljarða kr. erlent lán
til að flýta framkvæmdum á næsta
ári, þar af færi einn milljarður til
byggingar Ósabrautar og tveggja
hæða gatnamóta á mótum Miklu-
brautar og Kringlumýrarbrautar.
Lagt er til að framkvæmdum við
byggingu fímm leikskóla og breyt-
ingu á Laugardalshöll verði flýtt
auk annarra verkefna.
Lagt er til að stærri sveitarfélög-
in á höfuðborgarsvæðinu hraði
framkvæmdum við sameiginlega
fráveitu höfuðborgarsvæðisins og
veiji til þess 500 milljónum kr. sem
tekið verði að láni erlendis. Þá er
lagt til að einkaaðilar taki að sér
framkvæmd og fjármögnun tvö-
földunar Reykjanesbrautar, en
áætlaður kostnaður er 1.550 millj-
ónir kr. Verkið yrði fjármagnað á
árinu 1993 með erlendu lánsfé,
0,5-1 milljarður kr., og innlendu
og erlendu áhættufé, 0,3-0,5 millj-
arðar kr.
Lagt er til að lánshlutfall í hús-
bréfakerfínu til þeirra sem kaupa
í fyrsta sinn verði aukið úr 65% í
80% af kaupverði íbúðar. 80% láns-
hlutfall getur, að mati VÍ, aukið
íbúðabyggingar um 300 á næsta
ári. Breytingin hefði í för með sér
2 milljarða aukningu í húsbréfaút-
gáfu hjá Húsnæðisstofnun ríkisins.
í mati á áhrifum tillagnanna
kemur fram að framkvæmdakostn-
aður yrði alls 8 milljarðar kr. Árs-
verk yrðu 1.940 og beinar og
óbeinar tekjur hins opinbera rúmir
5 milljarðar kr., þar af 1.164
milljónir kr. í sparnaði atvinnuleys-
istryggingasjóðs, annað í formi
beinna og óbeinna skatta.
Þórarinn V. Þórarinsson, sem
sæti á í atvinnumálanefnd ríki-
stjómar, aðila vinnumarkaðarins
og fulltrúa sveitarfélaga, segir að
nefndin sé þeirrar skoðunar að það
geti verið skynsamlegt að efna til
fjárfestinga í samgöngukerfínu
sem miðuðu að því að gera þjóðfé-
lagið samkeppnisfærara.
„Tillögurnar hafa ekki verið
ræddar ennþá, enda nýtilkomnar.
Ég geri ráð fyrir að þær verði lagð-
ar fyrir í borgarráði til kynningar
á þriðjudag. Það er bent á ýmsa
framkvæmdaþætti en jafnframt
talað um stórfelldar lántökur.
Þetta er stórt mál sem þarf að
ræða,“ sagði Markús Öm Antons-
son borgarstjóri.
Hagræðingarsjóður
Allt að 567 míllj. kr
fyrir kvóta sjóðsins
FYRIR 12 þúsund tonna aflaheimildir Hagræðingarsjóðs sjávarút-
yegsins í þorskígildum fást 553-567 miHjónir króna, miðað við verð
á aflakvóta 17. ágúst sl., samkvæmt fréttabréfi Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna. Miðað var við að 525 mil(jónir fengjust fyrir
kvótasölu úr Hagræðingarsjóði í haust en mikið hefur verið rætt
um það að undanförnu að þetta markmið næðist ekki. Aflaheimildir
sjóðsins eru 18.300 tonn af fiski upp úr sjó á yfirstandandi fiskveiði-
ári. Þar af eru 7.400 tonn af þorski, 2.300 af ýsu, 3.300 af ufsa, 3.700
af karfa, 1.100 af grálúðu og 500 tonn af skarkola.
Orgelsmiði
Grein eftir Hörð Askelsson organista
sem hvetur fólk að koma íHallgríms-
kirkju ogsjá með eigin augum orgel-
smlðina sem brátt hefur tekið á sig-
endanlega mynd 11
Meint símtal Díönu______________
Aldraði hankamaðurinn sem seldi
símtalið iðrast að hafa látið græðgina
ná tökum á sér 23
Leiðari
Sóknarfæri í sjávarútvegi 24
SÖQUMENN
wgssaii
Viðskipti/Atvinnulíf Á Dagskrn
► íslensku húsgagnaiðnaður í
varnarstöðu - Miklir möguleik-
ara íslendinga á Kamtsjatka -
Breskir ráðgjafar mæla með
ráðstefnumiðstöð
► Mútur í bandarískum hafnar-
bolta - Morse lögreglufulltrúi
aftur á skjáinn - Afmælisrokk
Vífilfells - Aströlsk björgunar-
sveit - Frumlegar froskalappir
„Einungis einn af 546 smábátum
á aflamarki hefur forkaupsrétt að
aflaheimildum Hagræðingarsjóðs
sjávarútvegsins, þar sem skip þurfa
að hafa fengið úthlutað a.m.k. 179
tonna aflakvóta í þorskígildum til
að eiga þennan forkaupsrétt," segir
Örn Pálsson framkvæmdastjóri
Landssambands smábátaeigenda.
Hann segir að samkvæmt reglu-
gerð um Hagræðingarsjóð frá 2.
mars sl. eigi skip forkaupsrétt að
aflaheimildum sjóðsins í samræmi
við aflahlutdeild hvers skips af
hverri tegund en nemi samanlagður
aflakvóti, sem útgerð skips eigi for-
kaupsrétt að, minna en 7 tonnum
í þorskígildum falli forkaupsréttur-
inn niður. Skip, sem nái þessu 7
tonna marki, geti þannig fengið
samtals 1.369 tonna kvóta í þorsk-
ígildum úr Hagræðingarsjóði frá
þeim, sem nái markinu ekki, eða
11,4% af heildarkvóta sjóðsins.
Örn segir að af þessum 1.369
tonnum færist samtals 630 tonn
smábátum en forkaupsréttur
aflaheimildum Hagræðingarsji
falli einnig niður hjá 127 bátum
sérveiðiheimilda vegna ofangreir
ákvæðis, svo og hjá 43 af 45 b
um, sem hafí leyfí til rækjuveið
Isafjarðardjúpi og Húnaflóa. Bá
án sérveiðiheimilda verði þannig
rétti til að kaupa samtals 400 tc
í þorskígildum af kvóta sjóðsins
„Kvótinn færist þannig frá sn
bátum og bátum til togaranna
þeir hafa ekki náð að veiða up
sinn kvóta og hafa því fengið b:
til að veiða fyrir sig. Þar sem sn
bátar veiða aðallega þorsk var kv
þeirra skertur nú í haust um :
að 28,5% og ef smábátaeigem
fá senda peninga til að mæta kvó
skerðingunni hef ég ekki heyrí
þeim annað en að peningarnir æ
að ganga til kvótakaupa. Það
eini möguleikinn fyrir þá til að 1
af,“ fullyrðir Örn Pálsson.