Morgunblaðið - 10.09.1992, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1992
Morgunblaðið/Þorleifur
Frá vinstri: Sr. Bolli Gústavsson vígslubiskup, sr. Sigurpáll Oskarsson, sr. Hjálmar Jónsson prófastur, sr. Vigfús Þór Árnason, sr.Bragi
J. Ingibergsson og Katrín Ellertsdóttir meðhjálpari. Á myndinni til hægri er Árgangur 1932 frá Siglufirði.
Siglufjarðarkirkja
60 ára vígsluafmæli
SEXTÍU ára vígsluafmælis Siglufjarðarkirkju var minnst í
kirkjunni sunnudaginn 30. ágúst sl. en hún var vígð 28. ágúst
árið 1932. Þá var sr. Bjarni Þorsteinsson sóknarprestur á Siglu-
firði og undir hans forystu var lagt í stórt verkefni á kreppuár-
unum þegar kirkjan var byggð, því hún tekur 400 manns í sæti.
Átta prestar hafa þjónað Siglu-
fjarðarkirkju og voru tveir þeirra
við hátíðarguðsþjónustuna á af-
mælishátíðinni, sr. Vigfús Þór
Árnason, sóknarprestur í Grafar-
vogi, og sr. Bragi J. Ingibergsson,
núverandi sóknarprestur. Auk
þeirra þjónuðu fyrir altari sr.
Hjálmar Jónsson prófastur, sr.
Sigurpáll Óskarsson, Hofsósi, og
sr. Bolli Gústavsson vígslubiskup,
en hann flutti einnig prédikun.
Kirkjukór Siglufjarðarkirkju söng
undir stjórn Rögnvaldar Val-
bergssonar og Jóhann Már Jó-
hannsson söng einsöng. Kirkju-
gestum var síðan boðið upp á
veitingar í safnaðarheimilinu að
hátíðarguðsþjónustu lokinni.
Meðal kirkjugesta var hópur
skólasystkina frá Siglufirði sem
fædd eru á vígsluári kirkjunnar.
Þau mættu til guðsþjónustu eins
og þau gerðu einnig á 50 ára af-
mæli kirkjunnar árið 1982, þegar
safnaðarheimilið á kirkjuloftinu
var vígt.
Kirkjunni bárust margar góðar
gjafir og m.a. peningagjafir í org-
elsjóð, en nú er unnið að því að
safna fyrir nýju pípuorgeli. í til-
efni afmælisins og til styrktar
orgelkaupunum lét sóknarnefnd
gera minjagripi í tölusettum ein-
tökum, sem seldir voru á hátíð-
inni.
Að lokum má til gamans geta
þss að eftir nær stanslausar rign-
ingar þá stytti upp á meðan á
hátíðarguðsþjónustunni stóð og
hélst þurrt fram eftir degi, eða
þar til hátíðinni var lokið og fólk-
ið komið heim eftir eftirminnileg-
an dag í kirkjunni sinni, segir í
frétt frá sóknarpresti.
Skátafélagið Klakkur
Fálkafellsveisla og
skátaþing um helgina
ÞAÐ VERÐUR mikið um að vera hjá skátum á Akureyri um kom-
andi helgi, en á föstudagskvöld verður hin árlega Fálkafellsveisla og
á laugardag verður haldið skátaþing.
Tilefni Fálkafellsveislu er vígsla
dróttskáta og opnun á Fálkafelli
veturinn 1992-1993. Að þessu
sinni er mæting við Pásustein kl.
20.30 annað kvöld, föstudags-
kvöldið 11. september, en þaðan
verður gengið upp í Fálkafell und-
ir kyndlum. Boðið verður upp á
veitingar og kvöldvöku og eru allir
dróttskátar hvattir til að taka þátt
í veislunni og hafa með sér söng-
röddina, pláss í maga og skátabún-
inginn.
Skátaþing verður sett í Verk-
menntaskólanum á Akureyri laug-
ardaginn 12. september kl. 10, en
skátaþing er samkoma þar sem
skátaforingjar af öllu landinu hitt-
ast og ræða málin. Þingið stendur
til kl. 16 á sunnudag.
Meginmálefni þessa skátaþings
er að fjalla um og marka fram-
tíðarstefnu skátahreyfíngarinnar
og að kynna næsta landsmót skáta
sem haldið verður í Kjarnaskógi
við Akureyri dagana 25. júlí til 1.
ágúst á næsta ári.
Rétt til setu á skátaþingi hafa
allir skátar 16 ára og eldri og eru
þeir hvattir til að taka þátt í þing-
inu.
(Fréttatilkynning)
MTC peningaskápar
með kortalásum, tölvulásum og talnalásum.
Kynningarverð frá kr. 22.440,-.
LVUTÆKI
Furuvöllum 5, Akureyri.
Sími 96-26100.
¥I3TÆKNIVAL
Skeifunni 17, Reykjnvík.
Sími 91-681665.
Morgunblaðið/SPB
Frá haustmarkaði Héraðssambands Þingeyinga á Laugum.
Haustmarkaður
HSÞ á Laugum
Húsavík.
HAUSTMARKAÐUR Héraðssambands Þingeyinga, Laugamarkaður-
inn, var haldinn um síðustu helgi og mættu þar margir og mikið var selt.
HSÞ gekkst fyrir samskonar
markaði síðastliðið vor og þótti hann
vel takast svo efnt var til haustmark-
aðar og útlit er fyrir að slíkur mark-
aður verði fastur liður í starfsemi
Gangbrauta-
varsla í byrjun
skólaárs
ÁKVEÐIÐ hefur verið að gera
tilraunir með gangbrautavörslu
við aðkomuleiðir að grunnskól-
unum í haust.
Fyrirhugað er að gangbrautaverð-
ir verði á nokkrum viðkvæmum stöð-
um í bænum, á morgnana, um há-
degið og þegar börnin eru á heim-
leið síðdegis. Stefnt er að því að
þessi þjónusta hefjist í lok þessarar
viku og verði í fjórar til sex vikur.
Vonast er til að þessi þjónusta
tryggi betur öryggi yngstu skóla-
barnanna í og úr skóla fyrstu vikur
skólaársins, á meðan þau eru að
venjast leið sinni frá heimili til skóla
Og til baka. (Fréttatilkynning)
sambandsins. Forystumenn þess
segja að tilgangur markaðarins sé
ekki eingöngu sölumarkaður, heldur
og að stefna Þingeyingum saman til
skrafs og ráðagerða og svo til að
sýna, sjá og selja ýmsan heimilisiðn-
að en hann er fjölbreyttari en maður
skyldi halda.
Á markaðinum var hið fjölbreytt-
asta vöruúrval, auk heimaunninna
hluta var haustuppskeran á boðstól-
um, kartöflur, rófur, berjasulta, flat-
brauð, heimabakað rúgbrauð og
fleira. Eins og á flestum mörkuðum
voru einnig gamlir en nýtilegir hlut-
ir boðnir falir.
Jafnframt fór fram afhending
ýmissa verðlauan sem unnið hafði
verið til á vegum HSÞ á liðnu sumri
og ekki höfðu áður veri afhent.
- Fréttaritari
Leiðrétting
Aðalfundur Kammerhljómsveitar
Akureyrar verður haldinn miðviku-
dagskvöldið 16. september næst-
komandi á sal Tónlistarskólans á
Akureyri, en dagsetning fundarins
var ekki rétt í frétt blaðsins í gær.
Skoðanakönnun DV:
Stj órnarflokk-
arnir bæta við
sig en Alþýðu-
bandalag tapar
Rúm 35% segjast
styðja ríkisstjórnina
SAMKVÆMT skoðanakönnun
sem DV birti í gær bæta ríkis-
stjórnarflokkarnir við sig
nokkru fylgi, Kvennalistinn bæt-
ir við sig 2,7% fylgi frá síðustu
könnun blaðsins sem gerð var í
júní en Alþýðubandalagið tapar
miklu fylgi frá síðustu könnun.
I sömu könnun sögðust 35,3%
styðja ríkisstjórnina, sem er
álíka fylgi og stjórnin fékk í
júnikönnun, 53,2% sögðust and-
vígir ríkisstjórninni en 11,5%
neituðu að svara eða sögðust
óákveðnir.
Samkæmt kosningaspá blaðsins
er fylgishlutfall Alþýðuflokksins
nú 12,3%, sem er 1,2 prósentustig-
um meira en í júníkönnuninni en
flokkurinn fékk 15,5% fylgi í síð-
ustu alþingiskosningum. Fram-
sóknarflokkurinn fær nú 27,3%
sem er 0,5% meira fylgi en í júní
en hann fékk 18,9% í síðustu kosn-
ingum. Sjálfstæðisflokkurinn fær
33,3% sem er 2% meira en í júní
en flokkurinn fékk 38,6% í kosn-
ingunum. Alþýðubandalagið fær
13,6% og fellur úr 20% frá í júní
en flokkurinn fékk 14,4% í síðustu
kosningum. Kvennalistinn mælist
með 13,4% fylgi sem er aukning
um 2,7% frá í júní en Kvennalistinn
fékk 8,3% í alþingiskosningunum.
Úrtakið í könnuninni voru 600
manns. Óákveðnir voru 32,8% og
3,3% svöruðu ekki spurningunni
um fylgi flokkanna.
----» ♦ ♦---
Menntaskólinn
við Sund
-------- —__ »
Nýnemar boðn-
ir velkomnir
SKÓLAFÉLAG Menntaskólans
við Sund stendur I dag kl. 12.30
fyrir svokölluðu Busli, en það
er hátíð þar sem nýnemar eru
boðnir velkomnir í skólann.
í bakgarði skólans verður komið
fyrir sviði þar sem hljómsveitin
Sirkus Babalú treður upp með
söngkonuna Ingibjörgu Stefáns-
dóttur fremsta í flokki. Einnig
verður boðið upp á ýmsar veiting-
ar, grillaðar pylsur, kökur og kók.
Þess má geta að skólinn hefur
fengið á sig nýja og breytta mynd
en hann var málaður í sumar. í
kvöld leggja flestir nýnemar leið
sína í Perluna og borða þar saman
góðan mat og síðan á Hótel Island
þar sem hljómsveitin Sálin hans
Jóns míns skemmtir nemendum
fram eftir nóttu.
Lögreglan
leitar vitna
Rannsóknarlögreglan í
Hafnarfirði lýsir eftir vitnum
að árekstri sem varð í Engidal,
á mótum Hafnarfjarðarvegar
og Álftanesvegar fimmtudag-
inn 27.- ágúst síðastliðinn
klukkan 18.15.
Þar rákust saman Datsun-
bíll og Subaru-bíll og greinir
ökumenninan á um stöðu um-
ferðarljósa á gatnamótunum
þegar árekstur varð. Lögreglan
óskar því etir að vitni sem
kunna að hafa séð áreksturinn
hafi við sig samband.