Morgunblaðið - 22.10.1992, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1992
37
Sigríður Sigurgeirs-
dóttír — Minning
setningin falleg. Síðar fórum við
með söguna um tjaldinn til ritstjóra
tímarits til birtingar. Hann týndi
sögunni síðar og ekkert afrit var
til. En við áttum eftir minningu um
gleðilegar stundir. Hún týnist aldr-
ei.
Hrefna bjóð víða eftir að hún
fluttist alkomin heim til íslands.
Oft dvaldist hún hjá okkur íjölskyld-
unni. Einu sinni sem oftar birtist
hún á útidyratröppunum með fullan
poka af fyrsta flokks matvörum.
Þá hafði hún brugðið sér í leigubíl
í Kringluna og fengið bílstjórann
til að aðstoða sig við að versla. Hún
keypti sams konar mat og hún hafði
sjálf verslað í matvörubúð í Amer-
íku auk íslenskra mjólkurafurða og
ölið Rauða orminn sem við ímynd-
uðum okkur að væri áfengur! Þá
var sko búinn til góður matur og
mikið talað og mikið hlegið. Hlátur
Hrefnu er. ógleymanlegur því hann
var svo innilegur, djúpur og dill-
andi. Þegar hún hló, sem hún gerði
mikið af, fylltist allt af þægilegheit-
um og gleði.
Föðursystir mín var fádæma
gjafmild. Ég var svo stolt þegar hún
gaf mér mína fyrstu kennslubók í
háskólanum. Ég hlakkaði svo til að
byija að læra. Hrefna átti ekki
mikið en gaf heil kynstur. Kassin
með eigum hennar er í öfugu hlut-
falli við þann hafsjó gleðiminninga
sem hún skilur eftir.
Við Hrefna áttum margar, inni-
legar bænastundir saman þar sem
hún bað Jesú heitt um að gæta sín,
frændsystkina sinna og vina. Síð-
asta árið nefndi hún að sig vantaði
Biblíu þó hún hefði litla bláa Nýja
testamentið með Davíðssálmum í
náttborðsskúffu sinni. Hún vildi
stóra Biblíu.
Hrefna_dváldi-sjö síðustu árin á
Kumbaravogi á Stokkseyri og naut
góðrar umönnunar hlýlegs starfs-
fólks og á þar góðar vinkonur og
vini sem sakna hennar núna til að
tala og spila við og eiga sem fé-
laga. Síðustu árin var svo sárt að
geta ekki tekið Hrefnu með í bæinn
eftir heimsóknir, því áður en hún
veiktist í mjöðminni fór hún reglu-
lega í bæinn sjálf. Þá var sárara
þegar hún missti lönguniria að
koma með.
Mikið er dýrðlegt að elsku
frænka okkar skuli vera komin að
hásæti Drottins. Heilagi Faðir, veit
henni látinni ró og okkur líkn sem
lifum.
Valgerður Þóra og fjölskylda.
Fædd 31. mars 1931
Dáin 14. október 1992
Sízt vil ég tala um svefn við þig.
Þreyttum anda er þægt að blunda
og þannig bíða sælli funda,-
það kemur ekki mál við mig.
Flýt þér, vinur, í fegra heim.
Krjúptu að fótum friðarboðans
og fljúgðu á vængjum morgunroðans
meira að starfa guðs um geim.
(Jónas Hallgrímsson).
Örfáum orðum viljum við kveðja
elskulega ömmu okkar, sem nú
hefur verið hrifín frá okkur svo
óvænt og skelfilega.
Við vitum svo lítið og skiljum
ekki þau rök sem til þess liggja að
amma skuli nú allt í einu vera horf-
in okkur fyrir fullt og allt og eftir
sitjum við og söknum hennar sárt.
Við minnumst mjúku handanna
hennar, sem klöppuðu á kollana
okkar og hvernig hún bað fyrir
okkur og vitum að hún bað ennþá
heitar fyrir okkur svo enginn heyrði
nema sá einn er átti að heyra. Við
vitum, að þær bænir munu í áranna
rás blessa okkur.
Við munum líka hve það var
gott að sitja í kjöltu ömmu og hve
hún passaði okkur vel þegar á þurfti
að halda. Þessu munum við ekki
gleyma.
Én þó að við söknum ömmu sárt
mun tíminn lækna þau sár og minn-
ingin um hana mun verma okkur á
ókomnum árum. En það eru foreldr-
ar okkar og afi sem auðvitað muna
ömmu miklu betur og þau sakna
hennar sárt.'Við biðjum góðan Guð
að styrkja þau í sorginni.
Við segjum því að lokum: Veri
elsku amma sæl, góður Guð leiði
hana á löndum ljóssins um alla ei-
lífð.
Barnabörnin.
Móðursystir mín, Sigríður Sigur-
geirsdóttir, sem lést í umferðarslysi
hinn 14. þessa mánaðar, verður
jarðsungin í dag.
Sigríður var fædd í Reykjavík
31. mars 1931, yngst af 7 börnum
Sigurgeirs Halldórssonar sjómanns
og eiginkonu hans Halldóru Guð-
jónsdóttur en þau hjónin bjuggu
lengst af á Þórsgötu 10, Reykjavík.
Af systkinunum sjö eru þijú látin
auk Sigríðar, móðir mín, Margrét
Aðalheiður og Eyþór Óskar. Sigríð-
ur ólst upp í foreldrahúsum og
stundaði nám í Austurbæjarskólan-
um í Reykjavík sem barn og ungl-
ingur, en í tvo vetur eftir það við
Héraðsskólann á Laugarvatni.
Að því loknu vann hún um nokk-
urra ára skeið við verslunarstörf í
Reykjavík þar til hún giftist Krist-
jáni Andréssyni skipstjóra, hinn 25.
desember 1954. Sigríður og Krist-
ján eignuðust fjögur börn, sem öli
eru uppkomin. Þau eru: Halldóra
verslunarmaður, gift Flosa Jónssyni
gullsmiði og eiga þau fjögur börn.
Andrés Friðrik sjúkraþjálfari,
kvæntur Hönnu Jóhannesdóttur
lækni og eiga þau þijú böm. Jónas
deildarstjóri, kvæntur Hildi Hall-
dórsdóttur fóstru og eiga þau tvö
böm. Yngst er Elísabet bankagjald-
keri, en hún á einn son.
Kynni mín af Sigríði eru jafnlöng
minni mínu því ég man fyrst eftir
henni þegar ég var lítill drengur á
fjórða eða fímmta ári. Þá dvaldi hún
um hríð á heimili foreldra minna,
móður minni til aðstoðar við heimil-
isstörf og umsjá okkar bræðranna.
Má vera að ég muni svo vel eftir
henni á þessum mánuðum vegna
þeirrar hlýju og umhyggju sem
frænka mín sýndi okkur og hversu
oft hún minntist seinna á þetta
tímabil, m.a. með því að rifja upp
ýmis tilsvör og uppátæki okkar
bræðranna.
Eftir að börnin fæddust var ævi-
starf Sigríðar fyrst og fremst tengt
heimilishaldi, uppeldi og umönnun
barnanna. Þessu öllu sinnti hún af
þeirri alúð og samviskusemi sem
var henni eðlislæg. Þetta hlutverk
hennar var enn mikilvægara en ella
vegna þess að Kristján var oft fjar-
verandi vegna starfa sinna sem
stýrimaður og síðar skipstjóri á tog-
urum.
Sigríður var frábærlega góð og
hugsunarsöm kona ekki einungis
við börn sín, eiginmann og bama-
börn heldur við alla þá sem nálæg-
ir henni voru, vinafólk og ættingja.
Virtist hún oft hugsa meira um
velferð annarra en sína eigin.
Margar voru heimsóknir hennar
og Kristjáns á heimili okkar. Alltaf
komu þau í afmælisveislur drengj-
anna en þau litu einnig oft inn okk-
ur til ánægju, án sérstaks tilefnis.
Þá leið afmælisdagur minn aldrei
svo að hún hringdi ekki og óskaði
mér til hamingju.
Oftar en einu sinni dvaldi yngsti
sonur okkar hjá henni og Kristjáni
meðan foreldramir bmgðu sér til
útlanda. Fannst mér oft eins og
drengirnir hefðu eignast nýja ömmu
í stað þeirrar sem dáin var, slík var
umhyggja frænku minnar.
Fyrir nokkrum árum veiktist Sig-
ríður og dvaldi eftir það lengst af
í húsi Öryrkjabandalagsins við Há-
tún 10 í Reykjavík.
Laugardaginn áður en hún and-
aðist kom hún í stutta heimsókn
og var þá eins og svo oft áður með
hugann við börn sín og barnaböm,
sem vom henni mjög hjartfólgin.
Hún sagði mér glöð í bragði frá
nýfæddri dótturdóttur sinni og bað
mig síðan um að aka sér til vinkonu
sinnar, sem ég og gerði. Ekki gran-
aði mig þá að ég væri að kveðja
þessa góðu frænku mína í síðasta
sinn en sú varð nú raunin á.
Ég og fjölskylda mín eigum ljúf-
ar og góðar minningar um frænku
mína Sigríði og minnumst hennar
með þakklæti og virðingu. Við vott-
um Kristjáni og öðmm aðstandend-
um okkar dýpstu samúð.
Vilhjálmur H. Viljhjálmsson.
iVERÐLÆKKUN
verði
C ivic
íayra
frá
899
000
verði
Civic
4dyra
frá
78
000
Gerðu raunhæfan samanburð á verði og
gæðum. Accord er sérlega vandaður og ve
heppnaður bf 11 jafnt að utan sem innan
Verð eftir lækkun:
Accord EX með sjálfskiþtingu: 1.518.000,—
I Accord EXi með sjálfskiptingu: 1.615.000,—
Einkenni Civic eru fegurð og glæsileiki.
Þetta er bíll sem þú mátt ekki láta framhjá
þér fara. Nú býðst Civic á einstaklega
hagkvæmum kjörum. Verð eftir lækkun:
Líttu við f Vatnagörðum 24 og kynntu þér
góða bíla og greiðslukjör við allra hæfi.
Tökum góða notaða bíla sem greiðslu upp í
nýjan.
HOXDA
ÁRÉTTRI LÍNU
Isboltar >
Festingameistarar®
Ef þú kaupir
HITACHI SLÍPIROKK
frá okkur færð þú
5 stk. SLÍPISKÍFURog
10 stk. SKURÐARSKÍFUR
með.
ÞÚ SPARAR ALLT AÐ
3.500 KR.
8 mismunandi tegundir til á lager
frá 115 - 230 mm skífustærð.
TILBOÐIÐ GILDIR TIL 31.10.92
ísboltar^
STRANDGATA 75 FAB[T7Í
HAFNARFJÖRÐUR
Notaðir bílar
í úrvali
Toyota Corolla XL 1300, árg.
'91, 5 g., 4 d., hvítur, 28 þús.
Verð 840 þús.
Mazda 323 1300, árg. '85, 4
g., 4 d., rauður, ekinn 55 þús.
Verð 280 þús.
Lada Samara 1500, árg. '90,
5 g., 5 d., grár, ekinn 9 þús.
Verð 420 þús.
VW Jetta CL 1600, árg. '87, 5
g., 4 d., grár, ekinn 90 þús.
Verð 450 þús.
Suðurlandsbraut 14,
símar 681200 og 814060.
MMC Lancer GLX 1500, árg.
’89, sjálfsk., 4 d., hvítur, ekinn
60 þús. Verð 680 þús.
Toyota Corolla LB 1600, árg.
’87, 5 g., 5 d., rauður, ekinn
90 þús. Verð 420 þús.
Gódan daginn!