Morgunblaðið - 22.10.1992, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1992
13
Einar Jóhannesson
klarinettuleikari
Geisladisk-
ur fær góð-
ar viðtökur
Nýútkominn geisladiskur frá
Chandos með leik þeirra Einars
Jóhannessonar klarinettuleikara
og Philip Jenkins píanóleikara
hefur fengið framúrskarandi góð-
ar móttökur gagnrýnenda í Bret-
landi núna í haust. Einar gerði
samning á síðasta ári við breska
útgáfufyrirtækið Chandos sem er
eitt hið virtasta á sviði útgáfu á
klassískri tónlist og nútímatónlist
af alvarlegum toga.
í októberhefti tímaritsins Classic
CD fjallar gagnrýnandinn Joe Stain-
es um disk þeirra Einars og Jenkins
og gerir samanburð við tvo aðra
nýtútkomna diska með sams konar
hljóðfæraskipan. Steines gefur flutn-
ingi og túlkun Einars og Jenkins
besta heildareinkunn og hrósar jafn-
framt gæðum og nákvæmni í upptök-
unni. Einar fær sérstaklega mikið iof
fyrir flutning sinn á Phantasy-Svítu
eftir Dunhill og gagnrýnandinn lætur
þess getið að þar njóti persónuleg
túlkun Einars sín einna best.
Tónlistin á diskinum er öll eftir
bresk 20. aldar tónskáld, en auk
Phantasy-Svítunnar er þar að finna
Sónatínu eftir Arnold, Pastorale eftir
Bliss, Fjögur stutt verk op. 6 eftir
Ferguson, Fjögur dæmigerð verk
eftir Hurlstone, Klarinettusónötu op.
129 eftir Stamford og Sónatínu eftir
Stoker.
Samningur Einars við Chandos er
ekki sá eini sem þetta útgáfufyrir-
tæki hefur gert við íslenska flytjend-
ur, því Sinfóníuhljómsveit íslands er
einnig með samning þar og eru þeg-
ar komnir út diskar með leik hljóm-
sveitarinnar sem hafa fengið mjög
góðar viðtökur. Þá er væntanlegur
næsta vor geisladiskur frá Chandos
með Blásarakvintett Reykjavíkur svo
íslenskur hljóðfæraleikur fær sann-
arlega upplyftingu með tilstyrk þessa
breska útgáfufyrirtækis.
M-hátíð í
Sandgerði
Samsýning á verkum lista-
manna í Sandgerði verður haldin
laugardaginn 24. og sunnudaginn
25. október í Samkomuhúsinu.
Sýningin verður opin kl. 14.00-
19.00. Tónlistaratriði verða kl.
15.00 báða dagana.
Eftirtaldir aðilar sýna myndverk
og muni: Ása Amlaugsdóttir, Guð-
björg Vignisdóttir, Guðjón Þ. Krist-
jánsson, Halldóra Ottósdóttir, Heiða
Rafnsdóttir, Helga E. Björnsdóttir,
Ingþór Karisson, Jacquelin M. Björg-
vinsson, Kolbrún Grétarsdóttir,
Marco G. Mintchev, Rafn Heið-
mundsson, Sigurður Örn Leósson,
Sigurlín Bjarney Gísladóttir, Stein-
unn Jónsdóttir, Sveinbjörg Þórðar-
dóttir, Þóra Kjartansdóttir, Þórunn
Guðmundsdóttir og Þorsteinn Krist-
jánsson.
Kaffisala verður allan tímann á
vegum kvenfélagsins Hvatar. Sand-
gerðingar og Suðurnesjafólk er hvatt
til að mæta.
Næsta atriði og jafnframt lokaatr-
iði M-nefndar í Sandgerði er
skemmtikvöld sem haldið verður
laugardaginn 31. október.
Efni og tæki fyrir WÍVG'9
jámgorma innbindingu.
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33 • 105 Reykjavík
Símar 624631 / 624699
Úr afgreiðslu Héraðsbókasafns Austur-Skaftafellssýslu.
Höfn í Hornafirði
Mikil aukning útlána
Héraðsbókasafnsins
MIKIL aukning hefur orðið á útlánum hjá Héraðsbókasafni Austur-
Skaftafellssýslu á Höfn að undanförnu. Safnið flutti vorið 1991 í
nýtt og rúmbetra húsnæði að Hafnarbraut 36 og jók starfsemi sína
á ýmsan hátt við þau tímamót, meðal annars með rýmri opnunar-
tíma, sögustundum fyrir börn og þjónustu við nemendur framhalds-
skólans.
Útlán árið 1990 töldust 5.721.
Árið 1991 urðu þau 7.489 og var
það rúmlega 30% aukning útlána
milli ára. 1. október sl. voru útlán
hins vegar orðin 9.605 á þessu ári,
eða 28% fleiri en allt árið í fyrra.
Mest er aukningin í útlánum
fræðibóka ýmiss konar, eða 99,6%
aukning fram til 1. október miðað
við allt árið í fyrra. Þá hafa útlán
barnabóka aukist. um rúm 50% og
mikil ásókn er í tímarit, myndbönd
og annað safnefni. Skáldsögur
sækja einnig í sig veðrið og hafa
nær því jafn margar bækur í flokki
bókmennta verið lánaðar út nú og
allt árið í fyrra.
(Fréttatilkynning)
VERSLANIR A 2.HÆÐ
EIDISTORGI
EFNA TIL
TILB0DSDAGA
FIMMTUDAG, FÖSTUDAG OG LAUGARDAG
á annari hœö í verslunarmiðstöðinni Eiðistorgi finnur þú Jjölda sérverslana sem bjóða ótrúlegt
úrval af góðum vörum, þar má m.a. finna hljómplötur og geisladiska, fatnað á alla
fjölskylduna, snyrtivörur, te og kaffi, bœkur og ritföng, gjafavörur, búsáhöld, leikföng,
innrömmun og Ijósmyndavörur svo eitthvað sé nefnt.
Vesturbœingar sparið sporin og verslid á Eiðistorgi, það marg borgar sig
Tilboðin hér að neðan gilda út þessa viku
wy' verslunin
Y AHA 1
BÝÐUR 20% AFSL. AF \
\ MYNDUM. SEÐLAVESKJUM/
OG BUDDUM M
■ eVMUND-
ÆSs
ERSLUN'N
EVITA
'DUR 20% afsl
-msnel veskjum
SKARTI
CHANEL
SndhbaI
m^dÉos'pJSyjgf
, „VERSLUNIN
BUALFURINN
BYÐUR 15% AFSL. AF GLÖSUM