Morgunblaðið - 10.09.1992, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1992
ÁRNAÐ HEILLA
Ljósmyndarinn - Þór Gíslason.
HJÓNABAND. 22. ágúst sl. voru
gefín saman í Bústaðakirkju af sr.
Pálma Matthíassyni Guðrún Bryn-
dís Hafsteinsdóttir og Einar Finnur
Brynjólfsson. Heimili þeirra er í
Reykjavík.
Ljósmyndarinn - Jóhannes Long.
HJÓNABAND. 22. ágúst sl. voru
gefin saman í Langholtskirkju af
sr. Flóka Kristinssyni Anna Osk
Lúðvíksdóttir og Reynir Kristjáns-
son. Heimili þeirra er á ísafirði.
Ljósmyndari Kristín Þóra
HJÓNABAND. Gefin voru saman
hinn 4. júlí Gísli Bragason og Elva
Hrönn Guðbjartsdóttir af sr. Tóm-
asi Sveinssyni í Háteigskirkju. Þau
eru til heimilis á Miklubraut 5,
Reykjavík.
Ljósmyndir Rut.
HJÓNABAND. Nýlega voru gefin
saman í Bústaðakirkju af sr. Pálma
Matthíassyni Anna Fanney Ólafs-
dóttir og Gunnar Örn Rafnsson.
Heimili þeirra er í Blöndubakka 10,
Rvík.
Ljósmyndarinn - Jóhannes Long.
HJÓNABAND. 15. ágúst sl. voru
gefin saman í Bústaðakirkju af sr.
Guðmundi Þorsteinssyni Karen
Kristjánsdóttir og Guðmundur Haf-
steinsson. Heimili þeirra er í
Reykjavík.
Ljósm. Sigurður Þorgeirsson
HJÓNABAND. Gefín voru saman
hinn 29. ágúst Sigurbjörn Tryggva-
son og Ragnheiður Ragnarsdóttir
af sr. Birgi Snæbjömssyni í Akur-
eyrarkirkju. Þau eru til heimilis á
Vestursíðu 5d, Akureyri.
Snúður og Snælda með
skemmtun í Risinu
LEIKHÓPURINN Snúður og
Snælda, sem er deild innan Fé-
lags eldri borgara í Reykjavík
og nágrenni, heldur skemmtun
annað kvöld, föstudag 11. sept-
ember. Skemmtunin ber yfir-
skriftina „Það er sífellt sumar“
og fer fram í Risinu, Hverfisgötu
105. Húsið verður opnað kl. 19.
Til skemmtunar verður upplest-
ur, leiklestur, söngur, grín og
glens. Að endingu mun hljóm-
sveitin Tíglarnir leika fyrir dansi
til miðnættis.
Leikhópurinn Snúður og Snælda
frumflutti sl. vetur leikritið „Fugl
í búri“ eftir Iðunni og Kristínu
Steinsdætur. Fljótlega munu hefj-
ast æfingar á næsta verki sem leik-
hópurinn ætlar að flytja, en það er
leikritið „Sólsetur" eftir Sólveigu
Traustadóttur.
I fréttatilkynningu segir: „Síð-
astliðinn vetur studdu bæði Þjóð-
leikhúsið og Leikfélag Reykjavíkur
vel við bakið á leikhópnum þar sem
þessir aðilar lánuðu áhorfendapalla
og fleira sem til þurfti svo hægt
væri að setja leikritið „Fugl í búri“
á ljalirnar og vilja aðstandendur
Snúðs og Snældu nota tækifæri og
þakka þessum ágætu aðilum fyrir
að gera leikhópnum kleift að setja
upp sitt fyrsta leikrit. Ekki fer hjá
því að leikhópurinn þarf sjálfur að
eignast ýmsa muni og áhorfenda-
palla. Allt kostar þetta peninga og
vonast forsvarsmenn Snúðs og
Snældu eftir að sjá sem flesta fé-
laga annað kvöld.“
-------♦ ♦ ♦--------
■ ROKKHLJÓMS VEITIN
Gildran verður með útgáfutón-
leika á Púlsinum í kvöld, fimmtu-
dag, vegna útgáfu geisladisksins
Út. Gildruna skipa Karl Tómasson
trommuleikari, Þórhallur Arna-
son bassaleikari, Sigurgeir Sig-
mundsson gítarleikari og Birgir
Haraldsson sem leikur á gítar og
syngur. Gestur kvöldsins verður
hljómsveitin Nótt sem kemur þá
fram í fyrsta sinn opinberlega.
Testimony Soul Band Co. leikur
á Púlsinum á föstudagskvöld.
Hljómsveitina skipa Gunnar Þór
Eggertsson gítarleikari, Stefán
Henrýsson hljómborðsleikari,
Benedikt fvarsson bassaleikari,
Birgir Þórsson trommuleikari og
soulbakraddasöngkonurnar Ingi-
björg Erlingsdóttir og Helena
Káradóttir. Magnús og Jóhann
leika á laugardagskvöld á Púlsin-
um ásamt Sniglabandinu. Sér-
stakur gestur kvöldsins verður Rut
Reginalds.
■ HLJÓMSVEITIN Ham leikur
á Hressó í kvöld, fimmtudag.
Hljómsveitin mun m.a. kynna efni
úr kvikmyndinni Sódóma Reykja-
vík, ásamt efni af væntanlegri
plötu. Á föstudagskvöld spila Silf-
urtónar og hljómsveitin Límon-
aði. Silfurtónar eru einnig af
kynna efni af væntanlegri plötu. Á
laugardagskvöld verða Bógómíl
Font og Milljónamæringarnir á
Hressó.
(Fréttatilkynning)
NEYTENDAMAL
Jurtir innihalda
mikilvæga orku
ÞEGAR KOMIÐ er í bókabúðir
erlendis er áberandi hve mikil
aukning hefur orðið á siðustu
árum á framboði á bókum um
lækningamátt jurta og grasa-
lækningar. Þessar nútíma grasa-
lækningar, eins og þær eru
gjarnan nefndar, eiga sér skýr-
ingar. Fólk er farið að hafa
áhyggjur af ofnotkun lyfja í
ræktun og dýraeldi og skaðleg-
um áhrifum þeirra og margflók-
ins vinnsluferils í matvælafram-
leiðslunni. Jurtir hafa því orðið
einskonar tákn náttúrulegs og
einnig heilbrigðara lífs.
Plöntur hafa víðtækt notagildi
og þær eru verðmætar í viðskipt-
um. Afurðir sem koma í stað kjöts
eru unnar úr plöntum svo og líf-
rænn áburður, skordýraeitur og
einnig kryddjurtir. Þær njóta meiri
hylli en þær hafa gert um aldir.
Þær eru ekki aðeins notaðar í mat
og í snyrtivörur heldur einnig sem
lyf til lækninga bæði fyrir menn
og dýr. Hversu almenn notkunin
er er ekki ljóst en hún virðist tengj-
ast að einhverju leyti áhyggjum
fólks vegna vaxandi notkunar ke-
mískra efna í vinnslu og iðnaði.
Græna byltingin hefur því orðið
eins konar tákn heilnæmis og áhugi
fólks fyrir jurtum er hluti af þess-
ari byltingu.
Græna byltingin tengist einnig
vakningu fólks fyrir endurnýtingu
orku, varðveislu auðlinda, lífrænni
ræktun og lækningamætti jurta.
Allar þessar vakningar eiga það
sameiginlegt að telja að plöntur
gegni mikilvægu hlutverki við end-
uruppbyggingu jarðarinnar.
Plöntur virkja orku sólar til notk-
unar fyrir aðra jarðarbúa. Þær
framleiða stóran hluta af súrefni
jarðar, þær viðhalda lífkeðjunni og
virðast einnig hafa áhrif á hita-
sveiflur jarðar. Plöntur þurfa lítið
meira en vatn, andrúmsloft og orku
sólar til að framleiða sykrur, prót-
ín, efnahvata og hormón til að
stjóma eigin vexti, olíur til að
stjórna eigin hitastigi og skordýra-
eitur til að verja sig með. Plöntur
eru tengiliður alls lífs á jörðunni
og má segja að allt fram á þessa
öld hafi þær séð fyrir helstu þörfum
mannsins eins og hráefnum til
húsagerðar, klæðum, pappír, litar-
efnum og olíum. Á hinn bóginn
hafa plöntur orðið að treysta á
veður, vinda 6g skordýr til fijógv-
unar og örverur við niðurbrot líf-
rænna jurta og til að vinna úr þeim
í endurnýtanleg efni.
Þegar litið er á þýðingu plantna
fyrir allt líf á jörðunni er ljóst að
notagildi þeirra er margvíslegt.
Jurtir eru stór hluti af fæðukeðj-
unni. Þær eru nærandi, sumar bera
kjammikla rótarávexti, aðrar safa-
ríka stofna og enn aðrar Ijúffenga
ávexti og svo em jurtir sem hafa
bætiefnarík lauf eða bragðmikil
fræ. Fjölbreytni er mikil. Til eru
jurtir sem valda eitmnum og aðrar
hafa lækningamátt.
Þó að menn hafi stundum greint
á um notagildi jurta þá hafa seinni
tíma rannsóknir oft leitt í ljós að
þar er víða fjársjóður falinn. Ein
slík jurt er sólblómið sem nú er
mjög víða ræktað og skilar rækt-
endum góðum arði. Þegar sólblóm-
ið var upphaflega flutt frá Mið-
Ameríku til Evrópu á 16. öld var
sama og ekkert vitað um eiginleika
þess. Indiánar unnu olíu úr fræinu
og notuðu síðan blómablöðin til
fóðmnar nautgripa. Það var ekki
fyrr en ræktunin hafði náð mikilli
útreiðslu í heiminum að fólk fór
að nota plöntuna við kvillum í önd-
unarfæmm. Rússar nota bæði blóm
og lauf við meðhöndlun á hósta,
barkabólgu og jafnvel malaríu.
Nýjustu rannsóknir hafa leitt í ljós
að inulin sem er að finna í sól-
blómaolíu er mjög áhrifaríkt við
meðhöndlun á astma. Svo má ekki
gleyma heilsuþættinum, en sól-
blómaolían hefur reynst innihalda
ómettaðar fítusýmr sem taldar eru
heppilegri fyrir hjartað en dýrafita.
Mörg öflug lyf sem notuð em í
dag em komin úr jurtaríkinu. Má
þar nefna morfín sem unnið var
fyrst úr ópíum á fyrsta tug 19.
aldar og kókaín sem unnið er úr
blöðum kókajurtarinnar og varð
upphaf virkrar staðdeyfíngar við
aðgerðir.
Með tilliti til mikilvægi plantna
sem orkugjafa jarðar og þýðingar-
miklum næringargjafa í fæðukeðj-
unni svo og aldagömlum alþýðu-
hefðum fyrir nýtingu jurta til lækn-
inga, þá er nánast út í hött að
halda því fram að grasalækningar
nú á dögum sé aðeins „kukl“, eins
og sumir vilja halda fram.
Allt fram á þessa öld söfnuðu
formæður okkar grösum og jurtum
og útbjuggu jurtaseyði og smyrsl,
byggð á reynslu kynslóðanna, til
lækninga á kvillum og algengum
sjúkdómum, eins og fram kemur í
ágætum sjónvarpsþáttum um ís-
lenskar jurtir og lækningamátt
þeirra. Vonandi fáum við að njóta
þessara ágætu sjónvarpsþátta enn
um sinn. Þeir eru skýrir, vel gerðir
og fræðandi um fornar íslenskar
hefðir í notkun jurta við alþýðu-
lækningar. Þættirnir vekja okkur
nútímafólk til vitundar um þau
verðmæti sem liggja við fætur okk-
ar við nánast hvert fótmál og við
veitum sjaldnast verðuga athygli -
íslensku flórunni
M. Þorv.
hagstœð kjör, langur lánstími, sveigjanlegt lánshlutfall, margir gjaldmiðlar
IÐNÞROUNARSJOÐUR
Kalkofnsvegi 1 150 Reykjavík sími: (91) 69 99 90 fax:6299 92