Morgunblaðið - 22.10.1992, Qupperneq 51
' - íl.|lAyÍ,iÍÍ - * “ - ’’ * ' ' ‘ ■ V * • •J 1 ' A'i-
MORGUNBLAÐIÐ IPROTTIR FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1992
KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI DRENGJALANDSLIÐA
i Strákamir til Tyrklands
„Stórkostlegur árangur að slá Norðurlandameistara Dana út,“ segir Þórður Lárusson, þjálfari
' DRENGJALANDSLIÐ íslands
, tryggði sér í gær farseðilinn í
| 16-liða úrslitakeppni Evrópu-
keppni drengja 16 ára og yngri
í Tyrklandi næsta vor. Strák-
arnir töpuðu, 0:1, fyrir Dönum
í Haderslev í Danmörku, en þar
sem þeir unnu fyrri leikinn á
Selfossi, 4:1, unnu þeir saman-
lagt 4:2. „Það er stórkostlegur
árangur að slá Norðurlanda-
meistara Dana út. Þeir eiga
sterkt lið, það besta sem Danir
hafa teflt fram í mörg ár,“ sagði
Þórður Lárusson, annar þjálf-
ari fslenska liðsins við Morgun-
blaðið í gær.
órður sagði að Danir hefðu
byijað leikinn með miklum
látum og skorað mark sitt í fyrri
i hálfleik. „Þeir voru meira með
1 knöttinn, en við fengum einnig góð
' marktækifæri eftir skyndisóknir.
Við lékum 4-5-1 leikaðferðina í fyrri
hálfleik, en breyttum síðan í 4-4-2
' í seinni hálfleiit. í upphafi seinni
hálfleiksins áttum við stangarskot
og síðan skot sem fór rétt yfir
mark Dana. Síðan fengum við önn-
ur tvö marktækifæri. Danir fengu
einnig marktækifæri, en Helgi Ass
Grétarsson, markvörður, sá við
þeim eins og áður, en hann varði
ÚRSLIT
Handknattleikur
ísland U-21 - Egyptaland 23:19
Akranesi, fyrri æfingaleikur liðanna, mið-
l vikudagínn 21. október 1992.
Gangur leiksins: 0:4, 1:6, 6:6, 8:8, 11:11,
11:12, 14:13, 18:14, 22:16, 22:19, 23:19.
Mörk íslands U-21: Dagur Sigurðsson 10/5,
Karl Karlsson 5, Páll Þórólfsson 2, Ólafur
Stefánsson 2, Erlingur Ríkharðsson 2, Björg-
I vin Björgvinsson 1, Róbert Sighvatsson 1.
( Varin skot: Reynir Reynisson 12.
s Mörk Egypta: Ghareeb 5, Kasaby 4, Geios-
I hy 3, Soliman 3, Waress 3, Sharkawy 1.
Dómaran Sigurgerir/Sveinsson og Gunnar
Viðarsson.
Áhorfendur: Um 250.
Haukar - Stjarnan 15:22
íþróttahúsið við Strandgötu, íslandsmótið t
handknattleik, 1. deild kvenna, miðvikudag-
inn 21. október 1992.
Mörk Hauka: Harpa Melsteð 8, Ragnheiður
Júlíusdóttir 2, íris Guðmundsdóttir 2, Kristín
Konráðsdóttir 2, Margrét Theódórsdóttir 1.
Mörk Stjörnunnar: Sigrún Másdóttir 8,
Una Steinsdóttir 5, Margrét Vilhjálmsdóttir
3, Ingibjörg Jónsdóttir 2, Guðný Gunnsteins-
dóttir 2, Sif Gunnsteinsdóttir 1, Stefanía
Guðjónsdóttir 1.
Dómarar: Einar Sveinsson og Gunnlaugur
Hjálmarsson. Mjög góðir.
BSigur Stjömustúlknanna var mjög örugg-
ur. Þær komust I 4:0 og höfðu yfir 11:6 I
hálfleik. Tölumar segja I raun allt sem segja
i þarf.
Grótta - Víkingur 20:20
Mörk Grótta: Laufey Sigvaldadóttir 7, Elísa-
bet Þorgeirsdóttir 4, Þuríður Reynisdóttir
' 3, Brynhildur Þorgeirsdóttir 3, Vala Pálsdótt-
ir 2, Unnur Halldórsdóttir 1.
Mörk Víkings: Halla María Helgadóttir 6,
| Matthildur Hannesdóttir 5, Inga Lára Þóris-
dóttir 4, Valdís Birgisdóttir 4, Iris Sæmunds-
dóttir 1.
Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og Rögn-
vald Erlingsson og stóðu sig n\jög vel.
BGrótta var með yfirhöndina mest allan
tlmann, var 10:7 yfir I hléi en Víkingsstúlk-
umar komust tvisvar yfir I seinni hálfleik.
Gróttan náði forystunni aftur og vartveimur
mörkum yfir er rúm mínúta var eftir. Spenn-
an var gffurleg lokin, Víkingar skomðu tvf-
vegis og það var íris Sæmundsdóttir sem
gerði sfðasta markið á lokasekúndunni.
Tryggði íslandsmeisturunum þar með annað
atigið með eina marki sínu f leiknum.
Selfoss - Fylkir 23:17
Mörk Selfoss: Auður Hermannsdóttir 7,
Hulda Bjamadóttir 4, Heiða Erlingsdóttir
3, Guðrún Hergeirsdóttir 3, Guðfinna
Tryggvadóttir 2, Drffa Kristjánsdóttir 2,
Kristjana Aradóttir 1, Inga Tryggvadóttir 1.
P Mörk Fylkis: Amheiður Bergsdóttir 9, Hel-
ena Hallgrfmsdóttir 3, Ágústa Sigurðardótt-
ir 2, Eva Baldursdóttir 2, Anna Einarsdóttir
1 h
* FH-Fram 18:23
Mörk PH: Ásdís Aradóttir 7, Eva Sveins-
dóttir 5, Thelma Ámadóttir 4, Björk Ægis-
) dóttir 2.
Mörk Fram: Inga Huld Pálsdóttir 8, Dfana
Guðjónsdóttir 4, Steinunn Tómasdóttir 3,
Kristfn Hjaltested 3, ósk Vfðisson 2, Þórunn
Harðardóttir 1, Margrét Blöndal 1, Margrét
Elíasdóttir 1.
mjög vel í leiknum og var að öðrum
ólöstuðum besti maður okkar,“
sagði Þórður.
„Við lékum vel útfærðan varnar-
leik og náðum því sem við ætluðum
okkur - að komast áfram. Númer
eitt var að halda forskoti okkar frá
Selfossi - þremur mörkum. Okkur
tókst það.“
Þriðja sinn í úrslit
Drengjalandsiið íslands hefur
tvisvar áður komist í úrslitakeppni
EM. 1985 í Ungveijalandi og 1991
í Sviss. Nú fer úrslitakeppnin fram
í Tyrklandi í lok aprfl á næsta ári.
íslenska liðið leikur þar í riðli með
sigurvegaranum í riðli sem Luxem-
borg og Sviss eru í, sigurveganum
í riðli með Austurríki og N-Irlandi
og sigurvegaranum í riðli sem Pól-
land, írland og San Marínó leika í.
„Það er líklegt að Sviss, Austurríki
og Pólland verði sigurvegarar í
þessum riðlum, þannig að þjóðimar
verði mótheijar okkar í Tyrklandi.
Við eigum ágætis möguleika gegn
landsliðum þessara þjóða," sagði
Þórður, en hann er þjálfari ásamt
Kristni Bjömssyni, sem hættir sem
þjálfari drengjalandsliðsins þar sem
hann er orðinn þjálfari 1. deildarliðs
Vals. Þórður sagði að hann gæfi
kost á sér áfram sem þjálfari liðsins.
Boð frá Skotiandi
Drengjalandsliðið hefur fengið
boð frá Skotum um að koma til
Skotlands og leika þar tvo lands-
leiki í febrúar. „Ég reikna fastlega
með að því boði verði tekið, enda
þarf að undirbúa landsliðið vel fyrir
keppnina í Tyrklandi. Undirbúning-
urinn hefst strax og við komum
heim og það yrði skemmtilegt verk-
efni ef liðið kæmist tii ísraels um
áramótin til að taka þar þátt í ár-
legu móti, sem íslenskt unglinga-
landslið hefur tekið þátt í undanfar-
in ár. Það yrði góður undirbúning-
ur,“ sagði Þórður.
Þórður sagði að strákamir
myndu æfa á fullum krafti í allan
vetur. „Landsliðshópurinn verður
stækkaður, enda vita strákamir að
það á enginn maður fast sæti í
landsliði - leikmenn verða að berj-
ast fyrir sætum sínum þar. Ég
reikna með að strákamir fái að æfa
með meistaraflokkum félaga sinna,
en þar eru æfingar markvissari en
hjá yngri flokkum félaganna. Allir
þeir leikmenn sem hafa leikið með
drengjalandsliðinu em tilbúnir til„
að leggja hart að sér til að verða
betri," sagði Þórður Lárasson.
KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNIN
Reuter
StuAningsmenn AEK Aþenu fögnuðu geysilega þegar þeirra menn skoraðu sigurmarkið, 1:0, gegn PSV Eindhoven
frá Hollandi í Aþenu í gærkvöldi, eins og sjá má.
SKIÐI / LANDSLIÐIÐ I ALPAGREINUM
Tók Snæfellsjökul
framyfir Austurríki
Islenska skíðalandsliðið í alpa-
greinum er nú við æfingar á Snæ-
fellsjökli og er þetta sjöunda
æfingaferðin á þessu undirbúnings-
tímabili. Að sögn Sigurðar H. Jóns-
sonar, landsliðsþjálfara, ætlaði
hann upphaflega að fara með iiðið
til æfinga á Hindterdux í Austur-
ríki en þar sem lítill snjór var þar
ákvað hann að fara á Snæfellsjökul
þar sem snjór er með besta móti.
Skíðalandsliðið átti að fara til
Austurríkis 26. október en vegna
anjóleysis og lélegs fiárhags SKÍ
varð Snæfellsjökull fyrir valinu.
Sigurður segir að skíðáfærið á jökl-
inum sé með þvf allra besta og
æfingamar í sumar hafi komið vel
út. Landsliðið var samtals 21 dag
á samæfingum í sumar, þar af 18
daga á akíðum.
A-landsiiðinu eru Kristinn
Bjömsson frá Ólafsfirði og Arnór
Gunnarsson og Ásta B. Halldórs-
dóttir frá ísafírði. Sigurður sagði
að liðið myndi fara til Skandinavíu
í lok nóvember í æfinga- og keppn-
isferð og síðan niður til Evrópu
eftir áramótin og jafnvel taka þátt
í nokkrum heimsbikarmótum. Hann
sagði að enginn keppandi yrði frá
Islandi á heimsmeistaramótinu í
Japan í vetur. „Það er bæði dýrt
og tímafrekt að fara til Japan. Við
munum nota tímann f æfíngar og
keppni á meðan HM fer fram. Við
eram fyrst og fremst að hugsa um
Ólympíuleikana f Liilehammer
1994.
Marglr asfa eriendis
Sex íslendingar verða í vetur f
skfðamenntaskóla i Noregi og Sví-
þjóð til að geta verið meira á skfð-
um en hér heima. Ásta Halldórs-
dóttir er í Östersund í Svíþjóð,
Kristmn er S Geilo eins og undanfar-
in ár. Eva Jónasdóttir og Harpa
Hauksdóttir frá Akureyri bytjuðu í
skfðamenntaskóla í Geilo í haust.
Skíðakonan efnilega frá Reykjavík,
Theódóra Matthiesen, er í skóla í
Hovden f Noregi og Jóhann Bæring
Gunnarsson frá fsafirði er í skóla
í Támeby S Svfþjóð.
Ásta í 92. sæti
Samkvæmt nýjasta styrkleika-
lista Alþjóða skíðasambandsins,
FIS, er Asta B. Halldórsdóttir með
32 fis-stig (styrkleikastig) f svigi
og er í 92. sæti. Það er langt síðan
íslendingur hefur komist undir 100
á styrkleikalista FIS. Kristinn
Bjömsson er með 37 fis-stig S svigi
og er í 170. sæti.
51
Guðmundur
hættur við
framboð
til vara-
formanns
^^uðmundur Kr. Jónsson, frá
Selfossi, ákvað í gær að
draga framboð sitt til varafor-
seta ÍSÍ til baka. „Eftir að
Magnús [Oddsson] kom tll sög-
unnar hef ég endurskoðað af-
stöðu mfna- og í framhaldi af
því ákveðið að draga framboð
mitt til baka. En ég stefiii áfiram
á að fara inní framkvæmda-
stjómina og tel mig eiga erindi
þangað inn. Ég tel Magnús góð-
an kost f stöðunni til að styðja
til varaforseta," sagði Guð-
mundur, sem átti sæti í fram-
kvæmdastjóm ÍSÍ fyrir tveimur
áram.
HANDBOLTI
Enn lágu
Egyplar
m
Islenska landsliðið, skipað leik-
mönnum 21s árs og yngri, sigraði
lið Egypta 23:19 f leik á Akranesi í
gærkvöldi. íslenska
jón liðið byijaði ekki
Gunnlaugsson gæfulega og komust
skrifarfrá Egyptar í 4:0 og 6:1
Akranesi áðUr en strákarnir
tóku *við sér og jöfnuðu 6:6.
Leikurinn var sveiflukenndur
framan af en eftir að íslenska liðið
jafnaði var jafnt á öllum tölum til
hálfleiks. Egyptar voru þó alltaf á
undan. Síðari hálfleikur byijar eins
og sá síðari endaði. Egyptar leiddu
allt þar til eftir sex mínútna leik að
íslendingum tókst að komast _yfir í
fyrsta sinn. Eftir það leiddi Island
með einu til tveimur mörkum og náði
síðan fjögurra marka mun um miðjan
hálfleikinn. Þegar fimm mínútur voru
eftir náðu þeir sex marka forskoti,
22:16. Egyptar gerðu þá þijú í röð
en íslaendingar áttu síðasta orðið.
KNATTSPYRNA
Völsungi
dæmdur
sigur
Þróttur ætlar að áfrýja
Völsungi var dæmdur 3:0 sigur
á Þrótti Neskaupstað í héraðs-
dómstóli HSÞ í kæramáli Völsungs
á hendur Þrótti Nes. fyrir að nota
leikmann sem ekki var á leik-
skýrslu í leik liðanna í 3. deildinni
í sumar. Þróttur vann umræddan
leik 1:0. Samkvæmt þessari niður-
stöðu hafnar Grótta í 2. sæti 3.
deildar og leikur í 2. deild að ári,
en Þróttur f 3. sæti og situr áfram
í 3. deild. Þróttarar sætta sig ekki
við þessa niðurstöðu héraðsdóm-
stóls HSÞ og hafa ákveðið að áfrýja
til dómstóls KSÍ, en sú áfrýjun
hafði ekki borist KSÍ í gær.
Enn eitt kæramál er í gangi og
er það hjá héraðsdómstól UMSK
þar sem Þróttur Neskaupstað kærir
Gróttu fyrir að hafa notað ólöglegan
leikmann, Stefán Jóhannsson mark-
vörð, í leik liðanna í sfðustu umferð
deildarinnar. Þróttur vann þann leik
4:1, en ef Þróttur vinnur kæruna
3:0 fer liðið upp í 2. deild í stað
Gróttu því liðin vora með jafnmörg
stig og sama markamun, en Grótta
hafði skorað einu marki meira en
Þróttur.