Morgunblaðið - 30.10.1992, Síða 11

Morgunblaðið - 30.10.1992, Síða 11
11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1992 Náttúruformanir Sýning í Gerðubergi Orðlist Guðbergs Bergssonar Laugardaginn 31. október opnar sýningin Orðlist Guðbergs Bergssonar í menningarmiðstöð- inni Gerðubergi. Sýningin er í tilefni af sextugsafmæli skálds- ins. Markmiðið er að gefa mynd af Guðbergi sem listamanni og persónu og í tengslum við sýning- una verður dagskrá sem byggist á verkum hans. Guðbergur Bergsson er vafalaust þekktastur fyrir ritlist, en hann hefur skrifað um 20 bækur, skáld- sögur, smásögur og ljóð, auk þýð- inga, einkum úr rómönsku málun- um. En Guðbergur hefur einnig lagt gjörva hönd á önnur listform sem tengjast tilraunum hans til að víkka ritlistarformið. Guðbergur var einn af fáum íslenskum rithöfundum sem tóku þátt í formtilraunum þeim sem umbreyttu allri listsköpun á sjöunda og áttunda áratugnum og birtust íslendingum einna helst í verkum SÚM-hópsins. Guðbergur var félagi í þeim hópi. í fréttatilkynningu segir að á sýningunni í Gerðubergi verði sýnd- ar Ljóðmyndir - konkretljóð Guð- bergs frá SÚM-árunum, teikningar eins og myndasögur og teiknuð verk með olíulitum, ljósmyndasög- ur, blaðagreinar, kvikmyndir, munir og fleira. Og í útibúi Borgarbóka- safnsins í Gerðubergi verður bóka- sýning. Einnig gefst sýningargestum kostur á að hlýða á hljóðverk Guð- bergs sem hann nefnir Ljóðhljóð. Flutt verður leikdagskrá Sannar sögur - af sálarlífi systra - í leik- stjórn og samantekt Viðars Egg- ertssonar úr Tangabókunum svo- nefndu (Það sefur í djúpinu, Her- mann og Dídí, Það rís úr djúpinu). Leikdagskráin verður dagana 11. 12. 18. og 19. nóvember. Þá verður einnig dagskrá í umsjá skáldsins 2. og 23. nóvember. Sýningin er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 10—16, laugardaga kl. 13—16 og sunnudaga kl. 14—17. Henni lýkur 24. nóvember. -----» ♦ ♦--- Gerðuberg Síðasta sýn- ingarhelgi í Gerðubergi er nú síðasta sýn- ingarhelgi á verkum Þorvaldar Þor- steinssonar. Á sýningunni eru lág- myndir sem Þorvaldur hefur unnið að síðustu átta ár. Sýningunni lýkur 3. nóvember. ---—---------------- PlWM (VL, FLÍSAR Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44 Myndlist Bragi Ásgeirsson í húsakynnum Epal, að Faxa- feni 7, hefur ung listakona Helga Jóhannesdóttir að nafni opnað fyrstu einkasýningu sína. Helga nam við Myndlistarskól- ann í Reykjavík 1986, en Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1987-91, þar sem sérfag hennar var leirlist og var að auki gesta- nemi í skólanum fyrir brúkslist í Kaupmannahöfn. Þá er hún ein af þeim listamönnum, _sem komið hafa sér fyrir í gamla Álafosshús- inu í Mosfellsbæ. Leirlistaverkin á sýningunni eru öll unnin á þessu ári og svo sem segir, eru þau á vissan hátt óður til náttúrunnar. í þeim hefur listakonan leitast við að ná jafn- vægi í samspili forma, efna og áferðar. Hér er um að ræða túlkun fyrir- bæra tilverunnar eins og þau koma okkur fyrir sjónir, mjúk - hijúf, heit - köld, hæg - ör, fín - gróf, létt - þung, ávöl - hvöss og summan er andstæður. Það sem fyrir gerandanum vak- ir er þannig að ganga út frá nátt- úruformum, og verk hennar, sem eru líkust blöndu af stein- og tré- formum, sækja sem slík á vissan hátt áhrif til náttúrunnar. í þess- um formum sem eru mjó og af- löng er einhver rísandi geijun svipað og í náttúrugróðri og stundum eru þau alveg flöt að ofan líkast niðursöguðum tijábút- um. Þannig er brugðið glerplötum yfir sumar eininganna og er þá komið borð og listakonan komin út á svið almennrar hönnunar. Verkin eru lituð á ýmsa vegu og þá einkum eru þau eiga að standa ein og sér og þannig njóta þau sín mun betur en undir borð- plötunum. Það er þannig ýmislegt að brjótast um í hinni ungu listspíru, eins og vera ber, en á mig virkar útkoman full endanleg og skóluð og á ég þá við að ég sakni krafts og umbrota, dirfsku og áræðis, því þótt formin hlykkist á ýmsa vegu út frá ákveðinni grunnhug- mynd, eru verkin í heildina á mjög þröngu formrænu svið og keimlík hvort öðru. Þetta getur bæði bent á persónuleg vinnubrögð, en einn- ig á einhæfni og verður tíminn að skera úr um hvort sé heldur, en að öllu samanlögðu er þetta athyglisverð frumraun. LOKAÐ I DAG VEGNA 50 ARA AFMÆLIS aS SEn Etf MERCEDES-BEN2 /|~HF. RÆSIR m Næsta vor eru liðin 50 ár frá því að Ræsir hf. hóf starfsemi. Af því tilefni tökum við "Ræsis fólk" smá forskot á sæluna og höldum upp á afmælið á erlendri grund helgina 30. október -1. nóvember, en mætum aftur til starfa mánudaginn 2. nóvember. ARA 1943-1993 SKÚLAGÖTU 59. REYKJAVÍK S.61 95 50

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.