Morgunblaðið - 22.10.1992, Page 34

Morgunblaðið - 22.10.1992, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1992 Námskeið söngmálastj óra í Skálholti fyrir organista og kóra Lítill kór organista og einsöngvara á æfingu í kirkjunni. Þannig eru oft búnir til smákórar. Húnvetningakór æfir fyrir skemmtun í Aratungu. í ÁTJÁN ár hefur söngmála- stjóri þjóðkirkjunnar, Haukur Guðlaugsson, staðið fyrir nám- skeiðum fyrir kirkjuorganista og söngfólk kirkna. Námskeið þessi eru haldin í Skálholti, oft- ast i ágústlok en stundum í júni. Á námskeiðunum eru færustu leiðbeinendur í organleik og söng. Námskeiðunum lýkur með messu á sunnudag, þar sem allir þátttakendur nám- skeiðsins syngja og taka virkan þátt í messunni. Á undan messu er dagskrá með tónlistarflutn- ingi, þar sem fram fer organ- leikur og einsöngur þeirra sem sótt hafa námskeiðin. Allt skipulag er í höndum söng- málastjóra og hans aðstoðarfólks. Undirbúningur stendur frá vori, efni er valið, útsetningar og prent- un, útbúin námsgögn, útvegun leiðbeinenda, niðurröðun þátttak- enda í húsnæði svo og allt annað tilstand. í ár var námskeiðið haldið 24.-30. ágúst og varð þátttakan um 300 manns, frá öllum lands- hlutum. Öll húsakynni Skálholts- skóla voru fullnýtt, auk sumar- búðanna á staðnum. Um 60 manns gistu einnig í Reykholts- skóla hjá Aratungu. Námskeiðin eru í raun tvíþætt. Organistarnir og söngfóik sem sækist eftir einkaleiðsögn í söng mættu á sunnudag. Organistar fá tilsögn í orgelleik og margvísleg- an fróðleik í formi fyrirlestra. Söngvurum er leiðbeint í söng og nótnalestri. Saman æfa þátttak- endur samsöng og njóta leiðbein- inga kennara. Merkur gestur sótti heim þennan hluta námskeiðsins, Erich Piasetzki frá Berlín. Lék hann meðal annars stórkostlega á orgel kirkjunnar fyrir áheyrend- ur á fímmtudagskvöld. Einnig kom Guðný Guðmundsdóttir fiðlu- leikari í fyrri hluta námskeiðsins sem gestur og lék á fíðlu. Á fimmtudagskvöld kom kóra- fólk á staðinn og fram á sunnu- dag var unnið stíft við æfíngar og kennslu. Æft var fyrir hápunkt námskeiðsins, messu á sunnudag. í þetta sinn var æfð „Þýsk messa" eftir Shubert. Aðalleiðbeinandi á samæfingum var Ferenc Utassy, sem er ungverskrar ættar, en mörgum vel kunnur hér heima. Ekki er hægt að tilgreina alla leið- beinendur hér, en söngmálastjóri á virðingu skilið fyrir hve hæft fólk hann fær til samstarfs við sig. Nefna verður þó einn aðila, Gunnar Kvaran sellóleikara, sem með sinni hlýlegu framkomu lék á sellóið sitt við ýmis tækifæri. Margir góðir gestir sóttu nám- skeiðið heim; hluti drengjakórs Laugameskirlq'u, með stjómanda sínum, Ronald Tumer, Kirkjukór Breiðholtskirkju með stjómand- ann Daníel Jónasson og kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandar- kirkju með stjómandann Öm Falkner. Ekki fer mikill tími í svefn hjá ýmsum þátttakendum námskeiðs- ins, því söngurinn er ekki ein- göngu bundinn við sálma og kirkjutónlist. Á síðkvöldum og fram á nætur má heyra ljúfa radd- aða söngva á ólíklegustu stöðvum, Sönggyðjan ljúfa Samkennd og virðing einkenndi námskeiðið - segir Erich Piasetzki, heimskunnur organisti sem dvaldi í Skálholtsstað í boði söngmálastjóra GESTUR söngmálastjóra á organista- og kóranámskeiði 1992 var virtur og víðkunnur organisti frá Berlín, Erich Piasetzki. Hann er um sextugt og hóf orgelnám 13 ára gamall. Er nú starfandi organisti í austurhluta Berlínar. Hann hefur haldið tónleika vitt um heiminn og getið sér góðan orðstír. Árið 1984 var Hauki Guðlaugssyni og Kristjáni Sigurtryggssyni boðið til Þýskalands, í tilefni 100 ára afmælis Kirkjukórasambands Þýskalands. Þar hófust kynni þeirra kolleganna. Vegna pólitískra erfiðleika dróst á langinn að Piasetzki kæmi til íslands, en í ár gat hann þekkst boð um að koma. Hélt hann m.a. tónleika á nýja orgelið í Fella- og Hólakirkju og einnig í Bústaðakirliju, en Guðni Þ. Guðmunds- son organisti hefur sótt einkatíma til hans í Berlín. Einnig bauð söngmálasljóri Erich Piasetzki að koma á organistanámskeiðið í ár og leiðbeina og leika fyrir þátttakendur. Með aðstoð Hauks Guðlaugs- sonar var Erich Piasetzki spurður um, hvort slík námskeið sem þessi ættu sér hliðstæðu í Þýskalandi. Hann sagði þar mjög mikið af kirlqutónlistarfólki og haldin væru margvísleg námskeið, ekki hvað síst fyrir þá, sem skemmra væru á vegi. Einnig fyrir þá, sem hafa organistastarfíð sem auka- starf. Hann sagði að það kæmi sér skemmtilega á óvart, hve vel þátttakendur blönduðust á þessu námskeiði, þeir sem langt hefðu náð og þeir sem jafnvel væru byijendur í kirkjutónlistinni. Hann taldi að það hefði mjög örvandi áhrif, það skapaði hvatningu og vissan metnað. Mjög jákvætt væri að finna, hvemig kennarar um- gengjust nemendur sína og þau jákvæðu tengsl sem þar mynduð- ust. Erich Piasetzki var spurður um gildi kirkjukóra í þýskum kirkjum og samanburð við íslenska kirkju- hefð. Hann sagði að í Þýskalandi væri venja, að söfnuðurinn syngi við messuna og því ekki þörf fyr- ir kirkjukór, líkt og tíðkast á ís- landi. Þýski kirkjukórinn syngur því gjarnan sérstök verk og styður við almennan söng í kirkjunni. íslenskir kirkjukórar gegndu mun meira hlutverki í messunni. Að lokum sagði Erich Piasetzki að hann hefði haft bæði gagn og gaman af þessu námskeiði, lært mikið og notið þessarar sérstöku samveru sem einkenndi dvölina í Skálholti. Honum líkaði vel við Skálholtsstað og aðstöðuna, þó mættu vera fleiri orgel, til að þátttakendur gætu æft sig meira. Hann sagðist hrífast af því já- Ferenc Utassy æfír 300 manna kirkjukór, með tilþrifum. t.d. úr eldhúsinu. Þar situr þá gjaman hópur fólks við kertaljós og syngur á lágum nótum, allt það fallegasta sem í hugann kem- ur. Þessar samverastundir era mörgum afar mikilvægar og skilja eftir sig ljúfar minningar til lengri tíma. Þótt vakað sé lengi eru þó allir sprækir að morgni, morgun- matur og jafnvel sundsprettur í Reykholtslaug koma öllum aftur í gang og kl. 9 að morgni er svo byijað að æfa aftur. Aðdáunarvert er, hve vel starfsfólk við veitingar vinnur úr jafn viðamiklu verkefni að metta 300 manns við aðstæður, sem gerðar eru fyrir margfalt færri gesti. Allt er þarna leyst með lip- urð og skilningi. Miklu munar eflaust hve margir námskeiðs- gestir koma árlega á námskeiðin og era orðnir hagvanir. Á laugardagskvöld var árviss skemmtun í Aratungu. Þar era „heimatilbúin" skemmtiatriði, sem námskeiðsfólk undirbýr. Söngur er þar í hávegum hafður, einsöngur, kórsöngur, gamanvis- ur og svo annað skemmtiefni. Fastur liður er þáttur Bjargar Bjömsdóttur í Lóni, en hún flutti núna þulu mikla, að sjálfsögðu blaðalaust. Leiðbeinendur nám- skeiðsins og sjálfur söngmála- stjóri fengu sitt tækifæri og vora þau tekin í látbragðsleik og þol- leikfími við mikinn fögnuð hinna óbreyttu. Að dagskrá lokinni var stiginn dunandi dans við tónlist frá heimatilbúinni hljómsveit og söngvuram. Um eittleytið lauk gleðinni, því kl. 10 að morgni skyldi heíjast lokaæfing fyrir messuna. Á sunnudag að lokinni æfingu kvæða hugarfari sem ríkti á nám- skeiðinu, hve allir virtust standa jafnir, bæði lengra komnir og þeir sem skemmra væru á vegi. og hádegisverði hófust tónleikar í kirlqunni kl. 12.30 og stóðu allt þar til messan hófst kl. 14.00. Að þessu sinni var dagskráin í lengra lagi og sambland af orgel- leik, sellóleik og söng. Skálholts- kirkja var full út úr dyram þegar guðsþjónusta hófst. I messunni spiluðu um tíu organistar og jafn- margir söngstjórar leiddu kórinn. Kristján Jónasson frá Akranesi var forsöngvari í tóni. Uppistaða messunnar var „Þýsk messa" eft- ir Shubert, en inn á milli atriða hennar vora sungnir sálmar. Und- ir altarisgöngu var flutt tónlist, m.a. einsöngur kórfélaga. Þjón- andi prestar í messunni voru sr. Kristján Valur Ingólfsson, sr. Guðmundur Óli Ólafsson, sr. Gísli Jónasson, sr. Ámi Bergur Sigur- bjömsson og sr. Jónas Gíslason vígslubiskup. Meðhjálpari var Bjöm Erlendsson. Það er mál manna, að organ- ista- og kóranámskeið söngmála- stjóra séu sem vítamín í sönglífi kirkna. Söngfólk hlakkar til þessa tíma í nokkrar vikur og áhrifín vara í marga mánuði. Þam$i hitt- ast söngvinir einu sinni á ári og blanda saman geði í þijá sólar- hringa, fá dýrmæta leiðsögn, læra mörg falleg lög og kórverk og fara síðan heim með gleði í hjarta og sönginn ómandi í eyram. Einri viðmælandi sagðist „óma allur eins og símastaur í frosti". Þátt- takendahópurinn virkar sem stór flölskylda og glaðastur allra er íjölskyldufaðirinn, Haukur Guð- laugsson. Kann kórafólk og einnig organistar honum bestu þakkir fyrir áhuga hans og framkvæði að þessum námskeiðum. Karl. Það byggðist á samkenndinni og gagnkvæmri virðingu. Það væri kirkjustarfí á íslandi til farsældar að halda áfram á þessari braut. Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Erich Piasetzki og Haukur Guðlaugssón á tröppum Skálholtskirkju.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.