Morgunblaðið - 22.10.1992, Page 41

Morgunblaðið - 22.10.1992, Page 41
 m IÞROTTIR Stórfyrirtækin styrkja samtökin Iþróttir fyrir alla Frá undirritun samningsins, frá vinstri: Bjarni Snæbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Skeljungs hf., Einar Sveinsson, forsljóri Sjóvár-AImennra, Sverrir Hermannsson Landsbankastjóri og Sigrún Stefánsdóttir, formaður samtakanna íþróttir fyrir alla. /"'ilíufélagið skeljungur, Lands- V-r bankinn og Sjóvá-Almennar hafa ákveðið að styðja með mynd- arlegum hætti við bakið á samtök- unum íþróttir fyrir alla og gönguá- taki sem hefst formlega í dag, 22. október, um land allt. Á blaðamannafundi voru samn- ingar þessir undirritaðir. í máli forsvarsmanna fyrirtækjanna kom fram að með þessum stuðningi vildu þeir höfða til allra þeirra er létu sig varða hollustu og heil- brigði og um leið hvetja almenning til þátttöku í gönguátakinu sem hefst síðar í mánuðinum. Sigrún Stefánsdóttir er formað- ur samtakanna íþróttir fyrir alla. Hún sagði undirbúning vegna gönguátaksins vera allvel á veg kominn og að allt benti til að mik- ill fjöldi manna legði land undir fót á göngudeginum. Samtökun- um væri ætlað að starfa á lands- vísu og stefnt á að þau yrðu fljót- lega stærsta einingin innan ÍSÍ með um 30.000 iðkendur. Göngudagurinn 22. október markar í raun upphafið á starfi ÍFA. Þegar hafa starfsmannafélög margra fyrirtækja skráð sig til þátttöku en af hálfu skóla, íþrótta- félaga, sveitarfélaga og fjöl- margra einstaklinga er verið að undirbúa daginn í öllum lands- hornum. Stuðningur fyrirtækjanna þriggja við íþróttir fyrir alla gerir samtökunum kleift að skipuleggja söfnun félaga og starfa áfram af þrótti um land allt. Ætlunin er að bjóða upp á ráðgjöf og þjónustu í Dennis Hopper sýnir á sér hina hliðina en hann ku hinn ágætasti ljósmyndari og mál- ari. TÓMSTUNDAGAMAN Úr leik íljós- myndun Leikarinn og leikstjórinn Dennis Hopper leynir á sér. Hann opnaði á dögunum sýningu í París á ljósmyndum og málverkum sem hann hefur verið að dunda við undanfarin ár. Hopper, sem er 62 ára, er þekktur fyrir leik sinn í mynd- um á borð við Easy Rider og Wild at Heart. Hefur hann oft- ar en ekki verið í hlutverki skúrskins. Sú er hins vegar ekki raunin þegar kvikmyndun- um sleppir, því öllum ágóða af sýningunni var varið í þágu eyðnisjúkra í Frakklandi. fyrirtækjum, standa reglulega fyr- ir fjöldasamkomum eins og al- menningshlaupum og göngudög- um, efna til fræðslunámskeiða um næringarfræði og mikilvægi þess að stunda holla hreyfingu, gefa út fræðsluefni og bjóða upp á af- slætti til félagsmanna hjá sport- vörubúðum og íþróttamiðstöðvum svo eitthvað sé nefnt. Ken íadagar d/ Hótel Loftleiðum Kenískir „chuka“ dansarar og töfrakokkurinn Eamon Mullan færa íslendinga nær Afríku. Uádegishlaðborðið í Lóninu verður með sterkum afrískum áherslum og á kvöldin mun kenísk menning ráða ríkjum í Blómasalnum. Að kenískum sið fá konurnar litla gjöf til minningar. Borðapantanir í sxma 91-22321 FLUGLEIDIR HÉTEL LOFTLEIBIR Þegar kenískur matarilmur liggur í loftinu. MERKISMENNHF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.