Morgunblaðið - 22.10.1992, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1992
Úr Draugagili
eftir Sighiug
Brynleifsson
í þjóðsögum segir frá fundi Magn-
úsar Stephensens og síra Snorra
Björnssonar á Húsafelli. Þeir deildu
fast og urðu ekki sammála um ýms-
ar kenningar, m.a. um tilvist helvít-
is: „Lögmaður bað þá prest að sýna
sér einhver líkindi ti! sönnunar því
að helvíti væri til ...“ Prestur tók því
vel og síðan var haldið upp að
Draugagili ...“ námu staðar á gil-
barminum, og sá lögmaður, að hver
mikill opnaðist í gilinu, sem þeytti
upp úr sér reykjarmekki og eldsíum
með ákaflegri brennisteinsfýlu. í
mekkinum sveimuðu djöflar með ýlfri
og óhljóðum, og varð lögmaður mjög
hræddur við þessi undur.“ (Ólafur
Davíðsson: íslenskar þjóðsögur II.
Rv. 1978.)
Mörgum brá ónotalega þegar
Draugagi! alþýðulýðveldanna og
Sovétríkjanna lukust upp. Óhugnað-
urinn sem kom í ljós var hrikalegur.
Margir neituðu að trúa staðreyndun-
um á Vesturlöndum, en í alþýðulýð-
veldunuip þekktu menn hryllinginn
af eigin raun, þeir sem ekki töldust
til flokksins sem voru um 85% þegn-
anna höfðu orðið að þola skort og
terrorisma, stöðugt eftirlit og kúgun
í áratugi. Þeir sem andæfðu voru
pyndaðir og skotnir eða urðu að hír-
ast í fangelsum langa hríð. Fjörutíu
ár eru langur tími, hvað þá sjötíu
ár undir stjórn manna, sem vinna
að því að færa þjóðimar í spennitreyj-
ur ómennskrar hugmyndafræði og
skirrast einskis til að koma vilja sín-
um fram með öllum ráðum á grund-
velli hrikalegra lyga, sem ollu af-
skræmingu tungumálanna í dauðra-
mál „langue de bois“. A því máli
varð lygin sannleikur og þar með
hrundi allur grundvöllur undan mál-
farslegum samskiptum. Menn urðu
að lifa í lygafeninu, nauðugir viljug-
ir, aðlagast falsaðri vitund og tala
lygi og bindast hinum opinbera lyga-
vef. Með því að gera tungumáiið að
flokksmáli varð það óvirkt, þýðingar-
laust og algjörlega tómt og dautt.
Öll saga þjóða og ríkja varð aðlög-
uð nauðsyn flokksins, sögulegri
nauðsyn marxismans. Listir og bók-
menntir skyldu þjóna flokkshags-
munum og nýttar til áróðurs fyrir
flokkinn og ráðandi stjórnendur.
Stjórnvöld réðu bókmenntastefnunni.
Þar með koðnaði skáldskapur niður.
í svonefnd sósíal-realisma og listir
sömuleiðis. Með stöðlun manneskj-
unnar undir vald flokksklíkunnar
hvarf henni allt frumkvæði, afleið-
ingarnar urðu efnahagslegar og and-
legar ógöngur og loks fullkomið
hrun.
Hugtakið „sosialismus“ kemur
fyrst fyrir á prenti 1827 í ensku tíma-
riti, „Cooperatvie Magazine", í grein
um sameignina sem langtímamarkm-
ið. „Kommúnismus" er notað sem
hugtak í grein Etiennes Cabets lög-
manns í tímariti hans, „Le Popula-
ire“, 1840.
Fýrsta sósíalíska uppreisnin var
skipulögð af Franeois Babeuf 1796,
hann var tekinn og höggvinn. Upp
úr þessu taka að koma fram kenning-
ar um staðlað og fullkomið samfélag
með fullkomna félagshyggju að leið-
arljósi. Claude Henri Saint Simon
greifi, Charles Fourier með kenning-
ar um nytjar 1.630 manns á 400
hektara landi, sem eijað yrði sameig-
inlega og allt liðið neytti sameigin-
Iegra máltíða og byggi saman í vista-
varverum sem samfélagið byggði,
Robert Owen, frumkvöðull sam-
vinnuhreyfíngarinnar á Englandi og
einnig hér á landi, stöðlun og sam-
eign ásamt samvinnuverslun. Kenn-
ingar Owens urðu kveikja verka-
mannafélaga og krafnanna um átta
stunda vinnudag. Á Þýskalandi varð
Johann Gottlieb Fichte fyrstur til að
kynna sósíalskar kenningar í háskól-
anum í Berlín 1810. Sumir höfundar
kalla hann fyrsta Lenínistann.
„Kommúnista-ávarpið" kom út
1848 og fyrsta bindi „Kapitalsins“
1867. Marx hafði þá dvalið á Eng-
landi frá því um miðja öldina. Kenn-
ingar hans náðu ekki eyrum sé aug-
um þeirra, sem þær voru ætlaðar og
þótt hann ásamt Engels ynni að
framgangi sósíalismans/kommúnis-
mans, varð árangurinn hverfandi.
Tvö síðari bindi „Kapitalsins" ásamt
miklum hluta annarra verka hans
og Engels komu út að Marx látnum.
Grundvöllurinn að fullkomnun
kommúnismans verður, samkvæmt
kenningum Karls Marxs, endalok
þráttarhyggju Hegles í samruna and-
stæðnanna. Öll sagan stefnir að full-
komnun samhæfðs andstæðnalauss
samfélags — hins fullkomna komm-
únisma.
Marx réðst af mestri heift á réttar-
ríkið, kirkjuna og eignarréttinn, en
þessi þrenning er grundvöllur vest-
rænna menningarríkja. Þetta voru
þau höfuðatriði sem Marx taldi hem-
il á framvindu kommúnismans. Ein-
staklingurinn var samkvæmt kenn-
ingu Marxs „ekkert“, þýðingarlaus
án heildarinnar, hann verður að
samsamast heildarhyggjunni og öðl-
ast með því þýðingu sem eitt lítið
hjól í gangverki sögulegrar nauðsynj-
ar.
Inntak vestræns réttarhugtaks er
að einstaklingurinn sé þýðingarmeiri
valdinu, hóphyggjan er honum alltaf
fjandsamleg. Sósíalisminn leiðir þvl
alltaf til glæpsamlegrar heildar-
hyggju, marxískrar félagshyggju.
Þetta kom berlega í ljós í ríki þjóð-
ernisjafnaðarmanna í Þýskalandi og
varð augljós öllum heiminum í hruni
leppríkja Sovétríkjanna og Sovétríkj-
anna sjálfra á árunum 1898 til ág-
úst 1991.
Alræðisstjóm er samkvæmt vest-
rænu réttarskyni glæpsamleg, með
hruni einstaklingsfrelsis og eigna-
réttar og þar með hruni allra mann-
legra samskipta á grundvelli kristins
siðgæðis og skilyrðislausra sið-
ferðiskrafna (Kant).
Þeir aðilar sem vinna að valdatöku
alræðis flokksins og eru alteknir af
Siglaugur Brynleifsson
„Þeir sem gerðust
handbendi Sovétríkj-
anna voru af sama toga
og valdastéttir móður-
landsins o g hlýddu fyr-
irskipunum þaðan í
einu og öllu.“
marxískri hugmyndafræði verða með
valdatökunni virkir glæpamenn.
Þeir voru virkir í Þýskalandi í 13
ár, í Sovétríkjunum í 74 ár og í lepp-
ríkjum Sovétríkjanna í um 40 ár og
eru það ennþá í Rúmeníu. Kína og
Kúba eru enn kommúnísk ríki.
Með hruni Sovétríkjanna í ágúst
1991 kvað við hróp á Rauða torginu
fyrir framan grafhýsi Leníns: „Hend-
ið glæpamanninum út.“ Þá voru liðin
74 ár frá því að þýska herstjómin
lét flytja Lenín í innsigluðum jám-
brautarvatni frá Zúrich áleiðis til
Pétursborgar ásamt 32 öðrum bylt-
ingamönnum. Þýska herforingjaráð-
ið taldi Lenín landráðamann, sem
myndi virkja þau öfl í Rússlandi, sem
eftirLovísu
Einarsdóttur
{ janúarmánuði sl. varð íþrótta-
samband íslands 80 ára. Að stofnun
sambandsins stóðu aðeins nokkur
íþrótta- og ungmennafélög en það
myndu hrinda þeirri stjóm sem kom
til valda í febrúarbyltingunni 1917
og stefndi að áframhaldandi styijöld
við Þjóðveija.
Lenín telst til þeirra hygmynda-
fræðinga, sem Norman Cohn lýsir í
bók sinni „Warrant for Geocide" með
þessum orðum: „Það eru til undir-
heimar, þar sem sjúklegar ímyndanir
í gervi hugmyndafræði eru klektar
út af bófum, illþýði og hálfmenntuð-
um ofstækismönnum. Það hafa kom-
ið tímar þegar þessir undirheimar
rísa og ná skyndilega áhrifum og
valdi á fólki, sem er að eðlisfari and- .
lega heilbrigt og ábyrgt. Stundum
gerist það að þessi undirheimaöfl
afla sér pólitískra áhrifa og bylta um
lýðræðislegri framvindu."
Það fór svo að „landráðamaður-
inn“, leiguþý þýska herforingjaráðs-
ins, hrifsaði til sín völdin í október
1917. Þar með hófst sú saga sem
rúsneskir sagnfræðingar nefna nú
sögu glæpamannnanna, sem stjóm-
uðu Sovétríkjunum til ágústdaganna
1991. Það hefur verið plagsiður að
telja Stalín höfuðbófa þessarar sögu
en svo er ekki samkvæmt skoðunum
Roberts Service og Roberts Conqu-
ests í Lenín og Stalín. Heimildir
benda til þess að Lenín hafí verið
öllu grimmari, slóttugri og lygnari
en höfuðbófínn Stalín og hafí jafnvel
gagnrýnt Stalín fyrstu samstarfsárin
fyrir linkind og „fijálslyndi". En það
átti eftir að lagast. Gulagið hófst á
dögum Leníns, pyntingar og fjöldaaf-
tökur. Hann gaf skipunina um aftöku
zarsins og fjölskyldu hans og allar
hans ákvarðanir voru markaðar sjúk-
legum hefndar- og blóðþorsta. Lengi
vel vitnaði Gorbatjov í Lenín sem
hinn óflekkaða stjómanda, en sú
mynd hefur breyst meira en lítið á
síðustu missemm í Samveldinu, þótt
íslenskir kommúnistar hafi lengi haft
ömun á Stalín en lofað Lenín hástöf-
um (eins og sjá má í kennslubókum
í mannkynssögum íslenska skóla-
kerfísins).
sannaðist á þróun sambandsins að
mjór er mikils vísir. Með tímanum
varð sambandið sífellt styrkara og í
dag er það með stærstu félagasam-
tökum í landinu. Innan þess starfar
nú 21 sérsamband og hátt á íjórða
hundrað íþrótta- og ungmennafélög
vítt og breitt um landið.
Oflug starfsemi
Starfsemi ÍSÍ hefur aukist gífur-
lega hin síðari ár. Um hana mætti
fara mörgum orðum en í stuttri grein
get ég aðeins nefnt fátt eitt. íþrótta-
iðkendum í aðildarfélögum samband-
isns hefur fjölgað verulega og einnig
þeim íþróttagreinum sem sambandið
beitir sér fyrir. Á vegum sérsam-
banda, bandalaga og félaga ÍSÍ er
unnið þrotlaust starf af þúsundum
karla og kvenna. Árangurinn af því
mikla starfi getum við séð hvar-
vetna: íþróttamannvirki rísa, fleiri
og fleiri stunda íþróttir sér til heilsu-
bótar og afreksfólkið vinnur frækna
sigra bæði heima og erlendis. í íþrótt-
um fatlaðra og þroskaheftra hefur
íþróttahreyfingin lyft Grettistaki.
Það sýndi hin ógleymanlega frammi-
staða íslendinga á Ólympíumóti fatl-
aðra og þroskaheftra í sumar.
Eitt merkasta framtak ÍSÍ á þessu
ári tel ég vera stofnun samtakanna
íþróttir fyrir alla (IFA) í maímánuði
sl. Finnst mér að með stofnun þess
hafi ÍSÍ gefið sjálfu sér veglega af-
mælisgjöf. Vonandi stendur IFA und-
ir þehn miklu vonum sem bundnar
eru við starf þess í framtíðinni. Síðan
en ekki síst vil ég nefna að umbóta-
nefnd ÍSÍ í íþróttum kvenna hefur
undanfarið beitt sér fyrir því að auka
þátttöku kvenna í íþróttum og hlut-
deild þeirra í starfí hreyfíngarinnar.
íþróttaþing
Um næstu helgi verður 61.
ÍJiróttaþing ÍSÍ haldið í Reykjavík.
Ymislegt bendir til að þingið verði
með minnisstæðari þingum sam-
bandsins. Til þinghaldsins er sérstak-
lega vandað vegna 80 ára afmælis-
ins. Það fer fram í ráðhúsi Reykjavík-
wonderbn
Undrahaldarinn frá
er kominn aftur
Hvítur, svartur - A+B skálar
í___I ly mp>ía_
Laugavegi 26, s. 13300 — Kringlunni 8-12, s. 33600.
HEFUR ÞIG DREYMT UM AÐ
EIGNAST Míele ÞVOTTAVÉL?
MIELE W701: VINDUHRAÐI600-1200 SN„
MIELEGÆÐI.
imp—mm
m
>*•
~ I >: -A'
.. L ;n ^ j fc4» J7-«,:$j
TILBOÐSVERÐ: 99.108,- KR. STGR *
VEN JULEGT VERÐ: 117.763,-
Tilboðið gildir meðan birgðir endast.
■ II Jóhann Ólafsson & Co
SIINDAHOMi l.l • 104 MKYKJAVlK • SlMlhKH SKK
Opnunartími mánudaga til föstudaga 9-12 og 13-18.
Lokað á laugardögum.
*Verð miðast við gengi þýska marksins 15.10. 1992.
íþróttaþing á
80. afmælisári