Morgunblaðið - 10.09.1992, Page 33

Morgunblaðið - 10.09.1992, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1992 33 og vera okkur hvatning til að duga vel í störfum og bregðast ekki í neinu. Á þær bar aldrei neinn skugga. Hér er ekki ætlun mín að rekja æviminningu hinnar látnu. Það munu aðrir gera sem betur þekktu til aðalstarfa hennar. Ég mun hér aðeins minnast með nokkrum orðum ágætra kynna okkar sem urðu þann rúma áratug sem ég var starfs- og stjórnarmað- ur hjá hinu vinsæla og athafna- mikla byggingasamvinnufélagi Samtökum aldraðra þegar við vor- um bæði hætt aðalstarfi vegna ald- urs. Á því árabili kynntumst við fyrst og urðu þau kynni strax eink- ar einlæg og náin. Það mun hafa verið árið 1978 eða 9 að ég gekk í Byggingasam- vinnufélagið „Samtök aldraðra“. Ég var þá hættur aðalstarfi en við góða heilsu og vildi gjarnan leggja þessum málum lið ef ég'gæti. Það var mér líka hvatning að aðalfor- ystumenn félagsins voru þá áhuga- samir og traustir stéttarbræður mínir og vinir, Hans Jörgensson, fv. skólastjóri, og Hallgrímur Th. Björnsson, fv. yfirkennari. Því miður andaðist Hallgrímur mjög óvænt skömmu síðar svo að samstarf okkar þar varð stutt. Hann var öllum sem hann þekktu harmdauði. Árið 1980 var ég svo kosinn í aðalstjórn félagsins sem ritari og jafnframt ráðinn í hlutastarf hjá Samtökunum. Og þessum störfum hélt ég síðan í rúman áratug þegar ég kaus að draga mig í hlé og láta yngri mann taka við. En þessi ára- tugur varð mér einkar ánægjulegur og reynsluríkur og dýrmæt viðbót við mitt aðalstarf. Til þess lágu ýmsar ástæður en einkum þó þess- ar: í fyrsta lagi: Sem fastur skrif- stofumaður langa stund á hveijum degi fékk ég tækifæri til að kynn- ast fjölda mörgum lífeyrisþegum sem komu til að gerast félagar eða leita ýmiss konar upplýsinga. I öðru lagi: Það var mér einstök ánægja og ógleymanleg reynsla að eiga hlut að og vera þátttakandi í því mikilvæga og umfangsmikla starfi sem stjórn Samtakanna stóð að og framkvæmdi á þessum ára- tug. Eg nefni aðeins byggingu hátt á annað hundrað ágætra íbúða, stofnun og starfrækslu tveggja aðkallandi dagvistarheimila í Múlabæ og Hlíðabæ, í samvinnu við SÍBS og Reykjavíkurdeild Rauða krossins, sumarferða, árshá- tíða og útgáfu fréttablaðs. í þriðja lagi: Mér gleymist aldrei sá einlægi samhugur og áhugi sem var um þessar framkvæmdir meðal stjórnarmanna og fram kom á þeim fjölmörgu stjórnarfundum sem nærri alltaf voru haldnir á heimili formanns, eldhugans Hans Jörg- enssonar, og ágætrar konu hans, Sigrúnar Ingibjargar Ingimarsdótt- ur. Á þessum stjórnarfundum kynntist ég Sigrúnu fyrst og þróuð- ust þau kynni brátt í einlæga og nána vináttu sem ég met mikils og aldrei bar skugga á. Og þar nutu stjórnarmenn ávallt veitinga henn- ar af fágætri rausn. Sigrún var aldrei í löglegri stjórn Samtakanna, en engu að síður var hún það að dómi okkar stjórnar- manna. Hún var ekki aðeins frábær veitandi heldur einnig frábær þátt- takandi í öllum umræðumálum okkar og ákvörðunum. Hún var fjölgáfuð og rökföst kona og það var hreint og beint aðdáunarvert hvað hún hafði kynnt sér vel öll mál sem um var að ræða og mynd- að sér um þau ákveðnar skoðanir sem hún lét í ljós af prúðmennsku og einurð. Engum okkar gat dulist að hún var bónda sínum ómetanleg- ur styrkur í fjölþættum störfum hans. í nafni stjórnarmanna frá þess- um áratug flyt ég henni innilegar þakkir fyrir ógleymanlegá kynn- ingu og samstarf og bið henni allr- ar blessunar á nýjum tilverusviðum. Eiginmanni og fjölskyldu send- um við einlægar samúðarkveðjur. Sigurður Gunnarsson, fv. skólasljóri. Hún amma mín er dáin. Hún var dugleg og hörð af sér allt til hinstu stundar. Ég mun alltaf minnast ömmu sem ákaflega litríkrar persónu. Hún lét sér fátt óviðkomandi, hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og sýndi ávallt mikla þrautseigju og baráttuvilja. Við heima eigum í huga okkar margar fleygar setning- ar sem hafðar eru eftir ömmu, setn- ingar sem við minnumst oft og notum stundum okkar á meðal, bæði í gamni og alvöru. Það verður mikil efíirsjá að ömmu þegar ijölskyldan safnast saman. Oft hélt hún uppi fjörinu í fjölskylduboðunum. Hún hló og gerði að gamni sínu og hafði ótal sögur að segja. oft voru þetta sögur þar sem hún gerði grín að sjálfri sér og afa og uþpátækjum þeirra. við heyrðum sögur af því þegar þau þeystu um á mótorhjóli á yngri árum og amma var alltaf að detta af baki vegna þess hve glannalega afi keyrði. Við heyrðum sögur frá dansæfingum, sýningum og keppn- um sem þau tóku þátt í á efri árum. Lagði hún þá oft áherslu á orð sín með því að taka nokkur dansspor, okkur til mikillar ánægju. Dansinn, sem amma uppgötvaði fyrst á elliárunum, veitti henni ómælda gleði. Amma sem annars var þung á sér, varð þá létt eins og táningur og sveiflaðist ákveðin, en glöð og ánægð um gólfið. Eg vil þakka ömmu fyrir allar góðu stundirnar. Við munum minn- ast gleði ömmu, félagslyndi og ákveðni og síðast en ekki síst reisn. Sofi hún amma mín rótt, hún mun lifa áfram í huga okkar. Sigrún Ingimarsdóttir. ERFIDRYKKJUR Per'an a Öskjuhlíð p e r l a n sími 620200 Til frambúöar þakrennur Litir: Hvítt, svart, rautt, brúnt Sænsk gæða framleiðsla Galvanhúðað stál gefur styrkinn og litað plasthúðað yfirborð ver gegn ryði og tæringu. Fagmenn okkar veita ráðleggingar. Hagstætt verð. ÍSVÖR BYGGINGAREFNI Dalvegur 20. Box 435 202 Kóp. Simi 641255, Fax 641266 Þorvaldur Th. Guð■ jónsson - Minning í dag er til moldar borinn hann afi minn, Þorvaldur Theodór Guð- jónsson. Hann fæddist þann 15. ágúst 1906 í Keflavík og var því ný orðinn 86 ára gamall. Afi var sonur hjónanna Svanlaugar Árna- dóttur og Guðjóns Eyjólfssonar. Að loknu skyldunámi var ekki um framhaldsnám að ræða hjá afa. Við tók kaupavinna á sumrin og sjómennska á veturna. Þetta voru þau störf er hann stundaði næstu árin, allt til ársins 1938 er hann réði sig í málningarvinnu hjá Jóni Páli Friðmundssyni • málarameist- ara. Hjá honum var afí vel yfir 20 ár, en þá lá leiðin upp á Keflavíkur- flugvöll. Þar vann afi hin ýmsu störf hjá hernum allt til ársins 1977 er hann fékk heilablóðfall. Hann náði sér þokkalega eftir þetta áfall, en átti alltaf frekar erfitt með allar hreyfingar en heima við gat hann að mestu bjargað sér undir það síð- asta. Afi kynntist konu sinni Guð- björgu Jónsdóttur, frá Kirkjubæ í Skutulsfirði, er þau voru saman í kaupavinnu á Blesastöðum á Skeið- um. Þau giftust 22. desember 1929 og hófu búskap á Tjarnargötu 15 í Keflavík í húsi sem afi og faðir hans byggðu. Þarna eignuðust afí og amma börnin sín, Jón árið 1930, Guðbjörgu árið 1931 og Theodór árið 1933. Þau urðu fyrir því áfalli, að Guðbjörg dó úr lungnabólgu fimm ára gömul. Árið 1953 fluttu afí og amma svo á Sólvallagötu 26 sem þau höfðu byggt og bjuggu þau þar allt til ársins 1985. Þá fluttu þau í íbúð- ir fyrir aldraða á Suðurgötu 15-17. Þar undu þau hag sínum vel sein- ustu árin er þau áttu ólifuð. Á Sólvallagötunni var alltaf nóg pláss hjá afa og ömmu. Foreldrar mínir bjuggu hjá þeim á efri hæð- inni með 3 börn á árunum 1954- 1955. í kjallaranum hófu síðan Theodór og Hlíf sinn búskap eins og svo margir á eftir Jieim, m.a. ég og Inga konan mín. I enda nóv- ember 1989 dó amma Gugga eins og við kölluðum hana. Var það mikið áfall fyrir afa því að hún hafði verið hans styrka stoð í lífinu. Þegar ég lít lit baka er margt sem kemur upp í hugann, sem teng- ist ömmu og afa á Sólvallagötunni. Segja má að Sólvallagatan hafi verið mitt annað heimili. Allt frá barnæsku sótti ég mikið þangað. Alltaf var gott að koma í kaffí til þeirra er við vorum úti á fótbolta- velli og ekki spillti það fyrir að gott var að vera í fótbolta á lóðinni hjá þeim. Samband mitt vð afa og ömmu var alla tíð mikið og gott. Mér leið vel hjá þeim, það vel að þar las ég t.d. fyrir próf er ég var í Kennara- skólanum. Ég gat alltaf leitað til þeirra, hvort sem um var að ræða aðstoð vegna meiðsla í fótboltanum eða ráðleggingar varðandi málning- arvinnu. Þau voru alltaf tilbúin til að hlusta og hjálpa ef þess var nokkur kostur.- Eftir að afi fékk heilablóðfallið var ekki svo sjaldan að við sátum við eldhúsgluggann á Sólvallagöt- unni og ræddum málin. Afí var af gamal skólanum og því margt í fari hans ólíkt því sem maður þekk- ir í dag. Hann vildi t.d. helst ekki skulda nokkrum manni neitt og það sem keypt var, greiddi hann út í hönd. Væri það ekki hægt, voru hlutirnir látnir bíða betri tíma. Uppi á vegg hjá afa og ömmu var blýantsteikning af stúlku, sem mér var oft starsýnt á. Þegar ég vildi ræða um myndina, þá var því tali oftast eytt. Mynd þessa hafði afi teknað á unga aldri og var greinilegt að þarna voru miklir hæfíleikar sem ekki höfðu fengið að njóta sín, nema að litlu leyti. Þær eru margar minningarnar sem sækja á hugann, ferðalögin, jólaboðin, bíltúrarnir, eggjatínslan Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. o.fl. o.fl. Þessar minningar geymi ég í hjarta mínu allt mitt líf. Á þessari kveðjustund þakka ég allt, sem bæði amma og afi voru mér og ég gleðst yfir því að nú eru þau saman á ný. Gunnar Þór Jónsson. SKUTBILL Daglegt amstur gerir ólikar kröfurtilbifreiða. Lada station sameinar kosti fjöl- skyldu- og vinnubils, ódýren öflugur þjónn, sem mælir með sérsjálfur. Veldu þann kost, sem kostar minna! Vertfrák, '■V5.4S4.. Opið kl. 9-18. Laugard. 10-14 Bifr&iðarog tandbúnaðarvélar hf. Ármúla 13, Suðuriandsbraut 14. Sfmi681200.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.