Morgunblaðið - 10.09.1992, Side 22
22
MÖRGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1992
Varað við
ólgu í sam-
veldinu
KONRAD Porzner, yfirmaður
þýsku leyniþjónustunnar, segir
í viðtali við Kölnarblaðið Ex-
press, að hætta sé á efnahags-
legri og stjórnmálalegri upp-
lausn í Samveldisríkjunum, sem
haft geti miklu alvarlegri af-
leiðingar en ástandið í Júgó-
slavíu nú. Þá telur hann ástæðu
til að óttast, að ágreiningur
milli þjóðarbrota og landa-
mæradeilur geti leitt til nýs
einræðis í Rússlandi. Minnir
hann á, að vopnabirgðir í Sam-
veldisríkjunum séu miklu meiri
en júgóslavnesku lýðveldunum.
Seðlar í sal-
ernispappír
RÚMENAR hafa fengið sinn
versta grun staðfestan. Gengis-
fall gjaldmiðilsins, leisins, er
svo mikið, að peningaseðlarnir
eru ekki brúklegir í annað en
klósettpappír. Blaðinu Eveni-
mentul Zilei hefur verið sendur
klósettpappír þar sem finna
má brot úr 100-leia-seðlum og
talsmaður seðlabankans hefur
staðfest, að vikulega séu allt
að sex tonn af sundurtættum
seðlum send til endurvinnslu.
Seðlarnir þykja svo óvandaðir,
að varla er hægt að lesa á þá
og þar fyrir utan eru þeir sagð-
ir svo skítugir, að fólk verði
að þvo sér um hendur eftir að
hafa handfjatlað þá.
Herferð gegn
heimalöndum
AFRÍSKA þjóðarráðið ætlar að
halda áfram herferð sinni gegn
heimalöndum svertingja, sem
það segir vera afsprengi að-
skilnaðarstefnunnar, en margir
óttast, að hún geti leitt til mik-
illa átaka milli blökkumanna.
Allt að 28 menn voru felldir
og 200 særðust á mánudag
þegar hermenn í einu heima-
Iandanna, Ciskei, skutu á
stuðningsmenn Þjóðarráðsins,
en í gær átti að efna til mótmæ-
lagöngu í Owa-Owa, sem er
minnst heimalandanna 10.
Málssókn
gegn forseta
hraðað
ÞINGIÐ í Brazilíu hefur ákveð-
ið að hraða málssókn á hendur
Femando Collor de Mello for-
seta og hefur honum verið skip-
að að hafa málsvörnina tilbúna
eftir viku. Er honum gefin að
sök spilling og misferli með
opinbert fé. Er búist við, að
formleg ákvörðun um málssókn
verði tekin á þingi 26. þ.m. en
hún krefst samþykkis tveggja
þriðju hluta þingmanna. Ibsen
Pinheiro, forseti neðri deildar
þingsins, hefur ákveðið, að at-
kvæðagreiðslan verði opinber,
ekki leynileg eins og oft er, og
er það talið auka líkur á, að
málshöfðunin verði samþykkt.
Sver fyrir
íslamskt ríki
NÝR leiðtogi í Tadzhíkístan,
Akbarsho Iskandarov, vísaði í
gær á bug ótta sumra við, að
nýtt öfgatrúarríki væri að fæð-
ast á rústum kommúnismans.
„Það má ekki verða og mun
ekki verða,“ sagði Iskandarov
en hann hefur tekið við forseta-
embættinu eftir að kommún-
istaleiðtoginn Rakhmon
Nabíjev var neyddur til að segja
af sér. í Tadzhíkístan búa rúm-
lega fimm milljónir manna og
eru flestir múslimar.
Breska útvarpið
Sovésk tækni
gegn truflun-
um Kínverja
London. Reuter.
BRESKA útvarpið, BBC, hyggst
notfæra sér sendistöðvar á
Kyrrahafsvæðum Rússlands til
að koma fréttaútsendingum
heimsþjónustunnar, BBC World
Service, betur á framfæri við
Kínverja. Kíriverska stjórnin
truflar sendingar erlendra
stöðva sem eiga að ná eyrum
almennings en talið er að hægt
sé að snúa.
Útvarpsstöðin sendir nú þegar
til Kína frá stöðvum í Hong Kong
og Singapore. Talsmenn BBC
segja að sendingarnar hafi verið
truflaðar síðan herlið var látið
bijóta á bak aftur mótmæli stúd-
enta á Torgi hins himneska friðar
í Peking árið 1989. Sovétríkin tru-
fluðu útsendingar stöðvarinnar til
ársins 1987.
Samningurinn um afnot af
sendistöðvunum í Rússlandi var
gerður við sameiginlega yfirstjórn
útvarpsmála i Moskvu. Samkvæmt
honum mun BBC einnig fá afnot
af sendistöð í Tashkent, höfuðborg
Úzbekístans, og hyggst nota hana
til að útvarpa til Indlandsskaga.
Sígaunar velja sér konung
Ion Cioaba nýkrýndur konungur sígauna meðal stuðningsmanna eftir krýningarathöfn í bænum Bistrita í Rúmen-
íu. Cioaba sagðist nú konungur (Bulibasha) allra sígauna en talið er að þeir séu um þrjár milljónir talsins í
Rúmeníu einni.
Ríkisstjórn Þýskalands vill samstöðu um sex liða þjóðarsátt
Kohl viðurkennir að mistök
voru gerð við sameininguna
Bonn. Reuter.
HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, vísaði í gær á bug ásökunum
um, að stjórnarforysta hans væri veik og fálmkennd. Hann varði
gerðir sínar vegna sameiningarinnar 1990 og lagði til, að allir stjórn-
málaflokkar landsins stæðu að neyðaráætlun til að reisa við austur-
hluta landsins.
Kohl viðurkenndi í fjárlagaum-
ræðum á þinginu í Bonn, að honum
hefðu orðið á mistök fyrir og eftir
sameininguna og skoraði á forystu
Jafnaðarmannaflokksins að taka
þátt í neyðarumræðum með stjórn-
arflokkunum um sex liða „þjóðar-
sátt“.
Hann sagði, að þingið yrði að
leggja austurhlutanum til 150 millj-
arða marka á ári „í langan tíma“,
en lét hjá líða að minnast á það sem
harðast hefur verið deilt um síðast-
liðna tíu daga, það er hvar taka
ætti þessa ijármuni.
Kohl, sem varð kanslari í október
1982, leit til baka og sagði: „Þau
eru orðin tíu árin, og sérstaklega á
síðustu tveimur árum hefur okkur
tekist að koma miklu í verk, þó að
sumt yrði út undan, og við gerðum
margt rétt, þó að í sumU tækist
ekki eins vel til.“
Björn Engholm, leiðtogi jafnað-
armanna, sagði við umræðurnar:
„Ræða, sem byggist á einkunnar-
orðunum „trú, von og kærleikur"
nægir ekki til að lægja kvíðann í
bijósti fólks og uppfýlla þarfir
þess.“
Bæði Engholm og Kohl lögðu
áherslu á, að þeir hefðu ekki áhuga
á „stórri samsteypustjórn", en
fréttaskýrendur hafa margir getið
sér þess til undanfarna daga, að
sá kostur kynni að verða ofan á.
Kaupmáttur Kúbumanna hefur
minnkað um 70% á þremur árum
Sykurinn nægir ekki fyrir olíu
Ilavana. Reuter.
KÚBA á við gífurlegar efnahagsþrengingar að stríða, meiri en
nokkru sinni, en eftir sem áður er það sykurinn sem landsmenn
verða að byggja afkomu sína svo til eingöngu á. „Nú verðum við
jafnvel að knýja farartæki okkar með sykri,“ sagði Fidel Kastró
leiðtogi í ræðu á sunnudag, þar sem hann gerði opinskátt grein
fyrir efnahagsörðugleikum þjóðar sinnar.
Frá því að slitnaði upp úr íviln-
unar-viðskiptum Kúbu við fyrr-
verandi kommúnistaríki í Austur-
Evrópu og Sovétríkin fyrrverandi,
hafa Kúbveijar fengið miklu
minna fyrir sykurútflutning sinn.
Það hefur aftur haft í för með
sér, að minni fjárráð hafa verið
til kaupa á olíu, tækjum, áburði
og illgresiseyði, að ekki sé talað
um matvöru. Og þegar minna er
um eldsneyti, áburð og varahluti,
skapast hætta á, að sykurupp-
skeran, sem verið hefur meginstoð
efnahagslífsins um árabil, dragist
saman.
Kastró upplýsti, að sykurupp-
skeran 1991-92 yrði sjö milljónir
tonna, sem væri betra en búist
hefði verið við, en minna en
nokkru sinni í meira en áratug.
Hann sagði, að við núverandi við-
skiptakjör og olíuverð væri ekki
meira en svo, að þjóðin skrimti.
„Sykurinn sem við flytjum út
nægir ekki fyrir olíunotkun okkar
eins og hún er nú,“ sagði hann.
Eyjarskeggjar leitast nú við að
láta sex milljónir tonna af olíu
duga yfir árið, en fluttu inn 13
milljónir tonna, meðan samning-
arnir við Sovétríkin fyrrverandi
voru í gildi. Þetta hefur meðal
annars leitt til rafmagnsskömmt-
unar, samdráttar í samgöngum
og lokunar iðnfyrirtækja. Og uxar
hafa tekið við hlutverki dráttar-
véla.
Þá hafa framkvæmdir við
fyrsta og eina kjarnorkuverið á
Kúbu stöðvast, þar sem ekki eru
efni til að ljúka við það. Tilboð
Rússa í lokaáfangann þótti óað-
gengilegt. Kúbveijar verða því að
reiða sig á olíuna áfram.
Erfitt að halda
í horfinu
Kastró kvartaði um verðþróun
á olíu í samanburði við sykurverð
og kvað land sitt hafa glatað 70%
af kaupmætti sínum á síðastliðn-
um þrerriur árum. „Það er ekkert
smáræðisáfall fyrir efnahagslíf-
ið,“ sagði hann.
Hann sagði, að til að auka enn
á vandræði landsmanna hertu
Bandaríkjamenn æ meir á 30 ára
gömlu viðskiptabanni sínu. „Þeir
gera allt sem þeir geta til að koma
í veg fyrir að við fáum olíu og
leggja kapp á að hindra að okkur
áskotnist peningar til að greiða
fyrir þá Iitlu olíu sem við fáum.“
Enda þótt Kúbverjar hafi dijúg-
ar gjaldeyristekjur af útflutningi
á nikkel, sjávarvörum, tóbaki og
lyfjum, er sykurinn enn sú megin-
undirstaða, sem efnahagur þeirra
hvílir á. Þess vegna er mikið í
húfi fyrir þá, að sykuruppskeran
1992-93 bregðist ekki.
En neikvæðu áhrifín, sem
skortur á áburði og illgresiseyði
getur haft fram að uppskerutím-
anum, kunna að gera það erfiðara
en nokkru sinni fyrr að halda í
horfmu.