Morgunblaðið - 10.09.1992, Page 34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10, SEPTEMBER 1992
34
Minning
Míirgrét G. Guðmunds■
dóttir frá Siglufirði
Fædd 11. desember 1917
Dáin 2. september 1992
Hún Magga amma er dáin.
Amma og afi bjuggu lengst af á
Siglufirði, en í árslok 1984 fluttu
þau til Reykjavíkur. Sökum ungs
aldurs kynntumst við ekki ömmu
og afa að ráði fyrr en eftir að þau
voru flutt að Eyjabakka 6 í Reykja-
vík.
Amma hafði verið á sjúkrahúsi
síðan í febrúar sl. vetur. Fyrir síð-
ustu hvítasunnu fékk amma að
koma heim til afa af sjúkrahúsinu.
Við vonuðum svo heitt og innilega
að amma héldi áfram að hressast
líkt og í júlíbyijun þegar við heim-
sóttum þau og vorum hjá henni
meðan afi var á sjúkrahúsi. Amma
var meira að segja farin að fara
með okkur í heimsóknir, hún sem
kunni alltaf best við sig heima. En
heilsu ömmu hrakaði aftur en alltaf
bar hún sig jafn vel. Hún var flutt
á Vífilsstaði þar sem hún kvaddi
þennan heim 2. september sl. eftir
þriggja vikna legu.
Þrátt fyrir veikindi ömmu var
fregnin af andláti hennar okkur
mikið áfall. Það er erfítt fyrir bams-
hjartað að horfast í augu við slíka
fregn. Nú er enginn amma hjá afa
í Eyjabakkanum tii að faðma- okk-
ur, engin amma til að hlæja með
okkur, engin amma sem skildi svo
vel hvað litlar fálmandi bamshend-
ur eiga til að gera. Það var ekki
hávaðanum fyrir að fara hjá ömmu.
Hún hafði einstakt lag á að laða
hið besta fram í hveiju bami. Hóg-
værð, trúmennska, hjartahlýja, ein-
lægni og hlédrægni vom aðalsmerki
hennar. Nú er hún amma farin
þangað sem hún fínnur ekki lengur
til, þangað sem hún fínnur Tínó,
hundinn sinn sem henni þótti svo
vænt um, þaðan sem hún getur
áfram fylgst með okkur.
Við viljum þakka henni ömmu
fyrir alla hjartahlýjuna, sem hún
veitti okkur í vegamesti fyrir lífíð.
Við munum alltaf minnast hennar
með söknuði í hjarta. Megi góður
Guð styrkja Jósa afa, nú þegar
amma er ekki lengur hjá honum.
Helga Elísa, Margrét Silja
og Ingvi Aron.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(P. Foersom. - Sveinbjöm Egilsson)
Ég var staddur á Kýpur ásamt
fjölskyldu minni er mér bárust tíð-
indin um lát tengdamóður minnar.
Mig setti hljóðan. Þó að ég hafí
vitað að hún hafí ekki gengið heil
til skógar um nokkum tíma þá bar
ég ávallt þá einlægu von í bijósti
að hún kæmist til heilsu aftur og
ég fengi að njóta samvistar við
þessa mætu konu, miklu, miklu
lengur.
A andartökum sem þessum þjóta
í gegnum kollinn bollaleggingar um
tilgang lífsins og hversu maður er
í rauninni vanmáttugur gagnvart
almættinu. Fyrstu viðbrögð barn-
anna vom hins vegar þau að segja
að núna ættu þau enga ömmu leng-
ur.
Mér verður hugsað til baka til
þess tíma þegar ég kom inn á heim-
ili þeirra hjóna, Möggu og Jósa á
Suðurgötu 53 á Siglufírði í fyrsta
skipti á jólum, þá aðeins 19 ára
gamall, með dóttur þeirra, Elenóm.
Eg var dálítið kvíðinn þar sem ég
var að hitta þau í fyrsta skipti. En
sá kvíði reyndist ástæðulaus og mér
var tekið með mikilli ástúð, hlýju
og virðingu. Samband mitt við
tengdamóður mína hefur ávallt ein-
kennst af þessum þáttum þannig
að aldrei hefur borið skugga á og
fyrir það vil ég þakka.
Ég minnist mörgu skemmtilegu
umræðnanna er við áttum við eld-
húsborðið á Suðurgötunni. Þar kom
glögglega í ljós að hún var vel að
sér í öllu og hafði sínar ákveðnu
skoðanir á mönnum og málefnum.
Tengdamóðir mín reyndist mér
og fjölskyldu minni alla tíð mikil
hjálparhella. Sérstaklega vil ég geta
stuðnings hennar við okkur er við
eignuðumst okkar fyrsta barn, ung
að árum.
Á sumrum var ávallt mannmargt
á Suðurgötunni því fjölskyldan var
stór. Hafði hún því í nógu að snú-
ast en aldrei heyrðist hún kvarta
yfír því að mikið væri að gera.
Þetta fannst mér vera einkennandi
fyrir tengdamóður mína.
Ýmsar aðrar sögur heyrði maður
um dugnað hennar og elju sem all-
ar hnigu að sama brunni. Kannski
heldur ekkert undarlegt þar sem
hún missti móður sína aðeins 10
ára gömul og varð að standa meira
og minna á eigin fótum frá 15 ára
aldri er hún hélt til Siglufjarðar og
hóf að vinna við síldarsöltun og
önnur þau störf sem til féllu. Hún
vissi því gjörla hvað var að hafa
fyrir lífínu þó hún hefði fá orð um
þennan tíma.
Tengdamóðir mín var myndarleg
kona. Hún hafði góðan smekk fyrir
klæðaburði enda virtist saumaskap-
urinn vera henni leikur einn og lagði
hún sig fram um að vera ávailt sjálf
vel til fara.
Árið 1946 hóf tengdamóðir mín
sambúð með eftirlifandi maka sín-
um, Jósafat Sigurðssyni. Þau gengu
í hjónaband 21. júní 1947, sem er
sami brúðkaupsdagur og okkar
hjóna. Þau áttu því 45 ára brúð-
kaupsafmæli nú í sumar. Heimili
stofnuðu þau síðan á Siglufírði og
bjuggu þar allt til ársins 1984 er
þau fluttu til Reykjavíkur. Þau eign-
uðust 4 böm. Þau eru: Þóranna
Sigríður, fædd 23. desember 1947,
gift Jónsteini Jónssyni, búsett í
Reykjavík; Sigurður Gunnar, fædd-
ur 20. ágúst 1949, kvæntur Ingi-
t Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, JÓHANN KRiSTJÁNSSON, Garðshorni, Þelamörk, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 7. september. Jarðarförin fer fram frá Svalbarðsstrandarkirkju laugardaginn 12. september kl. 11.00 fyrir hádegi. Trausti Jóhannsson, Aðalheiður Inga Mikaelsdóttir, Sóley Jóhannsdóttir, Guðmundur Vikingsson, Jón Kristjánsson, Guðfinna Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Tengdamóðir mín og amma okkar, SIGRÍÐUR ODDSDÓTTIR frá Brimilsvöllum, verður jarðsungin frá nýju kapellunni í Fossvogi föstudaginn 11. september kl. 15.00. Sigríður S. Jónsdóttir, Sigurður Jón Ragnarsson, Ólöf Þ. Ragnarsdóttir, Berglind Osk Ragnarsdóttir.
t Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HERDÍSAR ÞÓRU SIGURÐARDÓTTUR, Gnoðarvogi 42, Reykjavík, sem lést í Landakotsspítala þann 3. september sl., fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 11. september kl. 13.30. Guðlaug E. Guðbergsdóttir, Þórir S. Guðbergsson, Jón K. Guðbergsson, Sævar B. Guðbergsson, tengdabörn, barnabörn og langömmubörn.
t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ELÍSABET BJÖRNSDÓTTIR, andaðist í Borgarspítalanum 31. ágúst sl. Útförin hefur farið fram. Gunnar Hjálmarsson, Gunnar H. Gunnarsson, Svandís Matthíasdóttir, María H. Gunnarsdóttir, Arnþór Blöndal, Inga Birna Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR ÁGÚSTSSON frá Hróarsholti, Kaplaskjólsvegi 63, v Reykjavik, sem lést í Landakotsspítala 3. september sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. september kl. 15.00. Ásthildur Þorsteinsdóttir, Ágúst Halldórsson, Rannveig Halldórsdóttir, Páll H. Hannesson, Ólöf Halldórsdóttir, Haraldur Sigurðsson, Guðmundur Halldórsson, Ragnheiður Tómasdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Faðir okkar, tengdafaðir, sonur, afi og bróðir, REYNIR BJARNASON, Hraunteigi 26, sem lést 5. september sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. september kl. 10.30. Ásta Fanney Reynisdóttir, Július Brjánsson, Þorgeir Már Reynisson, Guðrún Bjarnadóttir, Sigurður Björn Reynisson, Ásta Björg Guðjónsdóttir, Gyða Guðmundsdóttir, Bjarni Guðmundsson, barnabörn og systkini hins látna.
t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HERDÍSAR 1. STURLUDÓTTUR frá Miðhópi. Elínborg Ólafsdóttir, Benedikt Axelsson, Sigrún Olafsdóttir, Sigurbjartur Frímannsson, Hannes K. Ólafsson, Laufey Einarsdóttir, Elín Ása Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
t Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför eiginkonu minnar og móður bkkar, GUÐNÝJAR KRISTÍNAR ÞORLEIFSDÓTTUR, Lundarbrekkur 14, Kópavogi. Katarínus Jónsson og dætur.
gerði Baldursdóttur, búsettur í
Hafnarfirði; Elenóra Margrét, fædd
3. júní 1955, gift Sigurði Ingimars-
syni, búsett í Reykjavík; og Þor-
finna Lydía, fædd 26. apríl 1959,
gift Þorkeli Þorsteinssyni, búsett á
Sauðárkróki. Fyrir átti Margrét
þijú böm. Þau eru: Örn, fæddur
22. mars 1938, giftur Steinþóru
Sumarliðadóttur, búsettur á Akur-
eyri; Stella, fædd 22. maí 1939,
búsett í Reykjavík; og Hjördís, fædd
20. nóvember 1943, gift Hans Þor-
valdssyni, búsett á Olafsfírði.
Að leiðarlokum langar mig og
fjölskyldunni að þakka fyrir allt og
allt. Tengdamóðir mín skilur eftir
sig í þessu jarðríki eftirminnileg
spor sem aldrei fymast. Ég hefði
ekki viljað' fara á mis við það að
kynnast þessari mætu konu. Líf
mitt er litríkara eftir.
Ömmubörnin sakna ömmu sinnar
mikið en skilja að nú er hún komin
til Guðs þar sem henni líður vel.
Elsku Jósi! Ég sendi þér mínar
dýpstu samúðarkveðjur og bið Guð
almættisins að gefa þér styrk í sorg
þinni. Öðrum ástvinum bið ég Guðs
blessunar í þeirra miklu sorg.
Ég fél í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll bömin þín, svo blundi rótt.
(Matt. Jochumsson)
Sigurður H. Ingimarsson.
Þegar minningamar fara í gegn-
um hugann frá æskuárunum, skipar
amma á Sigló þar ákveðinn sess.
Alltaf fómm við systkinin með
móður okkar sunnan úr Sandgerði
á hveiju vori norður, já, norður á
Sigló. Þá var takmarkinu náð, eftir
mikla tilhlökkun vomm við komin
til afa og ömmu. Þegar norður var
komið var alltaf-mikið um að vera,
þar var allt heimilisfólkið og svo
við krakkamir. Alltaf var nóg pláss
fyrir alla og hafði amma þar sitt
að segja, allt var skipúlagt og allir
velkomnir. Amrna og afí vom á
þessum ámm með kindur og þurfti
auðvitað að sjá fyrir nægum hey-
feng. Alltaf þegar viðraði var verið
í heyskap og við krakkarnir ef til
vil ekki alltaf til mikils gagns.
Margar góðar .endurminningar eig-
um við frá þessum ámm „uppi á
túni“ með ömmu, en þar var hún
með hrífuna þegar því var við kom-
ið. Amma hafði ekki mörg orð um
hlutina, en gat þó alltaf án hávaða
og láta gert okkur grein fyrir hlut-
unum svo mark var tekið á.
Elsku ömmu emm við þakklát
fyrir stundir sem við fengum að
njóta með henni. Við biðjum góðan
Guð að styrkja afa og aðra ástvini
á þessari stundu.
Magga, Pálmar og Hrönn.
'SCÓWI,
1<Z.
Opið alla daga fra kl. 9 22.
H
MUNIfl!
Minningarkort Styrktartélags
krabbameinssjúkra barna
Seld í Garðsapóteki,
SÍmi 680990.
Upplýsingar einnig veittar
í síma 676020.