Morgunblaðið - 10.09.1992, Qupperneq 48
Jfr
MORGVNBLAÐID, AÐALSTRÆT! 6, 101 REYKJA VÍK
SÍMBRÉF
SlMI 691100, Sli
:F 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1992
VERÐ I LAUSASOLU 110 KR.
Fyrsti fundur Norður-Atlantshafs sjávarspendýraráðsins
Islendingar vilja að ráð-
ið sljórni hrefnuveiðum
Þórshöfn í Færeyjum. Frá Guðmundi Sv. Hermannssyni, blaðamanni Morgunblaösins.
Á FYRSTA formlega fundi Norður-Atlantshafs sjávarspendýraráðs-
ins, NAMMCO, sem hefst í Þórshöfn í Færeyjum i dag, munu Islend-
ingar kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að ráðið hefji strax undir-
búning að veiðisljórnun á hrefnu í Norður-Atlantshafi. Veiðar á
hrefnu falla undir Alþjóða hvalveiðiráðið og í stofnsamningi
NAMMCO, sem samþykktur var í vor, er gert ráð fyrir að fyrst um
sinn verði þar fjallað um seli sem ekki heyra undir hvalveiðiráðið.
Guðmundur Eiríksson þjóðréttar-
fræðingur og formaður íslensku
sendinefndarinnar í Þórshöfn sagði
við Morgunblaðið að þegar skrifað
var undir stofnsamning NAMMCO
hefði verið nokkurn veginn ákveðið
hvað ráðið myndi fjalla um fyrst
um sinn. En síðan hefði margt
gerst, til dæmis hefðu íslendingar
gengið úr Alþjóða hvalveiðiráðinu
og Norðmenn ákveðið að hefja
hrefnuveiðar á næsta ári. „Það eru
raddir um það á íslandi að við eig-
um að hefja hrefnuveiðar sem fyrst
og það ýtir á eftir ákvaðanatöku.
Og ef til vill eru hinir tilbúnir til-
að fara hraðar en áætlað var í upp-
hafi,“ sagði Guðmundur.
Hann sagði að það yrði að koma
í ljós á fundinum hvaða afstöðu
Fjárlagafrumvarpið
Ekki gert ráð fyrir
^fjármagnstelguskatti
RÍKISSTJÓRN og þingflokkar sljórnarinnar hafa fjallað um hug-
myndir um að lækka virðisaukaskattsprósentuna úr 24,5% í 22% en
á móti verði tekinn upp 14% virðisaukaskattur á stóra flokka vöru
og þjónustu sem nú eru undanþegnir virðisaukaskatti í tengslum við
fjárlagagerð næsta árs. Davíð Oddsson forsætisráðherra staðfesti
að þessar hugmyndir hefðu verið til umræðu en sagði að engin
ákvörðun hefði verið tekin. „Megin hugmyndin er sú að til þess að
hægt sé að lækka virðisaukaskattsprósentuna þurfi aðrar undanþág-
ur að hverfa," sagði hann.
Davíð sagði að ekki væri gert ráð
fyrir fjármagnstekjuskatti á næsta
ári í frumvarpinu en ræddar hefðu
verið hugmyndir um breikkun eign-
arskattsstofnsins, þannig að hægt
jrði að lækka eignaskatt af almenn-
um eignum en á móti kæmi að
greiddur yrði skattur af fleiri eign-
um en nú er gert. Engin ákvörðun
hefði þó verið tekin um það.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins kæmi 14% virðisauka-
skattur meðal annars á fólksflutn-
inga, hótelgistingu, íslenskar bæk-
ur, blöð og tímarit, afnotagjöld út-
varps og sjónvarps og ákveðna
þætti menningarstarfsemi og
íþrótta sem undanþegnar eru virðis-
aukaskattheimtu. Davíð sagði að
ýmsir hefðu ekki áttað sig á því
að þótt þeir yrðu að formi til látnir
bera virðisaukaskatt væru reglur
um greiðslur á inn- og útskatti
þannig að þeir gætu verið álíka eða
jafnvel betur settir eftir breyting-
una.
Davíð sagði að um væri að ræða
kerfisbreytingu sem gerði skatt-
kerfið skilvirkara en fæli ekki í sér
skattahækkanir. Hins vegar væri
gert ráð fyrir að slík breyting yrði
til þess fallin að undanskot frá
skatti myndu minnka.
aðrar aðildarþjóðir NAMMCO hafa
til þessa, en þær eru Norðmenn,
Færeyingar og Grænlendingar auk
íslendinga. í samtali við Morgun-
blaðið sagði Stein Ove,, sem á sæti
í norsku sendinefndinni í Þórshöfn,
að á þessum fundi væri aðallega
ætlunin að koma sér saman um
ytra form ráðsins og það yrði síðan
að koma í ljós hvort fjallað yrði um
ákveðnar dýrategundir. Hann vildi
að öðru leyti ekki tjá sig um af-
stöðu Norðmanna til þessa.
Talið er að Grænlendingar vilji
síður stuðla að því að NAMMCO
fari inn á verksvið Alþjóða hval-
veiðiráðsins með því að setja hrefnu
á verkefnalista sinn að svo stöddu.
Grænlendingar fá árlega svonefnda
frumbyggjakvóta hjá hvalveiðiráð-
inu og óttast að hrefnuveiðar í
Norður-Atlantshafi gegn vilja hval-
veiðiráðsins gætu breytt því.
I greinargerð sem Guðmundur
Eiríksson hefur samið um lagalega
stöðu NAMMCO er engin vafi talinn
leika á lagarétti Islendinga og Norð-
manna til að úthluta hvalveiðikvót-
um innan efnahagslögsögu sinnar.
íslendingar séu ekki háðir hvalveiði-
banni Alþjóða hvalveiðiráðsins þar
sem þeir séu ekki aðilar að ráðinu
og Norðmenn séu ekki bundnir af
hvalveiðibanninu þar sem þeir hafi
mótmælt því formlega þegar það
var sett á. Þess vegna geti Norð-
menn tekið ákvarðanir um
hvalveiðikvóta á grundvelli tillagna
stjórnunamefnda innan NAMMCO.
Grænlendingar og Færeyingar séu
hins vegar bundnir af hvalveiði-
banni Alþjóða hvalveiðiráðsins.
Þeim sé hins vegar frjálst að fjalla
um veiðikvóta til íslendinga og
Norðmanna innan stjórnunar-
nefnda NAMMCO.
Morgunblaðið/RAX
Fjársafn Hrunamanna af fjalli
Fjallmenn úr Hrunamannahreppi komu síðdegis í gær með fjársafnið
í Hrunarétt. Þeir fóru í göngur á fimmtudag og föstudag í síðustu
viku og að sögn Lofts Þorsteinssonar oddvita gekk smölunin áfalla-
laust. Fjallmenn fengu frekar slæmt veður. Venjan er að sofa í tjöld-
um í tvær nætur en nú var ekki hægt að tjalda vegna hvassviðris
og urðu menn að leita skjóls í kofum. Myndin var tekin þegar féð,
alls 7-8 þúsund fjár, nálgaðist Hrunarétt og þar stóð þessi tilvon-
andi fjallmaður fyrir fénu. Réttað er í Hrunarétt í dag.
Veitufyrirtæki Selfoss, Eyrar-
bakka og Stokkseyrar sameinuð
Heita vatnið á Eyrarbakka og Stokkseyri lækkar um fimmtung
Selfossi.
SAMNINGUR um byggðasamlag foss í gær. Hið nýja veitufyrirtæki
fær nafnið Selfossveitur bs. og
kemur í stað Selfossveitna, Hita-
veitu Eyra, Rafveitu Stokkseyrar
og Rafveitu Eyrarbakka. Samn-
um samrekstur veitufyrirtækja
Selfosskaupstaðar, Eyrarbakka-
og Stokkseyrarhrepps, var stað-
festur á fundi bæjarstjórnar Sel-
Opinberri heimsókn norsku konungshjónanna lokið
Heimsóttu
Þingeyinga og
Akureyringa
Þriggja daga opinberri heimsókn norsku konungs-
hjónanna hingað til lands er lokið. í gær fóru þau
um Suður-Þingeyjarsýslu og heimsóttu Akureyri.
Undir kvöld stigu þau upp í flugvél SAS-flugfé-
lagsins á Akureyrarflugvelli og flugu með henni
heim til Noregs. Myndin var tekin á flugvellinum
þegar Sonja drottning og Haraldur konungur
kvöddu Vigdísi Finnbogadóttur forseta íslands.
Sjá einnig frétt á bls. 20-21.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
ingurinn tekur gildi 1. október en
hreppsnefndir Eyrarbakka og
Stokkseyrar eiga eftir að fjalla
formlega um samninginn.
Viðræður um sameiningu veitufyr-
irtækjanna hafa staðið undanfama
mánuði. Forsenda sameiningarinnar
er að ríkissjóður yfirtaki áhvílandi
erlend lán Hitaveitu Eyra sem hafa
verið veitunni óhagstæð og haldið
uppi háu vatnsverði. Heimild er á
fjárlögum til þessarar yfirtöku.
Við gildistöku samningsins lækkar
verð á heitu vatni á Eyrarbakka og
Stokkseyri um fímmtung eða til jafns
við niðurgreiddan daghitunartaxta
Rafmagnsveitna ríkisins. íbúar
greiða þó áfram hærra verð fyrir
heitt vatn en Selfossbúar en vonast
er til að með hagræðingu i rekstri
verði unnt að lækka verðið á nokkr-
um árum þannig að orkuverð verði
það sama á öllu svæðinu.
Við sameininguna eykst umfang
Selfossveitna um fjórðung. Það er
mat forsvarsmanna veitnanna að
fjárhagsstaða þeirra styrkist við
sameininguna og um leið möguleikar
þeirra til frekari orkuöflunar.
„Ég fagna því að samkomulag
virðist ætla að takast um þennan
rekstur. Við teljum að þetta fyrir-
tæki gefí góða möguleika á hagræð-
ingu og trúum því að fyrirtækið verði
sterkara og þjóni íbúunum betur,
meðal ánnars með hagkvæmara
orkuverði, en ef fyrirtækin væru
fjögur eins og nú er fyrir gildistöku
samningsins," sagði Karl Björnsson
bæjarstjóri á Seifossi.
Eftir staðfestingu samningsins hjá
sveitarfélögunum verður kosin ný
stjórn Selfossveitna bs. Samkvæmt
samningum mun bæjarstjórn Selfoss
skipa þijá stjórnarmenn og ákveða
formann stjórnar. Hreppsnefndir
Eyrarbakka og Stokkseyrar munu
skipa sinn fulltrúann hvor.
Eignarhlutur sveitarfélaganna í
hinu nýja byggðarsamlagi er, sam-
kvæmt bráðabirgðamati, sá að Sel-
fossbær á 78%, Eyrarbakki 11% og
Stokkseyri 11%.
Sig. Jóns.