Morgunblaðið - 22.10.1992, Qupperneq 48
48
MORGUNBLaÐIÐ FIMMTUDAGUR5 22. OKTÓBER 1992'
NEYTENDAMAL
Atvinnuleysisstefnan mót-
ar framtíð unga fólksins
DAPURLEGUR boðskapur var fluttur þjóðinni fyrir skömmu. Á
fundi framsækins félagsskapar, þar sem rætt var um ástand og
úrræði í íslensku atvinnulífi, kom fram að nú þyrfti að fara að
undirbúa fólk undir atvinnuleysið og kenna því að vera atvinnu-
laust. Er að furða þó að ungt fólk í dag spyiji hver verði fram-
tíðin í þessu landi? Hvaða tilgang það hafi að leggja sig fram í
starfi ef því verður svo gert að búa við atvinnuleysi?
Tíðar yfírlýsingar manna í
stjómunarstöðum um vaxandi
atvinnuleysi um ófyrirsjáanlega
framtíð eru hreint dæmalausar,
þær eru einnig hættulegar og
óþarfar. Þær eru dæmalausar að
því leyti að menn eru fengnir til
að koma með lausnir sem engar
lausnir hafa. Yfírlýsingamar era
að því leyti hættulegar að þær
valda öryggisleysi, draga úr
sjálfsbjargarviðleitni og eyði-
leggja framtíðarvonir ekki síst
u'ngs fólks. Þær eru óþarfar
vegna þess að til era fjölmargar
lausnir til uppbyggingar og efl-
ingar íslensks atvinnulífs. Hrá-
efni er hér mikið og ágætt og
meira og minna vannýtt. Fjöldi
hugmynda hefur komið fram
m.a. hér á neytendasíðunni. Hug-
myndir hafa ekki verið nýttar.
Hluti af vandanum hefur verið
sá að.þeir spekingar sem heist
hafa verið kallaðir til skrafs og
ráðagerða hafa engin ráð haft
og engar lausnir. Hinir sem hafa
e.t.v. bæði úrræði og lausnir era
sniðgengnir.
Framtíðarsýn okkar unga
fólks hefur verið mjög skekkt
síðustu mánuðina, ekki aðeins í
atvinnumálum heldur einnig í
menntamálum. Fyrir skömmu
birtist niðurstaða könnunar sem
gerð var fyrir menntamálaráðu-
neytið á námsferli framhalds-
skólanema og var námsferill eins
árgangs, sem fæddur er árið
1969, kannaður sérstaklega.
Þar sem víðtækar ályktanir
virðist eiga að draga af niður-
stöðum þessarar könnunar og í
kjölfarið breytingar í skólamál-
um, er rétt að nokkrir þættir um
skólaferil árgangs ’69 komi fram.
Það var e.t.v. tilviljun sem réð
því að einmitt þessi árgangur var
kannaður sérstaklega. En ár-
gangur ’69 upplifði meiri hremm-
ingar í skólastarfí og meiri and-
byr á örlagaríkustu tímum náms-
ferils síns en nokkrir aðrir ís-
lenskir nemendur hafa gert til
þessa og eiga þar sök bæði kenn-
arar og yfirvöld menntamála.
í grannskóla fór þessi árgang-
ur í gegnum margvíslega til-
raunakennslu sem skilaði mis-
jöfnum árangri. Samfélagsfræðin
var hrá og samþætting náms-
greina var í mótun. Samfélags-
fræðin var annaðhvort inni sem
kennsluefni, stundum að hluta,
eða henni var hreinlega hafnað,
allt eftir því hvemig kennuram
líkaði fræðin. í grannskóla braut
kúvendingin í stærðfræðikennslu
á þessum nemendaárgangi. Þetta
var glundroðatímabil sem reynd-
ist mörgum nemandanum, sem
af einhveijum ástæðum stóð höll-
um fæti, mjög afdrifaríkt.
Þegar svo þessir árgangur ’69
átti að hefja nám í 9. bekk grann-
skóla, árið 1984, fóra kennarar
í verkfall sem stóð í margar vik-
ur. Þegar undirbúningur í grann-
skóla riðlast er alltaf hætta á að
margir nemendur verði misjafn-
lega búnir undir nám í framhalds-
skóla. Dæmi vora um að nemend-
ur sem höfðu áhuga á að fara í
Iðnskólann fengu þar ekki inn-
göngu, þar sem bekkur var þar
fullsetinn.
Verkföll kennara vofðu aftur
yfír þessum aldurshópi í öðram
bekk framhaldsskóla og kennarar
létu síðan verða af hótun sinni
rétt áður en taka átti lokapróf
úr framhaldsskóla árið 1989.
Nemendum var engin miskunn
sýnd og urðu fáir til hjálpar.
Það era ekki eingöngu verk-
fallsaðgerðir sem valda traflun-
um í skólastarfi heldur aðdrag-
andinn. Verkfallshótanir era sem
skuggi yfir kennslunni og það oft
langtímum saman. Áhugaleysi
kennara á slíkum tímum vill
verða niðurdrepandi og yfír-
færast á nemendur. Kennarar era
ekki of sælir af launum sínum.
En verkföll sem koma á við-
kvæmu stigi í námsferli nemenda
valda oft miklum og varanlegum
skaða.
Nú era margir úr þessum ár-
gangi ’69 ( þ.e. þeir sem náðu
að halda áfram námi) um það
bil að ljúka námsferli sínum í
sérskólum eða í háskóla og ættu
því að geta litið björtum augum
til framtíðar, en þá dynur yfír
ein holskeflan enn, og nú í formi
atvinnuleysis. Nú er framtíðar-
lausnin sögð fólgin í því að læra
að vera atvinnulaus!
Þetta er aumkunarvert úr-
ræðaleysi. Vannýtt tækifæri
blasa við og bíða úrvinnslu. Þekk-
ing er til staðar. Það vantar að-
eins áhuga á að nýta tækifærin.
Hér virðast menn hafa misst
móðinn og ætla að taka á málum
með samdrætti á öllum sviðum.
Innlenda atorka er sniðgengin,
björgunin á nú að koma erlendis
frá. Hvílíkur metnaður!
Við eram ekki eina þjóðin í
efnahagsvanda, munurinn er sá
að aðrar þjóðir með svipuð vanda-
mál hafa þjóðarmetnað og taka
öðravísi á málum en hér er gert.
Aðgerðir þeirra beinast að því
að efla og treysta innviði eigin
þjóða.
Yfír Japan hefur gengið hrina
gjaldþrota og samdráttar síðustu
tvö árin. Þar í landi hefur jap-
anska þingið tekið- ákvörðun um
framtíðarstefnu í tækni og vísind-
um fyrir næsta áratug. Þingið
hefur samþykkt að tvöfalda eins
fljótt og mögulegt er framlag rík-
isins til rannsókna og þróunar.
Jafnframt er ráðgert að vinna
að því að bæta menntun í vísinda-
greinum í þeim tilgangi að laða
ungt fólk, bæði karla og konur,
í tæknigreinar. Japanir óttast að
þeir séu að glata yfírburðum sín-
um á tæknisviðum, þeir hafa
áhyggjur af efnahagslegu og
stjómmálalegu heilbrigði þjóðar-
innar og óttast hnignun það sem
eftir er áratugarins, verði ekkert
að gert.
Hnignun getur auðveldlega
orðið hlutskipti okkar þjóðar ef
allt líf verður drepið í dróma.
Úrræðin era mörg ef við aðeins
viljum sjá þau og fáum tækifæri
til að nýta þau. Úrræðin eiga
ekki að felast í því að halda fólki
niðri eða hindra það í að afla sér
menntunar. Slíkt mun aðeins
leiða til hnignunar. Vel menntuð
þjóð, eins og vil teljum okkur
vera í dag, getur ekki boðið ungu
fólki sínu slíka framtíð.
M. Þorv.
Athugasemd við athuga-
semd um sólanín í kartöflum
Grein Sigurgeirs Ólafssonar
plöntusjúkdómafræðing á RALA
20. apríl um „Kartöflur og sólan-
ín“ ber að fagna. Greinin, sem
að hluta er athugasemd við grein
sem birtist hér á Neytendasíðu
8. okt. um bætta meðferð á kart-
öflum, er í raun árétting um
betri meðferð á kartöflunum.
Sigurgeir gerir gott betur; hann
getur um eitranir hjá neytendum
af völdum sólaníns í kartöflum.
Slíkar upplýsingar era neytend-
um ekki aðeins nauðsynlegar
heldur einnig framleiðendum.
í greininni - Bæta þarf með-
ferð á kartöflum - er hvergi
varað við neyslu á kartöflum,
heldur sagt að slæmt sé að með-
höndlun þeirra skuli ekki vera
betri eins næringarríkar og kart-
öflur að jafnaði era. Neytendur
eiga kröfu á betri meðferð á
kartöflum og um það eram við
Sigurgeir sammála.
I greininni um bætta meðferð
á kartöflum var tekið fram að
sólanín er efni sem myndast í
venjulegum kartöflum, en það
er magnið sem skiptir máli. Sam-
kvæmt upplýsingum sem settar
era fram fyrir erlenda neytend-
ur, og hér var komið á fram-
færi, fer sólaninmagnið ekki að
hafa óheppileg áhrif fyrr en það
er komið í um 200 mg/kg en
eitranir þegar það nær 600
mg/kg.
Sigurgeir segir að í rannsókn
sem gerð hefur verið á magni
glykóalkalóíða (sólanín) í ís-
lenskum kartöflum, hafí magnið
ekki farið yfír þau hættumörk
sem miðað sé við og er 200
mg/kg. En þá var aðeins verið
að mæla magnið í venjulegum
kartöflum, ekki satt? Ekki í
grænu kartöflunum sem við
neytendur eram að kvarta yfír.
Upplýsingar sérfræðinga til
neytenda skipta máli. Og það
má vel koma fram hér og nú að
það sem umsjónarmanni Neyt-
endasíðunnar hefur reynst hvað
erfíðast í starfí í gegnum árin,
er viss ágreiningur við sérfræð-
inga um það hvað megi segja
neytendum og hve mikið. Hér
virðist það hafa verið ríkjandi
viðhorf að fólk almennt sé svo
illa upplýst að það skilji ekkert
og misskilji allt. Þessvegna eigi
helst að segja sem minnst. Eg
hefí mótmælt þessu og sagt að
fólk vilji fræðast og það eigi
kröfu á fræðslu og sérfræðingar
eigi ekki að halda frá fólkinu
upplýsingum sem snerta líf og
heilsu.
Þessvegna fagna ég grein Sig-
urgeirs um sólanín í kartöflum,
grein hans er svo miklu yfírgrips-
meiri og ítarlegri en ég hefði
nokkum tíma vogað mér að setja
fram. Það era einmitt slíkar
greinar, sem miðla þekkingu til
neytenda, sem við viljum sjá frá
sérfræðingum.
M. Þorv.
BÍLALE/GA
Úrval 4x4 fólksbda og station bíla.
Pajero jeppar o.fl. teg. Pickup-bílar
með einf. og Ivöf. húsi. Minibussar og
12 sæta Van bflar. Farslmar, kerrur f.
búslóðir og farangur og hestakerrur.
Reykjavík 686915
interRent
Europcar
BÍLALEIGA
AKUREYRAR
Fáðu gott tilboð!
Electrolux í s s k á p a r
sama verð
um land allt
HÚSASMIÐJAN
Heimasmidjan
og sölustaðir um land allt.