Morgunblaðið - 22.10.1992, Side 49

Morgunblaðið - 22.10.1992, Side 49
49 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1992 IÞROTTIR UNGLINGA / GOLF Lág forgjöf hjá ungum kylfingum GOLFVERTÍÐIN er senn á enda hér á landi. Það sem hæst ber þegar litið er til baka yfir sumarið er sigurinn í Norðurlanda- meistaramótinu en unglingastarfið hefur verið í miklum blóma og ajdrei hafa fleiri kylfingar verið með jafn lága forgjöf eins og nú. Árið 1986 var sú samþykkt gerð á golfþingi að vinna betur að unglingamálum og þeirri samþykkt hefur verið fylgt eftir. Ungir kylfingar hafa verið styrktir til þátttöku á alþjóðlegum mótum og kennsia er mun m<>rkvissari en áður hefur tíðkast. Það hefur skilað sér í kylfingum sem hafa yfir að ráða ótrúlegri velli á landinu þar sem kylfíngar nota mest styttri jámin, sjöuna og uppúr,“ sagði Hannes. Þórður Olafsson, félagi Birgis sem er tveimur árum eldri og því á síðasta ári í unglingaflokki. Hann náði einum í forgjöf á síðasta ári en hefur ekki náð að bæta sig í sumar en það er oft svo hjá kylfíng- um sem bæta sig mikið eitt árið að standa í stað það næsta. Tvisvar holu í höggi Leifur Birgir hefur tvívegis náð draumahögginu; farið holu í höggi. „Það var ótrúleg heppni í fyrra skiptið, það var fyrir þremur ámm á Unglingameistaramótinu á Jaðar- svelli, ég tók vitlausa kylfu en það bjargaði mér að ég hitti boltann illa og ofan í fór hann.“ Síðara skiptið var á Garðavellinum en Leifur sagði það hreint furðulega tilfínningu að sjá á eftir bolta ofan í holu af löngu færi. Þó enn séu mót í gangi er komið að lokum keppnistímabilsins. Fram- undan er stutt frí en kylfingamir fara á fulla ferð um áramótin. Þeir félagar úr GL, Leifur og Þórður æfa ásamt þriðja meistaraflokks- manni klúbbsins, Kristni G. Bjama- syni, innanhúss, sex daga vikunnar. Hvorugur þeirra tilheyrir „golf- ijölskyldum" en Hannes sagði að ýmsir þættir eins og mikill áhugi og nálægð golfvallarins við bæinn ættu stóran þátt í uppgangi íþrótt- arinnar á Skaganum. „Þá er óvana- lega mikið íþróttauppeldi og íþróttahugsun hér á Akranesi. Við- kvæðið er gjaman það að „Þú verð- ur að standa þig vel í því sem þú færni miðað við ungan aldur. Leifur Birgir Hafþórsson, sextán ára kylfingur frá Golfldúbbn- um Leyni hefur skotist upp á stjörnuhimininn í sumar. Leifur byijaði í golfi fyrir fimm ámm en hefur Eiðsson tekið gífurlegum skrifar framförum. I sumar komst hann í hóp þeirra bestu þegar hann lækkaði úr forgjöf sína úr 3,5 og niður í 0. „Minnistæðast frá sumrinu er Unglingameistaratitillinn og heið- urinn á að fá að spila í Norðurlanda- mótinu. Annars hefur sumarið verið að öllu leyti gott og ég byijaði vel, jafnaði vallarmetið á 67 högg á Garðavellinum hér á Akranesi í maílok," segir Leifur. „Maður stefnir alltaf að því að gera sitt besta á golfvellinum en það sem skiptir mestu er stutta spilið, vippið og púttin.“ Fjölbreyttur völlur Það sem gerir árangur Leifs eft- irtektarverðari er að hann hefur ekki verið undir stöðugri leiðsögn atvinnugolfkennara en Hannes Þor- steinsson, formaður unglingaráðs GSÍ hefur sínar skýringar á vel- gengni Leifs og Þórðar Olafssonar félaga Leifs í Leyni. „Ég held að völlurinn hafi mikið að segja. Þegar leikið er á honum þarf að vera ná- kvæmur ef ekki á að fara illa. Hann virðist við fyrstu sýn vera renni- sléttur og flatur en í honum leyn- ast margar hættur. Þá þarf kylfing- ur að nota allar kylfurnar í pokan- um ef að hann á að ná sæmilegu skori. Það er meira en hægt er að segja um flest alla aðra níu holi Morgunblaðið/Frosti Blrglr Leifur Hafþórsson náði þeim frábæra árangri í sumar að komast í 0 í forgjöf. Hann var valinn kylfingur Leynisklúbbsins á Bændaglímu GL fyrr í þessum mánuði. Morgunblaðið/Frosti Þorkell Snorrl SigurAarson úr GR hefur verið í stöðugri sókn og er við það að vinna sér sæti í meistaraflokki þrátt fyrir ungan aldur. tekur þér fyrir hendur og það skilar sér í afreksmönnum." Fjórtán ára efni Öm Ævar Hjartarson hjá Golf- klúbbi Akureyrar og Þorkell Snorri Sigurðarson GR eru báðir fjórtán ára og hafa báðir nælt í ótrúlega lága forgjöf miðað við aldur. Örn Ævar er 0.1 frá sæti í meistara- flokki og Þorkell Snorri 0.2 stigum en meistaraflokksforgjöfinni var breytt og er nú 4 í stað fimm áður. „Ég setti stefnuna á að komast niður í 5 í sumar en pabbi var allt- af bjartsýnni og taldi að ég yrði annað hvort í meistaraflokki eða alveg við það að komast í hann," sagði Þorkell Snorri. Hann hóf að leika golf tíu ára gamall og komst niður í 35 í forgjöf eftir fyrsta árið. „Árangurinn hefur ekki komið af sjálfu sér. Strangar æfíngar og rétt hugarfar hafa haft mest að segja fyrir mig,“ sagði Þorkell sem varð unglingameistari ijórtán ára og yngri í sumar. Þorkell starfaði í sumar á æfíngasvæðinu í Grafar- holti, hjá golfkennaranum, Sigurði Péturssyni sem verið hefur honum innan handar. Þorkell vann á æf- ingasvæðinu fram til hádegis en æfði sig síðan fram að kvöldmat. „Ef ég ætti að gefa heilræði til annarra sem hafa hug á að spila betur, þá mundi ég benda á tvennt. Hugarfarið verður að vera rétt og menn mega ekki láta mistök á golf- vellinum setja sig úr jafnvægi. Ann- að eru æfíngamar, það þarf að æfa mikið til að ná góðum árangri," segir Þorkell. Öm Ævar Hjartarson er einn úr hópi efnilegra kylfinga úr GA. Hann hefur tekið miklum framförum og er til alls líklegur á næstu árum. Þess má geta að eng- inn íslenskur kylfíngar hefur áður náð svo lágri forgjöf jafn ungur, ekki einu sinni Úlfar Jónsson sem þó var undrabam í íþróttinni. Meiri skilningur en áður „Það hefur orðið algjör kúvend- ing í golfínu. Unglingamir bera meiri skilning en ég og mínir jafn- aldrar gerðu þegar við vomm í meistaraflokki. Þeir em farnir að bijóta leikinn upp meira og vita hvar þeirra sterku og veiku punktar liggja. Eftir spil gera þeir gjarnan upp hringinn til þess að gera sér betur grein fyrir því hvað þurfí að laga. Margir þeirra vita upp á metra hvað þeir slá langt og algengt er að þeir skrefí vellina fyrir keppni, til að vita hvað er t.d. langt frá sandgryfju og inn að flöt. Þeir hafa verið vandir á vönduð vinnubrögð á landsliðsæfingum," segir Hannes. Atvinnumennska? Lág forgjöf margra sem enn em í unglingaflokki vekur óneitanlega upp þá spurningu hvort þeir eigi ekki eftir að fara í atvinnumennsk- una og spila á stóra atvinnumanna- mótunum. Ekkert er eðlilegra en að ungir kylfingar eigi sér slíka drauma en erfitt kann að vera að hrinda þeim í framkvæmd. „Eftir Forgjöf yngri kylfinganna ÖmÆvarHjartarson, GS..4.5 - 5 Þorkell S. Sigurðars., GR 4.6 - 5 Birgir Haraldsson, GA.7.6 - 6 Amar J. Aspar, GR.....9.0 - 9 ■Drengimir léku allir í yngri ungl- ingaflokki, 14 ára og yngri, í sumar. því sem framfarirnar verða meiri í golfínu hér á landi aukast líkumar á að við eignumst atvinnumenn. Það er hins vegar hægara sagt en gert,“ segir Hannes. Kylfingar þurfa að standa sig á erfiðum úr- tökumótum og þá þurfa þeir að geta staðið undir rekstrinum á sjálf- um. Ekki nema lítill hluti af at- vinnumönnunum vinna fyrir sér, margir hafa styrktaraðila því ferð- ar- og dvalarkostnaður er mikill hjá þeim sem stunda mótin. Aðeins litið brot iðkenda með lága forgjöf fara í þess háttar atvinnumennsku, sum- ir sem staðið hafa við þröskuldinn hafa gerst aðstoðarmenn hjá golf- kennumm og síðan beðið færis um að komast í atvinnumennskuna. Líklegt er að íslendingar eigi eftir að fara erlendis þar sem aðstæður em betri heldur en að eiga það á hættu að staðna hér heirna." Þess má geta að John Gamer sem hefur yfíramsjón með þjálfun lands- liðs- og unglingalandsliðsmannnna í golfi var einn einn fremsti kyifing- ur Breta í upphafi áttunda áratugs- ins og var tvívegis í „Ryder cup“ liði Breta sem keppti við Banda- ríkjamenn. Hann var sextán ára þegar hann ákvað að fara í atvinnu- mennskuna. Hann var þá með fjóra í forgjöf, nokkum veginn jiað sama og þeir Þorkell Snorri og Om Ævar em með þó þeir séu tveimur árum yngri. Forgjafariisti GSÍ Reikn. Leikin Leiknir Forgj. forgj. forgj. hringir 01.01 KARLAFLOKKUR Úlfar JónssonGK +3.0 +-3 30 -1.4 Siguijón Amarson GR +0.4 •f 0 32 -0.4 Guðmundur Sveinbjömsson, GK 0.0 0 31 1.2 Birgir L. Hafþórsson GL 0.0 0 57 3.5 Ragnar Ólafsson GR 0.7 1 21 0.7 Sigurpáll Geir Sveinsson GA 1.0 1 38 4.5 Jón H. Guðlaugsson NK 1.3 1 13 1.5 Björgvin Sigurbergsson GK 1.3 1 29 3.1 Þórður Ölafsson GL 1.3 1 46 1.0 Sigurður H. Hafsteinsson GR 1.6 2 32 2.3 Þorsteinn Haligrímsson GV 1.7 2 24 2.4 HaraldurJúlíussonGV 1.9 2 11 2.2 Tryggvi Pétursson GR 2.0 2 33 3.2 Tryggvi Traustason GK 2.4 2 25 2.9 Jón H. Karlsson GR 2.5 3 23 3.5 Sigurður Sigurðsson GS 2.5 3 23 2.2 Hannes Eyvindarson GR 2.5 3 24 3.4 Björn Knútsson GK 2.5 3 19 2.9 Örn Arnarson GA 2.5 3 35 3.5 Sveinn Sigurbergsson GK 2.7 3 21 3.0 Hjalti Pálmason GR 2.8 3 22 3.9 Júlíus Hallgrímsson GV 2.8 3 13 3.3 Björgvin Þorsteinsson GS 3.0 3 19 3.2 Hilmar Björgvinsson GS 3.0 3 9 2.9 EinarLongGR 3.1 3 24 2.5 Gunnar Snævar Sigurðsson GR 3.1 3 6 3.1 Kristinn G. Bjamason GL 3.1 8 33 3.4 KVENNAFLOKKUR Karen Sævarsdóttir GS 3.1 3 26 4.0 Ragnhildur Sigurðarsdóttir GR 5.0 6 26 6.6 ÞórdísGeirsdóttirGK 5.5 6 28 6.6 Herborg Arnardóttir GR 8.8 9 84 10.6 Steinunn Sæmundsdóttir GR 9.7 10 3 9.6 Ólðf María Jónsdóttir GK 10.0 10 28 0.0 Andrea Ásgrímsdóttir GFH 11.2 11 26 Jóhanna Ingólfsdóttir GR 11.6 12 1 11.3 -V Anna Jódís Sigurbergsdóttir GK ... 12.0 12 19 11.9 SvalaÓskarsdóttirGR 12.1 12 17 11.9 Listinn er frá 5. þessa mánaðar, kyifíngar í unglingaflokki eru feitletraðir. Þrettán kylfingar I kariaflokki eru með fjóra í leikinni forgjöf og því f meistara- flokki. Það eru eftirtaldir: Sæmundur Pálsson GR (3.8), Bjöni Axelsson GA (3.9), Birgir Ágústsson GV (4.1), Sigbjöm óskarsson GV (4.1), Karl ómar Jónsson GR (4.1), Elvar Skarphéðinsson GL (4.1), Hjalti Níelsson NK, óskar Sæmundsson GR, Magnús Birgisson GK, Helgi Eiríksson GR, Helgi Þórisson GS, Öm Sölvi Halldórsson GSS, Villijálmur Ingibergsson NK - allir með 4.4.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.