Morgunblaðið - 30.10.1992, Page 4

Morgunblaðið - 30.10.1992, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1992 Forsætisráðherra býður Grigol Matsjavariani heim Islandsklukkan kveikti áhugann á íslenskunni DAVÍÐ Oddsson forsaetisráðherra hefur, í samráði við Ólaf G. Einars- son menntamálaráðherra, ákveðið að bjóða Georgiumanninum Grigol Matsjavariani til íslands í næsta mánuði. Matsjavariani ritaði í síðustu viku bréf, sem birt var í Morgunblaðinu, en þar kemur fram ákafur áhugi hans á íslandi, tungu landsins og menningu. „ísland er draum- ur minn,“ sagði Matsjavariani frá sér numinn í símasamtali við Morgun- blaðið er hann hafði fengið þessar fréttir. „Ég hef næstum aldrei samneytt við íslendinga. Það var fyrir löngu að hér var í Tbílísí einn íslendingur, en hann var skamma stund í Georg- íu. Ég á öngva iðkun og ég er ekki vanur að heyra lifandi tungumál," sagði Matsjavariani hógvær er blaðamaður Morgunblaðsins hrósaði íslenzkukunnáttu hans, en þrátt fyr- ir að hafa nær eingöngu lært málið af bókum talar hann það betur en margir útlendingar, sem búa hér. Aðspurður hvemig brennandi áhugi hans á íslandi hefði vaknað, sagði Matsjavariani: „í bernsku minni sá ég bók sem lá á borði afa míns; íslandsklukkuna. Þegar ég las nafn rithöfundarins var það Halldór Laxness. Mér þótti nafnið mjög tón- visst. í bemskunni elskaði ég líka eyjar. Faðir minn sagði mér að Hall- dór Laxness væri alkunnur íslenzkur rithöfundur og að ísland væri eyja. Eins og bam fór ég að forvitnast um ísland. Þegar ég las bókina, þóttu mér nöfnin mjög tónviss, til dæmis Snæfríður, Amas Amæus og Jón Hreggviðsson. Eftir þetta aflaði ég mér orðabókar og fór að læra alveg sjálfstætt." Matsjavariani hefur þýtt Gunn- laugs sögu ormstungu á georgísku og vinnur að þýðingu á Grænlend- inga sögu. „Því miður er nú í Georg- íu svokallað pappírsvandamál og sum blöð em lögð niður vegna papp- írsskortsins. Svo að útgáfu sagn- anna seinkar dálítið," sagði hann. „Mér er mjög sárt að íslendingar og Georgíumenn þekkjast alls ekki. En báðar þjóðir hafa hámenningu og þær skulu þekkjast. Til dæmis í Georgíu vita menn að ísland er nokk- urs staðar, að það er eyja, en sumir ósannfróðir menn rugla jafnvel sam- an íslandi og írlandi og sumir halda að íslenzka sé írlenzka eða skot- lenzka. Ég vil gera ísland vinsælla í Georgíu en nú er. Nú er ég farinn að þýða Grænlendingasögu og ég vil sanna öllum að Ameríka er upp- götvuð af íslendingum og ekki Kól- umbusi." VEÐURHORFUR I DAG, 30. OKTOBER YFIRUT: Yfir landinu er 1012 mb hæðarhryggur, en iægðardrag ó Grænlands- sundi. Skammt norðnorðaustur af Nýfundnalandi er víðáttumikil og vaxandi læqð, sem hreyfist norðnorðaustur. SPA: Norðan- og austanátt. Él eða slydduél á Norður- og Austurlandi, en úrkomulaust sunnan og suðvestanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR A LAUGARDAG: Hæg breytileg eða suuövestlæg átt og fremur svalt. Skúrir eða stydduél víða um land, einkum Þó um vestanvert landið. HORFUR A SUNNUDAG: Hæg breytileg eða norðvestlæg átt og fremur kalt. Smáél norðaustanlands en annars þurrt og viða léttskýjað. HORFUR Á MÁNUDAG: Norðaustan áu og kalt. Éijagangur um norðanvert landið en þurrt og viðast léttskýjað syðra. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.46, 12.46, 16.30, 18.30, 22.30. Svarslmi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 890600. O Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað r r r * r * * * * r r * / * * r r r r * r *** Rigning Slydda Snjókoma A A Skýjað Alskýjað v ^ ý Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig Súld Þoka V stig.. FÆRÐ A VEGUM: , <ki. 17.301 gær) Þjóðvegir landsins eru yfirleitt ágætlega greiðfærir, en þó er víðá háika á vegum svo sem á Heilisheiði, Fróðárheiði, Keriingarskarði, Bröttu- brekku og Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum er hálka og snjór án fyrir- stöðu ó heiðum og fjallvegum en Hrafnseyrarheiði er þó aðeins fær jeppum og stærri bílum. Á Norðurlandi er hálka á Vatnsskarði, öxnadals- heiði og Víkurskarði en Lágheiði er ófær. Þá er hálka og snjór án fyrir- stöðu víða ó Norð-Austurlandi og ó fjallvegum ó Austfjörðum. öxarfjarð- arhelöi og Hellisheiði eystri eru aðeins færar jeppum. Veðurstofa spáir snjó eða siydduélum í kvöld á vestanverðu landinu og mé því búast við hálku þar. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti ( síma 91-631500 og ígrænnilínu 99-6315. Vegagerðfn. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavlk hltl +7 +1 veður ekýjeð skýjað Bergen 6 léttskýjað Helsirtki +4 snjókoma Kaupmannahöfn 7 skýjað Narssarasuaq +5 helðskfrt Nuuk 1 skýjað Osló 0 skýjað Stokkhólmur 0 snjókoma Þórshötn 4 skúr Algarve 18 alskýjað Amsterdam 9 skýjað Barcelona 16 skýjað Berlín 8 rignlng Chicago 7 alskýjað Feneyjar 16 þokumóða Frankfurt 8 skúr Glasgow 8 léttskýjað Hamborg 6 skýjað London 9 iéttskýjað Los Angeles 18 alskýjað Lúxemborg 6 skúr á sið.klst. Madríd 18 skýjað Malaga 23 skýjað Mallorca 23 skýjað Montreal 3 aiskýjað NewYork 11 skýjað Orlamlo 18 þokumóða Parfe 12 téttskýjað Madeira 22 skýjað Róm 22 skýjað Vín 8 akúr Weshlngton 11 súld Winnipeg 3 alskýjað Frá mótmælastöðu lögreglumanna við Arnarhvol í gær. Mótmælastaða lögreglu yfir samningafundi UM 200-300 lögreglumenn efndu til mótmælastöðu við Arnarhvol í gærmorgun meðan samninganefnd Landssambands lögreglu- manna gekk á fund með samninganefnd ríkisins. Að sögn Jónasar Magnússonar, formanns Landsambandsins, var efnt til mótmæla- stöðunnar til að árétta það að lögreglumenn legðu þunga áherslu á að ná viðunandi kjarasamningum enda hefðu kjör þeirra rýmað miðað vð viðmiðunarhópa innan rikiskerfisins frá gerð kjarasamn- ings árið 1986. Samninganefnd lögreglumanna kynnti samninganefnd ríkisins gögn um það hvernig kjör þeirra hefðu rýmað frá gerð fyrrgreinds samnings, sem fól meðal annars í sér að lögreglumenn afsöluðu sér verkfallsrétti gegn fastri viðmiðun við kjör ákveðinna hópa, en lög- reglumenn telja samninginn aldrei hafa verið efndan. Að sögn Jónasar hafa kjör lög- reglumanna rýrnað stöðugt og verulega á þessum tíma. Eftir framlagningu þessara upplýsinga óskaði samninganefnd ríkisins eft- ir viku fresti til að kynna sér gögn- in. Ákveðið var að efna til fundar að viku liðinni og þá verður einnig fundur með samninganefnd lög- reglumanna og þeim mönnum sem dómsmálaráðuneytið hefur tilnefnt til sérstakra viðræðna um úrbætur í öryggismálum lögreglunnar. Lögreglumenn gengu ekki inn í samninga þá sem gerðir voru um miðlunartillögu ríkissáttasemjara eftir að þjóðarsáttarsamningar runnu út og hafa lausa samninga. í samningaviðræðum hafa þeir lagt höfuðáherslu á fyrrgreinda launa- leiðréttingu og úrbætur í öiyggps- og lífeyrismálum. Oskar Vigfússon end- urkjörinn forseti Sjó- mannasambandsins ÓSKAR Vigfússon var endurkjörinn forseti Sjómannasambands ís- lands til næstu tveggja ára á þingi sambandsins í gær. Uppstillingar- nefnd sem skipuð er fimm mönnum komst ekki að sameiginlegri niðurstöðu um tilnefningu til forseta og komu tvær tillögur frá nefnd- inni, annars vegar Óskar Vigfússon og hins vegar Konráð Alfreðs- son, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar. Óskar hlaut 39 atkvæði til embættisins en Konráð 15. Einn seðill var auður. Sævar Gunnars- son úr Grindavik var kjörinn varaforseti en aðrir voru ekki í fram- boði. Guðmundur Hallvarðsson, fyrrverandi varaforseti Sjómanna- sambandsins, sóttist ekki eftir endurkjöri. Í uppstillingamefnd áttu sæti Þórður Ólafsson, Sigfínnur Karls- son, Elías Bjömsson, Erling Guð- mundsson og Sveinn Kristinsson. Þórður, Sigfínnur og Elías lögðu til að Óskar Vigfússon yrði í framboði til forseta, en Erling og Sveinn nefndu til Konráð Alfreðsson, for- mann Sjómannafélags Eyjafjarðar. Elías Bjömsson frá Vestmanna- eyjum hlaut kosningu sem ritari sambandsins samkvæmt sameigin- legri tillögu uppstillingamefndar og Sigfínnur Karlsson frá Neskaup- stað sömuleiðis sem gjaldkeri. „Mér er efst í huga þakklæti vegna þess mikla trausts sem mér er sýnt með þessari niðurstöðu. Ég kvíði að sjálfsögðu þeirri baráttu sem framundan er en menn verða bara að taka á henni. Menn vita hver staðan í þjóðfélaginu er og hver staða sjómannastéttarinnar er með tilliti til aflabrests og vaxandi atvinnuleysis. Þar reynir bæði á forystu sjómannastéttarinnar og annarra innan verkalýðshreyfíngar- innar. En maður hefur tekið bár- unni fyrr,“ sagði Óskar. Konráð Alfreðsson óskaði ný- lqömum forseta til hamingju með kjörið og óskaði honum alls velfarn- aðar á komandi kjörtímabili. „Við Óskar höfum átt gott samstarf þau ár sem ég hef starfað sem formað- ur Sjómannafélags Eyjafjarðar og síðan ég hóf afskipti af félagsmál- um sjómanna. Ég vona svo sannar- lega að svo verði áfram. Einnig vil ég þakka þeim mönnum sem greiddu mér atkvæði fyrir stuðning- inn sinn,“ sagði Konráð. 2Vi árs fangelsi fyr- ir að misnota telpur HÆSTIRETTUR hefur dæmt 43 ára mann, Hannes Oddsson, til 2Vi árs fangelsisvistar fyrir að hafa misnotaðar tvær telpur, 12 og 13 ára. Lögreglumenn í lögreglustöðinni í Breiðholti komust á snoðir um heimsóknir ungra stúlkna til mannsins á heimili hans við Lauga- veg og í framhaldi af því var hann handtekinn. Undirréttur sakfelldi manninn og dæmdi hann til tveggja ára fangelsisvistar í júní sl. fyrir að hafa, á tímabilinu apríl til ágúst 1991, haft í 5-6 skipti samfarir við tvær telpur, aðra 12 og hina 13 ára, og fyrir að hafa veitt telpunum tveimur og fjórum öðrum, 12-14 ára, áfengi og sýnt þeim klámmynd- ir. Hæstiréttur hefur nú þyngt dóm- inn yfír manninum um hálft ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.