Morgunblaðið - 10.09.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1992
11
Orgelsmíði í Hallgrí mskirkj u
eftir Hörð Askelsson
Það er ótrúlega spennandi að
koma í Hallgrímskirkju þessa dag-
ana. Yfir inngöngudyrum í turnrými
er að rísa stærsta og voldugasta
hljóðfæri íslendinga. Tignarlegir
eikarturnar og silfurgljáandi orgel-
pípur, þær stærstu 10 metra lang-
ar, gnæfa á bak við net af vinnu-
pöllum. Frá því í byrjun júlí hafa
fjórir þýskir orgelsmiðir unnið
kappsamlega við að fella saman tré
og tré, tengja pípu og vind, nótu
og loftloka, allt eftir kúnstarinnar
reglum, sem margra alda orgel-
smíði hefur framkallað. Kirkjugest-
ir og þúsundir ferðamanna í Hall-
grímskirkju hafa lýst hrifningu
sinni á stórfengleik þess sem fyrir
augu ber. Þeir sem fylgst hafa með
smiðunum dást að handbragðinu.
Nú á fyrstu dögum september
mánaðar er orgelhúsið, sem smíðað
er úr gegnheilli eik, nær fullgert
og orgelpípur farnar að raðast í,
en þær eru 5.275 að tölu af öllum
„Ég vil leyfa mér að
hvetja fólk til að koma
í Hallgrímskirkju og sjá
með eigin augum smíð-
ina, sem brátt hefur
tekið á sig endanlega
mynd. Þar er hægt að
ganga frá kaupum á
orgelpípum.“
stærðum. Samtímis orgeluppsetn-
ingunni fara fram aðgerðir til leið-
réttingar á hljómburði Hallgríms-
kirkju, m.a. með smíði bólstraðra
kirkjubekkja. Framkvæmdin hefur
kallað á fjölda vinnandi handa í
Orgelsmiðir: Giinther Schumac-
her við pipur. Hans Kraemer við
hljómborð.
Myndir/Kristinn
langan tíma. Kostnaður er orðinn
miklu meiri en Hallgrímssöfnuður
einn ræður við. Kallað hefur verið
eftir hjálp og margir hafa svarað
kalli.
í mörg hefur verið safnað fé í
orgelsjóð og skipta gefendur þús-
undum. Síðustu tvö árin hefur kjör-
orð söfnunarinnar verið „gefum
orgelpípu“. Fólki og fyrirtækjum
hefur verið gefinn kostur á að
kaupa einstakar orgeipípur til að
gefa kirkjunni og leggja orgelinu
til sinn persónulega tón. Með þess-
um hætti hafa selst um 1500 pípur
að andvirði um 15 milljónir króna.
Nöfn gefendanna og þeirra sem
gjafírnar eru tileinkaðar verða varð-
veitt svo lengi sem pípurnar hljóma
um langa framtíð. Við forráðamenn
orgelsöfnunarinnar gleðjumst dag-
lega með gefendum og þökkum
fyrir hveija gjafapípu sem bætist í
safnið. Við erum þó ekki áhyggju-
lausir vegna þeirra háu upphæða
sem Hallgrímssöfnuður á enn eftir
að greiða vegna orgeisins og hljóm-
burðaraðgerðanna. Hinar mörgu
óseldu pípur geta létt byrðina veru-
lega, andvirði þeirra nálgast að
vera 30 milljónir króna. Við trúum
því að enn séu margir á meðal okk-
ar, innan og utan Hallgrímssóknar,
sem þrátt fyrir ásetning hafa ekki
komið því í verk að kaupa pípu.
Ég vil leyfa mér að hvetja fólk til
að koma í Hallgrímskirkju og sjá
með eigin augum smíðina, sem
brátt hefur tekið á sig endanlega
mynd. Þar er hægt að ganga frá
kaupum á orgelpípum. Einnig er
hægt að hringja í síma kirkjunnar
og panta pípur. Pípurnar eru flokk-
aðar eftir stærð og tónhæð, þær
ódýrustu á 2.000 krónur og þær
dýrustu 25.000. Markmiðið er að
selja allar pípurnar fyrir 13. desem-
ber nk., en þann dag er fyrirhugað
að vígja þetta mesta hljóðfæri ís-
lands.
Þegar kemur lengra fram á
haustið fara fyrstu tónarnir að
heyrast í Hallgrímskirkju og þ. 13.
desember munu flóðgáttir tónahim-
ins opnast og helgidómurinn fyllast
af þeim margbreytilegu litum sem
drottning hljóðfæranna ein getur
framkallað. Þá verður mikil hátíð í
kirkju Hallgríms Péturssonar.
Höfundur er organisti
Hallgrímskirkju.
VERÐLÆKKUN
Gerðu raunhæfan samanburð á verði og
gæðum. Accord er sérlega vandaður og vel
heppnaður bíll jafnt að utan sem innan.
Verð eftir lækkun:
Accord EX með sjálfskiptingu: 1.518.000,-
Accord. EXi með sjálfskiþtingu: 1.615.000,-
Líttu við í Vatnagörðum 24 og kynntu þér
góða bíla og greiðslukjör við allra hæfi.
Tökum góða notaða bíla sem greiðslu upp í
nýjan.
Einkenni Civic eru fegurð og glæsileiki.
Þetta er bíll sem þú mátt ekki láta framhjá
þér fara. Nú býðst Civic á einstaklega
hagkvæmum kjörum. Verð eftir lækkun:
Civic 3dyra á verði frá: 899.000,-
Civic 4dyra á verði frá: 1.178.000,-
0
HONDA
ÁRÉTTRI LÍNU