Morgunblaðið - 30.10.1992, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1992
3
Hagkaup
Illseljanlegir
bréfpokar gefnir
í Hagkaupsverslunum í höfuð- verið litið til þess að bréfpokar
borginni er fólki nú boðið upp á væru umhverfisvænni en plastpok-
ókeypis bréfgoka undir varning ar. „En svo hafa menn deilt um
sinn. Jón Ásbergsson, fram- það, þegar dæmið hafi verið upp
kvæmdastjóri Hagkaups, segir gert, hvort pappírspokinn sé nokkuð
að pokarnir hafi verið boðnir til vistvænni en plastið. Og samkvæmt
sölu í Hólagarði en þar sem fólk þeim heimildum sem við höfum
hafi frekar viljað kaupa plast- hafa kaupmenn í vaxandi mæli lagt
poka en bréfpoka hafi verið áherslu á plastið vegna þess að það
ákveðið að dreifa afgangnum í sé vistvænna og minni orka fari í
verslanir Hagkaups og gefa þá. að framleiða það.“
Jón sagði að upphaflega hefði
4,1 milljón
upp í 83
millj. kröfur
RÚMLEGA 4,1 miiljón króna
fannst í þrotabúi Akraprjóns hf.
þar sem lýst var um það bil 83
milljóna króna kröfum. Fyrirtæk-
ið varð gjaldþrota í september
1990 en skiptum er nýlega iokið.
Rúmar 3,9 milljónir greiddust upp
í um 14,5 milljónir króna sem tryggð-
ar voru með veði í lausafé búsins og
upp í þriggja milljón króna forgangs-
kröfur greiddust rúmlega 20 þúsund
krónur. Ekkert fannst í þrotabúinu
til greiðslu upp í 65,3 milljónir króna
almennra krafna.
Aukin sam-
vinna lög-
reglu á Suð-
vesturlandi
LÖGREGLUEMBÆTTIN á suð-
vesturhorni landsins hafa í und-
irbúningi að taka upp nánara
samstarf sín á milli, ekki sist á
sviði umferðarmála. I næstu viku
munu embættin á höfuðborgar-
svæðinu ásamt lögreglu í Kefla-
vik og Grindavík hafa sérstaka
samvinnu, meðal annars um
hraðamælingar.
Meðan á þessu stendu'r munu
lögreglumenn í fyrrgreindum um-
dæmum halda uppi öflugu umferð-
areftirliti, með hraðamælingum og
sérstöku eftirliti með því hvernig
ekið er um gatnamót, hvort sem
umferð um þau er stjórnað með ljós-
um, stöðvunarskyldu- eða bið-
skyldumerkjum. Omar Smári Ár-
mannsson aðstoðaryfirlögreglu-
þjónn sagði við Morgunblaðið að í
næstu viku mætti ökumaður sem
æki til dæmis milli Reykjavíkur og
Keflavíkur og héldi sig ekki innan
löglegra hraðatakmarkana eiga von
á því að verða stöðvaður og sektað-
ur allt að því fjórum sinnum á leið-
inni.
----♦ ♦ ♦---
Borgarráð
Breytingar
á gjaldi í
bílastæða-
húsum og á
bflastæðum
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
verðskrá mánaðargjalda í bíla-
stæðahúsum og á stórum bíla-
stæðum sem gildi tekur 1. janúar
næstkomandi. Sérstakt kynning-
arverð sem verið hefur á Bakka-
stæði og í Kolaporti hækkar þá
úr 2.000 kr. í 2.500 kr.
Tímagjald í bílastæðahúsum og
á stórum bílastæðum verður óbreytt
frá því sem verið hefur, en það er
30 kr. fyrsta klukkutímann og síðan
10 kr. fyrir hveijar 12 mínútur.
Mánaðargjald hefur verið á bilinu
4.500 til 6.000 kr. nema á Bakka-
stæði og í Kolaporti. Mánaðargjald
í Bergstöðum lækkar og verður frá
1. janúar 3.500 kr., í Vesturgötu 7
verður gjaldið 5.500 kr., á Alþingis-
reit 6.000 kr., við Ráðhúsið 6.000
kr. og við Tollstöðina lækkar gjald-
ið í 2.500 kr.
Um mánaðamótin nóvember-des-
ember verður opnað nýtt bílastæða-
hús að Hverfisgötu 20 gegnt Þjóð-
leikhúsinu. Borgarráð samþykkti
að þar verði ókeypis að leggja bílum
í desember, en eftir það verður
mánaðargjaldið 3.500 kr.
Ert þú í forsvari fyrir félag, fámennt eða
fjölmennt, formlegt eða óformlegt?
Þá veistu hvab þab fer mikill tími í innheimtu félagsgjalda, ab
halda félagatalinu réttu, vita hverjir hafa gert skil,
senda rukkanir á réttum tíma, taka
vib greibslum og koma þeim í banka.
Til ab þú hafir meiri tíma til ab sinna eiginlegum félagsstörfum
bjóbum vib Félagaþjónustu íslandsbanka.
Notfœrbu þér Félagaþjónustu íslandsbanka fyrir þitt félag og
notabu tímann til ab sinna sjálfum félagsstörfunum.
Félagaþjónustan felst mebal annars í eftirfarandi þáttum:
• Círóseblar fyrir félagsgjöldum eru skrifabir út og sendir
greibendum á réttum tíma. Um leib er félaginu send skrá yfir
útskrifaba gírósebla.
• Hœgt er ab velja árlega og allt nibur í rhánabarlega innheimtu.
• Reikningsyfirlit meb nöfnum greibenda eru skrifub út í byrjun
hvers mánabar.
• Dráttarvextir eru reiknabir, sé þess óskab.
• Cjöld geta hœkkab samkvœmt vísitölu, sé þess óskab.
Ab auki er bobin margþœtt vibbótarþjónusta.
ÍSLANDSBANKI
-í takt vid nýja tíma!