Morgunblaðið - 10.09.1992, Page 25
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1992
25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1992
Otgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Arvakur h.f., Reykjavik
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið.
Sóknarfæri í
sjávarútvegi
Neyðin kennir naktri konu að
spinna, segir gamalt mál-
tæki, og hefur það berlega sann-
ast í íslenzkum sjávarútvegi. Þar
hafa átt sér stað mikilvægar breyt-
ingar, þegar að honum hefur verið
þrengt eins og t.d. vegna löndun-
arbanns erlendis eða hruns veiði-
stofna. Slík áföll hafa neytt menn
til að endurskoða ríkjandi venjur
við veiðar og vinnslu og leita nýrra
sóknarfæra. Slík staða er enn einu
sinni komin upp vegna niðurskurð-
ar á þorskafla.
Um árabil hefur verið um það
rætt að íslenzk fiskiskip leituðu á
fjarlæg mið eða jafnvel keyptu sér
veiðileyfi hjá öðrum þjóðum. Eftir
að veiðikvótar fóru að ganga kaup-
um og sölum, oft á háu verði,
hafa augu manna beinzt meira að
þessu. Nú eru tvö íslenzk línuveiði-
skip farin á veiðar við Austur-
Grænland, þar sem þau hafa keypt
veiðileyfi. Þetta eru skipin Lísa
María ÓF og Skotta HF. Útgerðar-
maður Lísu Maríu, Sigurður Gunn-
arsson á Ólafsfirði, segir, að greitt
sé fyrir veiðileyfið með ákveðnum
hluta aflaverðmætis, en skipið
mun stunda þessar veiðar til ára-
móta. Aflinn er flakaður og fryst-
ur um borð. Það er vel þess virði
fyrir útgerðarmenn að kanná,
hvort ekki séu möguJeikar á að
semja við Grænlendinga um frek-
ari veiðileyfakaup, enda skortir þá
sjálfa skip og telja því eðlilegt að
selja veiðikvóta.
Ýmsir aðrir möguleikar á veiði-
leyfakaupum, eða jafnvel milli-
ríkjasamningum um veiðiheimild-
ir, þurfa að skoðast nánar. í því
sambandi má benda á þorskveiðar
í Barentshafi, þar sem mikil fisk-
gengd er nú og vaxandi, enda
hafa frændur vorir Færeyingar
samið um slíkar veiðar við Rússa.
Hvers vegna ekki íslendingar?
Þetta er verðugt verkefni fyrir ís-
lenzk stjómvöld og útgerðarmenn.
Minna má á, að okkur er heimilt
að stunda rækjuveiðar á frísvæði
við Svalbarða, en enginn hefur
sýnt því áhuga ennþá og setja
menn aðallega fyrir sig, að rækjan
er smá á þessu svæði og óljóst
um arðsemi veiðanna.
Undanfarna mánuði hefur verið
skýrt frá því að erlendir einkaaðil-
ar og jafnvel ríkisstjórnir vilji
gjaman fá íslendinga til að stunda
veiðar í þeirra heimhöfum. Ind-
veijar voru á fenð hér fyrr í sumar
til að leita samstarfs á þessu sviði
og sjávarútvegsráðherra Mexíkó
kom hingað fyrir skömmu í sama
skyni. Tækifæri eru talin mikil
fyrir íslenzkan sjávarútveg í báð-
um þessum löndum, ekki sízt Mex-
íkó.
í skýrslu, sem Bjöm A. Bjarna-
son, fiskveiðiráðgjafi, hefur samið
fyrir Icecon um samvinnu íslend-
inga og Mexíkóbúa í sjávarútvegi,
segir, að allt bendi til að arðvæn-
legt sé fyrir íslendinga að hefja
útgerð í Mexíkó. Þar er útlending-
um heimilt að eiga 49% hlut í fiski-
skipum og fiskvinnslu- og mark-
aðsfyrirtæki mega að fullu vera í
eigu útlendra. Nýr fríverzlunar-
samningur Mexíkó, Bandaríkj-
anna og Kanada veitir tolllausan
og frjálsan aðgang að einu stærsta
og auðugasta markaðssvæði ver-
aidar. Mexíkóbúar eru áfjáðir í að
ná samvinnu við íslendinga vegna
verk- og tæknikunnáttu við veiðar
og reyndar ekki síður í vinnslu.
Við Mexíkó eru auðug og vannýtt
fiskimið, þótt rannsóknir skorti.
Útgerðar- og framkvæmdakostn-
aður er miklu lægri en á íslandi,
leyfisgjöld og skattar lágir og gjöld
fyrir hvers kyns þjónustu, að því
er Björn segir í skýrslu sinni. Ólík-
legt er að sjávarútveginum gefist
arðbærari tækifæri en í Mexíkó
til að skapa verkefni fyrir of stór-
an fiskveiðiflota og bæta upp
minnkandi vinnu sjómanna og
annarra í fiskvinnslu. Stjórnvöld
og hagsmunasamtök í sjávarút-
vegi þurfa því í fullri alvöru að
snúa sér að þessu verkefni.
Dæmi um breyttan hugsana-
gang og áherzlur í íslenzkum sjáv-
arútvegi eru kaup Granda hf. á
stórum eignarhluta í útgerðar- og
fiskvinnslufyrirtækinu Friosur í
Chile. Til athugunar er nú, að ís-
lendingar kaupi meirihluta í
Rostocker Fischfang, öðru stærsta
útgerðarfyrirtæki í Þýzkalandi.
Þessi þróun gefur tækifæri til að
nýta íslenzka sérþekkingu í út-
gerð, selja hvers konar útgerðar-
vörur og þjónustu. Við blasir, eftir
að við gerumst aðilar að Evrópsku
efnahagssvæði, að íslendingar
kaupi útgerðar- og vinnslufyrir-
tæki í aðildarlöndum þess, og
reyndar víðar um heim, og bæti
þannig samkeppnisstöðu sína og
umsvif í sjávarútvegi og tengdum
greinum.
Tvennt má nefna til viðbótar
um breytingar í íslenzkum sjávar-
útvegi, annars vegar stóraukinn
áhuga á sókn í stofna utan fisk-
veiðilögsögunnar og landanir er-
lendra skipa á afla í höfnum hér.
Vopnfirðingar hafa keypt þorsk
úr Barentshafi af rússneskum
frystitogara og líkur eru á að slíkt
færist stórlega í vöxt til að skapa
atvinnu í frystihúsunum. Ómældir
möguleikar munu og skapast með
EES-aðild fyrir fiskiðnaðinn til að
fullvinna afia á markað 380 millj-
óna manna og margir telja, að í
fullvinnslunni felist framtíðin.
Það má því segja, að þess sjáist
glögg merki, að þáttaskil eru að
verða í íslenzkum sjávarútvegi,
bæði veiðum og vinnslu, enda virð-
ast sóknarfærin vera mörg bæði
innanlands og utan.
Afkoma 13 rækjuvinnslustöðva 1991
100-
75
Hlutfall hráefniskostnaðar
af framleiðsluverðmæti
13 rækjuvinnslustöðva
er frá 59,6 og upp í 73,1 %
56
Fimm best reknu fyrir- tækin eru með 56%
7 af heildarveltunni og að-
mbb eins 7% af heildartapinu
50
25
Hlutfall launakostnaðar
af framleiðsluverðmæti
■13 rækjuvinnslustöðva
er frá 11,7 og upp í 26,5%
19 Q Þrjú meðalfyrirtæki eru
□ I með 19% af veltunni en
| 32% af heildartapinu
llllllliim.
(SU
25
Fimm verst reknu fyrir-
tækin eru með 25%
af heildarveltunni og
61 % af heildartapinu
Framkvæmdastj órn VSI
Ohj ákvæniilegt að af-
nema aðstöðugjald
AFNÁM aðstöðugjaldsins mun að
mati framkvæmdastjórnar Vinnu-
veitendasambandsins hafa jákvæð
áhrif á þjóðarbúið. Með því móti
má lækka verðlag um allt að 2%,
auka atvinnu og almenn umsvif í
þjóðfélaginu. Aðstöðugjaldið veikir
stöðu íslenskrar verslunar, fram-
leiðslu og þjónustu í stöðugt vax-
andi samkeppni og styrkir að sama
skapi stöðu erlendra keppinauta.
Gjaldið leggst á alla veltu íslenskra
fyrirtækja og því er sama varan
margsköttuð i framleiðslu og dreif-
Afkomuathugun á 13 rækjuvinnslustöðvum
Heildartap nam 8% af veltu 1991
Mikill munur er á best reknu og verst reknu stöðvunum
AFKOMUATHUGUN sem gerð hefur verið á rekstri 13 rækjuvinnslu-
stöðva á síðasta ári sýnir að heildartap þeirra nam tæplega 8% af veltu
eða samtals 167 milljónum króna. Þessar stöðvar vinna úr ríflega helm-
ingi af rækju sem berst á land hérlendis og athygli vekur að mikill
munur er á best reknu og verst reknu stöðvunum. Fimm af þeim bestu
eru með 56% af veltu þessa hóps en 7% af heildartapi. Fimm af þeim
verstu eru með 25% af veltunni en 61% af heildartapi. Munurinn þarna
á milli skýrist að stórum hluta af mismunandi hráefniskostnaði og launa-
kostnaði þessara vinnslustöðva.
Afkomuathugun þessi var unnin
af þremur mönnum frá Rannsókna-
stofnun háskólans á Akureyri í sam-
vinnu við forráðamenn rækjuvinnslu-
stöðvanna 13. Valtýr Hreiðarsson var
verkefnisstjóri en nemendurnir
Skarphéðinn Jósefsson og Ögmunduí
Knútsson unnu ásamt honum. Sjávar-
útvegsráðuneytið veitti styrk til þessa
verkefnis. Afkomuathugunin var
þannig byggð upp að gerð var heildar-
skýrsla um allan hópinn en síðan fékk
hver vinnslustöð um sig sérskýrslu
þar sem fram kemur hvernig hún
stendur í samanburði við þær stöðvar
sem sýna bestu afkomuna.
Þegar rekstrarafkoma ársins hjá
þessum vinnslustöðvum er skoðuð
kemur í Ijós að tvær af 13 skiluðu
hagnaði af reglulegri starfsemi.
Heildarafkoma þeirra sýndi hins veg-
ar tap upp á 7,81% af framleiðsluverð-
mæti ársins sem samsvarar 9,30
krónum á hvert kg hráefnis sem unn-
ið var. Alls unnu þessar vinnslustöðv-
ar úr 18.000 tonnum af rækju sem
er 53,2% af því hráefni sem fór til
vinnslu á árinu. Höfundar athugunar-
innar telja því að þessar vinnslustöðv-
ar séu ágætt þversnið af rækjuiðnað-
inum hérlendis.
í niðurstöðum athugunarinnar
kemur m.a. fram að afkoma þessara
vinnslustöðva er frá því að vera 7,2%
hagnaður niður í 24,7% tap sem er
bil upp á 31,9%. Þessi munur á af-
komu felst að miklu leyti í mismuni
á hráefniskaupum og launakostnaði.
Hlutfall hráefniskostnaðar af fram-
leiðsluverðmæti á árinu 1991 var
nokkuð misjafnt milli vinnslustöðva
eða frá 73,1% í 59,6% sem er 13,5%
mismunur. Meðaihráefniskostnaður
mældist 65%. Þessi munur liggur að
mestu í uppruna og stærðardreifmgu
hráefnisins, þ.e. hvort um innfjarðar-
eða úthafsrækju var að ræða, ferska
eða frysta. Til samanburðar má nefna
að hlutfall hráefniskostnaðar í vinnslu
á þorski er að jafnaði 50-60%.
Launakostnaðurinn reyndist mjög
mismunandi eftir vinnslustöðvum eða
frá því að vera 26,5% hlutfall af fram-
leiðsluverðmæti niður í 11,7%. „Þann-
ig er. bilið milli mesta og minnsta
launakostnaðar 14,8% sem teljast
verður mjög mikið þegar meðallauna-
hlutfall er 15,6%,“ segir í athugun-
inni.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð-
herra segir augljóst að taka þurfi á
mörgum þáttum í rekstri fyrirtækj-
anna í þessari grein en afkomuathug-
un þessi sé nauðsynleg til að hægt
sé að haga uppbyggingarstarfinu á
sem bestan hátt. „Þetta er nýjung í
athugunum af þessu tagi því fyrir-
tækjunum er gefinn kostur á að bera
sig saman,“ segir Þorsteinn. „Því
lögðum við okkur fram um að styðja
þetta verkefni og árangurinn af því
er góður. Ég tel að þetta geti orðið
góður hvati til að skoða fleiri þætti
sjávarútvegs með svipuðum hætti.“
Pétur Bjarnason framkvæmda-
stjóri Félags rækju-og hörpudisk-
framleiðenda segir að ástæða fyrir
slæmri heildarafkomu í rækjuvinnslu
á síðasta ári megi að stærstum hluta
rekja til þess verðfalls sem varð á
afurðunum á erlendum mörkuðum.
Útlitið nú sé hins vegar bjartara og
verð hafi verið nokkuð stöðugt í sum-
ar. Hvað afkomuathugunina varðar
segir Pétur að vinnslustöðvarnar hafi
verið að aðlaga sig hinum breyttu
aðstséðum á markaðinum og þessi
athugun geri þeim kleyft að átta sig
betur á hvað þær þurfa að bæta í
rekstri sínum.
ingu áður en hún kemst endanlega
í hendur neytenda, segir í fréttatil-
kynningu VSI um samþykkt fram-
kvæmdastjórnarinnar.
„íslensk fyrirtæki munu þurfa að
mæta aukinni samkeppni ekki hvað
síst með tilkomu sameiginlegs mark-
aðar Evrópubandalagsins og Evr-
ópska efnahagssvæðisins. Þessi þróun
er óumflýjanleg og óháð því hvaða
form verður á samskiptum Islands við
Evrópubandalagið í framtíðinni.
Afnám aðstöðugjaldsins er því óhjá-
kvæmilegt og forsenda þess að íslensk
fyrirtæki geti aukið markaðshlutdeild
sína innanlands og þess að sótt verði
fram á sviðum útflutnings á vörum
og þjónustu. íslensk fyrirtæki geta
ekki gengið til leiks í alþjóðlegri sam-
keppni í fjötrum úrelts skattkerfis.
Framkvæmdastjórn VSÍ er vel ljóst
að þessar breytingar kalla að ein-
hveiju leyti á nýja tekjustofna fyrir
sveitarfélög. Þar verður hins vegar
að horfa jöfnum höndum til nýrra
tekna og minni útgjalda. Síðustu 5
ár hafa rauntekjur sveitarfélaganna
aukist stórkostlega. Þessari þróun
þarf að snúa við og má draga veru-
lega úr rekstrarkostnaði með saméin-
ingu sveitarfélaga ekki síður en með
sameiningu fyrirtækja.
Nýverið hefur opinber nefnd sett
fram hugmyndir um að afnámi að-
stöðugjalds verði mætt með hækkun
tryggingargjalds á laun um 3,2 pró-
sentustig. Augljóst er að afnám þessa
skaðlega veltuskatts verður ekki
mætt með álagningu hærri skatts á
launaþátt veltunnar. Það hefur sömu
meginókosti og aðstöðugjaldið, en-
grefur auk þess undan atvinnu á tím-
um vaxandi atvinnuleysis. Að því
marki sem afla þarf sveitarfélögunum
nýrra skatttekna verður að hækka
tekjuskatta og draga úr millifærslum
í núverandi skattkerfi. Áhrif þessarar
skattbreytingar á kaupmátt ráðstöf-
unartekna verða hins vegar óveruleg
vegna verðhjöðnunar og aukinnar at-
vinnu, sem leiða mun af afnámi að-
stöðugjalds, segir í tilkynningu VSI.
Caput-hópurinn á æfingu.
Morgunblaðið/Einar Falur
Tónlistarhátíð norrænna ungmenna
Gérard Grisey í Tónlistarskólan-
um og Caput í Langholtskirkju
Á sjötta degi Tónlistarhátíðar
norrænna ungmenna í dag,
fimmtudag, eru tónleikar Caput-
hópsins í Langholtskirkju og fyr-
irlestur heiðursgests hátíðarinn-
ar, Gérards Griseys tónskálds, í
Tónlistarskóla Reykjavíkur.
Gérard Grisey kynnir hlustendum
tónlist sína í Stekk, húsnæði Tónlist-
arskólans í Reykjavík, Laugavegi
178, í dag milli kl. 14 og 16 og er
það annar fyrirlestur af þremur sem
hann flytur á hátíðinni. Aðgangur
er ókeypis og öllum heimill.
Tónleikarnir í kvöld hefjast kl.
20.30. Á efnisskránni eru fimm ný
kammerverk. Þau eru Excursions
eftir Danann Niels Marthinsen, Le
pas - les pentes eftir Atla Ingólfs-
son, CIS - TRANS eftir Norðmann-
inn Jon Öivind Ness, Tyger! Tyger!
eftir Tomas Friberg, en í því verki
syngur bassasongvarinn Sören
Mulvad Johansen með Caput-hópn-
um, og Ice-breaking eftir Danann
Jesper Koch. I því verki leika tveir
samlandar Kochs á tvær harmón-
ikkur og slagverk.
Á morgun, föstudag, leikur Sinf-
óníuhljómsveit íslands í Langholts-
kirkju stærri verk eftir ungu tón-
skáldin en hátíðinni Iýkur með há-
degistónleikum í Háskólabíói nk.
laugardag. Þar verður meðal annars
flutt „lifandi“ raftónlist.
(Fréttatilkynning)
Málverkasýning Stephen
Stephen í Gallerí Borg
STEPHEN William Lárus Steph-
en opnar málverkasýningu í Gall-
erí Borg við Austurvöll fimmtu-
daginn 10. september kl. 17.
Stephen er fæddur í London 1968
og er af íslensku bergi brotinn og
íslensku ríkisborgari, sonur Karól-
AF INNLENDUM
VETTVANGI
AGNES BRAGADÓTTIR
ísland verði alþjóðleg upp-
lýsingamiðstöð sjávarútvegs
Markaðsathugunarsljóri Útflutningsráðs vill auka áhrif Islands innan FAO
ÞORGEIR Pálsson, markaðsathugunarsljóri hjá Útflutningsráði ís-
lands, hefur nýlega lokið skýrslugerð um ísland og FAO (Matvæla-
og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna) eftir þriggja mánaða
dvöl í höfuðstöðvum FAO í Róm á ítaliu. Helstu niðurstöður Þorgeirs
eru þær að Island hafi tapað þeim áhrifum sem það hafði innan sjávar-
útvegsdeildar stofnunarinnar allt fram til ársins 1989 og hann leggur
til að reynt verði að auka þau áhrif á ný með því að vinna að því að
fá Islending ráðinn í áhrifastöðu innan FAO, auk þess sem hann legg-
ur til að Sameinuðu þjóðunum verði boðið að staðsetja markaðsathug-
ana- og upplýsingadeild sjávarútvegsdeildar FAO, Globefish, á Is-
landi. Þannig telur Þorgeir að fyrsta skrefið yrði tekið í þá átt að
gera ísland að alþjóðlegri upplýsingamiðstöð fyrir sjávarútveg í heim-
inum.
Á margan hátt má segja að
skýrsluhöfundi komi FAO fyrir sjón-
ir sem mikið og ómarkvisst bákn.
Hann segir m.a.: „Margir hafa bent
á, að endurskoða þurfi markmið
FAO; að stofnunin ætli sér of margt
án þess að hafa sett sér raunhæf
markmið. Talið er nauðsynlegt að
skipta einstökum deildum upp í minni
einingar, dreifa valdi og auka sjálf-
stæði yfirmanna og gera þá þannig
ábyrga fyrir starfsemi sinna deilda."
Þorgeir segir gagnrýni í garð FAO
iðulega beinast að þeim hlunnindum
sem standi fastráðnum starfsmönn-
um stofnunarinnar til boða. Hann
nefnir skattfrjálsar tekjur (eins og
almennt tíðkast innan SÞ), afar lágt
verð á áfengi, frystum matvælum
o.fl., ódýrara bensín fyrir starfs-
menn, niðurgreiðslur á skólagjöldum,
ferðafríðindi og dagpeninga. Hann
segir að á næstunni sé gert ráð fyr-
ir verulegum skipulagsbreytingum
hjá Sameinuðu þjóðunum, og FAO
verði þar ekki undanskilið.
Lítil fjárframlög íslands til þróunaraðstoðar eru að mati Þorgeirs
Pálssonar aðalskýring þess að áhrif íslendinga innan FAO eru nú
hverfandi, gagnstætt því sem var fyrir nokkrum árum.
Er Þorgeir fjallar um sjávarút-
vegsdeild FAO, sem íslendingar ættu
eðli málsins samkvæmt að hafa
mestan áhuga á að komast til áhrifa
í, segir hann m.a.: „Sjávarútvegs-
deildin setti einnig á fót markaðsat-
hugana- og upplýsingadeild, Globef-
ish, sem í dag er rekin í samstarfi
við fyrirtæki og stofnanir í Banda-
ríkjunum, á Spáni, í Danmörku,
Kanada, Evrópubandalaginu, Rúss-
landþ á íslandi og nú nýlega í Nor-
egi. Útflutningsráð íslands hefur frá
1990 verið hluti af þessu samstarfi,
sem nú er farið að skila sér í nám-
skeiðahaldi íslenskra fyrirtækja í
Austur-Evrópu, skýrslugerð á vegum
Útflutningsráðs og greiðum aðgangi
að víðtækum markaðsupplýsingum.“
Þorgeir segir að sjávarútvegs-
deildin taki mið af fjölmörgum þátt-
um, sem í dag einkenni sjávarútveg
í heiminum. Þar nefnir hann m.a.
þörf þróunarlandanna fyrir aðstoð
við uppbyggingu fiskveiða, vinnslu
og sölu afurða, sem er væntanlega
sá þáttur sem Islendingar gætu orð-
ið hvað virkastir í innan FAO.
í beinu framhaldi þessa gerir Þor-
geir þróunarverkefni FAO að umtals-
efni og segir að langtímaþróunar-
verkefnum hafi fækkað. „Raunar var
það svo að á árunum 1960 til 1988
settu íslendingar mikinn svip á starf-
semi sjávarútvegsdeildar FAO. Ber
þar kannski hæst hlutverk Hilmars
Kristjónssonar, sem á tímabili var
yfirmaður sjávarútvegstæknideildar
Nú er hins vegar meira um
skammtíma fræðslu- og uppbygging-
arverkefni innan sjávarútvegs að
ræða, þar sem innfæddum er kennd
markaðssetning, stjómun, skipulag
og uppbygging annarra þátta í sjáv-
arútvegi. Hvort íslenskir ráðgjafar
teljist ekki lengur koma til álita í
verkefni af þessu tagi skal látið
ósagt, en hitt er ljóst að íslendingum,
og reyndar öðrum Norðurlandabú-
um, hefur fækkað ört innan sjávarút-
vegsdeildar FAO á síðustu 10-15
árum. í dag eiga íslendingar engan
fulltrúa hjá FAO í Róm.“
Þorgeir segir að Islendingar
hafi átt stóran þátt í að móta skipa-
og véiðarfæradeild FAO. Þegar
Hilmar Kristjónsson hafi verið yfir-
maður sjávarútvegstæknideildarinn-
ar hafi hann fengið marga íslendinga
til starfa hjá stofnuninni. Flestir
þeirra hafi verið reyndir skipstjóraðr
og/eða fiskimenn, sem ýmist hafi
unnið sem verkefnisstjórar í verkefn-
um víða um heim, eða sem sérfræð-
ingar í höfuðstöðvum FAO í Róm.
Hann segir að fjöldi fulltrúa sem
komist að hjá FAO sem sérfræðingar
eða yfirmenn ráðist m.a. af greiðslum
viðkomandi lands til FAO og íslend-
ingar eigi möguleika á að koma að
einum starfsmanni, til þess að full-
nýta „kvóta“ sinn hjá stofnuninni.
„í ljósi þeirrar sérstöðu sem við
íslendingar teljum okkur gjarnan
hafa umfram aðrar þjóðir á sviði
sjávarútvegs er ekki fráleitt að halda
fram þeirri skoðun að hagsmunum
okkar innan FAO verði best borgið
innan sjávarútvegsdeildarinnar,"
segir. í skýr,slu Þorgeirs. Og síðar
segir: „Við höfðum áður fyrr sterk
ítök innan sjávarútvegsdeildarinnar,
þar sem þekking og kunnátta íslend-
inga nýttist hvað best. Þeir starfs-
menn sem unnu hjá FAO búa yfír
mikilli reynslu óg þekkingu sem verð-
ur að virkja, þótt markmið okkar
hljóti að vera fyrst og fremst: að
koma íslenskum starfsmanni í
áhrifastöðu innan sjávarútvegsdeild-
ar FAO.
Til þess þarf skilning stjómvalda
á nauðsyn og mikilvægi slíks starfs-
manns. Það þarf vilja og áhuga
stjórnvalda á að veita slíku máli
framgang ...“
í niðurlagi skýrslu sinnar segir
Þorgeir m.a.: „Hlutdeild okkar í þró-
unarverkefnum á vegum FAO er
vitaskuld í hlutfalli við framlög okk-
ar. Greiðslur okkar til FAO eru þó
aðeins hluti af þeim fjánnunum sem
íslenska ríkisstjórnin hefur skuld-
bundið sig til að greiða. Á árunum
1990-1992 hafa greiðslur okkar til
FAO einungis numið 6,0-6,9 milljón-
um króna á ári af heildarframlögum
ríkisstjómarinnar til þróunaraðstoð-
ar. Má ljóst vera, að svo lítil upphæð
... gefur vart tilefni til mikilla áhrifa
innan stofnunarinnar.
Heildarframlag okkar tii þróun-
araðstoðar átti samkvæmt loforði
stjórnvalda að vera 0,7% til 1% af
þjóðartekjum, eða um tveir milljarðar
á ári. Við þessi framlög hefur því
miður ekki verið staðið og er hlut-
fall framlags okkar til þróunarmála
aðeins 0,07% af þjóðartekjum ...
Undir lok skýrslu sinnar segir
Þorgeir að þótt erfitt sé að spá fyrir
um þátt FAO í þróunarverkefnum
komandi ára sé auðveldara að sjá
fyrir hvert hlutverk íslands verði á
þessum vettvangi í framtíðinni, því
Islendingar ráði sjálfir miklu um sitt
hlutverk. „Viljum við auka greiðslur
okkar til FAO og vinna markvisst
að því að koma fulltrúum okkar í
ábyrgðarstöður, þannig að þekking
okkar og reynsla í sjávarútvegsmál-
um komist fram í sviðsljósið að
nýju?“ spyr skýrsluhöfundur. „Þetta
eru ekki faglegar spurningar heldur
snúast þær fyrst og fremst um „póli-
tískar" ákvarðanir," segir hann.
Lokaorð höfundar eru þessi: „Því
er lagt til, að í kjölfar aukinnar fjár-
framlaga til FAO verði Sameinuðu
þjóðunum boðið að staðsetja mark-
aðsathugana- og upplýsingadeild
sjávarútvegsdeildar FAO, Globefish,
á íslandi. Þannig verði tekið fyrsta
skrefið í þá átt að gera ísland að
alþjóðlegri upplýsingamiðstöð fyrir
sjávarútveg í heiminum."
ínu Lárusdóttur myndlistarmanns.
Hann hefur stundað listnám í Bis-
hop’s Stortford College, Ruskin
School í Oxford og University of
Greenwich í London frá 1978 og til
þessa dags.
Þetta er fyrsta einkasýning
Stephen hér á landi og stendur hún
til þriðjudagsins 22. september.
Gallerí Borg er opið alla daga vik-
unnar kl. 14 til 18.
(Fréttatilkynning)
Viggó E. Maack lætur af störfum
eftir 45 ár hjá Eimskip.
Yiggó E. Maack
lætur af störfum
hjá Eimskip
VIGGÓ E. Maack skipaverkfræð-
ingur hefur látið af störfum hjá
Eimskip eftir 45 ára starfsferil
hjá félaginu. Við stöðu hans sem
forstöðumanns skiparekstrar-
deildar tekur Ásbjörn Skúlason.
Viggó réðst til Eimskips strax að
loknu námi frá MIT í Bandaríkjunum
árið 1947. Hann hefur alla tíð haft
yfirumsjón með tæknilegum rekstri
skipa félagsins auk þess að hafa
umsjón með flestum byggingafram-
kvæmdum félagsins í landi. Viggó
mun áfram sinna ýmsum sérverkefn-
um hjá félaginu.