Morgunblaðið - 22.10.1992, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1992
Sjáðu hveiju ég bjargaði á út-
sölunni...
Ást er...
... að taka hlutunum með
jafnaðargeði
TM Rea. U.S Pat Oft — all riflhts reservad
® 1992 Los Angeles Times Syndicate
Hve lengi fínnst þér konan þin
fylgja þér eftir í hveiju spori?
JRer
IIJIH I
JWWWfr
BRÉF TIL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reylqavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
„En nú falla vötn öll
til Dýrafjarðar
Frá Bemharð Haraldssyni
Það hefur víst ekki farið framhjá
neinum, að nú eru uppi hugmyndir
um að breyta hlutverki og rekstrar-
formi Kristnesspítala. Það hefur hins
vegar ekki fengist upplýst, svo
óyggjandi sé hver verði örlög hans,
hvort hann verði lagður niður eða
honum fengið annað hlutverk. Það
virðist þó Ijóst, að enn einu sinni
takast á sjónarmið læknisfræðinnar
og þeirrar þjónustu sem hún veitir
okkur og ísköld peningjahyggja.
Það er öllum kunnugt, að nú árar
illa í fjármálum okkar og það er, og
hefur reyndar alltaf verið, full þörf
á að gæta skynsemi í meðferð opin-
bers fjár. Þá verður að vega og
meta hvað gera skuli, hvað eigi að
gera í ár og hveiju megi sleppa. Við
það mat getur farið svo að hagsmun-
ir einstaklinga séu í hættu, að hann
verði metinn til fjár og léttvægur
fundinn. Þannig kemur umræðan
um Kristnesspítala mér fyrir sjónir,
að þar eigi að geyma eyrina en kasta
krónunni. Sé þetta rétt hefur töl-
fræðin enn einu sinni unnið sigur.
Það er hins vegar full ástæða til
að staldra hér við og skoða um hvað
málið kann að snúast.
Ef Kristnesspítali verður lagður
niður í núverandi mynd flyst öll end-
urhæfing suður í Kópavog eða í
Hveragerði. Það er engum blöðum
um það að fletta að það leiðir til
margháttaðra félagslegra erfiðleika,
þeir sjúklingar, sem eiga heima t.d.
á Norðurlandi og eiga nábýli við fjöl-
skyldur sínar, missa það. Það getur
vel verið að þetta skipti ekki máli en
mér finnst það og ég er ekki einn
um þá skoðun. Það er alltaf erfitt
að eiga við sjúkdóm að stríða, þess
hlutskiptis óska ég engum, það verð-
ur þó að lokum ekki umflúið. Þegar
þannig stendur á verðum við að geta
veitt bestu fáanlegu umönnun, því
þrátt fyrir allt er einstaklingurinn
dýrmætasta eign okkar.
Ég get að sjálfsögðu ekki fjallað
um málefni Kristnesspítala út frá
læknisfræðilegu sjónarmiði, en kýs
að nefna 3 atriði sem tengjast um-
ræðunni.
Fjármagn
Það má nefna, að árið 1991 var
velta Kristnesspítala um 145 miljj-
ónir, þar af voru launagreiðslur 198,4
milljónir, en það samsvarar um 69
stöðugildum. Á Akureyri og í Eyja-
flarðarsveit búa um 15 þúsund manns
og því eru þessar 108 milljónir nokk-
ur skerfur í heildartelqum íbúanna.
Því verður að ætla, að þama sé um
lífsframfæri 40-50 flölskyldna að
ræða auk einstaklinga. Fari svo að
endurhæfingarþjónusta verði flutt
burt og spítalinn fái ekkert nýtt hlut-
verk missir þetta fólk atvinnu sína.
Hins vegar munu þá ámóta mörg ný
störf skapast á öðrum stað og geta
framfleytt öðrum fjölskyldum.
Starfsfólk Kristnesspítala býr yfir
margvíslegri menntun og starfs-
reynslu sem ekki má liggja ónotuð,
til þess er hún einfaldlega of dýr.
Söguleg hefð
Helgi magri nam land við Eyja-
§örð. Sá ágæti maður mun hafa
verið blendinn í trúnni, trúað einkum
á Krist en á Þór er til harðræða
kom. hann nefndi bæ sinn Kristnes.
Þar er landnámsjörð.
Löngu síðar, á fyrsta hluta þess-
arar aldar þegar velmegun hins iðnv-
ædda samfélags var enn nokkuð
undan, fóru berklamir, hinn hvíti
dauði, sem logi yfir akur og skildu
eftir sig opnar undir. Þá tóku konur
á Norðurlandi sig saman um að beij-
ast gegn þessum vágesti sem lét
vart nokkurt heimili ósnortið. Af
ótrúlegum dugnaði en litlum efnum
söfnuðu þær fé og reistu berklahæli
og þar var enginn kotungsbragur
á. A rúmlega einu og hálfu ári, frá
vori 1926 til vetrarbyijunar 1927,
reistu þær hæli fyrir um 60 sjúkl-
inga. Þetta var framlag þeirra til
baráttunar við berklana og mikil og
góð auglýsing á samtakamætti
þeirra er vilja. Nú verður hugsjón
kvennanna hvorki mæld á vog né
metin til fjár, en mig gmnar að fram-
tak þeirra hafi lagt verulegan skerf
til þess sigurs er við unnum á þess-
um sjúkdómi á næstu áratugum.
Við íslendingar teljum okkur
söguþjóð sem gjaman minnist fortíð-
arinnar og þess fólks er skóp okkur
þann nútíma er við þekkjum. Við
teljum okkur það til ágætis að hafa
átt hrausta bardagamenn, lögspek-
inga og ágæt skáld og nefnum þá
Gunnar á Hlíðarenda, Njál á Berg-
þórshvoli og Jónas Hallgrímsson.
En staðir eiga sér líka sögu og henni
megum við auðvitað ekki gleyma.
Er það ekki við hæfi að minnast
fómfýsi frumheijanna með því að
láta merkið ekki niður falla? Væri
það ekki vanhugsað „stílbrot" í þjóð-
arsögunni að leggja niður endurhæf-
ingarstarfið sem nú er unnið á Krist-
nesi? Má þá ekki allt eins loka Við-
eyjarstofu og varpa hugmyndum um
menntasetur á Odda á Rangárvöllum
fyrir róða?
Menntunarhlutverk
Sjúkraliðar hafa verið menntaðir á
Akureyri í rúma tvo áratugi. Fyrstu
árin á FSA, en á áttunda áratugnum
tók Gagnfræðiskóli Akureyrar þessa
menntun að sér og byggði upp og
brautskráði alls 100 nemendur. Árið
1984 tók Verkmennaskólinn á Akur-
eyri við verkefnum framhaldsdeilda
gagnfræðaskólans og hefur nú braut-
skráð 93 sjúkraliða. Hluti sjúkraliða-
námsins er bundinn við starfsþjálfun
á sjúkrastofnunum, alls 34 vikur. Þar
hafa sjúkrastofnanir við Eyjafjörð
hlaupið myndarlega undir bagga og
tekið nema eftir því sem við verður
komið. Kristnesspítali hefur tekið við
allt að 6 nemendur á ári til starfs-
þjálfunar og em þetta nánast einu
kynnin sem nemendur fá af endur-
hæfíngarhjúkrun. Það væri því skarð
fyrir skildi ef hann yrði lagður niður.
Áskorun
Ég skora með þessum línum á
íbúa við Eyjafjörð og á Norðurlandi,
svo og alla þá er láta þetta mál sig
varða, að taka nú höndum saman
og slá skjaldborg um Kristnesspít-
ala. Verði starfsemi hans flutt suður
á land er það enn ein sönnunin um
vangetu stjómvalda til að reka skyn-
samlega byggðastefnu og þá styttist
mjög í þann dag er ísland sporðreis-
ist um öxulinn Akranes-Ölfus.
BERNHARÐ HARALDSSON,
Spónsgerði 4, Akureyri.
Víkveiji skrifar
Víkveiji er einn þeirra, sem
styðja framtak Kára Þor-
grímssonar í Garði heils hugar.
Kominn var tími til að bændur risu
sjálfir upp gegn landbúnaðarkerf-
inu, sem bæði leggur hömlur á
rekstur þeirra og er undirrót ein-
hvers hæsta matvælaverðs í Vestur-
Evrópu. Víkveiji furðaði sig á um-
mælum framkvæmdastjóra Stéttar-
sambands bænda í Morgunblaðinu,
er hann sagðist ekki skilja í því að
neytendur vildu kaupa lambakjöt á
bílastæði. Víkveiji hefði sjálfur far-
ið í Kolaportið á Iaugardaginn að
kaupa lambakjöt, eingöngu til að
sýna Kára stuðning í verki, ef hann
hefði ekki frétt að kjötið var upp-
selt um hádegi. Viðtökur neytenda
— að þeir eru fúsir að kaupa kjöt
á bílastæði — sýna að landbúnaðar-
kerfið er í kreppu. Vonandi verður
framtak Kára í Garði og viðtökur
neytenda við því til að hrista upp
í landbúnaðarkerfinu.
XXX
Ostar af ýmsu tagi eru uppá-
haldsmatur á heimili Víkveija
og honum finnst þess vegna blóðugt
að innflutningur erlendra osta skuli
ekki vera leyfður hér á landi. Ekki
er hægt að halda fram að innflutn-
ingsbannið sé af heilbrigðisástæð-
um, eins og fullyrt er um innflutn-
ingsbann á kjöti, því að ferðamenn
mega taka með sér takmarkað magn
af osti inn í landið á meðan sérhver
skinku- eða spægipylsubiti er mis-
kunnarlaust rifínn af þeim í tollinum.
Með innflutningsbanni á mjólkurvör-
ur er aðeins verið að vemda inn-
lenda framleiðslu. íslenzkum osta-
meistumm hefur reyndar farið fram
á undanfómum áram og úrvalið í
búðarhillunum aukizt — þar era
ekki lengur aðeins gúmmíkenndir
brauðostar með rauðri skorpu. En
þó er langur vegur frá að íslenzkir
ostar standist samanburð við til
dæmis ítalskan gorgonzola, fransk-
an geitaost, emmentaler, appenzell-
er og fleiri svissneska osta. Þessir
ostar fást um alla Evrópu — nema
á íslandi. Væri nú ekki hægt að
koma vemdarstefnunni í það form
að leggja fremur háa tolla á útlenda
ostinn en að banna innflutning? Þá
væri alltént hægt að velja á milli
íslenzkrar og erlendrar framleiðslu í
búðunum.
XXX
A
Ifréttum að undanfömu hefur
komið fram að verðstríð stór-
markaðanna á höfuðborgarsvæðinu
hefur meðal annars leitt af sér
minna vöruúrval. Fremur en að
selja sumar vörur á eðlilegum kjör-
um, ellegar hækka þær í verði,
hætta stórmarkaðimir sölu á þeim.
Skrifara fínnst hann hafa orðið
áþreifanlega var við þetta í „sinni
verzlun", Hagkaupi í Kringlunni.
Víkveiji hefur lagt Ieið sína þangað
til að fá ýmsa fágæta vöra, sem
ekki hefur fengizt annars staðar
eða hann hefur þurft að leita að
víða, en nú virðast margar vörateg-
undir, sem keyptar era af frekar
fámennum hópi, vera að hverfa úr
hillum Hagkaups. Víkveija fínnst
þetta vond þróun og oft væri hann
tilbúinn að greiða örlítið hærra verð
fyrir betri vöra — svo lengi sem
hann hefði einnig val um ódýrari
vörana.