Morgunblaðið - 22.10.1992, Page 12
Fígúra, Fígúra
p /
Myndlist
Eiríkur Þorláksson
Það er nú á dögum orðið eitt
af veigameiri hlutverkum metnað-
arfullra listasafna að hafa nokkuð
frumkvæði að sýningarhaldi af
ýmsu tagi. Með því að hafa sam-
vinnu við listastofnanir víða um
lönd til þess að sýna íslenska list
erlendis, hefur einnig tekist að fá
framandi sýningar hingað til
lands. Þetta hefur verið öllum til
góða; íslenskir listamenn fá verk
sín kynnt í öðrum löndum, þar sem
þau kunna að skapa þeim aukinn
hróður og markað, og íslenskir
listunnendur fá tækifæri til að
beija augum það sem er að ger-
ast á líðandi stundu í listalífi ann-
arra landa og bera það saman við
það sem er í deiglunni hér á landi.
Sýningin „Fígúra, Fígúra“ sem
nú stendur yfír í vestursal Kjarv-
alsstaða, er einn hlekkurinn í slíku
samvinnuverkefni listasafna í
þremur löndum. Hér hefur verið
valið ákveðið meginstef, og síðan
fengnir til sex fulltrúar íslenskra
listamanna af yngri kynslóðinni
(fæddir á bilinu 1950 til 1956),
sem eiga það sameiginlegt að
hafa í list sinni undanfarinn ára-
tug verið að takast á við manninn
og mannlega tilvist með einum
eða öðrum hætti. Þetta eru þau
Brynhildur Þorgeirsdóttir, Helgi
Þorgils Friðjónsson, Hulda Há-
kon, Jón Óskar, Kjartan Ólason
og Svaia Sigurleifsdóttir.
Sýningin var unnin af Lista-
safni Reykjavíkur í samvinnu við
Listasafnið í Gautaborg, þar sem
hún var sett upp í vor, og við
Fruitmarket-sýningarsalinn í Ed-
inborg í Skotlandi, þar sem hún
stóð yfír í sumar; lokaáfanginn
er síðan hér á Kjarvalsstöðum. Á
næsta ári mun ætlunin að hingað
komi sýning á stöðu nútímalistar
í Skotlandi, sem eins konar svar
við þessari sýningu, og þá fá ís-
lenskir listunnendur tækifæri til
að meta hvað ungir Skotar eru
að fást við þessi árin.
Það er réttilega undirstrikað í
formála sýningarskrár, að ekki
er hægt að tala um neina sérstaka
íslenska hreyfíngu í myndlist síð-
asta áratugar hvað þetta efni
varðar, enda ber fjölbreytni sýn-
ingarinnar það glögglega með
sér. Hér eru á ferðinni verk ólíkra
einstaklinga, sem hafa að loknu
listnámi hér heima leitað ýmist
til Evrópu eða Bandaríkjanna til
framhaldsnáms, og í kjölfar þess
skapað sér sín eigin vinnubrögð
og valið sér sjálfstæð viðfangs-
efni. Sú staðreynd að þau hafa
nýtt sér fígúruna í myndlist sinni
er hins vegar ótvírætt andsvar við
þeirri hugmyndalist, sem var ríkj-
andi á námsárum þeirra og afneit-
aði flestum gildum málverksins
og þar með fígúratívri myndlist
af öllu tagi. Þannig breytist mynd-
listin á vissan hátt með hverri
kynslóð, og ný viðfangsefni taka
við - eða gömul viðfangsefni í
nýjum búningi, eftir því hvemig
er á málið litið.
Sú myndlist sem hér ber fyrir
augu er nefnilega um flest ólík
þeirri fígúratívu myndlist, sem
fýrri kynslóðir íslenskra lista-
manna hafa unnið að. Hér eru
þjóðfélagslegar deilur fjarri, átök
manna í milli eiga sér ekki stað,
og formgildin vart í fyrirrúmi; í
þessum verkum verður áhorfand-
inn fyrst og fremst var við það
sem nefna mætti innhverfu, þar
sem persónurnar í myndfletinum
leita inn í eigið sálarlíf, en sýna
aðeins tómleika eða takmörkuð
Svala Sigurleifsdóttir: Augnætufuglinn og/eða Kjell-Eric Olsen
listmálari við verk sitt í New York. Svart/hvít handmáluð ljós-
mynd, 1984/89.
svipbrigði út á við. Þessi sameigin-
legu gildi koma vel í ljós við skoð-
un sýningarinnar, og eru eitt
sterkasta einkenni fígúratívrar
myndlistar hér á landi nú um
stundir.
Ekki þarf að hafa mörg orð um
framlag hvers listamanns fyrir
sig, þar sem þeir hafa allir skapað
sér góðan orðstír í listalífinu, og
ýmis verkanna hér hafa auk þess
sést á öðrum sýningum þeirra hér
á landi. Verk Jóns Óskars eru
stór og yfírþyrmandi, og létt
skrautið gerir hið ópersónulega
viðmót andlitsins enn sterkara en
fyrr. Myndir Helga Þorgils verða
sífellt litríkari og léttari, allt að
því dansandi fjörlegar, líkt og
„Lífsorkan" (1992), en bera eftir
sem áður með sér þversögnina í
hinu fjarræna bliki persónanna.
Kjartan Ólason gerir monumental
verk, sem minna á hetjur og guði
klassískra tíma; titlar og framsetn-
ing færa þau hins vegar nær okk-
ur í breyskleika sínum, eins og t.d.
„Amnesia" (Minnisleysi, 1988).
Við fyrstu sýn virðist ætíð mikill
leikur í verkum Huldu Hákon, en
einstæðingsskapurinn er það sem
stendur eftir við nánari skoðun,
t.d. á „Resting in the Grass“
(1992). Handmálaðar ljósmyndir
Svölu Sigurleifsdóttur eru oft í
æpandi litum, sem breyta mynd-
efiiinu gjörsamlega, eða þær draga
fram ákveðna þætti persónunnar,
líkt og „Augnætufuglinn og/eða
Kjell-Eric Olsen listmálari við verk
sitt í New York“ (1984/89). Dulúð-
ugar kynjaverur Brynhildar Þor-
geirsdóttur eru magnaðar tilvísan-
ir í forynjur og náttúrufyrirbrigði,
en tengjast ekki vel því viðfangs-
efni sem sýningunni í heild virðist
ætlað að snúast um, og því ekki
alveg ljóst hví þau voru valin með
í þennan hóp, þó þau standi ágæt-
lega fyrir sínu í öðru samhengi.
í tilefni sýningarinnar hefur
verið gefin út sýningarskrá með
ágætum inngangi Gunnars B.
Kvaran, þar sem dregin eru saman
helstu einkenni hvers listamanns
fyrir sig og þeirra framlags til ís-
lenskrar myndlistar á undanförn-
um áratug. Verra er að af tólf
myndum listafólksins sem eru
prentaðar í skránni eru aðeins fjór-
ar á sýningunni hér, og þar af ein
þeirra prentuð umsnúin; því getur
skráin tæpast talist góð heimild
um efni sýningarinnar, þrátt fyrir
allt.
Sýningunni „Fígúra, Fígúra" í
vestursal Kjarvalsstaða lýkur
sunnudaginn 25. október.
Abstraktlist
Asmundar Sveinssonar
Ein athyglisverðasta breytingin
sem gerð var á húsnæði Kjarvals-
staða í lok sumars varðar miðrými
hússins. Það hafði áður verið nýtt
fyrir kaffístofu, þannig að gestir
þurftu að ganga framhjá henni til
að komast frá aðalinngangi og
vestursal að austursalnum, og
þannig var hið listræna samhengi
sýningarhússins í reynd slitið í
sundur í hugum margra sem sóttu
staðinn.
Nú hefur þessu verið breytt á
þann hátt að ný, afar smekkleg
kaffistofa hefur verið sett upp í
austurforsal. Þama hefur verið
komið fyrir þægilegri aðstöðu, til
hliðar við megin umferðarlínur í
húsinu, sem virðist þegar hafa náð
miklum vinsældum, ef marka má
þá aðsókn, sem þar var á virkum
degi í miðri viku þegar undirritaður
var á ferð á Kjarvalsstöðum ný-
lega. í staðinn hefur opnast stórt
rými í miðskipi byggingarinnar,
sem nýta má til ýmissa hluta, og
virðist henta einkar vel fyrir sýn-
ingar á höggmyndalist.
Þetta nýja sýningarrými er vígt
með sýningu á abstrakt höggmynd-
um Ásmundar Sveinssonar mynd-
höggvara. Þama hefur ellefu litlum
verkum listamannsins verið komið
fyrir í rýminu, þannig að gestir fá
gott tækifæri til að ganga um-
hverfís verkin og skoða þau frá
öllum hliðum. Verkin voru unnin á
tuttugu ára tímabili, frá 1951 til
1971, og voru flest hluti af stærri
sýningu um abstraklist Ásmundar
Sveinssonar, sem sett var upp í
safni hans við Sigtún 1987, en það
safn er hluti af Listasafni Reykja-
víkur. Þá var gefín út lítil sýningar-
skrá, sem liggur hér frammi, og
ágætur texti Gunnars B._ Kvaran
um þennan þátt í listferli Ásmund-
ar hefur verið settur upp á vegg í
sýningarrýminu, gestum til fróð-
leiks.
List Ásmundar Sveinssonar er
löngu orðin hluti af menningararfí
íslensku þjóðarinnar, þó á stundum
hafí staðið styr um verk hans með-
al þjóðarinnar, einkum þegar þeim
var komið fyrir á opinberum stöð-
um í Reykjavík. Þær deilur eru
löngu hljóðnaðar, og þessi verk,
þeirra á meðal ýmis abstraktverk,
setja óumdeildan svip á umhverfi
sitt. Nægir þar að nefna verk eins
og „Andlit sólar" framan við
Menntaskólann í Reykjavík, „i
gegnum hljóðmúrinn" við skrifstof-
ur Flugleiða, og „Rafmagn" sem
stendur við raforkuverin við Sog.
í texta sínum bendir Gunnar B.
Kvaran á að abstraktlist Ásmundar
/ megi skipta í þijá flokka til einföld-
unar. í fyrsta lagi er um að ræða
hugtök sem listamaðurinn mynd-
gerir (Rafmagn, Tíminn), síðan
sögur sem táknaðar eru með ein-
hverri tilvísun í hlutveruleika for-
manna (Tristan og ísold, Lokaráð),
og loks verk þar sem allar ytri til-
vísanir eru horfnar, og einungis er
að fínna hugleiðingar listamanns-
ins um efnið, formin, rýmið og lín-
una (Galdrahjallur, Óldugjálfur,
Lífsorka). Þannig má segja að
ýmsir þræðir vinni saman í verkum
listamannsins, og frásagnarþáttur-
inn sé aldrei langt undan, þó unnið
sé með ný efni og form, sem eru
um surnt ólík því sem fyrri tímabil
í list Ásmuridar báru með sér.
Erlendir myndhöggvarar voru
famir að takast á við óhlutbundin
verk fyrr á öldinni, og Ásmundur
var á vissan hátt að fylgjast með
þróuninni í listinni, þó hann hafí
verið kominn nær sextugu þegar
þetta tímabil hófst, og um áttrætt
þegar enn ný efni tóku hug hans
allan. Þannig sannaðist á óyggj-
andi hátt, að hér var á ferðinni
listamaður sem var ftjósamur og
skapandi í list sinni svo lengi sem
Ásmundur Sveinsson: Galdra-
hjallur. 1951, brons.
honum entist starfsorka til.
Þegar hefur verið fjallað um
verk Ásmundar á fræðilegum
grundvelli, m.a. í texta sýningar-
skrár, og er ekki miklu við þá
umfjöllun að bæta. Þó má benda á
að Ásmundur hélt hér áfram þróun
sem hafði hafíst í ýmsum verkum
á fimmta áratugnum. Þá tók rýmið
sjálft og tómið í verkunum að
gegna miklu hlutverki, jafnframt
því sem þau urðu hringsærri en
verið hafði áður; „Galdrahjallur"
(1951) er gott dæmi um verk af
þessu tagi. Þegar listamaðurinn tók
að vinna með járn gat hann oft
notað búta frá járnsmiðjum nær
óbreytta til að skapa einföld, en
myndrænt sterk myndverk. Hér
má nefna verkið „Vængbrotni fugl-
inn“ (1971) sem listamaðurinn
vinnur sjötíu og átta ára gamall.
Mörg verkanna á sýningunni eru
góð dæmi þess að það þarf ekki
alltaf flókna og margbrotna mynd-
byggingu til að gera góð listaverk,
sem virðast mun stærri en hlutföll
þeirra gefa til kynna.
Þó allt gott megi segja um Ás-
mundarsafn við Sigtún, sem hefur
verið endurbyggt og bætt á margan
hátt, þá er góð tilbreyting að sjá
verk Ásmundar í öðru umhverfí.
Sýning sem þessi er vel til þess
fallin að gefa þeim nýtt líf, um
leið og þau hvetja nýja listunnend-
ur til að leggja leið sína í Sigtúnið
til að kynnast fleiri hliðum á sköp-
unarferli þessa ötula listamanns,
sem segja má að hafi með starfi
sínu og kennslu átt drýgstan hlut
í að leggja þann grunn sem högg-
myndalist hér á landi hefur byggt
á til þessa dags. Vonandi verður
framhald á skemmtilegum högg-
myndasýningum í þessu „nýja“
rými Kjarvalsstaða.
Sýningin á abstraktverkum Ás-
mundar Sveinssonar í miðskipi
Kjarvalsstaða mun standa til 15.
nóvember.
Ný
námskeid
að hefjast
Innritun er hafin í símum
677799 & 677070
Model mynd er í M.A.A.I.
Ath.: Auknir möguleikar.
Stig I:
Byrjendur, framkoma, hæfni til
sýningarstarfa, mannlegi þátturinn,
framsögn, tískusýning, próf.
Stig II:
Posur, viðtalsþáttur, auglýsingar,
æft fyrir myndavél, æft á palli.
Stig III:
Ljósmyndastig.
Kondor! Eingöngu fyrir þá sem eiga
myndamöppu.
Módelmynd er fyrir alla. Munið fyrirsætukeppnina, bæði herra og dömu.
Aldursskipting 7-9 ára, 10-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára, 17-25 ára og 25 ára og eldri.
Afhending skírteina sunnudaginn 25. okt. kl. 14-18.
MYND
SUÐURLANDSBRAUT 50
SlMAR 677799 & 677070