Morgunblaðið - 10.09.1992, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1992
^ AMM. International
Prentvétar, plötugeröartækl,
setningartæki og fielri
tæki fyrir prentiðnað.
CMfHppMB Varityper
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33-105 Reykjavlk
Símar 624631 / 624699
Endurklœbum húsgögn.
Gott úrval áklœba.
Fagmenn vinna verkib.
BólstranÁsgríms,
Bergstaðastræti 2,
sími 16807.
BÍLALEIGA
Úrval 4x4 fólksbfla og station bfla.
Pajero jeppar o.fl. teg. Pickup-bílar
með einf. og tvöf. húsi. Minibussar og
12 sæta Van bílar. Farsímar, kerrur f.
búslóðir og farangur og hestakerrur.
Reykjavík 686915
iníerRent
Europcar
BÍLALEIGA
AKUREYRAR
Fáðu gott tilboð!
HelenaRubinstein
í dag fró kl. 14-18.
10% af slóttur
meðan á kynningunni stendur.
Haustlitirnir komnir.
Miðbæ, Háaleitisbraut.
Áskriftcirsiminn er 83033
Sigrún I. Ingimars-
dóttir handavinnu-
kennari - Minning
Fædd 19. nóvember 1907
Dáin 2. september 1992
Mig langar til að minnast vin-
konu minnar, Sigrúnar Ingimars-
dóttur, í örfáum orðum. Sigrún
hefur verið mér nákomin um rúm-
lega þriggja ára skeið. Að vísu
þekktumst við frá Akranesi, þar
kenndi hún dætrum mínum handa-
vinnu, er hún var þar kennari áður
fyrr, og þær minntust hennar ætíð
með hlýju og virðingu.
Það var glaður hópur fólks, sex-
tíu ára og eldri, sem var samankom-
inn í morgunkaffi í Hótel Sögu í
júlí 1989 í boði Ármannsfells hf.,
rúmlega áttatíu manns. Tilefnið var
að afhenda okkur lykla að íbúðum
okkar er biðu tilbúnar. Samtök aldr-
aðra höfðu látið byggja háhýsi með
61 íbúð við Aflagranda í Reykjavík.
Við vorum full eftirvæntingar, en
jafnframt hálf kvíðin. Hvernig
skyldi það verða að búa í svona
stórri blokk, með ókunnugu fólki
og heíja ný kynni á gamals aldri?
Nú höfum við búið hér í rúm
þijú ár og höfum komist að raun
um, að hér er mjög gott að vera.
Hér í húsi er alveg sérstakt samfé-
lag. Fullt af góðvild, hlýju og tillits-
semi við nágrannana og eiga þau
hjónin Sigrún og maður hennar,
Hans Jörgensen, ríkan þátt í því
og ekki síst þakkir fyrir það. Hans
var í mörg ár formaður Samtaka
aldraðra, sem hefur fyrst félaga
ráðist í að byggja eignaríbúðir fyrir
aldraða. Sigrún stóð sem klettur
við hlið manns síns í því sem og
öllu öðru starfi, og er vart hægt
að hugsa sér samhentari hjón en
Sigrúnu og Hans.
Sigrúnar er sárt saknað af okkur
öllum hér í húsinu. Hún beitti sér
fyrir því er betur mátti fara og var
alla tíð mjög fýlgin sínu máli og
var það vel.
Nokkrir þeirra er fluttu hér inn
í fyrstu eru dánir, þannig er víst
hinn eðlilegi gangur lífsins. Við
söknum alls þessa góða fólks.
Við höfum öll fylgst með hinni
hörðu baráttu Sigrúnar í erfiðu
veikindastríði hennar og í eigingirni
okkar beðið þess að hún sigraði,
svo við mættum hafa hana lengur
okkar á meðal. En líklega er þetta
besta lausnin úr því sem komið
var. Mikil raun hefði það líf orðið
Sigrúnu að lifa ef hún hefði ekki
getað verið virk í leik og starfi.
Við íbúar í Aflagranda 40 þökk-
um af hjarta allar samverustundim-
ar með Sigrúnu og minnumst henn-
ar með virðingu og þökk.
Innileg samúð til ykkar elsku
Bryndís, Snorri og Ingimar og til
allra barnabamanna, sem henni
vom svo kær. Kæri Hans, ég veit
að erfítt er nú, en ég vona að end-
urskin minninganna frá samveru-
A HOTEL ISLANDI DAGANA .
11., 12. OG 18., 19, SEPT. 1992
BORÐAPANTANIR I S: 687111 *
HÓTELfALMÍ
stundum ykkar lýsi þér áfram veg-
inn.
Guð styrki ykkur öll. Blessuð
veri minning Sigrúnar Ingimars-
dóttur.
Ásgerður Gisladóttir.
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur
huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur
vegna þess, sem var gleði þín.
(Kahlil Gibran)
Mér er einkar ljúft að minnast
móður minnar og góðrar vinkonu,
Sigrúnar Ingibjargar Ingimarsdótt-
ur. Hún var fædd á Litla-Hóli i
Hrafnagilshreppi í Eyjafirði.
Foreldrar hennar voru Ingimar
Hallgrímsson bóndi þar og kona
hans Sigurbjörg Jónsdóttir. Hall-
grímur, faðir Ingimars, var sonur
Tómasar Ásmundssonar bónda á
Steinsstöðum í Öxnadal og Rann-
veigar systur Jónasar Hallgríms-
sonar skálds. Móðir hennar var
ættuð frá Steinkirkju í Fnjóskadal.
Hún átti þijú alsystkin: Júlíus,
Birnu og Helgu, tvær hálfsystur,
Margréti og Hrefnu, og eina stjúp-
systur, Jóninnu Jónsdóttur. Öll eru
þau látin nema Birna og Helga.
Samheldinn systkinahópur ólst
upp á mannmörgu, gestkvæmu
heimili, þar sem félagsandinn og
sönggleðin ríkti. Bókasafn hrepps-
ins var þar til húsa og hreppsnefnd-
arfundir haldnir. Auk heimilisfólks-
ins átti margt gamalt fólk þar at-
hvarf, sem þurfti að taka tillit til
og sýna hlýju og alúð, sem var
endurgoldin í ríkum mæli. Móðir
mín minntist oft þessa fólks sem
börnin áttu visst athvarf hjá í ann-
ríki dagsins.
Á þeim tímum tíðkaðist ekki að
ungar stúlkur stunduðu langskóla-
nám, en hins vegar þótti mikilvægt
að þær væru vel að sér í öllum
störfum sem tilheyrðu heimilis-
haldi, því þeirra staður var heimilið.
Snemma beindist hugur móður
minnar sérstaklega að hannyrðum.
Hún lærði kvenfatasaum hjá Guð-
rúnu Heiðberg í Reykjavík og út-
saum og hannyrðir hjá Valgerði
Nikulásson á Akureyri.
Móðir mín var tvígift. Fyrri mað-
ur hennar var Steinþór Jóhannsson,
kennari við Barnaskóla Akureyrar.
Þeim varð þriggja barna auðið.
Elst er Bryndís, hússtjórnarkenn-
ari, sem greinina ritar, næst var
Valborg, sem lést á fyrsta ári og
yngstur Örn. Þótt leiðir foreldra
minna skildu þegar ég var á ferm-
ingaraldri voru þau ætíð samhent
um velferð okkar bamanna og að
styðja okkur til mennta.
Örn bróðir minn lærði prentiðn
og starfaði við hana á Akureyri.
Hann lést langt um aldur fram.
Hann var kvæntur Helgu Magnús-
dóttur, útgerðarmanns í Ólafsfirði.
Börn þeirra eru fjögur: Guðfmna
Ásdís, fóstra, Sigrún Ingibjörg,
sjúkraliði og handavinnukennari,
Ema Sigurbjörg, hárgreiðslumeist-
ari, og Magnús Þór, vélfræðinemi.
Barnabörn þeirra eru átta.
Síðari maður móður minnar er
Hans Jörgensen, fyrrverandi skóla-
stjóri við Vesturbæjarskólann í
Reykjavík. Áttu þau 50 ára hjú-
skaparafmæli 15. ágúst sl. í fyrstu
bjuggu þau á Hvanneyri, síðan á
Akranesi en lengst af hér í Reykja-
vík.
Synir þeirra eru Jörgen Ingimar,
verkfræðingur, kvæntur Guðrúnu
Eyjólfsdóttur, þau eiga fjögur börn
og eitt barnabarn, og Snorri, raf-
eindavirki, kvæntur Sigrúnu Jó-
steinsdóttur, þau eiga fimm börn.
Börn Ingimars og Guðrúnar eru:
Sigrún, kennari, búsett í Dan-
mörku, Björgvin, rafeindavirki, og
Dóra og María, sem enn eru við
nám. Börn Snorra og Sigrúnar eru:
Jósteinn, bifreiðastjóri, Hans Rún-
ar, Heimir, Erla og Snorri, sem öll
eru við nám.
Nám móður minnar í fatasaumi
og hannyrðum kom að góðum not-
um þegar hún hóf handavinnu-
kennslu við Gagnfræðaskólann á
Akranesi og kenndi þar á ámnum
1943-1958. Starf hennar ein-
kenndist ætíð af áhuga, þrautseigju
og samviskusemi og fann hún allt-
af einhver úrræði til að ná þeim
árangri sem hún keppti að. Þrátt
fyrir takmarkaðan tækjakost og
lítið efnisval til kennslunnar fyrstu
kennsluárin bætti hún oft úr því
með því að vefa efni heima, og lit-
aði hún þá gjarnan band til að fá
fjölbreyttara litaúrval, til að
kennslan gæti gengið eðlilega og'
nemendur unnið eigulega muni.
Móðir mín var mjög sjálfstæð í
hugsun og um margt á undan sinni
samtíð, sem sést best á því að á
árunum eftir seinni heimsstyijöld
unnu bæði hjónin úti og heimilis-
bragur var um margt líkur því sem
nú tíðkast. Hjónin unnu saman og
tóku þátt í störfum hvors annars.
Pjölskyldan hjálpaðist að við
heimilisstörfin þótt megin störfin
hvíldu á húsmóðurinni. Það sést
einnig á því að hún stefndi sífellt
að aukinni menntun og réttinda-
námi.
Árið 1953 fór hún í námsferð
til Norðurlanda og lauk síðar
handavinnukennaraprófi frá Hánd-
arbejdes Fremmes Skole í Kaup-
mannahöfn vorið 1957 og var þá
komin um fimmtugt. Eftir það
kenndi hún við Vogaskóla í Reykja-
vík á árunum 1958-1976 að und-
anskildum tveimur árum sem hún
veitti forstöðu saumastofu Þjóðleik-
hússins og kenndi í forföllum við
handavinnukennaradeild Kennara-
skóla Islands. Jafnframt kennslu
var hún prófdómari í handavinnu
um árabil við skóla Reykjavíkur.
Starfsferlinum lauk hún með
stundakennslu við Vesturbæjar-
skólann í Reykjavík á árunum
1976-1980. Henni þótti vænt um
starfið sitt og minntist jafnan nem-
enda sinna og samkennara með
hlýhug og þakklæti.
Þrátt fyrir erilsaman vinnudag
var nægur tími til að sinna fjöl-
skyldu og ættingjum. Alltaf var
indælt að koma heim og eiga góða
stund þar sem hlýr heimilisbragur
ríkti. Ennfremur gafst henni tími
til að taka þátt í félagsstörfum með
manni sínum, einkum í samtökum
skólastjóra, skátafélagsskap og í
þágu aldraðra.
Síðustu árin hafa móðir mín og
Hans búið á Aflagranda 40. Þar
gafst þeim tími, fremur en áður,
til að njóta samvista á hlýlegu
heimili sínu, eftir erilsaman dag
og nutu því meira líðandi stundar,
án þess að hafa áhyggjur af morg-
undeginum. Félagsstörfín áttu eftir
sem áður hug þeirra. Þau héldu
tryggð við gamla skátahópinn, fé-
lag kennara á eftirlaunum og ekki
síst vini sína úr skólastjóra- og
kennarahópnum, að ógleymdri fjöl-
skyldu, ættingjum og gömlum, góð-
um vinum. Gestrisnin og gleðin
ríkti á heimilinu og nýir vinir bætt-
ust í hópinn úr húsinu og í félags-
störfum aldraðra.
Á síðastliðnu vori dró skyndilega
ský fyrir sólu og erfið veikindi tóku
við. Þá sýndi það sig, sem svo oft
áður, hvað trúarstyrkurinn og lífs-
viljinn var ótrúlegur.
Móðir mín lést að völdum þess-
ara veikinda á Landspítalanum 2.
september sl. Hún ætlaði sér að
ná heilsu, en eins og einn læknir
spítalans orðaði það: „Viljann vant-
aði ekki, en líkaminn gaf sig.“
Og því var allt svo hljótt við helfregn þína
sem hefði klökkur gígjustrengur brostið.
Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið,
sem hugsar til þín alla daga sína.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna,
sem horfðu eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn, og blómgast ævinlega,
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
(Tómas Guðmundsson).
Hópurinn hennar, stórir og smá-
ir, kveðja hana og biðja henni guðs-
blessunar á ókunnum stigum.
Far þú í friði,
friður pðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Bryndís Steinþórsdóttir.
Eitt af því fáa sem við mennirn-
ir vitum með fullri vissu er það að
einhvern tíma á lífsleið okkar, fyrr
eða síðar, ber dauðinn að dyrum.
Og enginn kemst nokkru sinni und-
an því að hlýða kalli hans.
En þótt við vitum þetta kemur
dauðinn okkur raunar alltaf á
óvart. Við vitum að vísu að ekkert
er eðlilegra en að hann drepi á dyr
þegar langri og farsælli starfsævi
er lokið og andlegir og líkamlegir
kraftar eru senn að fullu þrotnir.
Engu að síður kemur hann þá líka
á óvart því að söknuður okkar eft-
ir látinn ástvin, hvenær sem hann
fer, er ætíð sár. Hins vegar er þá
alltaf hugljúf huggun og sárabót
ef hinn látni hafði notið þeirrar
gæfu að lifa langan dag og skilað
ættjörð sinni og afkomendum þörfu
og heillaríku ævistarfi.
Alveg sérstaklega kemur þó
dauðinn okkur á óvart þegar hann
drepur á dyr hinna ungu sem ýmist
hafa ekki náð fullum þroska eða
eru að búa sig undir mikilvægt og
göfugt ævistarf - eða eru hreint
og beint í blóma lífsins, á hátindi
mannlegs þroska. Þá er söknuður
okkar þyngri en orð fá lýst.
Þessum sígildu sannindum brá
fyrir í huga mér þegar ég.frétti
miðvikudaginn 2. september sl., að
ágæt vinkona mín og samstarfs-
maður á annan áratug, frú Sigrún
Ingibjörg Ingimarsdóttir kennari,
eiginkona Hans Jörgenssonar, fv.
skólastjóra, hefði látist þá um
morguninn.
Að þessu sinni kom dauðinn ekki
mjög á óvart. Hann barði að dyrum
aldraðrar konu sem lokið hafði, að
allra dómi sem til þekktu, einkar
farsælu ævistarfi sem móðir, hús-
freyja og kennari og var orðin þrot-
in að líkamsþreki eftir langa
sjúkravist og marga uppskurði.
Þrátt fyrir það hélt hún þó vöku
sinni til hinstu stundar.
Engu að síður munu ástvinir
hennar, samstarfsmenn og vinir
eiga erfítt með að sætta sig við
að hún skuli vera farin, að þeir
skuli ekki lengur geta hitt og deilt
geði við þessa glaðlyndu, gáfuðu
og ráðhollu konu. En þrátt fyrir
það fer hún raunar aldrei frá okkur
að fullu. Minningarnar mörgu og
góðu um hana munu alltaf fylgja
okkur meðan við erum á veginum
Ferðamálaskóli íslands
Höfðabakka 9, Reykjavík. Sími 671466.
Starfsnóm fyrir þá, sem starfa vilja við ferðaþjónustu. Nám, sem er vióurkennt
af Félagi ísl. ferðaskrifstofa. Alþjóðleg próf og réttindi (IATA).
Innritun stendur yfir.
Ath.: Fjöldi nemenda við skólann takmarkaður.