Morgunblaðið - 22.10.1992, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1992
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraidur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Skandia og lokun
verðbréfasjóða
Islenzki fjármagnsmarkaður-
inn er ungur og tiltölulega
lítill. Því þóttu það góð tíðindi,
að sænska trygginga- og fjár-
festingafyrirtækið Skandia væri
tilbúið að hasla sér völl hér á
landi. Það er eitt öflugasta fyrir-
tæki sinnar tegundar á Norður-
löndum og fyrstu afskipti þess
voru af tryggingamarkaðnum
með hlutafjárkaupum í Reyk-
vískri tryggingu hf. I kjölfar
aukinnar samkeppni urðu svipt-
ingar á tryggingamarkaðnum.
Skandia beitti sér fyrir ýmsum
nýjungum, einkum í bílatrygg-
ingum, sem íslenzku trygginga-
félögin urðu að mæta. I apríl-
mánuði sl. keypti Skandia svo
Verðbréfamarkað Fjárfesting-
arfélagsins og tók við rekstrin-
um 16. júní. Þessi þróun jók
traust manna á íslenzka fjár-
inagnsmarkaðnum og menn
hugðu gott til aukinnar sam-
keppni þar og nýjunga.
Það kom því eins og þruma
úr heiðskíru lofti þegar Skandia
lokaði fyrir viðskipti í verðbréfa-
sjóðunum 5. október sl. í kjölfar
deilu við Fjárfestingarfélagið
um kaupin á verðbréfamarkaði
þess. Skandia-menn töldu 160
milljónir króna skorta upp á
eignir verðbréfasjóðanna í þess
vörzlu miðað við þá stöðu, sem
þeir töldu sjóðina hafa haft við
undirritun kaupsamninga. Lok-
un sjóðanna hefur nú staðið í
nær þijár vikur.
Enginn vafí er á því, að þessi
aðgerð Skandia hefur stórlega
veikt tiltrú á fjármagnsmark-
aðnum. Þeir, sem eiga sparifé
sitt í sjóðunum, hafa ekki getað
leyst það út og hafa í raun enga
hugmynd um, hvenær af því
getur orðið eða hversu mikils
virði verðbréf þeirra eru. Hætt
er við, að staða annarra verð-
bréfafyrirtækja veikist vegna
þessara atburða.
í fyrstu var talið, að þessar
160 milljónir króna, sem Skand-
ia telur að vanti upp á eignir
verðbréfasjóðanna, hefðu ein-
faldlega gefíð tilefni til að fella
gengi verðbréfanna um 5-6%
miðað við að eignir þeirra væru
tæpir þrír milljarðar króna.
Margir telja, að þá leið hefði átt
að fara strax. Sparendur hefðu
tekið á sig gengisfall bréfanna
og viðskipti þá getað hafízt með
þau á ný. Nú segja Skandia-
menn hins vegar, að ennþá sé
óljóst um verðmæti eignanna;
sem standa að baki sjóðanna. I
viðtali við Morgunblaðið fyrir
tveimur dögum sagði Leif Vict-
orin, forstjóri Skandia Norden,
m.a.:
„Ég viðurkenni, að það er
frekar óvenjulegt, að sjóðum sé
lokað á þennan máta. Sam-
kvæmt upplýsingum frá endur-
skoðendum eru vafasamar eign-
ir í sjóðunum og erfitt er að
meta verðmæti þeirra.“ Sam-
kvæmt þessu virðist eignastaða
sjóðanna enn flóknari og erfíð-
ari en deilan við Fjárfestingarfé-
lagið hf. um 160 milljónirnar
gaf tilefni til að halda.
Það eykur enn á óvissuna, að
Skandia-menn hafa látið að því
liggja, að hugsanlega verði sjóð-
irnir ekki opnaðir á ný. Leif
Victorin segir:
„Það geta hugsanlega orðið
aðrar lausnir en að sjóðimir
verði aftur opnaðir fyrir við-
skiptum. Við vitum hins vegar
ekki enn hver lausnin verður.
Enn legg ég megináherzluna á,
að við leitum að beztu hugsan-
legu lausnum fyrir hluthafana.
Ef í ljós kemur, að hagsmunum
þeirra er betur borgið með ann-
arri leið en að Skandia reki sjóð-
ina þá veljum við þá leið.“
Þessi ummæli forstjórans
auka aðeins á óvissuna, þótt það
sé mikils virði, að forstjóri stór-
fyrirtækisins leggi allt kapp á
að veija hag eigenda verðbréf-
anna. Eigendur verðbréfanna
vita það sjálfsagt, eða eiga að
vita, að rekstur verðbréfasjóða
er áhættusamur, en hins vegar
er óvíst að þeir hafi gert sér
grein fyrir því, að heimilt er að
fresta innlausnum í níutíu daga
samkvæmt ákvæðum hlutdeild-
arskírteina. Áherzla er ekki lögð
á það í auglýsingum verðbréfa-
fyrirtækjanna heldur ríkulega
raunávöxtun. Það fer eftir fjár-
hagsstöðu hvers og eins, hvort
hann þolir stöðvun innlausna í
svo langan tíma, en óvissa hefur
öryggisleysi í för með sér - og
þá ekki sízt á ungum og við-
kvæmum verðbréfamarkaði.
Forráðamenn Skandia þurfa
að skilja, að ábyrgð fyrirtækis-
ins er mikil. Það var fyrsta er-
lenda stórfyrirtækið, sem hélt
innreið sína á íslenzkan fjár-
magnsmarkað, og fjárfestar
væntu mikils af slíkum bak-
hjarli. Þróun íslenzks fy'ár-
magnsmarkaðar getur ráðizt af
því með hvaða hætti vandi verð-
bréfasjóða þess verður leystur.
Það eru ekki aðeins hagsmunir
fjögur þúsund viðskiptamanna
þeirra sem eru í veði heldur það
traust, sem aliur almenningur
kemur til með að bera til verð-
bréfamarkaðarins í náinni fram-
tíð. Skandia á hér einnig hags-
muna að gæta. Fyrirtækið hefur
hafíð tryggingastarfsemi á ís-
landi og framtíð þeirrar starf-
semi er áreiðanlega tengd niður-
stöðu þessa máls.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1992
nxn
Landssamtök atvinnulausra tekin til starfa
Brýnast að berjast
fyrir meiri atvinnu
ATVINNULEYSI þoki fyrir aðgerðum og þeir sem ekki hafa vinnu
fái stuðning. Þetta ætla þeir sem sátu stofnfund Landssamtaka at-
vinnulausra í gær að reyna að gera að veruleika. Fundinn sátu um
sjötíu manns, ólíkt fólk sem horfist í augu við sama vandann og vill
taka á honum. Til þess voru settir saman hópar til að vinna að brýn-
ustu baráttumálum atvinnulausra. Fundurinn sameinuðist um sjö
manna sljórn samtakanna og veitir Reynir Hugason verkfræðingur
henni forstöðu.
Morgunblaðið/Kristinn
Um sjötíu manns sóttu stofnfund Landssamtaka atvinnulausra í gær. Myndin er tekin þegar menn sungu
baráttusöng samtakanna í upphafi fundarins.
Morgunblaðið greindi í gær frá
helstu verkefnum sem samtök at-
vinnulausra hyggjast vinna að og
voru þau fest í lög félagsins. Við
bættist ákvæði um að stuðlað verði
að óslitinni greiðslu bóta, án sextán
vikna hlés eftir ákveðinn tíma.
Starfshópar sem fundarmenn settu
á fót endurspegla hvaða mál brenna
mest á atvinnulausum: Endurskoð-
un atvinnuleysistryggingarsjóðs og
reglugerðar um skráningu atvinnu-
lausra, endurmenntun og starfs-
þjálfun atvinnulausra, nýsköpun og
fjölgun atvinnutækifæra, mannrækt
og sjálfsstyrking, kynningarstarf og
hjálp við bágstadda. Stofnfélagar
skráðu sig í hópa og nefndu forvígis-
menn. Búist var við að nefndarstarf
gengi hratt, menn hefðu nægan
tíma og málin væru aðkallandi.
Reynir Hugason formaður sam-
takanna sagði á fundinum að það
væru mannréttindi að hafa vinnu
við hæfi. Tækist ekki um tíma að
finna starf væru jafnframt mann-
réttindi að eiga rétt til bóta sem
dygðu til að daglegs viðurværis.
„Enginn lifir hálfu lífi á hálfum
bótum eins og hér eru oft greidd-
ar,“ sagði hann, „eða í 260 daga á
ári meðan bætur fást og hættir svo
að vera til í hundrað daga.“
Reynir sagði lög um atvinnuleys-
isbætur vanþróuð og úrelt og kerfíð
vanmáttugt. Skráningu atvinnu-
lausra væri mjög ábótavant, hún
þyrfti að komast í tölvu þar sem
einnig væru atvinnutilboð og helst
ætti að leysa menn undan vikulegri
skráningarskyldu. Hún væri vafst-
ursöm og óþörf og mörgum þætti
hún niðurlægjandi. Fólk þyrfti síðan
aðra ferð í hverri viku til að ná í
bæturnar. Þær væru raunar skomar
við nögl og hafðar lægri en á öðrum
Norðurlöndum. Hér eru þær rúm
40% af launum karla og 60% af
launum kvenna en Svíar borga 90%
og Danir og Norðmenn rúm 60%.
Svo væru stórir hópar fólks sem
engan bótarétt hefði, því yrði að
breyta.
Nú reynir á verkalýðsfélögin
Reynir spurði hvort rétt væri að
stéttarfélög önnuðust greiðslu bót-
anna og tækju af þeim toll. Hlutur
verkalýðsfélaga var ýmsum fundar-
mönnum ofarlega í huga. Þeir veltu
fyrir sér hvort félögin gætu starfað
með samtökunum eða styrkt þau
með því til dæmis að láta þeim hús-
na§ði í té. Og sumir kváðust hissa
á því að enginn forvígismaður laun-
þegasamtaka væri á fundinum ann-
ar en Páll Halldórsson frá BHMR.
Einn fundarmanna sagði að með
stofnun samtakanna væri vantrausti
lýst á verkalýðsfélögin, en nú myndi
sýna sig hvort þau styddu þá félags-
menn sem helst þyrftu.
Steini Þorvaldsson sagði að frá
1970 hefði hálft til eitt prósent
landsmanna búið við atvinnuleysi,
en nú virtist hlutfallið komið undir
4%. Það sýndist vilji stjórnmála-
manna að hafa dálítið atvinnuleysi
til að halda launum niðri. Hann
benti á hættuna sem í þessu fælist
og nauðsyn þess að þingmenn og
forysta sveitarfélaga gripi til að-
gerða. Steini veitir ásamt Lilju Mó-
sesdóttur forystu starfshópnum um
endurskoðun löggjafar um atvinnu-
leysisbætur.
Nokkrum fundarmanna varð heitt
í hamsi þegar þeir töluðu um með-
ferð stjórnvalda á almannafé, ós-
kynsamlega fjárfestingu og rugl.
Reynir Hugason taldi mál til komið
að steypa saman sjóðum sem veittu
lán og áhættufé til atvinnustarfsemi
og miða útlát við arðsemi. Hann
sagði að einyrkjar og frumkvöðlar
fengju álíka athygli og heimilislaus-
ir, þeir hefðu ekki rétt til atvinnu-
leysisbóta og byggju margir við
þröngan kost þegar lífsspursmál
væri að skapa ný tækifæri og veita
fólki vinnu. Hörður Bergmann tók
í sama streng og sagði sjálfstæðir
atvinnurekendur sem byggt hefðu
upp atvinnulíf í landinu vera rétt-
lausan lýð.
Viya aðstoða fólk sem er komið
í þrot
Fundarmenn ræddu um að at-
vinnulausir þyrftu athvarf til að hitt-
ast og bera saman bækur sínar.
Einn fastur starfsmaður samtak-
anna væri eflaust þarfur en gott
væri að geta leitað eitthvert sér til
gagns og upplyftingar. í slíka mið-
stöð gætu atvinnurekendur líka leit-
að eftir fólki eða vinnuhópum.
Aðstoð við atvinnulausa í nauðum
er annað mál sem fundarmenn töldu
biýnt. Fram kom að margir þyrftu
að velta fyrir sér hveijum hundrað-
kalli, hefðu varla fyrir nauðsynjum
og sendu bömin sín í heimsóknir til
ættingja til að þau fengju mat.
Reynir Hugason nefndi dæmi um
konu sem lifði um tíma á barnamat
til að fá helstu næringarefni fyrir
sem fæstar krónur. Hann sagði sam-
tökin þegar hafa lánað nokkrum
einstaklingum peninga fyrir brýn-
ustu nauðsynjum. Fundarmenn hafa
áhuga á að fínna aðstöðu til að taka
við matargjöfum og öðru sem fólk
má missa og úthluta til fátækra.
Stofnfundur samtaka atvinnu-
lausra í gær hófst og endaði með
því að menn sungu baráttusöng.
Einn fundarmanna settist við píanó
og lék undir í lok fundarins, fólk
í skýrslunni kemur fram að fram-
kvæmdastjóri Samtaka trúfélaga
og ráðunautur svokallaðrar fram-
tíðarnefndar hafi komið hingað til
lands til þess að ræða þá hugmynd
að á íslandi yrði haldið þing þjóða-
og trúarleiðtoga árið 2000. „Sat
biskup fund með þeim á Bessastöð-
um með forseta og síðar með Þing-
vallanefnd. Voru allir sammála um
að fara varlega í sakirnar og spurt,
skráði sig í vinnuhópa og margir
drógu upp peninga til að leggja í
sjóð samtakanna. Jóhanna Sigurð-
ardóttir félagsmálaráðherra var
meðal þeirra sem sendi kveðju á
hver mundi bjóða, skipuleggja og
síðan borga kostnað,“ segir í skýrsl-
unni.
Tæpt er á nauðsyn endurútgáfu
handbókar frá árinu 1981. „Fer
ekki á milli mála, að allnokkurrar
sundurgerðar gætir í messuflutn-
ingi og einstökum liðum messunnar
og er eins og ýmsir telji sig geta
farið þar að geðþótta sínum einum
saman. Ber.fyllsta nauðsyn til þess
fundinn, hvatning barst líka frá
reiðu fólki víða um land, konum og
körlum sem finna fyrir því að breyt-
inga sé þörf.
-ÞÞ
að samræma helgisiði, svo að ekki
þurfi að koma á óvart, hvernig að
er staðið, þegar ný kirkja er sótt,“
segir þar.
Harmað er að frumvarp um Skál-
holtsskóla hafí ekki verið afgreitt
fyrir þinglok í fyrra svo að skólinn
hafi verið nokkuð í lausu lofti hvað
undirbúning áhrærði fyrir næsta
skólaár og skipulagningu alla. „Þó
hefur ræst nokkuð með fjárhag, þar
sem viðbótargreiðsla fékkst til skól-
ans í síðustu viku, enda horfði til
vandræða með rekstur og miklu fé
hefur verið varið til endurbóta eða
sem nemur 2,7 milljónum króna,...“
Kirkjuþinff fjallar um kristmtökuafmælið
Grundvöllur fyrir þingi þjóða
og tráarleiðtoga kannaður
Herra Ólafur Skúlason, biskup íslands, lagði fram skýrslu Biskups
og kirkjuráðs á öðrum degi 23. Kirkjuþings í safnaðarheimili Bústaðar-
kirkju í gær. Kemur þar m.a. fram að kannaður hafi verið grundvöll-
urinn fyrir því að halda þing þjóða- og trúarleiðtoga árið 2000 á ís-
landi. Eftir hádegi í gær var m.a. fjallað um frumvarp um Skálholts-
skóla.
AF INNLENDUM
VETTVANGI
AGNES BRAGADÓTTIR
Fjárfestingarfélagið Skandia hf.
Landsbankínn hverfur frá hug-
myndum um yfirtöku sjóðanna
UNDANFARNA daga hefur það verið til könnunar hjá Landsbanka
Islands, að frumkvæði Fjárfestingarfélagsins Skandia hf., hvort það
gæti verið hagkvæmt fyrir bankann að verðbréfafyrirtæki hans,
Landsbréf hf., yfírtaki sjóði þá sem eru í vörslu Fjárfestingarfélags-
ins Skandia hf., en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins varð nið-
urstaða þeirrar könnunar neikvæð. Því er ekki búist við að slík til-
laga verði borin upp á fundi bankaráðs Landsbankans í dag, eins og
gert hafði verið ráð fyrir. Eins og kom fram í frétt hér í Morgunblað-
inu í gær eru tæpir þrír milljarðar króna í sjóðum félagsins.
Samkvæmt upplýsingum Morg- il áhætta sé fólgin í yfírtöku sjóða
unblaðsins var það hald manna allt
þar til í fyrradag að hér kynni að
vera um hagkvæman kost að ræða
fyrir Landsbankann og hann gæti
án mikils tilkostnaðar aukið veltu
sína um tæpa þrjá milljarða króna.
Að vandlega könnuðu máli mun
neikvæð ákvörðun bankans samt
sem áður byggjast á því að of mik-
sem þessara, þar sem að líkindum
verði innlausnarálagið sem myndi
fylgja í kjölfar opnunar sjóðanna
of mikið að mati bankans og gengis-
fall bréfa fyrirtækisins einfaldlega
meira en menn gerðu ráð fyrir.
Það var Gísli Órn Lárusson sem
hafði samband við Landsbanka ís-
lands fyrir hönd Fjárfestingarfé-
lagsins Skandia hf. og óskaði eftir
því að könnun færi fram á því á
vegum Landsbankans hvort Lands-
bréf væru reiðubúin til þess að yfir-
taka sjóði Fjárfestingarfélagsins
Skandia hf. og reka. Yfirmenn
Landsbréfa hf. hafa samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins unnið
að áðurnefndri könnun, en niður-
staða Landsbankans varð, sam-
kvæmt sömu upplýsingum, að hér
væri ekki um fýsilegan kost að
ræða fyrir Landsbankann. Þó munu
þeir sem að þessari könnun stóðu
hafa talið að tryggingar fyrir eign-
um væru í lagi og ekki væri ástæða
til þess að vefengja niðurstöður
endurskoðenda félagsins.
Það sem mun hafa gert það að
verkum að niðurstaða Landsbank-
ans varð með ofangreindum hætti
mun einkum hafa verið sú staðreynd
að Landsbankinn gat hugsanlega
þurft að axla þá ábyrgð að þurfa
að greiða mikla fjármuni út þegar
sjóðirnir opnuðu á nýjan leik. Jafn-
vel einn milljarð króna, á fyrstu
dögum opnunar. í ljósi þeirrar miklu
og á stundum neikvæðu umræðu
sem verið hefur um málefni Fjár-
festingarfélagsins Skandia hf. að
undanförnu telja forráðamenn
Landsbankans, að minnsta kosti
margir hveijir, að ljóst sé að mikið
útstreymi verði úr sjóðum félagsins,
eftir að þeir opna á nýjan leik, opni
þeir á annað borð. Niðurstaða
Landsbankans varð því sú að ekki
gæti talist skynsamlegt af hálfu
bankans að taka hugsanlega á sig
stóraukna innlausnarskyldu á þess-
um árstíma, þegar hvað þrengst er
um vik í viðskiptalífínu.
Eins og greint er frá hér að fram-
an eru tæpir þrír milljarðar króna
í sjóðum Fjárfestingarfélagsins
Skandia. Það er mat forráðamanna
bankans að fjármagnseigendur
sjóðanna myndu þegar í stað inn-
leysa a.m.k. einn milljarð króna við
opnun sjóðanna. Skuldbindingar
bankans að því er varðar innlausn
yrðu því óhóflega miklar og eftir
sætu í bankanum verðbréf ýmis
konar, sem bankanum væri lítið
hald í, þegar til lausafjárskyldu er
litið.
Þótt það hafí verið Gísli Örn
Lárusson, forstjóri Fjárfestingar-
félagsins Skandia hf. sem hafði
samband við Landsbankann um
þetta mál, þá hafa fleiri en Skandia-
menn haft miklar áhyggjur af þessu
máli að undanförnu og gert sér
grein fyrir alvöruþunga þess. Þeirra
á meðal er Jón Sigurðsson, ráðherra
bankamála, sem mun hafa viljað
að allar leiðir yrðu kannaðar til hlít-
ar, sem mættu tryggja hagsmuni
fjármagnseigenda sjóðanna og líf-
eyrisréttarhafa.
I lögum um verðbréfafyrirtæki,
númer 20 frá því 1989, 34. grein,
segir að ráðherra hafi yald til þess
að svipta slík fyrirtæki leyfi. Þar
segir einnig að afturkalli ráðherra
leyfi verðbréfafyrirtækis, skuli
þriggja manna skilanefnd skipuð
af ráðherra, sem sjái um ráðstöfun
þeirra verðbréfasjóða sem fyrirtæk-
ið hafi rekið. Ráðherra hefur því
það val í gegnum skilanefnd að
taka sjóði til slita, en með slíku
vali telja sérfræðingar að um veru-
lega meiri rýrnun yrði að ræða en
ella, þar sem verðbréfamarkaðurinn
sé geysilega viðkvæmur hér á landi.
Það sem svo mun hafa gert út-
slagið hvað varðar neikvæða niður-
stöðu Landsbankans í þessum efn-
um var bréf til Landsbréfa hf. frá
Ragnari Aðalsteinssyni, stjórnar-
formanni Fjárfestingarfélagsins
Skandia hf. í fyrradag, þar sem
Ragnar mælir með því fyrir hönd
félagsins að Landsbréf yfirtaki
rekstur sjóða Fjárfestingarfélagsins
í tveimur þrepum. Fyrsta þrepið
verði yfírtaka verðbréfasjóðanna,
en á síðari stigum verði rætt um
yfírtöku Fijálsa lífeyrissjóðsins,
sem samkvæmt upplýsingum er sá
hluti af sjóðakerfi Fjárfestingarfé-
lagsins sem er hvað traustastur.
Jafnframt lýsir stjórnarformaðurinn
því yfir í bréfi þessu, samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins, að
Fjárfestingarfélagið Skandia hf.
muni mæla með Landsbanka ís-
lands við Seðlabanka íslands og
aðrar lánastofnanir sem traustum
viðskiptaaðila! Að lestri þessa bréfs
loknum, munu ráðamenn Lands-
bankans hafa talið að þeir ættu
raunar lítið vantalað við Fjárfest-
ingarfélagið Skandia hf.
Lokaorð Landsbankans urðu
samt sem áður þau að svarbréf var
ritað um hæl, sem var í þá veru
að Landsbankinn væri einungis
reiðubúinn til viðræðna ef allir sjóð-
ir Fjárfestingarfélagsins væru með
í þeim samningaviðræðum - þar
með talinn Fijálsi lífeyrissjóðurinn.
Tilburgmótið
Sjö skákir af átta
unnust á hvítt
Skák
Margeir Pétursson
GÍFURLEGAR sviptingar
einkenndu fjórðungsúrslitin á
Interpolis útsláttarmótinu i Til-
burg. Fyrri daginn unnust allar
skákirnar fjórar á hvítt, en
þann seinni tókst þremur skák-
mönnum að jafna metin með
sigri. Það er því einungis ungi
enski stórmeistarinn Michael
Adams sem er öruggur í undan-
úrslitin, en hann vann Rússann
Svesjnikov IV2—V2. í dag verða
tefldar stuttar skákir til að
knýja fram úrslit í hinum þrem-
ur.
Hinum 17 ára gamla Banda-
ríkjamanni Gata Kamsky tókst
óvænt að jafna metin í gær gegn
næststigahæsta skákmanni
heims, Vasilí ívantsjúk. Boris
Gelfand, sá sjötti stigahæsti í
heimi, hélt möguleikum sínum
opnum með því að sigra Viktor
Kortsnoj. Þetta er í fyrsta sinn
sem Kortsnoj lendir í stuttu
skákunum, fram að þessu hefur
unnið allar viðureignir sínar mjög
sannfærandi. Þá tókst Ilya Smirin
frá ísrael, sem mest hefur komið
á óvart á mótinu, að jafna gegn
Predrag Nikolic frá Bosníu-
Herzegóvínu.
Þetta er í þriðja sinn sem Kam-
sky hefur lent undir í viðureignum
sínum en samt náð að jafna. Hann
virðist geysilega taugasterkur á
meðan Ivantsjúk virðist einmitt
ekki njóta sín vel undir pressu.
Gelfand ætti hins vegar að að
eiga betri möguleika gegn
Kortsnoj, sem orðinn er sextugur.
Michael Adams nýtur sín afar
vel í útsláttarkeppnum. í sumar
sigraði hann á gífurlega sterku
atskákmóti í Brussel. í undanúr-
slitunum kemur það honum líka
örugglega til góða að eiga frí í
dag á meðan allir hinir verða að
tefla lýjandi atskákir.
Spasskí varðist vel
Boris Spasskí var lengi í
þröngri vöm í 23. einvígisskákinni
við Bobby Fischer í Belgrad í
gær. Fischer þjarmaði án afláts
að Spasskí og var um tíma peði
yfír, án þess að það kæmi honum
að gagni. í fremur einföldu enda-
tafli var Fischer síðan ekki á því
að sætta sig vil skiptan hlut og
teygði sig of langt í vinningstil-
raunum. Við það náði Spasskí
frumkvæðinu og Fischer mátti að
lokum hafa sig allan við að halda
jafnvæginu. Skákinni lauk síðan
með jafntefli seint í gærkvöldi og
er staðan í einvíginu því enn 8—4
Fischer í vil. Þetta var hörkubar-
áttuskák, nokkuð dæmigerð fyrir
skákstíl beggja og án verulegra
mistaka.
Enski stórmeistarinn Nigel
Short sem senn teflir til úrslita
við Jan Timman um áskorunar-
réttinn á Kasparov hefur nýlega
sagt að hann telji Fischer í hópi
tíu sterkustu skákmanna heims í
dag.
23. einvígisskákin: Hvítt: Bobby
Fischer
Svart: Boris Spasski
Sikileyjarvörn
1. e4 — c5, 2. Rc3 — e6, 3.
Rge2 - Rc6, 4. g3 - d5, 5.
exd5 — exd5 6. d3
Fischer velur nýja áætlun í
stöðunni, hann ætlar að gefa hví-
treitabiskupinn fyrir svarta ridd-
arann á f6 og tefla upp á hvítu
reitina á miðborðinu.
6. - Rf6, 7. Bg5 - Be7, 8. Bg2
- d4, 9. Bxf6 - Bxf6, 10. Re4
- Be7, 11. 0-0 - 0-0, 12. Rf4 -
He8, 13. Dh5 - g6, 14. Dd5 -
Bf5, 15. Hfel - Kg7
Fischer hefur náð ívið betri
stöðu út úr byrjuninni, en
Spasskí velur að tefla vömina
óvirkt og treystir á að varnirn-
ar haldi. Hér kom vel til greina
að leika 15. — Rb4 eða 15. —
Db6 og freista þess að ná mót-
spili.
16. a3 - Hc8, 17. h3 - Dxd5,
18. Rxd5 - Bf8, 19. g4 - Be6,
20. Ref6 - Hed8, 21. g5
Staða Spasskís í þessu drottn-
ingarlausa miðtafli er þröng, en
það er ekki snöggan blett að finna
á stöðu hans og ekki hlaupið að
því fyrir Fischer að komast neitt
meira áleiðis.
21. - Bd6, 22. He4 - Re7, 23.
Hh4 - Hh8, 24. Hel - Rf5, 25.
Hhe4 - h6, 26. h4 - hxg5, 27.
hxg5 - Hh4, 28. Hxh4 - Rxh4,
29. He4 - Rf5
Einnig kom til greina að veij-
ast með 29. — Rxg2, 30. Kxg2 —
Hh8 þótt staða svarts væri ennþá
þröng. 31. Rf4 má svara með 31.
- Bxf4, 32. Hxf4 - Bf5
30. Rf4 - Ba2!
Spasskí teflir vörnina af hug-
kvæmni, ekki gengur að loka inni
þennan biskup, eftir 31. b3? —
Bbl er hvítur í vandræðum.
31. R4d5 - Bxd5, 32. Rxd5 -
Kf8, 33. Kfl
Það var of snemmt að leika 33.
Bh3, eftir 33. - He8!, 34. Bxf5
- gxf5, 35. Hh4 — Hel+, 36.
Kg2 — Kg7, tryggja yfírráð svarts
yfír e-línunni honum jafnteflið.
Nú hótar Fischer hins vegar
óþyrmilega að leika 34. Bh3! og
Spasskí tekur þá hárréttu ákvörð-
un að fórna peði til að létta á
stöðunni:
33. - He8!, 34. Hxe8+ - Kxe8,
35. Rf6+ - Kd8, 36. Bxb7 -
Bf4, 37. Re4 - Bcl, 38. a4 -
Bxb2, 39. Rxc5 - Bcl, 40. Be4!
Fischer reynir ítrustu vinn-
ingstilraunir, gefur peðið til baka
og sneiðir hjá 40. Re4 — Ke7 41.
Bd5 - Rd6!, 42. Rxd6 - Kxd6,
43. Bxf7 — Bxg5, 44. Bxg6 sem
er steindautt jafntefli þótt hvítur
sé tveimur peðum yfír. Nú er 40.
- Rd6 slæmt vegna 41. Rb3.
40. — Bxg5, 41. Bxf5 — gxf5,
42. Rb3 - Bf6, 43. Kg2 - Kd7,
44. Kg3 - Ke6,45. Ra5 - Be5+,
46. Kh4 - Bf6+, 47. Kh5?
Það er mikil áhætta fólgin í
þessari fífldjörfu vinningstilraun.
Báðir kóngarnir æða nú upp borð-
ið, hvor á sínum væng, til að kom-
ast í návígi við peð andstæðings-
ins.
47. - Kd5, 48. Kh6 - Kc5, 49.
Kh7 - Kb4, 50. Rc6+ - Kc3,
51. Kg8 - Kxc2, 52. Kxf7 -
Bh8, 53. a5 - Kxd3, 54. a6 -
Ke2, 55. Rxa7 - d3, 56. Rc6 - ^
d2, 57. a7 - dl=D, 58. a8=D -
Dd5+, 59. Kg6 - De6+, 60. Kh7
- Bc3
Hótar máti í öðrum leik með
61. - Df7+, 62. Kh6 - Bd2.
61. Rd8 - De7+, 62. Kg6 -
Df6+, 63. Kh5 - Dh8+, 64. Kg6
- Dg7+, 65. Kxf5 - Df6+, 66.
Kg4 og jafntefli.