Morgunblaðið - 22.10.1992, Page 22
22
■ 1K4 Wrtif. >•;K: A n>4í :irt KI i
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1992
Sjómannafélag Reykjavíkur
Laun FiMppseyinga á
Bakkafossi könnuð
SJÓMANNAFÉLAG Reylyavík-
ur kannar nú launakjör sjö
Filippseyinga sem eru í áhöfn
Bakkafoss, sem Eimskip hefur
á leigu frá þýskri umboðsskrif-
Vegarlagning um
Hellistungur
Lægsta til-
boðið 22
millj. und-
ir áætlun
LÆGSTA tilboð í lagningu 5 km
kafla á Vesturlandsvegi um
Hell-istungur efst í Norðurárdal
í Borgarfírði var 23,9 miiyónir
kr. eða 52% af kostnaðaráætlun
Vegagerðarinnar. Kostnaðar-
áætlun Vegagerðarinnar hljóð-
aði upp á 45,8 miiyónir og var
lægsta tilboð því tæpum 22 millj-
ónum kr. undir áætluninni.
Lægsta tilboðið var frá Halldóri
Haraldssyni á Haugum i Staf-
holtstungum.
Lagning þessa vegarkafla í
Borgarfirði er iiður í þeim sérstöku
verkefnum sem rfkisstjómin ákvað
að ráðast í til að auka atvinnu í
landinu. Vegurinn er 5 km að lengd
og á verktaki að ljúka verkinu fyr-
ir 15. október á næsta ári.
Þrettán verktakar skiluðu inn
tilboðum og voru öll nema eitt inn-
an kostnaðaráætlunar.
stofu, en þeir hafa lagt fram
kæru vegna launa sinna til Al-
þjóða flutningaverkamanna-
sambandsins, ITF, sem Sjó-
mannafélag Reykjavikur er að-
ili að. Filippseyingarnir hafa
haldið því fram að heildarmán-
aðarlaunr þeirra með yfirtíð séu
á bilinu 22-23 þúsund krónur á
mánuði, en að sögn Birgis
Björgvinssonar hjá Sjómanna-
félagi Reykjavíkur sýna pappír-
ar skipstjóra Bakkafoss hins
vegar að laun þeirra séu um
50 þúsund krónur.
Bakkafoss kom til hafnar í
Reykjavík í gær og heldur skipið
aftur út í dag. Sextán manna áhöfn
er á skipinu, og þar af eru sjö
Filippseyingar, en skipstjóri þess
er þýskur. Birgir sagði að rætt
hefði verið við skipstjórann í gær
og upplýsinga aflað hjá honum um
launakjör Filippseyinganna. Hann
sagði að á næstunni yrði kannað
hver raunveruleg iaun þeirra væru,
og yrði haft samband við þýsku.
umboðsskrifstofuna í því sam-
bandi.
„Það er ekkert á Eimskip að
klaga í þessu sambandi, heldur er
það þýska útgerðin sem rekur skip-
ið sem hefur þetta með höndum.
Við munum skoða hver er að segja
satt í þessu máli, og það verður
allavega ekki um kyrrsetningu
skipsins að ræða í þessari ferð.
Það er ljóst að Filippseyingamir
ná ekki lágmarkslaunum ITF þó
þeir hafi þau laun sem skipstjórinn
segir, en þýska útgerðin er hins
vegar utan allra samtaka þar sem
þeir sigla undir svokölluðum þæg-
indafána, og því er þetta svolítið
snúið mál í heild að eiga við,“ sagði
hann.
Hafnarfjörður
Atvinnulausum boð-
in vinna hjá bænum
75 af 125 sem fóru í viðtal hurfu af skrá
AF 125 einstaklingum sem atvinnumiðlun Hafnarfjarðar hefur
vísað f viðtal til Sverris Kristinssonar vegna vinni þjá bænum
hafa 75 horfíð af atvinnuleysiskrá. Ýmsar ástæður eru fyrir þvi
að hinir hafa ekki hafíð störf.
Sverrir sagði að af 125 hefðu
62 hafið störf hjá bænum. Ein-
hveijir hefðu síðan hafið störf
annars staðar og því væru einung-
is 35-40 af þessum hópi starfandi
hjá bænum um þessar mundir.
Tuttugu og fjórir af upphaflega
hópnum komu ekki til viðtals, 3
fengu ekki starf við hæfi, 9 af-
þökkuðu starf og 5 komu með
læknisvottorð. Tuttugu höfðu einu
sinni samband við Sverri og létu
síðan ekki heyra í sér meir.
Aðspurður sagði Sverrir að það
sem mest hefði komið á óvart
væri hversu fáir hefðu hafið störf
hjá bænum en samtals voru 90
stöður í boði. Um er að ræða
verkamannavinnu ýmis konar,
hellulögn, garðyrkju o.fl.
Sverrir sagði að hann hefði hitt
fólk sem hefði verið mjög áhuga-
samt um að fá vinnu. Aðra sem
hefði haft mjög lítinn áhuga og
allt þar á milli. Hann sagði að
fólkið væri á öllum aldri en mesta
áherslan væri lögð á að fá vinnu
fyrir ungt fólk og fólk sem lengi
hefði verið á atvinnuleysisskrá.
Borgarkringlan
Morgunblaðið/Árni Sæberg
íþróttahúsið nýja í Grafarvogi. Á inn-
feldu myndinni sést Markús Örn Antons-
son borgarstjóri ásamt hluta gesta við
opnunarathöfnina.
*
Iþróttamiðstöð í Grafarvogi tekin í notkun
í Grafarvogi hefur verið tekin í notkun nýtt íþróttahús. Það er
fyrsti áfangi íþróttamiðstöðvar, en fyrirhugað er að bæta sundlaug
við síðar. Húsið er 1.587 fermetrar að flatarmáli og gert er ráð
fyrir sætum fyrir 900 áhorfendur. Kostnaður við það er um 400
milljónir króna með búnaði og frágenginni lóð.
í íþróttahúsinu er 40 sinnum 20 tengir húsin tvö og þar eiga að
metra handboltavöllur og hægt að
leika körfubolta, tennis, badminton
og blak. Salnum má skipta í þrennt
eða til helminga. Útbygging húss-
ins er á tveim hæðum og með kjall-
ara, alls 1930 fermetrar. Kjallarinn
og hluti efri hæðar verður notaður
af íþróttafélaginu Fjölni en á jarð-
hæð eru búningsklefar, afgreiðsla
og aðstaða starfsfólks. Göngugata
verða snyrtingar og miðasala.
Öll fyrsta hæðin hefur verið tek-
in í notkun að göngugötunni frátal-
inni og áætlaður kostnaður við að
ljúka gerð fyrsta áfanga íþróttam-
iðstöðvarinar er 100 milljónir
króna. Kostnaðaráætlun sem gerð
var meðan miðstöðin var hönnun
gerði ráð fyrir 564 milljónum til
áfangans. Byijað var að hanna
íþróttahúsið í janúar 1991, jarð-
vinna hófst í júlí og uppsteypa um
haustið.
Arkitekt íþróttahússins og lóðar-
innar er Guðmundur Þór Pálsson.
Teiknistofan Óðinstorgi sá um
burðarþol og lagnir, raflagnir önn-
uðust Thomas Kaaber og Sigurður
H. Oddsson og loftræstikerfi Ólafur
Þorbjömsson. Byggingarstjóri
verksins er Sighvatur Amarsson
tæknifræðingur og múrarameistar-
amir Kristján Ástráðsson og Ástr-
áður Þórðarson höfðu daglegt eftir-
lit með því.
Herteftii’Ut með inn-
flntningi ferðamanna
Skrifstofustjóri fjármálaráðuneytisins tel-
ur að hömlur þessar falli út á næstu árum
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur sent tollstjórum fyrirmæli um hert
eftirlit með vöruinnflutningi ferðamanna við komu til landsins. Indriði
H. Þorláksson skrifstofusljóri í ráðuneytinu segir að þetta sér gert
vegna frétta i fjölmiðlum og ábendinga um að mörg dæmi væru um
að gildandi reglur væru ekki virtar. Indriði telur að hömlur á almenn-
um innflutningi ferðamanna muni smám saman verða teknar af með
aukinni Evrópuþátttöku. En á meðan þessar reglur væru í gildi yrði
að framfylgja þeim.
Ferðamanni er heimilt að taka
með sér vörur að fjárhæð 32 þúsund
kr. án greiðslu tolla eða annarra
gjalda. Andvirði einstaks hlutar má
þó ekki nema hærri fjárhæð en 16
þúsund kr. og andvirði matvæla, þar
með talið sælgæti, má vera 4 þúsund
kr. og þau skulu ekki vera meira en
3 kg. að þyngd. Böm yngri en 12
ára njóta að hálfu þessarra réttinda.
í fréttatilkynningu ráðuneytisins
segir að af öllum öðrum vamingi
beri ferðamönnum að greiða tolla,
vörugjöld, virðisaukaskatt og önnur
lögboðin gjöld.
Fjármálaráðuneytið hefur nú gefið
tollstjórum fyrirmæli um að herða
eftirlit með þessum reglum. Einnig
hefur ráðuneytið óskað eftir því við
utanríkisráðuneytið að lögreglustjór-
.anum á Keflavíkurflugvelli, sem
jafnframt er tollstjóri, verði gefin
hliðstæð fyrirmæli enda kemur mik-
ill meirihluti ferðamanna þar inn í
landið.
Indriði lagði áherslu á, þegar hann
var spurður hvort ekki væri verið
að fara illa með fólk með því að
breyta framkvæmd reglna fyrirvara-
laust, að ekki væri verið að breyta
reglum og fólk hefði’ekki getið farið
úr landi í trausti þess að það þyrfti
ekki að fara eftir gildandi reglum.
Aðspurður sagðist Indriði sjá fyrir
sér breytingar í fijálsræðisátt á
þessu sviði með aukinni þátttöku
Islendinga í Evrópusamstarfí. Taldi
hann að almennar takmarkanir á
vöruinnflutningi ferðamanna yrðu
smám saman afnumdar, fólk greiddi
aðeins þau vörugjöld sem tekin væru
í því landi sem keypt væri í. Ekki
yrðu innheimtir tollar af vöruinn-
flutningi ferðamanna og virðisauka-
skattur heldur ekki endurgreiddur
við brottför úr landi. Indriði sagði
þó að undantekningar yrðu alltaf á
þessu, til dæmis á vörum sem bæru
sérstök tekjuöflunargjöld í ríkissjóð.
Atlanta sækir um
flugleyfí til Miaini
FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hefur
lagt ínn beiðni til samgöngu-
ráðuneytis Bandaríkjanna um
leyfí til að hefja leiguflug milli
Keflavíkurflugvallar og Miami.
Að sögn Arngríms Jóhannsson-
ar, framkvæmdastjóra Atlanta,
er á annað ár siðan beiðnin var
lögð fram.
Bretlandsveisla hefst í dag
Bretlandsveisla í Borgarkringlunni, viðamikil kynning á breskri
vöru og þjónustu, hefst í dag. Kynning mun standa frá 22. október til
1. nóvember.
Mikill fjöldi breskra og íslenskra .
listamanna mun skemmta gestum
hvem dag og kynntar verða Qöl-
margar nýjar breskar vörur í fyrsta
sinn hérlendis. Tískusýningar verða
haldnar á haust og vetrartísku frá
þekktustu hönnuðum Bretlands s.s.
Vivienne Westwood, Jasper Conran
og Paul Smith. Tveggja hæða Lund-
únarstrætisvagn hefur verið fluttur
inn á meðan á þessari kynningu
stendur og verður hann með áætlun-
arferðir í Borgarkringluna og er
ókeypis fyrir alla Lhann. Eití þekkt-
asta tákn Lundúna verður til sýnis
í Borgarkringlunni: 2,5 metra hátt
líkan af Big Ben.
Fjölmargir breskir skemmtikraft-
ar munu skemmta gestum Borgar-
kringlunnar. Skoski sekkjapípuleik-
arinn Robert MacKintosh, Gordon
Rimes sýnir flóttaatriði, auk þess að
skemmta bömum í trúðagervi sínu,
listakonan Helen Cooper málar á
silki, lafði Christobel og einkaþjónn
hennar, vafasamir fulltrúar breska
aðalsins og grínleikarinn Adrian
Kaye sem hefur sérhæft sig f gervi
Charlie Chaplin.
í dag verður haldin viðamikil opn-
unarhátíð sem hefst kl. 14. Jón Sig-
urðsson, viðskiptaráðherra, mun
opna Bretlandsveisluna með því að
vígja nýuppgerðan breskan síma-
klefa frá árinu 1939. Hljómskála-
kvintettinn leikur nokkur lög, boðið
verður upp á risavaxna tertu í líki
Lundúnarstrætisvagns og skemmti-
kraftanir bresku munu skemmta í
fyrsta sinn. Að því loknu verður
tískusýning breskra hönnuða. Opn-
unardaginn verður Malt Whisky
kynning á Kringlukránni, Ian
MacLeay frá William Grants í Skot-
Iandi heldur fyrirlestur og ber saman
tegundir, Sigrún Ástrós í túlkun
Margrétar Helgu Jóhannsdóttur
verður flutt á Ömmu Lú opnunar-
kvöldið og boðið verður upp á mat-
seðil bresks matreiðslumeistara.
.Fyretu dagana verður einn helsti tes-
érfræðingur Breta, Giles Hilton í
versluninni Whittard of London og
mun fræða gesti um te og tesiði.
(Fréttatilkynning)
„Við höfum ekki geta flogið til
Bandaríkjanna og sóttum því um
þetta fyrir ári síðan. Þetta hefur
verið í kerfinu í þennan tíma. Kerfið
virðist vera þungt en við höfum í
sjálfu sér ekki sett neinn þrýsting á
málið því hér er meira um formsatr-
iði fyrir okkur að ræða. Við viljum
hafa þennan möguleika að geta haf-
ið leiguflug milli íslands og Banda-
ríkjanna ef þær aðstæður koma upp,“
sagði Amgrímur.
I umsókn er sótt um leyfi fyrir
Tri-Star vél félagsins.
Atlanta hefur fimm þotur í rekstri,
þar af þrjár Boeing 737, og eru þær
allar í áætlunarflugi að Tri-Star vél-
inni undanskilinni. Atlanta stundar
áætlunarflug fyrir kambódíska ríkis-
flugfélagið, einkum á milli Phnom
Penh og Bankok. Önnur vél flýgur
fyrir ríkisflugfélagið í Laos og sú
þriðja er nú á fimmta ári í áætlunar-
flugi fyrir Finnair. Arngrímur sagði
að mjög góð reynsla væri af fluginu
fyrir asísku flugfélögin.
„Það er öllum heimilt að leita eft-
ir flugheimildum. Við fljúgum áætl-
unarflug til Orlando og höfum skoð-
að möguleika á að bæta við áætlun-
arstað í Flórída, nær Miami, en það
er allt óráðið með það ennþá," sagði
Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flug-
leiða.