Morgunblaðið - 30.10.1992, Page 5

Morgunblaðið - 30.10.1992, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1992 5 Nánast ekkert fram- boð af sauðfjárkvóta 600-700 þúsund lítrar af mjólkurkvóta seldir NOKKUR hreyfing hefur verið i sðlu mjólkurkvóta á milli bænda og hefur hún eingöngu verið innan framleiðslusvæðanna. Fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs áætlar að þangað hafi borist tilkynn- ingar um sölu á 600-700 þúsund lítrum. Búist er við að heildarsalan fram til áramóta geti numið að minnsta kosti tveimur milljónum lítra. Aftur á móti er sáralítið framboð af kindakjötskvótii og er áætlað að tilkynnt hafi verið sala á 10-15 tonnum. Sala á greiðslumarki í sauðfjár- og nautgriparækt er frjáls nema hvað kaupendur verða að búa á lögbýlum og í mjólkurframleiðsl- unni hafa bændur innan fram- leiðslusvæðisins forkaupsrétt að þeim kvóta sem selja á úr héraði. Mjólkurframleiðendur hafa tæki- færi til að ganga frá sölu og kaup- um sín á milli til áramóta og sauð- fjárbændur til 1. febrúar. Gísli Karlsson, framkvæmda- stjóri Framleiðsluráðs landbúnaðar- ins, sagði í samtali við Morgunblað- ið að dálítil hreyfing væri í sölu mjólkurkvóta. Taldi hann að fram- boðið væri fyrst og fremst frá bændum sem hættir hefðu verið búskap og leigðu ríkinu rétt sinn í fyrra. Sagði Gísli að til Framleiðslu- ráðs væru komnar tilkynningar um sölu á 600-700 þúsund lítrum og væri það allt innan svæðanná. í til- kynningunum til Framleiðsluráðs er söluverð ekki tilgreint. Gísli taldi að algengt söluverð væri á bilinu 80-100 kr. lítrinn. Fram hefur kom- ið í frétt hér í blaðinu að gangverð- ið í Eyjafirði er 100-110 kr. Lítil sala er í greiðslumarki í kindakjöti og áætlaði Gísli að það væri ekki nema 10-15 tonn fram til þessa. Sagði Gísli að ríkið hefði undanfarin tvö ár gengið hart fram í að kaupa kvóta til að minnka fram- leiðsluna og taldi hann að þá hefði allur laus kvóti verið keyptur út. Þá sagði hann að glöggt hefði kom- -------------♦ ♦ ♦------ Skattstofan í Reykjavík Kærur álíka margar og á síðasta ári STARFSMÖNNUM Skattstofu Reykjavíkur gengur vel að af- greiða kærur skattgreiðenda vegna álagningarinnar í haust. Kærur voru svipað margar og á síðasta ári. Gestur Steinþórsson skattstjóri segir að borist hefðu svipað margar kærur og á síðasta ári en þá voru þær 3.700. Sagði hann að kært hefði verið vegna sömu atriða og áður. Framtöl sem bárust of seint en áður en kærufrestur rann út eru teknar sem kærur á áætluðum gjöldum og er það nokkur hluti kæranna. Annar stór hluti er vegna breytinga sem Skattstofan gerði á framtölum fyrir álagningu. Þá nefndi Gestur að mikið væri af kærum vegna vaxtabótaútreikn- ings. Kærufrestur rann út mánuði eft- ir álagningu, eða í lok ágúst. Gest- ur sagði að vel hefði gengið að af- greiða kærur. Nú væri búið að svara meginhlutanum af kærum einstak- linga en talsvert væri óafgreitt af kærum vegna framtala manna með atvinnurekstur og lögaðila. ------♦ ♦..♦----- ið í ljós þegar tilboð ríkisins voru í gangi að sauðfjárbændur ættu erfitt með að hætta vegna erfiðleika í atvinnumálum, þeir hefðu ekki að neinu öðru að hverfa. Gísli taldi að gangverð fyrir ærgildi í sauðfjár- kvóta væri á bilinu 10-15 þúsund krónur. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Brugðið á leik með börnunum Tveir bresku skemmti- kraftanna, sem skemmt hafa viðskiptavinum Borg- arkringlunnar á Bretland- sveislu sem þar stendur nú yfir, heimsóttu Barnaspít- ala Hringsins í gærmorgun og skemmtu börnum sem þar dvelja. Þetta voru þeir Adrian Kaye, sem kemur fram í gervi Charlie Chapl- ins, og Gordon Rimes sem á myndinni sést leika listir sínar fyrir bömin. Vöruhús Hvamms- tanga hf. gjaldþrota Hvammstanga. VÖRUHÚS Hvammstanga hf. var úrskurðað gjaldþrota hinn 23. október og hefur þar með hætt rekstri. Stjórn félagsins óskaði eftir gjaldþrotaskiptum og hefur héraðs- dómari Norðurlands vestra, Halldór Halldórsson, skipað Ásgeir Björns- son hdl. í Reykjavík bústjóra þrota- búsins. - Karl. F0RDEXPL0RER • .. .. atfV Bíll sem þú verður að sjá um helgina Nú er ný sending af þessum ameríska lúxusjeppa komin til landsins. Explorer er glæsilegur og vandaður jeppi sem hefur fengið frábærar viðtökur hjá íslenskum bílaáhugamönnum frá því hann kom á íslenskan markað fyrir tveimur árum. Ford Explorer er gífurlega kraftmikill jeppi með öfluga V6 4,0L EFI vél og 160 hestöfl. Samt er hann ótrúlega eyðslugrannur. Ford Explorer hefur gjörsigrað aðra jeppa I öryggisprófunum. Hann er með styrktarbita í öllum hurðum, sem veitir bílstjóra og farþegum hámarksöryggi, og nú hefur enn einum öryggisþættinum verið bætt I sem er ABS hemlakerfi á öllum hjólum. Komdu á sýninguna á nýjum Ford Explorer í Globus. Sýningin er opin á laugardag frá kl. 13-1 7 og sunnudag frá kl. 13-17. Þetta er bíll sem þú verður að sjá. Globus býður viðskiptavinum sínum Motorola farsíma á mjög hagstæðu verði. <8> MOTOROLA Hefurþú ekiö Ford.....nýlega? FORD ECOIMOLINE Sýnum einnig glæsilega Ford Econoline sendibíla og Club Wagon. Globusp -heitnur gceda! Lágmúla 5, siml 91-6815 55 I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.