Morgunblaðið - 22.10.1992, Side 25

Morgunblaðið - 22.10.1992, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1992 25 |#1 i ^ Chris Patten, nýskipaður landstjóri Breta í Hong Kong, á fundi með fréttamönnum í breska sendiráðinu í Peking. Hong Kong Kínverjar ávíta Patten fyrir lýð- ræðistillögnr Peking. Reuter. GHRIS Patten, landstjóri Breta í Hong Kong, kynnti Kinverjum í gær áætlanir sínar um lýðræðisumbætur í Hong Kong, en skamm- irnar sem hann fékk yfir sig í fjölmiðlum, gefa til kynna, að svar ráðamanna í Peking h£ifi verið þvert nei. Hörð ummæli fjölmiðlanna um hinn nýskipaða landstjóra, sem fór í taugarnar á Kínverjum með til- lögum sínum um aukin áhrif kjós- enda í Hong Kong á skipan þings- ins þar, gerðu dagljóst, að kín- versk stjórnvöld kæra sig ekki um neins konar málamiðlun í þessu máli. „Ég get ekki sagt, að við höfum náð saman um það sem ég hafði fram að færa,“ sagði Patten á fundi með fréttamönnum eftir ríf- lega sex klukkustunda langan fund með Lu Ping, sem fer með málefni Hong Kong af hálfu kín- verskra ráðamanna. Hann skoraði á Kínveija að koma með betri til- lögur. í augum kínverskra leiðtoga hafði Patten bætt gráu ofan á svart með því að segja, að þeir hefðu aðeins umsagnarrétt um þetta mál, en ekki neitunarvald. í frétt í málgagni kínverska komm- únistaflokksins,Dagb/ai5i a lþýð- unnar, var Patten sakaður um „pólitískan leikaraskap“. Hann væri að „leika sér með traust og hagsmuni íbúa Hong Kong“ og „kynda undir andúð á Kínverjum". Charles E, Cobb á fundi samtaka aðalforstjóra Kólumbus vissi um Vínlandsför Leifs Eiríkssonar CHARLES E. Cobb, fyrrum sendiherra Bandaríkjanna á ís- landi, rakti, í ræðu sem hann flutti á þingi samtaka aðalfor- stjóra fyrirtælga í Madrid í síð- asta mánuði, ítarlega áhrif nor- rænna víkinga á sögu Evrópu og Ameríku. Minnti hann sér- staklega á að það hefði verið íslendingurinn Leifur Eiríksson sem uppgötvaði Ameríku og að Kólumbus hefði vafalítið heyrt af ferðum hans áður enn hann hélt sjálfur í landkönnuðarleið- angur sinn. Cobb sagði í ræðu sinni að sagn- fræðingar hefðu deilt um það um árabil hver hefði í raun uppgötvað Ameríku. Sumir teldu að það hefðu verið írskir munkar á sjöttu og sjöundu öld, aðrir að það hefðu verið Portúgalir. Sjálfur væri hann viss um að það hefðu verið víking- ar sem uppgötvuðu nýja heiminn í kringum árið þúsund eða um fimm hundruð árum á undan Kólumbusi. Cobb rifjaði upp Vínlands- fund Leifs Ei- ríkssonar og minnti á að af- rek íslensku víkinganna og Ameríkufund- ur Leifs væri skrásett í ís- lendingasögunum. Þar væri líka að finna það nákvæmar lýsingar á mörgum atriðum í Ameríku að ljóst væri að þessi atburður hefði f raun átt sér stað og að Vínland hefði verið á svæðinu milli Boston og Marthas Vineyard. Hann sagði margt benda til að Kólumbus hefði vitað af afrekum víkinganna. Þau hefðu verið það þekkt í Evrópu að erfitt væri að trúa því að sú hefði ekki verið raunin. Afleiðingar efnahagserfiðleikanna í Færeyjum Niðurskurður, upp- sagnir og nýjar álögur FÆREYSKA lögþmgið leitar nú allra leiða tíl að skera niður fjárlög- in og skila þeún hallalausum. Er stefnt að þvi að bæta stöðu land- sjóðsins um fjóra mil^arða ísl. kr., ýmist með auknum spamaði eða nýjum álögum, en það ætlar að reynast lögþingsmönnunum erfítt verk. Danska stjórnin ákvað eins og kunnugt er að bjarga Sjóvinnu- bankanum í Færeyjum frá gjald- þroti með fimm milljarða isl. kr. framlagi en það er bundið því skil- yrði, að lögþingið taki upp fjárlögin og skili þeim hallalausum. Er litið á þetta framlag sem lán en geti Færeyingar ekki greitt það að fimm árum liðnum verður það dregið frá fastri fjárveitingu danska ríkisins til Færeyja. Sparnaðaráform landsstjómar- innar snúa aðallega að mennta- og heilbrigðiskerfinu og er meðal ann- ars fyrirhugað að steypa saman skólum og hætta við framkvæmdir, sem byijað er á. í heilbrigðismálum er rætt um að minnka umsvif smáu sjúkrahúsanna og jafnvel loka sum- um, til dæmis sjúkrahúsinu í Suð- urey. Að auki verður gripið til veru- legra uppsagna hjá hinu opinbera og er rætt um, að alls verði um 260 manns sagt upp. Nýjar álögur verða líklega af ýmsum toga en hækkun virðisauka- skattsins mun þó vega þyngst. Er almennt búist við, að hann fari í 23% en þó hafa heyrst raddir um, að hann ætti að fara enn hærra. Þessi mál eru nú til umræðu á lög- þinginu og einnig hugmyndir um að lækka laun opinberra starfs- manna um 15%. Voru jafnaðarmenn andvígir þeirri hugmynd þegar hún kom fyrst fram en virðast nú vera að sætta sig við hana. Ef hún nær fram að ganga er næsta víst, að henni verði fylgt eftir hjá atvinnulíf- inu almennt og það kom því ekki á óvart, að verkalýðsfélögin skyldu taka henni illa. Þau hafa þó ekki tekið endanlega afstöðu til hennar ennþá en ætluðu að ræða málið í gær og í dag. 11»! Nýslátrað:CKCC Lamba-úrbeinaður cqq _ Lamba frampartur Ujjp"^- Súpukjöt NauSS 499398 a Safaríkar Appelsínur 95 p" fráUrugay hrökkbrauð nn _ Bragðmiku með mjólk ogkalki í/Ozoo! Rauðepb 9o ÍW J ~—— frá USA 250g. 1 pr-kg- hrökkbrauð QQ meðSesam ~~ mo Kaffi lofttæmt Suddst 1/2 ltr. 55 21tr. 139 Mr. Sheen « • i / x i ^ hreinsiúði 1 A(\ marmelaði nremsiuoi . Þvottae —— s lUÖ,- i,3kg.a7 Harpkwc óí ilmsteinar QX- (4 tegundir) ^ £Z~ZT7]

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.