Morgunblaðið - 10.09.1992, Síða 45
45
I
I
I
I
I
I
)
)
i
i
>
>
>
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1992
ÍÞROTTIR UNGLINGA / ÍSLANDSMÓTIÐ í KNATTSPYRNU
Þrennaní
höfn hjá ÍA
ÍA tryggði sér íslandsmeist-
aratitilinn í 2. flokki með sigri
á Fram 3:2 í síðustu umferð
A-deildarinnar. Akurnesingar
unnu þvítil gullverðlauna á
öllum þremur landsmótunum
í ár. Liðið varð íslandsmeist-
ari innanhúss í vetur, bikar-
meistari í síðasta mánuði og
íslandsbikarinn utanhúss
bættist í safnið sl. fimmtudag.
Sigur Skagamanna var örugg-
ari en tölurnar gefa til kynna,
liðið hafði 2:0 yfír í leikhléi
með mörkum Kára Steins Reynis-
sonar og Kristins Ellertssonar.
Amar Gunnlaugsson bætti síðan
þriðja marki ÍA við í upphafí síð-
ari hálfleiksins. En Framarar sóttu
í sig veðrið í síðari hálfleiknum
og skoruðu tvö mörk, það síðara
fímm mínutum fyrir leikslok.
„Við byrjuðum ekki vel í mótinu
og eftir markalaust jafntefli við
Breiðablik missti ég endanlega
trúnna á að við gætum orðið meist-
arar. En þegar Víkingar og Vest-
manneyingar fóru að tapa stigum
fékk ég trúnna að nýju,“ sagði
Sturlaugur Haraldsson, leikmaður
ÍA eftir að meistaratitillinn var í
höfn.
„Minnistæðasti leikur sumars-
ins var gegn KR, við vorum undir
0:1 í hálfleik en snerum leiknum
okkur í hag og unnum 4:1. Ég
held að sterk liðsheild og góður
þjálfari séu lykillinn að þessum
árangri," sagði Sturlaugur.
Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson
Leikmenn ÍA i 2. flokki virða fyrir sér íslandsbikarinn sem
þeir fengu afhentan eftir sigurinn á Fram. Á neðri myndinni halda
þeir Sturlaugur Haraldsson og Kári Steinn Reynisson á þeim þrem-
ur bikurum sem liðið vann á árinu.
KNATTSPYRNA / DRENGJALANDSLIÐ
Leikur með unglingaliði
Werder Bremen í Þýskalandi
Björgvin Magnússon hefur búið í Þýskalandi frá fjögurra ára aldri en er kominn í
íslenska drengjalandsliðið
BJÖRGVIN Magnússon, fimmtán ára knattspyrnumaður eru
í stöðu sem að f lestir jaf naldrar hans mundu gefa mikið fyr-
ir að vera í. Björgvin fær greitt fyrir að leika knattspyrnu
með unglingaliði Werder Bremen í Þýskalandi.
Björgvin gerði þriggja ára
samning við félagið og er á
sínu fyrsta ári en hann hefur búið
í Bremenhaven frá fjögurra ára
aldri þar sem faðir hans, Magnús
Björgvinsson er skipahöndlari.
„Mér er bannað að tala um
samninginn en get sagt að ég fæ
greiðslur fyrir að leika knatt-
spyrnu þó að þær séu ekki háar,“
sagði Björgvin sem er í B-ungling-
aliði Bremen en í því eru ungling-
ar á aldrinum 15-16 ára. Honum
hefur vegnað vel það sem af er.
Lið hans hefur leikið þrjá leiki og
Björgvin er markahæstur enn sem
komið er með sjö mörk.
Boðaður á æfingu
Þjálfarar drengjalandsliðsins,
þeir Þórður Lárusson og Kristinn
boðuðu Björgvin á landsliðsæfíngu
í síðustu viku en þeir fréttu reynd-
ar af Björgvini fyrir hreina tilvilj-
un.
Kristinn var að fylgjast með
leik í 1. deildinni þegar hann rakst
á Þorfinn Hjaltason, fyrrum mark-
vörð sem nú er sjómaður og siglir
til Bremenhaven. Þorfínnur hafði
hitt Magnús, föður hans og talið
barst af drengnum. Það leiddi síð-
an til þess að þeir Þórður og Krist-
inn fengu menn til að líta á Björg-
vin og í framhaldi af því var hann
boðaður á æfíngu.
„Ég vildi ekki trúa því að ég
hefði verið valinn og hélt að pabbi
væri að plata mig,“ sagði Björgvin
sem kvaðst hafa verið hissa yfír
valinu.
„Hann er líkamlega sterkur og
mjög fljótur sóknarmaður sem
ætti að geta styrkt lið okkar,“
sagði Þórður um Björgvin sem
þegar hefur tekið fram skotskóna
með drengjalandsliðinu. Hann
skoraði annað mark liðsins í 2:2
jafntefli í æfingaleik í vikunni
gegn 3. flokki UBK sem var
styrktur með leikmönnum úr öðr-
um liðum.
Frammistaða Björgvins fór ekki
fram hjá Þjóðveijum sem völdu
hann í U-16 ára landsliðshóp sinn
en síðan kom í ljós að hann var
íslenskur og því ekki boðlegur með
þýska liðinu. Þjóðveijar reyndu að
fá Björgvin til að skipta um ríkis-
fang og gerast þýskur ríkisborg-
ari. Hann var alvarlega að hugsa
um það en eftir að kallið kom að
heiman er velkist hann ekki í vafa
lengur. íslenskur verður hann
áfram.
Björgvin Magnússon hefur verið
á skotskónum í Þýskalandi.
Lokastaðan
2. FLOKKUR KARLA
A-DEILD
IIBK - Þróttur 2:1
ÍA - Fram.... 3:2
ÍBV - Víkimnir 1:3
ÍBK - KR..... 0:2
ÍA ..14 10 2 2 47:15 32
Víkingur ..14 10 1 3 51:18 31
ÍBV ..14 8 4 2 45:22 28
KR ..14 8 2 4 34:16 26
Fram ..14 6 2 6 46:26 20
UBK ..14 4 1 9 21:42 13
ÍBK ..14 4 0 10 25:42 12
Þróttur ..14 0 0 14 9:97 0
■UBK bjargaði sér frá falli með
sigri á Þrótti i síðuStu umferðinni.
ÍBK fellur ásamt Þrótti.
B-DEILD
Þór-fR
KA - Fvlkir. 13:1
FH - Selföss 11:1
KA .14 12 0 2 73:17 36
Valur .14 9 0 5 33:23 27
FH .14 8 2 4 41:22 19
Stjarnan .14 7 2 5 39:21 23
ÍR .14 7 16 35:42 22
Þór .14 5 18 30:37 16
Selfoss .14 2 1 11 17:81 7
Fylkir .14 1 3 10 22:47 6
■KA og Valur unnu sér rétt til að
leika f A-deild á næsta sumari. Sei-
foss og Fylkir féllu niður.
C-DEILD
Fjölnir - Grindavík 3:6
Leiknir - Haukar 1:2
Grótta - Reynir 4:2
Haukar ...12 9 0 3 36:18 27
Grótta ...12 7 2 3 22:13 23
Grindavík... ...12 5 4 3 30:18 19
HK ...12 5 3 4 35:23 18
Reynir S ...12 5 2 5 29:31 17
Leiknir ...12 5 1 6 27:23 16
Fjölnir ...12 0 0 12 11:74 0
■Haukar og Grótta leika í B-deild
næsta sumar.
KNATTSPYRNA
Morgunblaðið/Kristinn
ísiandsmelstarar Vals i 1. flokki karla. Efri röð frá vinstri: Ólafur Már Sigurðsson stjómarmaður, Jón S. Helga-
son, Bergþór Magnússon fyrirliði, Gunnar Gunnarsson, Einar Páll Tómasson, Flosi Helgason, Sævar Gylfason, Baldur
Bragason, Gunnlaugur Einarsson, Sævar Hjálmarsson, Hilmar Árnason, Ólafur Magnússon þjálfari. Neðri röð frá vinstri:
Ágúst Gylfason, Kjartan Hjálmarsson, Hörður Már Magnússon, Ólafur Brynjólfsson, Sigurbjöm Hreiðarsson, Arnaldur
Loftsson og Tryggvi Valsson.
Valur meistari 1. flokks
%#alsmenn urðu íslandsmeistarar i 1. flokki sem lauk fyrir skömmu
“ en þeir unnu sex leiki á mótinu og gerðu eitt jafntefli, gegn ÍA.
Liðið sigraði KR 2:1 í síðasta leik mótsins.
„Baráttan var mikil um sæti í meistaraflokki og því gátum við stillt
upp sterku liði í fyrsta flokki. Stemmingin var alltaf góð hjá okkur og
Ólafur Magnússon á þakkir skildar fyrir að halda vel utan um hóp-
inn,“ sagði Bergþór Magnússon, fyrirliði Vals.
Haustæfíngar hefjast í öllum flokkum laug-
ardaginn 12. september kl. 10.30 á túninu
sunnan við Laugardalslaugina.
Kynningarfundur í Gerðubergi mánud. 14.
sept. kl. 20.30. Þar mæta þjálfararnir (sömu
og í fyrra) Gunnar, Pétur, Sigrún og Bjami.
Nýir krakkar og unglingar velkomnir.
Skíðadeild ÍR.