Morgunblaðið - 22.10.1992, Síða 14

Morgunblaðið - 22.10.1992, Síða 14
31 44* eei HjlHÖDK) .SS HUDAaUTMMn QIQAJaMUOflOM MOKGUNBLAÐID FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1992 Vandi atvinnulífsins Hvert á að sækja peningana? eftir Krislján J. Gunnarsson Viðræður ASÍ og VSÍ Óformlegar viðræður eru nú í gangi milli aðila vinnumarkaðarins um víðtækar aðgerðir til úrbóta í efnahagsmálum. Ef vel tekst til geta þær vissulega stuðlað að því að ís- Iendingar nái að halda höfði efna- hagslega í samfélagi þjóðanna. Þær fréttir sem borist hafa af þessum samtökum benda til þess að viðræðuaðilum hafi tekist að gera sér grein fyrir sjúkdómseinkennum efnahagslífsins og enginn efast um að þeir eru allir af vilja gerðir að vera vandir að meðulum þegar til læknisverkanna kemur. Og þó — það er sem í samhljóm- inn skorti hinn eina sanna tón. Ekki vegna þess að spilverkið sé ekki í lagi, heldur kynni ástæðan að vera að láðst hafi að athuga hvort sprung- ur kynnu að leynast í hljómbotnin- um, sjálfri undirstöðunni. Ópinberar efnahagsaðgerðir eiga að miða að því að halda uppi heil- brigðum, almennum leikreglum í þjóðfélaginu. Slíkar aðgerðir eiga því fyrst og fremst að snúast um að virkja einstaklinga og fyrirtæki til framtaks og heilbrigðra athafna. Dugnaður og siðferði í viðskiptum við aðra eru undirstöðuatriði í hveiju þjóðfélagi. Efnahagsaðgerðir virðast hins vegar oft snúast um að taka peninga úr vasa Jóns og flytja yfir í vasa séra Jóns. Þá skiptir ekki máli hvort maður er í hópi hinna framtakssömu, duglegu og heiðar- legu. Það sem skiptir máli er að flokkast sem séra Jón en ekki sem réttur og sléttur Jón. Til marks um það sem nú virðist í uppsiglingu má til dæmis líta til ummæla sem höfð eru eftir Birni Grétari Sveinssyni, formanni Verka- mannasambandsins, í DV 16. októ- ber sl. Þar segir hann meðal ann- ars: „Fyrst og fremst höfum við verið að skoða ýmsar stærðir og hvort til eru einhveijar færar leiðir út úr vandanum. Þar hafa menn verið að skoða hvort hægt væri að færa einhveija peninga til í þjóðfé- laginu. Sækja peninga þangað sem þeir hafa ekki verið sóttir ennþá. í því sambandi líta menn til skatta á fjármagnstekjur og hátekjuskatts svo dæmi sé tekið.“ Haft er eftir Magnúsi Guðmunds- syni, formanni VSI, í Mbl. 16. októ- ber að menn séu fyrst og fremst að tala um „kostnaðartilfærslur" sem muni „vafalítið þýða skattahækkan- ir, að minnsta kosti fyrir suma, þannig að þeir sem tekjuhæstir eru þurfi að leggja meira til en aðrir.“ Þessu til viðbótar hafa svo heyrst raddir um að samhliða því að létta aðstöðugjöldum af þeim sem at- vinnurekstur stunda þurfi að hækka hina almennu útsvarsprósentu á launamenn. Falskur tónn Getur verið að inn í fagran sam- hljóm læðist falskur tónn? Tæplega. Og þó. Hvað getur svo sem ekki gerst ef vanrækt hefur verið að gera við stóru og ljótu sprungumar í hljómbotninum? Framangreind ummæli bera ekki með sér að hugsuðir þeirra hafi munað eftir því sem allir íslendingar .vita, sem sé að skattaframtöl hér á landi eru óralangt frá því að sýna rétta tekjuskiptingu í landinu. Skatt- svik hafa alltaf verið þjóðaríþrótt hérlendis og ýmsir sem vel til þekkja telja að skattsvikin hafi farið vax- andi fremur en hið gagnstæða. Á árinu 1984 skipaði þáverandi fjármálaráðherra nefnd til að kanna umfang skattsvika. Nefndin skilaði skýrslu á árinu 1986 þar sem fram komu ýmsar mjög athyglisverðar niðurstöður og tillögur. Ef áætlun nefndarinnar um umfang skattsvika er framreiknuð til dagsins í dag verð- ur niðurstaðan sú að opinberir aðilar tapa á hveiju ári um 10 milljörðum króna vegna skattsvika. Þetta er hvorki meira né minna en 10% af fjárlögum og 60% meira en væntan- legur, og mjög umtalaður, fjárlaga- halli á næsta ári. Hér mun þó alls ekki ofreiknað því gera má ráð fyrir að sú opinbera nefnd sem skilaði umræddri skýrslu hafi fremur haft HERRAKULDASKOR CountryJack 4.500.- *ftalskir skór úr slípuðu leðri. Loðfóðraðir. Stærð 40-45. Naturgulur og brúnn. Póstsendum samdægurs. Staðgreiðslu- afsláttur. SKÆDI mílano KRINGLUNNI8-12 S. 689345 LAUGAVEGI 61-63 Kristján J. Gunnarsson „Ef áætlun nefndarinn- ar um umfang skatt- svika er framreiknuð til dagsins í dag verður niðurstaðan sú að opin- berir aðilar tapa á hverju ári um 10 millj- örðum króna vegna skattsvika.“ tilhneigingu til að vera varfærin við mat á umfangi skattsvikanna. Til að gera sér einhveija grein fyrir áhrifum skattsvikanna á neyslumöguleika einstakra þjóðfé- lagshópa, og á einkaskiptingu í land- inu, má benda á að ef 10 milljarðar eru lagðir til hliðar á hveiju ári og njóta 7% ársvaxta er fjárhæðin orðin hvorki meira né minna en 150 millj- arðar eftir 10 ár! Vandamál íslenska ríkisins felast sem sé ekki í því að of lítil skatt- byrði hafi verið lögð á þegnana til að afgreiða hefði mátt hallalítil eða hallalaus fjárlög á liðnum árum, og að hægara væri að takast á við núverandi efnahagserfiðleika, held- ur eru þau fólgin í hinu, að löggjaf- ar- og framkvæmdavald hafa látið sumum skattgreiðendum haldast uppi að koma sér hjá því að leggja til þjóðarbúsins það sem þeim bar. Meðan við svo búið stendur er falsk- ur tónn í öllu tali um skattahækkan- ir, jafnvel einnig þær sem kynnu í sjálfu sér að vera réttlætanlegar. En hverjir eru skattsvikaramir? Eitt er víst að það eru ekki launa- menn í landinu. Nöfn launþega og árstekjur eru skilmerkilega send til skattayfirvalda á launamiðum hvers árs. Auðvitað berast böndin fyrst og fremst að ýmsum í hópi þeirra mörgu sem atvinnurekstur stunda í einu eða öðru formi í þessu landi og er um það mál töluvert fjallað í áður tilvitn- aðri skýrslu um skattsvikamál. Vit- anlega fer því sem betur fer fjarri að þar eigi allir óskilið mál. Síður en svo. En einhvers staðar hlýtur því miður að vera pottur brotinn. Ég vil ekki trúa því að ASÍ og VSÍ menn séu að gæla við þá hug- mynd að „sækja peninga" enn á ný SACHS HÖGGDEYFAR SACHS verksmiðjurnar eru leiðandi framleiðendur á höggdeyfum og kúplingum í evrópska og japanska bíla. ÓSKALÍNAN FRÁ SACHS TRYGGIR ÖRYGQIOG AKSTURSEIGINLEIKA eingöngu til þess hóps duglegs og heiðarlegs fólks sem staðið hefur undir greiðslu tekjuskatta í þessu landi áratugum saman. Ég teldi það hreina ósvífni að láta sér detta í hug að þeir mundu sætta sig við að segja sem svo við sjálfa sig eða aðra. Ef menn eru raunverulega hátekju- menn, og jafnframt svo sniðugir að kunna til verka við að svíkja undan skatti, þá skulu þeir fá að vera í friði því að auðvitað dettur okkur ekki íhug að sækja peninga til skatt- svikaranna núna fremur en endra- nær. Nei, við ætlum að sækja enn meiri peninga en áður til launamann- anna. Og til að ná inn nægilega miklum sköttum frá launamönnun- um setjum við bara hátekjumarkið nægilega neðarlega. Okkar skil- greining gæti t.d. orðið þannig að dugleg og vinnusöm hjón sem sam- tals hafa meira en 220 þús. kr. í laun á mánuði eða einhleypingur með enn lægri tekjur, t.d. 150 þús. á mánuði, komist í flokk þeirra sem greiða skulu hátekjuskatt. En hvað verður ekki að gera til að létta byrð- um af atvinnurekstrinum í landinu? Auðvitað kann einn og einn skatt- svikari að vera í hópi þeirra sem atvinnurekstur stunda og þannig fá í þessu slæma árferði svolítinn auka- bónus frá heiðarlegum skattgreið- endum. Og hvað með það? Það skyldi þó ekki koma á daginn að jafnvel hið háa Alþingi telji þá eiga þannig smágreiða inni? Nei, rödd eins og þessi er ekki nægilega fögur til að geta hljómað frá ASI og VSÍ. Hún er nefnilega fölsk. „Það eru erfiðir timar það er atvinnuþref “ Enginn neitar því að ærinn vandi steðjar nú að okkur íslendingum í efnahagsmálum eins og flestum öðr- um vestrænum ríkjum. Flest bendir raunar til þess að hinn vestræni heimur verði til nokkurrar frambúð- ar að sætta sig við minni efnalegan hlut en menn höfðu áður búist við. Öllum má ljóst vera að aðlögun okk- ar að breyttum efnahagsskilyrðum innan lands og utan verður erfið og sársaukafull. Andleg og efnaleg velsæld I hvaða þjóðfélagi sem er hvílir ekki síst á tveimur meginforsendum. Annars vegar þurfa almennar leikreglur fyr- ir þegnana að vera afmarkaðar með eðlilegum hætti í lögum og fram- fylgt réttlátlega af framkvæmda- valdi og dómsvaldi. Hins vegar þurfa mismunandi þjóðfélagshópar að ná farsælum samningum sín í milli um þau mál sem ekki er skipað með lögum heldur ætluð þegnunum til frjálsrar úrlausnar. Kjarasamningar milli atvinnurek- enda og launþega mega teljast mikil- vægustu fijálsu samningarnir í hveiju þjóðfélagi. Sá andi sem al- mennt hefur ríkt í þeim samningum hér á landi nú um skeið er annar en áður var og hefur meðal annars fært okkur úr röðum óráðsíuþjóða í verðlagsmálum í hóp þeirra er fylgja viðunandi siðareglum á þessu sviði. Þeir er að unnu eiga þakkir skildar fyrir gott starf á heimavelli en allir verða að kunna sér hóf — líka í dugnaði — og taka ekki að sér þau störf sem þeir hafa ekki verið kjörn- ir til. Þeim til sárabóta sem þannig kynni að vera ástatt um má benda á að það gæti vel tekið kúfínn af dugnaðinum að kljást við offjárfest- ingu atvinnuveganna, slaka útkomu af vinnuframlagi og framleiðni í fyr- irtækjum miðað við samkeppnislönd og misgóða markaðssetningu svo eitthvað sé nefnt. Af tvennu illu vilja áburðarklárar skattbyrðanna — skattgreiðendur sem möglandi inna álögur sínar af hendi og geta ekki annað — að skatt- arnir séu fremur lagðar á þá af þjóð- kjörnum fulltrúum þeirra en ein- hveijum hjálpsömum góðmennum úti í bæ. Og ósköp yrðu þessir sömu skattgreiðendur fegnir ef alþingis- menn færu nú að sinna máli mál- anna sem svo vill til að er jafnmikið hagsmunamál ríkisins og þjóðfélags- þegnanna og einbeittu sér að því að kveða niður skattsvikin. Allir hafa hin stórfelldu skattsvik meira og minna fyrir augum daglega en að- gerðir gegn þeim hafa verið litlar og máttlausar. Af hveiju hefur ekk- ert verið unnið eftir þeim tillögum sem áðurnefnd skattsvikanefnd lagði fram á árinu 1986? Þessar til- lögur snúa meðal annars að gjör- breytingu á stjórnskipan skatta- mála, breytingum á bókhaldslögum og hertum viðurlögum við brotum bókhaldsskyldra aðila. Skattalög þurfa að vera einföld og réttlát, og hafa þá möskvastærð að hleypa stórlöxum ekki í gegn. En jafnvel það er ekki nóg. Framkvæmdavaldið þarf einnig að standa sig í stykkinu og þar hefur pottur verið stórlega brotinn mjög lengi. Því er ekki að neita að mörgum hefur fundist sem ASÍ og VSÍ hafi smám saman með samningsgerð sinni ætlað sér stærri hlut í þjóðfé- laginu en þeim ber að réttum stjórn- skipunarreglum. Menn hafa í vax- andi mæli velt fyrir sér hvort löggjaf- arvaldið lægi hjá ASÍ og VSI eða hjá þjóðkjömum fulltrúum við Aust- urvöll. Mörgum þykir vafasamt að rétt sé að þessi tvö samtök aðila vinnumarkaðarins sem fara alls ekki með samningsgerð fyrir alla vinnu- veitendur og alla launþega í landinu semji um það sín á milli að skattar skuli lagðir á stóra hópa launþega sem eru utan raða ASI og pening- arnir síðan fluttir til skjólstæðinga VSÍ. Aðstöðugjald Álagt aðstöðugjald á landinu er í ár 5,3 milljarðar kr. og eins og kunn- ugt er rennur það af þessu gjaldi sem innheimtist til sveitarfélaganna. Aðstöðugjaldið er sjálfsagt mjög vondur skattur en það eru margir skattar í skattasafni ríkis og sveitar- félaga. Ef ríkisvaldið setur sér það mark að afnema aðstöðugjaldið sem fyrst væri ómaksins vert að leitast við að finna aðrar leiðir en hækkun útsvars sem ekki getur talist sér- staklega girnileg skattheimta frem- ur en aðstöðugjaldið sjálft. Hvernig væri að hefja nú verulegt átak með því markmiði að stórm- innka skattsvik hérlendis. Að hluta mætti byggja á tillögum skattsvika- nefndar sem legið hafa og safnað ryki í sex ár. Þess má vænta að verulegur árangur næðist með aukn- um aðhaldsaðgerðum, aukinni beit- ingu viðurlaga og með því að ná aukinni samstöðu meðal landsmanna um að vinna gegn skattsvikum. Sæmilega nákvæman mælikvarða ætti að mega leggja á þann árangur sem næðist á hveiju ári í baráttunni gegn skattsvikum og auknar skatt- tekjur vegna minnkandi skattsvika mætti síðan nota til að leggja að- stöðugjaldið niður í áföngum. Hafa ber í huga að aðeins þarf að nást 50% árangur í baráttunni gegn skattsvikunum til að það nægi til að jafna tekjumissi af niðurfellingu aðstöðugjaldsins. Höfundur var borgarfulttrúi í Reykjavík og síðar fræðslustjóri Reykjavíkur. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ NOTA ÞAÐ BESTA! Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 • SlMI: 81 46 70 • FAX: 68 58 84 Til leigu - Kringlan í hverri viku leggja u.þ.b. 75.000 manns leiö sína í þessa glæsilegu verslunarmiöstöö. Framundan er góður sölutími hjó framsæknum kaupmönnum. Til leigu er gott verslunarpláss á jaróhæð í Kringlunni. Vegna sérstakra aðstæðna er verslunarplássið laust nú þegar. Nánari upplýsingar í síma 676869.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.