Morgunblaðið - 22.10.1992, Page 36
T§6_
rnwmGrn
Katrín Hrefna Bene-
diktsson — Minning
Fædd 18. september 1908 orðum í ljóði Freysteins Gunnars-
Dáin 8. október 1992 sonar.
Fregnin um lát Hrefnu Bene-
diktsson vakti upp margar minning-
ar í huga undirritaðrar.
Ég átti því láni að fagna að kynn-
ast Hrefnu Benediktsson í New
York á síðustu árum seinni heims-
styijaldarinnar og langar mig til
að rifja upp dálítið af okkur kynnum
frá þessum eftirminnilega tíma.
Aðrir verða til þess að rekja ævifer-
il Hrefnu að öðru leyti.
Þessi tími stríðsáranna var dálít-
ið einkennilegur, stríðið geisaði, en
ekki á amerískri grund. Samt var
andrúmsloftið hlaðið spenningi og
varð maður þess var á margan
hátt meðal þjóðarinnar. Ekki fór
hjá því að allir yrðu fyrir áhrifum
af þessari sérstöku stemmningu.
Eg vann á þessum árum m.a. sem
ritari á aðalræðismannsskrifstofu
íslands í New York, hjá þeim ágæta
manni Helga P. Briem, aðalræðis-
manni. Eins og vitað er var ísland
á þessum árum að mestu einangrað
frá Evrópu vegna stríðsins og
Bandaríkin eina viðskiptalandið.
Það var því oft erilsamt á aðalræðis-
mannsskrifstofunni á Madison
Avenue í New York. í borginni voru
á þessum tíma stór hópur íslend-
inga og kynntist maður þeim flest-
um allvel, en sumum betur en öðr-
um, eins og gengur.
Hrefna Benediktsson var í þeim
hópi sem ég kynntist þar einna
best og með okkur tókst mikill og
góður kunningsskapur og vinátta.
Hrefna fékkst á þessum tíma við
verslunarstörf í New York, rak
m.a. innkaupaverslun í sambandi
við_Má Benediktsson bróður sinn.
Á þessu tímabili giftist Hrefna
Fritz Kjartanssyni, sem þá var
umsvifamikill athafnamaður í New
York og víðar. Var ég svo gestur
í brúðkaupi þeirra, mikilli veislu sem
haldin var í sérstökum veislusal á
„Three Crowns", sem þá var einn
af uppáhaldsstöðum Islendinga í
borginni.
Hrefna hlaut að verða ógleyman-
legur persónleiki öllum þeim sem
kynntust henni vel. Hún var skarp-
greind, eins og hún átti ættir til,
hafði t.d. einstaklega mikið skop-
skyn og gat því verið sérstaklega
skemmtileg í vinahóp, hrókur alls
fagnaðar.
Hrefna var heimsborgari í orðs-
ins fyllstu merkingu. Glæsileg á
velli, vakti ávallt eftirtekt þar sem
hún fór. Málamanneskja var hún
með afbrigðum, talaði öll þau er-
lendu tungumál sem hún notaði
fullkomlega vel. Framburður henn-
ar var frábær. Málakunnátta
Hrefnu kom sér vel seinna á lífsleið-
inni, þar sem hún fékkst um tíma
við tungumálakennslu í Kalifomíu.
Þau hjón, Hrefna og Fritz, áttu
glæsilegt heimili í Kew Gardens,
Long Island, N.Y. Þar var mikil
gestrisni höfð í frammi og oft margt
um manninn. Hjá þeim voru t.d.
langdvölum Valgerður móðir
Hrefnu og Valur bróðir hennar, að
ógleymdum Eggerti Stefánssyni,
söngvara, sem var gamall vinur
Fritz frá Danzig-árum beggja.
Undirrituð dvaldi stundum um
helgar í góðu yfiriæti á þessu
skemmtilega heimili og var þá sleg-
ið í spil, brids, með Valgerði, Val
og Hrefnu, en Hrefna var mjög
góður brids-spilari.
Við' Hans giftum okkur svo
seinna í New York og urðu hjónin
Hrefna og Fritz einmitt til að halda
okkur veglega veislu á heimili sínu,
áður en haldið var á vit suðlægari
slóða og sólar í Flórída. Við áttum
svo eftir þetta margar eftirminni-
legar ánægjustundir með þeim
hjónum, sem seinna meir, því mið-
ur. héldu hvort sína leið.
Ég mun alltaf minnast Hrefnu
Benediktsson sem ógleymanlegs
persónuleika og kærrar vinkonu.
Ég ætla að kveðja Hrefnu með
Vinimir koma og kynnast og fara
kvaðning til brottfarar lífið er allt.
Ástríður Andersen.
„Við ráðum svo litlu, dúfan mín,“
sagði pabbi eitt sinn við mig. „Þú
ert á gangi úti á götu. Allt í einu
mætir þú manni, spjallar við hann
stundarkom - og ef til vill er líf
þitt gjörbreytt eftir það.“
Þessi ummæli Katrínar Hrefnu
Benediktsson eru mér efst í huga,
þegar ég minnist hennar að leiðar-
lokum. Við unnum saman um tíu
ára skeið með höppum og glöppum
að gerð bókarinnar Dúfa töfram-
annsins, og fyrir þau góðu kynni,
sem þá tókust með okkur, vil ég
þakka heils hugar.
Katrtín Hrefna var fædd í Kaup-
mannahöfn 17. september árið
1908, dóttir hjónanna Einars skálds
Benediktssonar og Valgerðar
Zoéga. Hún var yngst sex systkina,
sem öll hétu tveim nöfnum, það var
hugmynd Einars, að fyrra nafnið
skyldi vera skímamafn, en hið
síaðra kenninafn, sem bömin áttu
að nota í stað þess að kenna sig
við föður sinn. Þessi skipan reynd-
ist hins vegar óframkvæmanleg,
þar sem fjölskyldan var lengstaf
búsett í útlöndum og bömin gengu
flest í erlenda skóla. Systkinin hétu
fuglanöfnum, sem festust við þau:
Valur, Svala, Örn, Erla, Már og -
já, hvaða fuglanafn var nú hægt
að fmna handa nýfædda stúlku-
baminu í Kaupmannahöfn? Þrátt
fyrir vandlega leit fannst ekkert,
sem foreldmnum geðjaðsist nógu
vel að, svo að Valgerður stakk upp
á nafninu Hrefna; það var að vísu
ekki fuglsheiti, en var þó skylt
hrafninum.
Systkinin eru nú öll látin. Mar-
grét Svala dó sviplega 1929, aðeins
27 ára gömul, en hún hafði lokið
læknisprófi í Berlín og var gift
Kern Moyse, lögfræðingi í New
York; Stefán Már lést 1945 aðeins
38 ára gamall, en hann var kvænt-
ur Sigríði Oddsdóttur og áttu þau
fímm börn; Einar Valur dó árið
1956, ógiftur og bamlaus, 55 ára
gamall, Ragnheiður Erla féll frá
1976, en hún bjó ein í Lundúnum
alla ævi, og Benedikt Örn andaðist
í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári,
en hann var kvæntur Phyllis A.
Jennings og eignuðust þau fjóra
syni, sem allir eru búsettir vestra.
Höfundar ævisagna og viðtals-
bóka njóta þeirra foirréttinda að fá
að kynnast fólki náið; lifa lífi ann-
arra - og öðlast um leið ofurlítið
betri skilning á þessari illskiljanlegu
tilvem okkar. Þessara kosta naut
ég óspart við kynni mín af Hrefnu,
sem seint munu gleymast.
Fundum okkar bar fyrst saman
sumarið 1979. Hún var þá búsett
í Bandaríkjunum, en kom hingað
til lands sem gestur; stóð í málaferl-
um vegna föður síns; hafði stuttan
stans hverjii sinni, og var áköf og
gustmikil. Ég þóttist skynja, að hér
væri óvenjuleg kona á ferð; á bak
við athafnasemina leyndist við-
kvæm lund og djúpar tilfinningar,
sem ég fékk að kynnast síðar.
„Mitt líf skiptir ekki máli,“ sagði
hún við mig. „Það er pabbi, sem á
vera aðalpersónan í þessari bók.“
Þegar ég ætlaði að hitta hana
öðru sinni, var hún flogin úr hreiðr-
inu; farin aftur til Bandaríkjanna
og hafði láðst að segja mér frá
því. En ári síðar hringdi hún til
mín þá minnst vonum varði, og eft-
ir það hafði hún jafnan samband
við mig, þegar hún kom til landsins
vegna málaferla sinna. Við hittumst
hér og þar, á hótelherbergjum og
heimilum vina og ættingja. Hún
sagði mér frá föður sínum, og það
var dýrmætasti efniviður, sem mér
hafði verið trúað fýrir; minningar
dóttur um eitt af stórmennum ís-
lands á sviði bókmennta og fram-
kvæmda, sem hljóta að verða kær-
komin heimild, þegar fram líða
stundir.
Smátt og smátt fléttaðist hennar
eigið líf saman við minningarnar
um þjóðskáldið, svo að ég spurði
hana eitt sinn, hvort hún vildi ekki
rekja mér sína eigin ævisögu líka.
Hún neitaði í fyrstu, en sagði
síðan eftir nokkra umhugsun: „Ef
til vill get ég grafið eitthvað upp
úr mínum gamla heila. Auðvitað
man ég allt, sem drifið hefur á
daga mína. Og þó! Árin, sem ég
dvaldist í Suður-Ámeríku, eru sem
hulin móðu í huga mér. Þau eru
svartnætti, sem ég hef leitast við
að gleyma. Þegar ég reyni að rifja
upp þetta tímabil ævi minnar, spyr
ég sjálfa mig: Var ég lifandi á þess-
um árum? Var ég af holdi og blóði?
Eða hefur mig dreymt þetta allt?“
Ævintýralegt líf Hrefnu birtist
sem svipleiftur í minningum hennar
og er til vitnis um, hvemig veruleik-
inn tekur öllum skáldskap fram.
Árið 1988 fluttist Hrefna til ís-
lands alkominn, og síðustu æviárin
dvaldist hún á Kumbaravogi við
Stokkseyri. „Ég hlaut að koma heim
að lokum til að kveðja og safnast
til feðra minna,“ sagði hún. „Ég
fylgdi fordæmi Starkaðar: „Fótsár
af ævinnar eyðimörk/ einn unaðs-
blett fann ég - til þess að deyja.“
Eftir heimkomu Hrefnu hittumst
við reglulega, oftast fyrir hádegi á
mánudögum, og mér tókst að Ijúka
ritun endurminninga hennar. „Ég
er fegin, að þessi bók skuli loksins
koma út,“ sagði hún. „Með henni
vil ég reyna að leiðrétta ýmsar bá-
biljur og hrein ósannindi varðandi
ævi föður míns. Ég hef reynt að
bregða upp sannri myna af honum
sem manni, ágæti hans og yfirburð-
um, en jafnframt veikleika og van-
mætti. Mér hefur tekist að afsanna
andstyggilegan orðróm um kyn-
sjúkdóm pabba; mér heppnaðist líka
að færa sönnur á það fýrir dómstól-
unum, að faðir minn var hlunnfar-
inn á gamals aldri. í málaferlunum
lét ég eignamál föður míns kyrr
liggja. Hann fyrirleit peninga; hann
vissi, að allt hið dýrmætasta í lífínu
er ekki hægt að fá fyrir þá; honum
fannst það algjört lágmark, að
maður með hans hæfileika gæti
aflað sér eins mikilla peninga og
hann vildi hafa handa á milli; jós
þeim síðan á báðar hendur, þegar
hann átti þá.“
Þótt Hrefna ætti oft við erfiðleika
að etja, naut hún lífsins ríkulega,
þegar aðstæður leyfðu. „Þegar ég
lít yfír farinn veg, staðnæmist hug-
urinn gjarnarn við tvö skeið ævi
minnar," sagði hún, „bernskuna,
þegar við bjuggum í Englandi, í
húsínu Hermitage með paradísar-
garðinum unaðslega; þar leið okkur
öllum vel og þaðan áttum við aldrei
að flytja; og menntaskólárin mín í
Reykjavík. Þetta eru björtustu skeið
lífs mín.“
Ég vil ljúka þessum fáu kveðju-
og þakkarorðum með niðurlagi
kvæðisins Bátsferð eftir Einar
Benediktsson, en á því hafði dóttir
hans dálæti og fór stundum með
það, þegar hún rifjaði upp æviminn-
ingar sínar:
Að leika upp æskunnar ævintýr
með áranna reynslu, sem var svo dýr,
er lifið í ódáins-líki.
Ég gref allt hið liðna í gleðinnar skaut,
ég gjöri mér veginn að rósabraut
og heiminn að himnaríki.
Ég lyfti þér, blikandi lífsins veig.
Ljósblómin gríp ég af himinsins sveig
og legg mér um heita hvarma.
Einn straumur, sem líður, ein stund, sem
þver!
Streymandi mannhaf, sem kemur og fer,
ég hverf þér í opna arma.
Gylfi Gröndal.
Enn er höggvið skarð í stúdenta-
hópinn, sem útskrifaðist úr Mennta-
skólanum í Reykjavík 1927. Nú
kveðjum við Katrínu Hrefnu Bene-
diktsson. Ævinlega verður maður
snortinn við andlát góðs kunningja
eða vinar, en þó má oft óska þeim
framliðna góðra umskipta við komu
á æðra og betra tilverustig.
Þó að ég láti hér með frá mér
fara fáein orð í kveðjuskyni við
skólasystur, vil ég benda á til frek-
ari lesningar ágæta bók sem Gylfi
Gröndal rithöfundur tók saman eft-
ir frásögn Hrefnu um það, sem
drifið hafði á daga hennar. Bókin
kom út 1989 og heitir „Dúfa töfra-
mannsins“.
Hrefna fæddist í Kaupmanna-
höfn, yngsta barn þeirra nafnkunnu
hjóna Einars skálds Benediktssonar
og Valgerðar Einarsdóttur. Hún
ólst upp með foreldrum sínum að
mestu leyti erlendis. Hún var því
veraldarvön og víða heima, er hún
settist í 4. bekk Menntaskólans
haustið 1924. Hún skar sig nokkuð
úr hinum skólafélögunum og var
okkur fremri í ýmsum greinum, en
laus var hún við hroka eða yfirlæti.
Fljótlega eftir stúdentspróf fer
Hrefna af landi burt með ástmanni
sínum, Guðmundi Eiríks. Þau héldu
fýrst til Lundúna, en síðan til Buen-
os Aires í Argentínu og þar vegn-
aði þeim vel. En svo réð óhappa
tilbreytni því, að þau fóru til Brasil-
íu. Þar voru þau handtekin og flutt
í þrælabúðir fyrir þær sakir að tala
íslensku sín á milli. Áttu þau illa
vist í þeirri prísund, urðu bæði fár-
veik af mýrarköldu, og dó Guð-
mundur úr þeim veikindum, en
Hrefna hjamaði.við. Áður en Guð-
mundur dó, hafði hann ásamt
nokkrum félögum unnið að því að
undirbúa strok eða flótta á bát-
skrifli niður Amazon-fljótið. Hrefna
var með í þessu, og heppnaðist
ferðalagið furðu vel.
Frá Suður-Ameríku komst
Hrefna með hjálp Erlu systur sinn-
ar til Portúgals og_ Spánar, en það-
an til Englands. í Lissabon frétti
hún lát föður síns, en segja má, að
hún hafi alla tíð borið í bijósti ríka
ástúð til hans.
Nú var heimsstyijöldin skollin
á, og Hrefna staðnæmdist í London
um skeið. Hún fékk þar vinnu við
BBC. Átti hún að þýða á íslensku
fréttir og frásagnir og Iesa í útvarp
þeirra Bretana til íslands. Mikil lífs-
reynsla hefur það verið að búa við
sífelldar loftárásir Þjóðveija á borg-
ina. Oft varð að hlaupa, hvernig sem
á stóð, niður í kjallara eða einhvers-
konar loftvarnabyrgi við misjafnan
aðbúnað.
Ekki varð dvöl Hrefnu til fram-
búðar í Englandi. Hún hélt meðan
á stríðinu stóð fyrst til íslands og
þaðan til Bandaríkjanna. Þar fékkst
hún við verslunarstörf. Á þeim vett-
vangi kynntist hún kaupsýslu-
manni, Fritz Kjartanssyni, og varð
það úr, að þau tóku saman og giftu
sig. Það hjónaband stóð þó ekki
lengi, því að Fritz veiktist og dó
fyrir aldur fram.
Á síðari árum Hrefnu vestan
hafs vann hún fyrir sér með því að
segja nýjum innflytjendum til um
undirstöðuatriði í enskri tungu. En
nú líður að því, að Hrefna flytjist
alfarið hingað heim, og brátt hefst
mikið málastapp um erfðarétt
þeirra systkina eftir föður sinn.
Gekk Hrefna mjög fram í þeim
málum, og má segja, að hún hafi
unnið frægan sigur.
Eins og sjá má af framanskráðu
æviágripi átti Hrefna viðburðaríkan
og ævintýralegan lífsferil. En hún
var föst fyrir og lét ekki haggast,
þó eitthvað bjátaði á. Hún var vel
skapi farin, jafnlynd og vildi öðrum
vel. Aldrei lét hún sér um munn
fara ónotaorð í garð annarra, og
allt slíkt umtal leiddi hún hjá sér.
Lík var hún föður sínum í því að
telja, að peningar væru til þess að
vera í veltu en ekki til að safna
þeim. Gekk því á ýmsu um fjárhag-
inn. Hins vegar trúi ég því, að um
dagana hafí Hrefnu safnast til
nægta sá gjaldeyrir, sem gildur er
talinn hinum megin.
Halldór Vigfússon.
In memorian. Minningin um föð-
ursystur mína er dásamleg. Þá sem
alltaf langar að framkvæma eitt-
hvað skilja aðstandendur og aðra
ástvini eftir dálítið tóma. Lífskraft-
ur þeirra fyllir líf annarra.
Skuldabréfíð sem Hrefna frænka
bjó til í huga mér og hjarta: Að
vera hamingjusöm og gera það
besta úr sjálfri mér er gjaldfallið.
Ég hef fyrir framan mig stóra,
innrammaða ljósmynd af Hrefnu
fímm ára. Hún er í fallegum kjól
með blúndum, í hálfsokkum og
spariskóm með litla fætur og hvíta,
stóra slaufu í glansandi brúnu hár-
inu. Fingurnir eru bísperrtir og eft-
irvænting í augunum. Þar er barn
sem líður vel og er vel hugsað um,
því aðeins þau fengu að fara til ljós-
myndara á öðrum tug aldarinnar.
Allt sitt líf var Hrefna á sinn
hátt forréttindamanneskja. Hvort
sem hún þræddi slóðina gegnum
sefgrasið upp með Amazonfljóti,
byggi í glæsihöll í New York-borg,
sneiddi ein framhjá peningalausum
og svöngum innflytjendum í út-
hverfum Los Angeles eða í rútunni
á leið á áfangastað var hún drottn-
ing. Það skein af henni Hrefnu
festuleg heiðríkja.
Lífsbraut Hrefnu var stórkostleg.
Hún og systkini hennar dvöldust á
unga aldri ásamt foreldrum sínum
í Englandi og gengu í skóla þar.
Hrefna talaði mjög fallega ensku.
Hrefna og Ragnheiður Erla, systir
hennar, bjuggu í London meðan
seinni heimsstyijöldin geisaði.
Hrefna ferðaðist með íslensku skipi
í skipalest heim til íslands meðan
á stríðinu stóð.
Það var skemmtilegt að hlusta á
litríka frásögn Hrefnu. Hún sat allt-
af kyrr meðan hún talaði. Röddin
var þægileg og það var svo auðvelt
að sjá það fyrir sér sem hún sagði
frá. Hún lýsti því þegar Margrét
Zoéga, amma hennar, gaf henni
pening þegar hún var stúdent, til
að Hrefna gæti sjálf á stúdentasam-
komunni boðið þeim upp á drykk
sem hefði boðið henni. Eða þegar
Margrét, amma hennar, var að
færa Einari, föður Hrefnu, kaffí á
bakka þegar hann sat í bókaher-
bergi sínu og skrifaði. Hún sagði
frá því hvað Einar, pabbi hennar,
Árni, eiginmaður Kristínar föður-
systur Hrefnu og fleiri kunningjar
skemmtu sér vel saman og sögðu
hveijir öðrum brandara í Héðins-
höfða. Jafnvel þegar Hrefna lýsti
föngunum í neðanjarðarfangelsun-
um í Frönsku Guineu var ekki hryll-
ingur yfír atburðunum heldur tak-
markalaus samúðarkennd.
Ég var átján ára þegar ég heim-
sótti Svölu, systur mína, og Fred-
erick Daly, eiginmann hennar,
Benedikt Öm, föðurbróður minn og
Hrefnu í Ameríku. Mér var sérlega
minnisstætt að ganga frá Grand
Central Station inn í New York
með Hrefnu og Svölu og líta í fyrsta
sinn himinháa skýjakljúfana upp
úr ljósadýrð strætanna og síðan
seinna að kveðja þessa fallegu
frænku mína fyrir utan veitingastað
i tröð einni í New York. Hún var í
fallegum kjól og hælaháum banda-
skóm með stutt, kastaníubrúnt hár
og með síða eymalokka. Hún snéri
sér við og veifaði mér og var svo
glæsileg.
Hrefna vann skrifstofustörf og
kenndi tungumál í Bandaríkjunum.
Hún kenndi meðal annars spænsku-
mælandi flóttafólki frá Kúbu ensku.
Ljúf er minningin um smásöguna
„Tjaldinn". Ég skrifaði lýsingu á
eðli farfuglsins sem hélt sig við
suðurströnd Seltjarnarness. Hvern-
ig allur hópurinn hóf sig til flugs í
einni andrá. Hrefna hafði svo gam-
an af að þýða þessa sögu á ensku.
Hún kom af og til út úr herberginu
sem hún var að vinna í og talaði
um hvað sér fyndist hin eða þessi